Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1996, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1996, Side 5
FIMMTUDAGUR 21. MARS 1996 Eréttir 5 DV ## Samtök landflutningamanna: Okuritana burt - útilokaö, segir dómsmálaráðuneytiö Samtök landflutningamanna hafna því alfarið að tekin verði upp hér á landi lögbundin notkun ökurita og hraðatakmarkara. í Samtökum land- flutningamanna eru Bandalag ts- lenskra leigubílstjóra, Félag hóp- ferðaleyfishafa, Félag sérleyfishafa, Félag vinnuvélaeigenda, Landssam-, band vöruhifreiðastjóra, Trausti, Fé- lag sendibilstjóra og Ökukennarafé- lag íslands. „Það var fundur fyrir skömmu um þetta mál 1 utanríkisráðuneytinu og niðurstaða hans er sú að það er úti- lokað að fá undanþágu frá þessu,“ segir Guðni Karlsson, deildarstjóri í dómsmálaráðuneytinu. Ekki sé held- ur lengur hægt að fresta gildistöku laga EES um þessi mál þar sem að- lögunartími, sem íslendingar fengu, sé þegar liðinn og gefnar hafa verið þær undanþágur sem ráðuneytið tel- ur sér stætt á að veita gagnvart lög- um um þessi mál sem gilda innan EES. í sameiginlegri ályktun félaganna innan Landvara segir að engin brýn þörf sé á að samræma reglur um þessi mál við þær reglur sem gilda í Evrópu. Allar aðstæður, bæði varð- andi vinnumarkað sem og umferðar- mannvirki, séu aðrar hér. Afkoma landflutningamanna byggist á sveiflukenndum og árstíðabundnum toppum sem bera afkomuna uppi. Þess í milli sé ládeyða. Evrópskar reglur geri það ómögulegt að anna verkefnum á háannatímanum nema með óheyrilegum kostnaði sem muni kippa rekstrargrundvellinum undan rekstrarafkomunni. Þá eigi að skylda menn til að taka upp gamlar gerðir af ökuritum nú þegar nýjar og full- komnar gerðir eru rétt ókomnar á markað. Þetta muni hafa í for með sér hundraða milljóna króna kostnað fyrir greinina. Samtök landflutninga- manna fara þess á leit við dómsmála- ráðherra að hann felli þegar í staö úr gildi reglugerðir um ökurita og hvíld- artima ökumanna ásamt reglugerð um hraðatakmarkara. „Samkvæmt reglunum er það ekki hægt,“ segir Guðni Karlsson. -SÁ BURÐARGJALD- GREITT ÍÖjÍD) ISLAND Leyfi nr. 129 'ToL’ clM- (JTMAOo 4- 130 ára qfrnœlistónleikar íNorræna húsinu,fimmtudaginn 21. mars 1996, kl. 20:30 TRÍÓ ÓLAFS STEPHENSEN GuðmundurR. Einarsson, trm. Tómas R. Einarsson, bs. Draumur allra ungra manna er að eignast snjóbretti. Þau eru í tísku núna en venjuleg skíði þykja heldur gamaldags þótt þeir fullorðnu telji að þau séu fullboðleg. í Bláfjöllum hafa menn nýtt sér skíða- og snjóbrettafærið vel síð- ustu daga en vissara er að vera vel klæddur. DV-mynd ÞÖK Lýsing á Reykjanes- braut frá Hafnarfirði í Leifsstöð DV, Suðurnesjum: „Eitt mikilvægasta verkefnið til að minnka hættu við akstur um Reykjanesbrautina er þessi lýsing. Það hefur komið fram í úttektum, sem gerðar hafa verið erlendis, að lýsing á vegum lækkar svokallaðan hættustuðul verulega. í þessu tilviki gerum við ráð fyrir að hættustuðull- inn geti lækkað um 30%,“ sagði Kristján Pálsson alþingismaður í samtali við DV I morgun. Á fundi þingmanna Reykjanes- kjördæmis og fulltrúa frá Vegagerð ríkisins á miðvikudag náðist sam- staða um að Reykjanesbrautin yrði lýst eða sá hlutinn sem eftir er frá Leifsstöð 1 Hafnarfjörð. Vegalengdin er 30 km og verður tekin í einum áfanga. Framkvæmdir hefjast næsta haust og standa fram á vetur. Áætlaður kostnaður er 159 millj- ónir króna en með útboði er talið að hægt sé að lækka kostnað verulega. Fyrirhugað er að vinna fyrir 115 milljónir I ár en mismunurinn yrði fjármagnaður á næsta ári og þá tek- in lán upp í hann. Menn gæla samt við að með útboði væri hugsanlega hægt að hafa þessa framkvæmd inn- an ramma fjárlaga í ár. Rekstrar- kostnaður við lýsinguna er talinn 5 milljónir á ári. Um brautina fara 5000 bílar að meðaltali á sólarhring en 7700 þegar mesta umferðin er. Gert er ráð fyrir að verkið verði boðið út næstu daga. „Sem fyrsta framkvæmd til að bæta öryggi Reykjanesbrautarinnar er að lýsa hana upp og það átak sem hægt er að gera á sem skemmstum tíma skilar mesta árangrinum fyrir minnsta peninga. Hitt verkefnið, sem áfram verður unnið að, er að breikka brautina. Það myndi kosta 1200-1300 milljónir ásamt öðrum úr- bótum sem nauðsynlegar eru,“ sagði Kristján. -ÆMK Ókyrrð í Helgu- víkurhöfn DV, Suöurnesjum: „í norðaustanátt er ókyrrð í höfninni vegna ffákasts sem kemur ífá suðaustur- hlutanum í Helguvíkinni. Það er því nauð- synlegt að mynda grjótfláa í bergið til að brjóta ölduna svo hún skelli ekki á kletta- veggnum áður en hún berst inn í höfnina," sagði Pétur Jóharinsson, hafnarstjóri í Reykjanesbæ. Komið hefur í ljós að mikill órói er við legukantinn í höfninni í norðaustanátt. Hafnarstjórin hefur fjallað um málið og er talið nauðsynlegt að sprengja fláa í bergið til að brjóta ölduna sem gert hefur mönn- um lífið leitt í starfi í höfhinni. -ÆMK Ólafur Stephensen, pno. Hlefnið er sjömgsafmæli Guðmundar R. Einarssonar, sem einnig fagnar fimmtíu ára starfsafmæli sem tónlistarmaður og sextugsafmæli Ólafs Stephensen. Svo á Tómas R. Einarsson bara venjulegt afmæli á mánudaginn kemur! Slagharpan er sérstaklega stil/t afSigurði Kristinssyni TOSHIBA Fermingargjöf til framtíöar NOi á Topp 10 listanum hjá WHAT VIDEO JÉfcl\ P%\ Topp 10 á forsíðu if&jámWMtL£ *XA Pro - Drum ■P m,ndh«,.in TOSHIBA videotækin eru með PRO-DRUM myndhausnum - bylting frá eldri gerðum, betri myndgæði, 40% færri hlutir, því minni bilanatíöni. Kynntu þér TOSHIBA tækin - 6 geröir. Toshiba V-205w, PRO - Drum, Long play, NTSC afspilun KU Einar MmÆ Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28 “S 562 2901 og 562 2900 Kr. 3S.S10 Seljum úrval stereosamstæða frá AIWA - AKAI - DAEWOO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.