Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1996, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1996, Síða 28
Vinningstölur miðvikudaginn 27.3.96 Vlnnlngar Fjöldl vinninga Vlnningsupphteð l.laft 3 16.540.000 2. S af t Lc'.°o 808.152 3.Saft 2 105.810 4.iafí 229 1.470 S.laft' ►5“ 803 170 Miðvikudagur 27.3/96 ©M0 18) (22) (30) HtMarvinaiogsupphaó 51.112.912 A Itlandl 1.492.912 KIN FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. M550 5555 Frjaist óhaö dagblaÖ FIMMTUDAGUR 28. MARS 1996 Upphlaup LÍÚ: Afkáralegt og úr öllu samhengi - segir Einar K. Guöfmnsson „Þetta upphlaup LÍÚ gegn sam- komulaginu við smábátasjómenn er að mínum dómi afkáralegt og út úr öllu samhengi. Það hvarflar ekki ekki að mér að þeir fái nokkru breytt í þessu máli. Frumvarp, sem byggir á þessu samkomulagi við smábátasjómenn, hefur verið sam- þykkt í þingflokkum beggja stjóm- arflokkanna og þeir hafa mjög rúm- an meirihluta á þingi. Auk þess sem þingmenn annarra flokka hafa tekið því vel,“ sagði Einar K. Guðfmns- son, alþingismaður og formaður Fiskifélags fslands. Hann sagði að sér þætti sérkenni- " légt að stjórn LÍÚ skyldi tala með þessum hætti þegar það væri vitað að á gildistíma kvótalaganna, frá 1984, hefði margoft verið hrært í þeim mikla potti. Afla hafi verið skipt upp eftir alls konar reglum. „Ég held að menn hjá LÍÚ ættu að rifja upp söguna í þessum efnum,“ sagði Einar K. Guðfinnsson. -S.dór Skuldir borgarinnar: - Fýrri óstjórn að kenna - segir Ingibjörg Sólrún „Skuldasöfnun borgarinnar var á síðasta ári um 800 milljónir og stefn- ir í 500 milljónir á þessu ári þannig að fullyrðingar sjálfstæðismanna um milljarð á ári eiga ekki við rök að styðjast,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. Hún segir að núverandi fjárhagur borgarinnar eigi sér rætur í stjórn borgarinnar fyrir yfirstandandi kjörtímabil. „Ég veit að það er pólitískt óvinsælt að segja þetta, en sannleikurinn er sá að það var bráðnauðsynlegt að fjölga stjórnendum hjá borginni því að ein af ástæðunum fyrir hvernig farið hefur er sú að þeim þætti var ekki sinnt nógu vel hjá borginni undir stjórn Sjálfstæðisflokks. Sjá einnig frétt af borgarmála- fundi sjálfstæðismanna á bls 2. -SÁ Kveikt í mynd- bandaleigu Allar líkur eru á að kveikt hafi verið í myndbandaleigu við Eddu- fell í Breiðholti í nótt. Slökkvilið var kallað út laust eftir klukkan fimm og var þá mikill eldur og reyk- ur á staðnum. Skemmdir urðu nokkrar af reyk á öðrum hæðum hússins. Greinileg ^inerki voru um innbrot á staðnum. -GK Stjórnandi Frjáls framtaks ákærður fyrir skattalaga- og hlutafjárlagabrot: Ákæra gefin út með sjö til ellefu ára sakarefnum - 7 ára málarekstri yfirvalda lokið og dómsmeðferð nú loks að hefjast Magnús Hreggviðsson, stjórnar- formaður og stjómandi bygginga- fyrirtækisins Frjáls framtaks, hef- ur verið ákærður fyrir tæplega fjögurra milljóna króna undan- skot á tekjuskatti og brot á hluta- félagalögum upp á rúmar 40 millj-. ónir króna. Meint brot eru sam- kvæmt ákæru ríkissaksóknara framin á áranum 1985-1989 og eru því allt að ellefu ára gömul. Mála- tilbúnaður mun samkvæmt því að miklu leyti snúast um hvort meint sakarefni eru að einhverju leyti talin fymd eða hafi hlotið skilvirka meðferð samkvæmt al- þjóðlegmn sáttmálum sem hér- lendum lögum. Málið hefur nú verið í sjö ár í meðferð skattayfirvalda, lögreglu og ákæravalds. Upphaíleg rann- sókn hófst hjá rannsóknadeild rík- isskattstjóra árið 1989. Tveimur