Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1996, Síða 4
4
FIMMTUDAGUR 28. MARS 1996
Fréttir
Búist viö auknum aflaheimildum innan skamms:
Engan hitt sem ekki býst
við aukningu aflaheimilda
- segir Einar K. Guöfinnsson alþingismaður
„Ég tel auðvitað mjög æskilegt að
auka þorskveiðiheimildir en ég vil
fá fram vísindalegar forsendur fyrir
því sem ákvörðun verður síðan
byggð á,“ segir Siv Friðleifsdóttir al-
þingismaður.
„Þegar glugg-
að er í skýrslu
Hafrannsókna-
stofnunar frá
því í fyrra þá
gerir hún ráö
fyrir því að afli
á sóknareiningu
aukist á þessu
ári. Ég hef eng-
an hitt sem ekki býst við umtals-
verðri aukningu á aflaheimildum,
ekki síst í ljósi frétta af vaðandi
þorski alls staðar. Menn virðast
vera á harðahlaupum undan þorsk-
inum og í vandræðum með að ná
öðrum tegundum," segir Einar K.
Guðfinnsson alþingismaður.
Enginn gegn auknum veiðum
Á fundi sem Fiskifélag íslands
stóð fyrir í fyrrakvöld kom fram hjá
öllum þeim sem til máls tóku að
þorskgengd væri mjög mikil á mið-
unum kringum landið og sjálfsagt
að auka þorskveiðiheimildir þegar í
stað.
Kristinn Pétursson, fiskverkandi
og fyrrv. alþingismaður, lýsti þeirri
skoðun sinni að þorskstofninn nú
væri að líkind-
um 900 þúsund
til milljón tonn.
Það þýddi miðað
við núverandi
grundvöll sem
veiöiheimOdir
byggjast á
230-250 þúsund
tonna viðbót-
araflamark. Fram kom að togararn-
ir í togararallinu á dögunum hefðu
aflað mjög vel. Niðurstöður eru hins
vegar ekki farnar að birtast úr því
en á dögunum sagði Jakob Jakobs-
son, forstjóri Hafrannsóknastofnun-
ar, við blaðamann DV að það væri
nýtt fyrir sér að menn tryðu tölum
Ekki er hann fríður risavaxni hlýrinn sem fiskbúðin á Sundlaugavegi keypti á fiskmarkaðnum á ísafirði. Talið er að
þetta sé annar stærsti fiskur sinnar tegundar sem veiðst hefur hér við land. Flikkið er í kringum 130 sm á lengd og
24 kíió og sést við hliðina á hlýra í venjulegri stærð. Sá stærsti var 142 sm og 32 kíló. Að sögn Steingríms Ólason-
ar starfsmanns stendur til að stoppa kvikindið upp. DV-mynd GS
úr togararalli og
gott ef það væri
nú allt í einu að
breytast og
menn teknir að
trúa á rallið.
„Það er óhætt
að auka heimild-
ir verulega og
helst á stund-
inni,“ segir Ásgeir Guðbjartsson,
einn aðaleig-
enda og skip-
stjóri á aflaskip-
inu Guðbjörgu
ÍS. Hann kveðst
telja að skilyrð-
in í sjónum ráði
meiru um nýlið-
un og viðgang
fisksins en sjó-
sókn. Skilyrðin hafi batnað undan-
farið og fiskgengd þar með aukist.
Aukning iiggur í loftinu
„Ég held ekki að rétt sé að rjúka
til þótt aðstæður virðist góðar. Þess-
um málum verður að halda á vís-
indalegu plani
en þekking vís-
indamanna okk-
ar er það hald-
bærasta sem
stjórnvöld hafa
við að styðjast
þegar aflamark
er ákveðið," seg-
ir Siv Friðleifs-
dóttir alþingismaður.
Siv segir að það liggi í loftinu að
aflaheimildir verði auknar á næst-
unni. Þannig sé búið að ganga frá
rýmkuðum veiðiheimildum til
krókaleyfisbáta um fast hlutfall af
heildarkvóta, 13,5%, og hlutdeild í
hugsanlegri aukningu kvótans. Þótt
samkomulagið við smábátasjómenn
eigi eftir að hljóta endanlega af-
greiðslu þingsins þá sé það vísbend-
ing um framhaldið. „Smábátasjó-
menn hafa aukið hlut sinn í heild-
arkvóta úr 3% í 13,5% og mér sýnist
að með samkomulaginu sé verið að
staðfesta það sem þegar hefur gerst
og festa í sessi.
-SÁ
Lárus Grímsson, skipstjóri á Júpiter ÞH:
Loðnuvertíðin flautuð af í dag
„Þú getur haft það eftir mér að í
dag eða á morgun verði loðnuvertíðin
flautuð af. Vertíðin er búin enda þótt
maður sé að kroppa þetta. Það má vel
vera að einhverjir skoði þetta hér í
Faxaflóanum á morgun en það verður
líka það alsíðasta,“ sagði Lárus
Grímsson, skipstjóri á Júpiter ÞH, í
samtali við DV í gær. Hann var þá á
heimleið með nokkuð af loðnu og
sagði það vera síðustu ferðina að
sinni.
Það hafa gengið tröllasögur um að
mikið af þorski sé með loðnunni í nót-
inni, jafnvel svo að til vandræða horfi
vegna kvótaskorts.
