Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1996, Side 5
MÁNUDAGUR 1. APRÍL 1996
5
I>V
Fréttir
Ályktun stjórnar Sjúkrahúss Suðurnesja:
Vonar að ró og festa
komist aftur á
'DV, Suðurnesjum:
Á stjórnarfundi Sjúkrahúss Suð-
urnesja nýverið var rætt um bráða-
birgðatillöguf samstarfsnefndar um
hagræðingu og sparnað með aukinni
samvinnu og verkaskiptingu flög-
urra sjúkrahúsa í Reykjavík og á
Reykjanesi. Stjórnin fagnar og telur
mjög mikilvægt að nú liggi fyrir
drög að skilgreiningu á hlutverki
sjúkrahússins í heilbrigðisþjónust-
unni, þannig að mögulegt sé fyrir
fjárveitingavaldið að meta fjárþörf
þess.
Stjórnin telur að meginmarkmið
þess sé að tryggja íbúum Suðurnesja
grunnþjónustu og öryggi á sem hag-
kvæmastan hátt. Stjórnin kemur
ekki auga á rökin fyrir því að nýta
ekki skurðstofuna fyrir þær al-
mennu skurðaðgerðir sem hafa verið
gerðar þar því nauðsynlegar bak-
vaktir eru fyrir hendi og búið að
leggja fjármagn til. Stjórnin bendir
á, eins og fram kemur 1 skýrslu Rik-
isendurskoðunar, að rekstrarkostn-
aður sjúkrahússins er lægstur i sam-
anburði hennar á sjö sjúkrahúsum.
Það liggur líka fyrir að flóknari að-
gerðir eru sendar til hátæknisjúkra-
húsanna í Reykjavík og svo mun
alltaf verða, segir í ályktun stjórnar.
Stjórnin hefur á undanfórnum
vikum unnið úr þeim sparnaðartil-
lögum sem tilsjónarmaður lagði til
og eru teknar upp úr minnispunkt-
um þeim sem stjórnin hafði lagt fyr-
ir ráðuneytið. Stjórnin telur að til-
lögur nefndarinnar gangi á ýmsan
hátt í aðra átt og segir, án þess að
leggja nú dóm á þær, að slæmt sé að
á nokkurra vikna fresti skuli hrært í
starfseminni. Það veldur óþarfa
áhyggjum hjá starfsfólki sem og íbú-
um. svæðisins. Stjórnin væntir þess
að við frekari úrvinnsíu á tillögum
nefndarinnar verði haft samráð við
stjórnina. Vonar hún að því starfi
ljúki sem fyrst svo unnt sé að koma
tillögum í framkvæmd og ró og festa
komist aftur á starfsemi sjúkrahúss-
ins, segir í ályktun stjórnarinnar.
-ÆMK
thugið!
Þjónusta Stajfeetning
*>• Skrifstofa Skútuvogur1B
Afgreiösla í'armbréfa Skútuvogur1B
- Farmsöludeild Skútuvogur 1B
»" Vöruafgreiósla Héöinsgata 3
- Úttlutningur Héðinsgata 3
Óbreytt síma- og faxnúmer
Mánudaginn 1. apríl
verður skrifstofa
fraktdeildar Flugleiða
flutt í Skútuvog 1B.
Vöruafgreiðsla verður
eftir sem áður að
Héðinsgötu 3.
FLUGLEIDIR
F R A K T
-fyrír nðkvæma
ferðagarpa!
ATC-1100 m./ áttavita,
hæðarmæli, hitamæli o.fl.
16.900 kr.stgr.
■
I
ALT-6200 m
hitamæli
11.900
Tilboð!
Vandaður
bakpoki
fylgir
hverju úri.
Heimilistæki hf
SÆTÚNI 8 SÍMI 569 1500
■M|
,cúkk'-Á‘
^jó\VtfsvYe*
Sóluaðili: Freyja HF
Súkkulaði veitir ánægju