Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1996, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1996, Síða 11
FIMMTUDAGUR 28. MARS 1996 11 pv______________________________Fréttir Fundaherferð Alþýðusambandsins: Ræðið við þing- menn ykkar og ráðherra um málið Lokað vegna afmælisfundar Tryggingastofnun ríkisins lokar kl. 13 föstudaginn 29. mars vegna hátíðarfundar í tilefni af 60 ára afmæli stofnunarinnar. - er beiðni verkalýðsforystunnar til fundarmanna „Forystumenn verkalýðsfélaga vítt og breitt um landið vilja að sem flestir félagsmenn ræði við sína þingmenn og ráðherra og reyni að gera þeim grein fyrir hvaða axar- skaft verið er að gera. Menn þykjast þess fullvissir að í þingflokkum stjórnarflokkanna hafi verið farið yfir þessi mál á svipuðu hundavaði og við höfum heyrt stjórnmála- mennina vera að gera í þinginu og ekki síður í fjölmiölum. Það er ekki hægt að neita þvi að þeir hafa kafað ákaflega grunnt í þessi mál,“ sagði Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, í samtali við DV. Hann segir að það hafl verið mik- il stemmning á þeim fundum sem þegar hafa verið haldnir. Benedikt var sjálfur á fundi í Varmahlíð í Skagafirði en þar mættu bæði Skag- firðingar og Siglfirðingar til fundar. „Þessir fyrstu fundir sem hafa verið haldnir hafa verið mjög vel sóttir. Við höfum rætt þarna um frumvarpið um stéttarfélög og vinnudeilur og tvinnað það saman við þær tillögur sem komnar eru fram um frumvarp tU skerðingar á bótum Atvinnuleysistryggingasjóðs. Ég tek eftir því að þegar þetta er út- skýrt fyrir fólki vekur það í fyrstu undran. Fólk segir gjarnan með stórundran: „Hvað eru mennirnir eiginlega að gera?“ Tónninn er svona í þá veru hvað mennirnir séu langt úti að aka frá raunveruleikan- um,“ sagði Benedikt. Hervar Gunnarsson, varaforseti ASÍ, var á fundi á Húsavík í fyrra- kvöld og sagði hann stemninguna hafa verið mikla. Hann átti sæti í nefnd sem samdi tillögur að frumvarpi um Atvinnu- leysistryggingasjóð. Hervar og Ög- mundur Jónsson skiluðu þar sérá- liti. „Tillögur meirhluta nefndarinnar eru allar í skerðingarátt og þar er sennilega alvarlegast að fólk getur aðeins fengið atvinnuleysisbætur í 3 ár. Nú er það þannig að bætur fást allt atvinnuleysistímabil manna,“ sagði Hervar. Hann sagði að fólk væri sér mjög meðvitað um þá hættu sem byggi í frumvarpinu um stéttarfélög og vinnudeilur sem og tillögunum að frumvarpinu um Atvinnuleysis- tryggingasjóð. Þess vegna væri stemningin svona góð á fundunum. -S.dór 9 0 4 5 0 0 0 Verð aðeins 39,90 mín. Þú þarft aðeins eitt símtal í Kvikmyndasíma DV til að fá upplýsingar um allar sýningar kvikmyndahúsanna t KVlKMYNDAsmf/ 904-5000 Vegna mikillai aðsóknar verða bónustlagar aftur á Hótel Örk 31. mars, 9., 15. og21. apríl. Þrír ævintýradagar meðan húsrúm leyfir. Verð 4.950 Innifalið: Gistingí 3 nætur, morgunverður af hlaðborði og þríréttaður kvöldverður síðasta kvöldið. Gestir liafa ókeypis aðgang að sundlaug, gufubaði og öðrum þægindum hótelsins. l \ Fyrstur kemur - fyrstur fær W) HÓTEL ÖDK Breiðumörk 1 • S. 4834700 • Fax 483 3775 Lykillinn að íslenskri gestrisni % Tugir barna úr leikskólum á Seltjarnarnesi tóku í gær fyrstu skóflustungurn- ar að grunni nýs leikskóla á horni Nesvegar og Suðurstrandar. Kærunefnd jafnréttismála: Leikhúsráð braut einnig á Brynju Kærunefnd jafnréttismála komst að sömu niðurstöðu með Brynju Benediktsdóttur leikstjóra og Þór- hildi Þorleifsdóttur og telur leikhús- I ráö Leikfélags Reykjavíkur hafa brotið jafnréttislög á Brynju með ráðningu Viðars Eggertssonar í ( stöðu leikhússtjóra sl. haust. Greint var frá dómi vegna kæru Þórhildar í DV í gær en hún hefur sem kunn- ugt er verið ráöin leikhússtjóri. Báðar kærðu þær Brynja ráðningu Viðars til kærunefndar jafnréttis- mála. Niðurstaða kærunefndar er mjög samhljóða í þessum málum. Kærunefndin beinir þeim tilmæl- um til LR að fundin verði „viöun- andi lausn“ á málinu sem kærandi getur sætt sig við. Nefndin er ekki sammála leikhúsráði um að Viðar hafi verið hæfastur umsækjenda. Bæði Brynja og Þórhildur séu hæf- ari með tilliti til starfsreynslu og menntun og ekki hafi verið sýnt fram á að Viðar sé með betri þekk- ingu í leikbókmenntum. í greinargerð leikhúsráðs LR til kærunefndarinnar segir að því fari fjarri að kynferði hafi ráðið nokkru um val í starf leikhússtjóra. Til grundvallar hafi verið lagt mat á hæfileikum umsækjenda og mennt- un, reynslu þeirra og framtíðarsýn, myndugleika og lipurð í samskipt- um. -bjb Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00 1980-l.fl. 15.04.96 - 15.04.97 kr. 391.635,60 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 28. mars 1996. SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.