„Það má vera að það sé heldur
meira af þorski nú en síðustu ár en
það hefur alltaf komið þorskur upp
með loðnunni. Eins og nú er rekur
þorskurinn loðnuna saman í torfur
sem við erum svo að veiða. Það er því
alveg óhjákvæmilegt að eitthvað komi
með af þorski. Það er þó ekki meira en
í soðið handa mannskapnum í svona
mánaðartíma, saltað og sigið,“ sagði
Lárus.
Hapn sagðist vera búinn að fá rúm-
lega 30 þúsund lestir á allri loðnuver-
tíðinni, haustið þar meðtalið. Það
vantaði því á milli 20 og 30 þúsund
lestir upp á að hann næði kvóta
skipsins. Ástæðurnar eru einkum
tvær; lítil veiði í haust og mikil loðnu-
frysting í vetur sem tefur veiðamar
mjög mikið. -S.dór
Dagfari
Hundavinskapur
Fólk gerir sér ýmislegt tii dund-
urs. Eitt er það að ganga í félög. Þar
geta menn orðið formenn og fund-
arstjórar og svo geta félögin stofnað
landssamtök og landssamtökin
kjósa sér formenn og fundarstjóra
og fulltrúar þessara samtaka ganga
síðan í alþjóðasamtök og þar eru
formenn og fundarstjórar og allt er
þetta af áhuga og ánægjunnar
vegna. Ein slík samtök nefnast
Dýraverndunarfélag íslands. Þau
samtök eru aö vísu að nafninu til
kennd við dýrin sem félagsmenn
vilja vernda en auðvitað snýst hið
raunverulega starf um fólkið sem
vill vernda dýrin, enda geta dýrin
ekki verið án fólksins ef ekkert fólk
er til að vernda dýrin fyrir öðru
fólki sem ekki vill vernda dýr.
Um daginn var haldinn aðal-
fundur í Dýraverndunarfélaginu
og þá kom i Ijós að ekki lá á lausu
hvaða félög voru aðilar að Dýra-
verndunarfélaginu. Einkum var
óvissa um þátttöku hundavina sem
hafa með sér sérstök samtök af því
að hundar eru ekki dýr í þeim
skilningi dýraverndunar að vernda
þurfi hunda eins og önnur dýr.
Hundavinir eru greinilega ekki
heldur eins og aðrir dýravinir að
hugsa um vemd dýranna. Hunda-
vinir vilja vernda sjálfa sig frá öðr-
um dýravinum. Þess vegna hafa
þeir eigin samtök til að þeim verði
ekki ruglað saman við aðra dýra-
vini.
Að þessu leyti eru hundavinir
líkir þjóðflokknum í Langholts-
sókn að þeim er ekki sama með
hverjum þeir starfa. Hundavinir
hafa með sér tvö félög, annars veg-
ar hundavinafélagið sjálft og svo
hundaræktunarfélag sem þýðir
væntanlega að eitt er að vera vinur
hundanna og annað að rækta
hunda sem ekki eru endilega vinir
manns.
Á aðalfundi Dýraverndunarfé-
lagsins kom sem sé upp ágreining-
ur um það hverjir ættu aðild að fé-
laginu, hundavinir eða hundarækt-
unarmenn. Hundaræktunarmenn
höfðu betur þegar þeim tókst að
kljúfa hundavinafélögin og taka að-
alfundinn yfir og fólkið sem hefur
það áhugamál að vernda dýr gat
ekki verndað sig fyrir fólkinu sem
ræktar hunda og gekk af fundi. Nú
er þetta mál komið til umhverfis-
ráðuneytisins, sem út af fyrir sig
er réttur staður því það eru að
sjálfsögðu umhverfisspjöll ef dýra-
verndarsinnar eru hraktir úr sín-
um eigin félagsskap af öðru fólki
sem ræktar hunda og vill ekkert
með dýravernd hafa að gera.
Umhverflð er ekki óspillt nema
dýr séu vemduð og dýr verða ekki
vernduð nema dúravemdunarsinn-
ar stjórni dýravernduninni. Um-
hverfismál eru í fullkomnum
ólestri meðan hundavinir eru ofur-
liði bornir af hundaræktunar-
mönnum. Þeir gera meira að segja
aðsúg að formanni dýraverndunar-
samtakanna þannig að formaður-
inn á fótum sínum fjör að launa
undan þessum óaldarlýð, sem
ræktar hunda en hefur andstyggð á
fólki sem vill vernda dýr.
Það kemur svo ekki á óvart að
hundavinir úr Hafnafirði sviku lit
og gengu í raðir hundræktunar-
manna á þessum aðalfundi. Hafn-
firskir hundavinir eru ekki vinir
annarrra hunda en hafnfirskra og
þeir eru ekki vinir annarrra
hundavina en þeirra sem rækta
hunda, en vilja ekki endilega vera
vinir þeirra sömu hunda. Á þessu
tvennu er nefnilega mikill munur.
Nú kemur til kasta umhverfis-
ráðherra og þá skiptir máli hvort
ráðherrann vill vernda dýrin fyrir
fólkinu eða hvort hann vill vernda
sumt fólk fyrir öðru fólki, eftir því
í hvaða félagi allt þetta fólk er.
Svona er nú gaman að vera í félög-
um og vera formaður og fundar-
stjóri og hafa dýravernd að áhuga-
máli þegar áhugamálið snýst upp i
það að lokum að verja sig fyrir
þeim sem vilja vernda dýrin.
Ánægjan skín úr hverju andliti.
Dagfari