árum síðar, 1991, lauk þeirri máls- meðferð og hófst þá eiginleg lög- reglurannsókn. Málið var sent til endurákvörðunar, það er, hækk- unar á opinberum gjöldum. Ríkis- skattstjóri endurákvarðaði síðan gjöld á Magnús árið 1993 og í kjöl- far þess var málið sent til yfir- skattanefndar. Hún afgreiddi mál- ið frá sér á síðasta ári, 1995. Seint á því ári lauk lögreglan síðan sinni rannsókn óg sendi málið til ríkissaksóknara. Það embætti gaf út ákæra þann 12. mars síðastlið- inn. Málið á að þingfesta fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sem dæmi um umfang málsins hljóðaði úrskurður yfirskatta- nefiidar upp á hátt í 100 blaðsíður. Niðurstaða hennar var að hluta til Magnúsi í hag. Hvað varðar sakarefnin sem snúa að framangreindu hlutafé er Magnús ákærður fyrir að hafa blekkt hlutafélagaskrá. Þannig hafi hlutafé upp á 30 milljónir ver- ið greitt með vaxtalausri, óverð- tryggðri skuldaviðurkenningu til 17 ára en 12 milljóna króna hluta- fé hafi á sama hátt verið greitt til 14 ára. Magnús Hreggviðsson vildi ekki tjá sig um málið þegar DV hafði samband við hann. -Ótt Veðurblíðan hefur leikið við höfuðborgarbúa undanfarið og vorið er á næsta leiti ef ekki kemur til páskahret. Hesta- menn hafa notað tækifærið til útreiða og mátti sjá fagra fáka við Elliðavatn þegar Ijósmyndari DV var þar á ferð í vik- unni. -em/DV-mynd BG Þingmenn Norðurlandskjördæmis eystra og fulltrúar suðursveitunga í Mývatnssveit funduðu á Akureyri í gær vegna hugsanlegrar skiptingar Skútustaðahrepps í tvö sveitarfé- lög. Mývatnssveit: Boltinn hjá þingmönnum „Það var ekki ákveðið á þessum fundi að þingmenn kjördæmisins flyttu frumvarp um skiptingu Skútustaðahrepps. Þeir vilja hugsa málið meira þannig að boltinn er nú hjá þeim,“ segir Eyþór Pétursson, einn nefndarmanna í undirbúnings- nefnd vegna hugsanlegrar skipting- ar Skútustaðahrepps, eftir fund með þingmönnum kjördæmisins á Akur- eyri í gær. Suðursveitungar í hreppnum hafa lýst áhuga á að skipta sveitar- félaginu eftir hatrammar deilur um skólamál. Er það vilji margra að hreppnum verði skipt sem allra fyrst þannig að hægt verði að hefja skólahald á vegum nýs sveitarfélags þegar í haust. Til að svo megi verða þarf að leggja frumvarp fyrir Al- þingi nú í vor en þingmenn kjör- dæmisins virðast heldur tregir til að ganga fram í málinu. -GK Hafnarfjarðarhöfn: Mynduðu varnarvegg gegn lög- reglu Skipverjar á litháiska togaranum Anyksciat mynduðu varnarvegg gegn sameinuðu lögregluliði úr Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík þegar flökunarvél var sótt um borð i skipið í gærkvöld. Vélin er í eigu fyrirtækisins IceMac og höfðu orðið vanhöld á greiðslu fyrir kaupverð hennar. Var því leitað til lögreglu og fóru tveir menn með starfsmönnum Ice Mac að togaranum um klukkan sex í gær. Fengu þeir ekki að fara um borð. Var þá kallað út um þrjátíu manna lögreglulið og vélin sótt í togarann um miðnættið í gær. Gekk það átaka- og slysalaust þótt skip- verjar hygðust í fyrstu varna lög- reglu aðgang að skipinu. -GK ÞEIR BERJA5T Á MÖRGUM VÍGSTÖÐVUM, LITHÁARNIR! Veðrið á morgun: Dálítil súld Á morgun verður fremur hæg vestlæg átt. Skýjað og sums staðar dálítil súld vestan til á landinu. Um landið norð- an- og austanvert verður létt- skýjað víðast hvar. Hiti 2 til 7 stig. Veðrið í dag er á bls. 36 QFenner REIMAR OG REIMSKÍFUR Po«Ise*i Suðurlandsbraut 10. S. 568 6499 Hlaðborð í hádeginu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.