Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1996, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1996, Page 16
28 FIMMTUDAGUR 21. MARS 1996 íþróttir Ince aftur í enska hópinn - Neville-bræðurnir báðir valdir Paul Ince, leikmaöur með Inter Milano á Ítalíu, var i gær valinn í enska landsliðshópinn í knatt-. spyrnu á ný eftir árs fjarveru. Englendingar mæta Búlgörum í vináttuleik á Wembley næsta mið- vikudag. Terry Venables valdi 26 manna hóp í gær og í honum eru nýlið- arnir PhO Neville frá Manchester United, Robbie Fowler frá Liver- pool og Ugo Ehiogu frá Aston Villa. Bróðir Phils, Gary Neville, er einnig í hópnum og þeir gætu orðið fyrstu bræðumir til að spila saman með enska landsliðinu í 26 ár, síðan Bobby og Jack Charlton spiluðu þar saman síðast. Ian Walker frá Tottenham og Trevor Sinclair frá QPR hafa held- ur ekki spiiað landsleik en þeir hafa áður verið í landsliðshópn- um. Mark Wright, miðvörður Liver- pool, er valinn á ný eftir þriggja ára fjarveru og Jamie Redknapp frá Liverpool og David Platt eru aftur með eftir fjarveru vegna meiðsla. Aðrir í hópnum eru: David Sea- man, Tim Flowers, Rob Jones, Steve Howey, Stuart Pearce, Gar- eth Southgate, Steve Stone, Paul Gascoigne, Dennis Wise, Peter Beardsley, Alan Shearer, Les Ferdinand, Teddy Sheringham, Robert Lee, Steve McManaman og Nicky Barmby. Tony Adams og Gary Pallister eru fjarverandi vegna meiðsla. -VS Leikmaður ársins í Englandi: Sex tilnefndir - Ruud Gullit er ekki í þeim hópi Á sunnudagskvöldið kemur verð- ur knattspyrnumaður ársins í Englandi útnefndur en það eru leik- mennirnir sjálfir sem kjósa hann. Birt hafa verið nöfn þeirra sex sem til greina koma og þar vekur athygli að Ruud Gullit frá Chelsea, sem margir höfðu spáð titlinum, kemst ekki á blað. Sexmenningarnir eru: Les Ferd- inand, Peter Beardsley og David Ginola frá Newcastle, Alan Shearer frá Blackburn, Steve Stone frá Nott- ingham Forest og Robbie Fowler frá Liverpool. Það er einnig athyglis- vert að Ginola er eini útlendingur- inn í þessum hópi. Robbie Fowler er talinn öruggur með að verða útnefndur efnilegasti leikmaður úrvalsdeildarinnar. Aðr- ir sem nefndir eru til sögunnar í því kjöri eru Steve McManaman frá Liverpool, Gary Neville og Nicky Butt frá Manchester United, Trevor Sinclair frá QPR og Ugo Ehiogu frá Aston Villa. Sigurvegararnir fá glæsilegar styttur og það er sjálfur Pele sem mætir og afhendir þær. -VS íslandsmótið í kata um helgina: Fílefldur ísraeli gestur á mótinu - brýtur 100 múrsteina á 127 sekúndum íslandsmeistaramótið í kata verður haldið í Haukahúsinu í Hafnarfirði á laugardaginn kemur. f tengslum við mótið kemur hingað til lands Rassi Livin frá ísreal sem er 8. dan í íþróttinni. Fyrir aflraunir sínar hefur nafn hans komist í Heimsmetabók Guinness fyrir að brjóta 100 múrsteina á 127 sekúndum. Hann hefur farið víða um heiminn til að sýna listir sýnar en þetta er í fyrsta sinn sem hann kemur til íslands. Á íslandsmótinu á laugardaginn mun hann meðal annars brjóta múrsteina og verður þá sjón sögu ríkari. -JKS Juwan Howard hefur leikið vel með Washington í vetur en lið hans mátti sætta sig við tap gegn San Antonio á heimavelli í nótt. Washington er í tíunda sæti Austurdeildar en á enn wþá von um að komast í úrslitin. NBA-deildin í körfuknattleik í nótt: Endurnyjað lið Miami er til alls líklegt Eftir mikil umskipti á leikmönn- um á dögunum virðist lið Miami vera að smella saman. Miami lék frábærlega í' nótt og vann góðan sigur á Detroit og er nú komið á hælana á Charlotte í baráttunni um áttunda og síðasta úrslitasætið í Austurdeildinni. Pat Riley, þjálfari Miami, varð 51 árs í gær og fékk því góða afmælis- gjöf frá leikmönnum sínum. „Þetta var bara tímaspursmál. Við geng- um í gegnum gífurleg umskipti en nú höfum við náð að venjast hver öðrum,“ sagði Alonzo Mouming, hinn öflugi leikmaður Miami. Úrslitin í nótt: Boston-Orlando ...........90-112 Wesley 22, Fox 12, Brown 12 - Hardaway 35, Shaq 28, Grant 19. New York-Indiana..........102-99 Ewing 31, Starks 19, Mason 16, Harper 12 - Miller 25, McKey 20. Washington-San Antonio . . 101-112 Muresan 30 - Robinson 33, Johnson 19. Miami-Detroit ............102-93 Mourning 24, Gatling 24, Chapman 20 - Hill 21, Houston 21. Atlanta-Vancouver .........98-93 Smith 26, Henderson 16 - Reeves 20. Toronto-Charlotte .........107-89 Stoudamire 24, Rogers 24, Tabak 18 - Johnson 19. Milwaukee-Sacramento .... 97-122 Newman 19 - Grant 30, Polynice 20. Utah-Philadelphia ..........107-84 Malone 24 - Higgins 18, Weatherspoon 14. LA Clippers-Minnesota .... 110-96 Dehere 23, Rogers 20, Vaught 16 - Rider 31. „Ef hugarfar leikmanna er rétt eigum við möguleika á meist- aratitlinum," sagði Jeff Van Gundy, hinn nýi þjálfari New York, eftir fjórða sigur liðsins í röð undir hans stjórn, gegn Indiana. Þrír leikmenn voru reknir af velli í leik Utah og Philadelphia, Jeff Hornacek hjá Utah og Jerry Stackhouse og Vernon Maxwell hjá Philadelphia. Shaquille O’Neal setti persónu- legt met þegar hann átti 8 stoðsend- ingar i yfirburðasigri Orlando í Boston. Steve Smith skoraði 19 stig fyrir Atlanta á siðustu 5 mínútunum „gegn Vancouver. San Antonio tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með góðum sigri í Washington. -VS Miljkovic kemur í maí Zoran Mfljkovic, júgóslav- neski varnarmaðurinn sem hef- ur spilað með íslandsmeisturum ÍA í knattspyrnu undanfarin tvö ár, er væntanlegur á Skagann þann 5. maí. Hann er þessa dag- ana að leika með ÍA á alþjóðlega mótinu á Kýpur. Miljkovic skipti á dögunum úr ÍA yflr í júgóslavneska félagið BSK Batajnica. Hann fékk leyfi til þess frá ÍA með því skilyrði að hann yrði með á Kýpur og kæmi til landsins 5. maí. -DÓ/VS Tómas áfram í Borgarnesi Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV verður Tómas Holton áfram þjálfari úrvals- deildarliðs Skallagríms í körfu- boltanum. Eiginkona hans var nýlega ráðin framkvæmdastjóri lands- mótsins sem haldið verður í Borgarnesi á næsta ári. Þannig að alla vega verður Tómas eitt ár tfl viðbótar með Skallagrím. -DÓ/JKS Georgíumaður til Man. City Manchester City hefur krækt sér í annan Georgíumann, leik- mann að nafni Mikhail Kavelas- hivla, en fyrir hjá félaginu var Kinkladche sem raunar hefur slegið í gegn í vetur. City þarf að borga Spartak Vladikawaz um 140 mflljónir króna. Aðeins er eftir að ganga frá at- vinnuleyfí og er Alan Ball bjart- sýnn á að það fáist án erfiðleika. Ef aUt gengur að óskum leikur Mikhail fyrsta leik sinn gegn Bolton á laugardaginn kemur. Hodgson leitar í Þýskalandi Roy Hodgson, þjálfari Inter, hefur sagt forráðamönnum liðs- ins að hann vilji styrkja liðið með tveimur ákveðnum leik- mönnum og voru útsendarar frá Inter sendir tU Þýskalands í síð- ustu til viðræðna við leikmenn- ina. Þeir eru Mario Basler hjá Werder Bremen og Ciriaco Sforza hjá Bayem. Hodgson sagði við Gazzetta deUa Sport að hann væri nokk- uð viss um að Paul Ince myndi snúa á ný tU Englands eftir þetta timabU. Svissneskt lið „ - leitar a Islandi Svissneskt 1. deUdar lið í handbolta leitar hér á landi eftir spUandi þjálfara. Liðið sem hér um ræðir heitir TV Langgasse frá Bern. Ráðningarsamningur er frá júní í sumar. Þeim sem hafa áhuga á þessu starfi er bent á símanúmer 0041- 319725400 eða fax 0041-319725403. -JKS í kvöld Körfubolti - undanúrslit karla: Grindavík-Haukar ....20.00 Körfubolti - úrslit 1. deildar: KFÍ-Þór Þ............20.00 Handbolti - undanúrslit karla: Afturelding-Valur....20.00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.