Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1996, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1996, Page 8
8 t MÁNUDAGUR 1. APRÍL 1996 Utlönd Helmingslækkun á veröi nautakjöts sló verulega á ótta Breta viö kúariðu: Metsala á nautakjöti í matvöruverslunum Fangar tóku kvendómara í gíslingu Fangar í einu rammgeröasta ör- yggisfangelsi Argentínu töku Ke- ven dómara og ritara hennar í gíslingu í gær en þær höfðu farið án verndar og reynt að semja við fangana. Uppreisn varð í fangels- inu á laugardag þegar flóttatil- raun 16 fanga mistókst. Verðir uppgötvuðu þegar fangarnir reyndu að komast yfir múrana með samanbundnum lökum með krókum á. Fangarnir voru vopn- aðir og flýðu aftur inn í fangelsið þar sem þeir tóku fangaverði í gislingu. Uppreisnin leiddi til uppreisnar í tveimur öðrum fang- elsum. Fangamir krefjast hraðar afgreiðslu sinna mála í dómskerf- inu og betri aðstöðu innan múr- anna. Reuter Nautakjöt var aftur á borðum þúsunda Breta í gær en þeir stóðust ekki freistinguna eftir að matvöru- verslanir auglýstu helmingslækkun á nautakjöti frá og með síðasta föstudegi. Síendurteknar yfirlýsing- ar stjórnvalda um að óhætt væri að borða breskt nautakjöt gátu ekki komið í veg fyrir hrun í sölu þess eftir að fram kom að nýtt afbrigði kúariðuveirunnar gæti borist í menn og valdið Kreutzfeldt-Jakob sjúkdómi eða heilarýrnun, lömun og dauða. En útsöluverð á nauta- kjöti virtist hins vegar virka. Það kom munnvatninu til að flæða í munnum margra Breta sem stóðust ekki freistinguna og létu óttann við heilsutjón lönd og leið. Þeir rifu til sín nautakjöt í matvöruverslunum og þær tilkynntu um metsölu. Starfsmenn Sainsbury’s verslunar- keðjunnar fögnuðu mestu sölu á nautakjöti á einum degi í sögu verslananna. En meðan Bretar hámuðu í sig hefðbundna sunnudagssteik héldu tilraunir stjórnmálamanna til Boris Jeltsín Rússlandsforseti til- kynnti óvænt í gær að hernaðaraðgerð- ir í Tsjetsjeníu yrðu stöðvaðar á mið- nætti í gærkvöldi og að hluti rússneska herliðsins yrði kallaður frá ákveðnum svæðum. Þá kúventi hann þegar hann sagðist tilbúinn til viðræðna við Duda- jev, foringja uppreisnarmanna. Slíkar viðræður hafa verið útilokaðar af háifu Rússa enda verið gefin út handtöku- skipun á hendur Dudajev. En meðan Jeltsin tilkynnti um frið- aráætlun sina héldu bardagar áfram í Tsjetsjeníu þar sem sprengjum rigndi á þorpið Goiskoje, 20 km frá höfuðborg- inni. Uppreisnarmenn voru vantrúaðir á yfirlýsingar Jeltsíns og hæddust að lausnar kúariðumálsins áfram. Douglas Hogg, landbúnaðarráð- herra Breta, var væntanlegur til Lúxemborgar í dag þar sem hann mun hitta starfsbræður sína í ríkj- um Evrópusambandsins. Mun hann biðja um peninga til að fjármagna björgunaraðgerðir sem ætlað er að auka traust almennings á nauta- kjöti á ný. Hogg hefur staðfest að ætlunin sé að slátra eldri nautgrip- um úr 11 milljóna dýra stofni en talið er líklegra að eldri gripir séu sýktir. Hjá ESB virðast menn reiðubúnir að veita verulegt fé til þess verkefn- áætlunum hans. Yfirhershöfðingi Rússa í Tsjetsjeníu segir ógerlegt að stöðva hernaðaraðgerðimar í einu vet- fangi. Talið er að Jeltsín sé fyrst og fremst að hugsa um komandi kosningabaráttu en forsetakosningar fara fram í Rúss- landi 16. desember. Hann undirstrikaði að hersveitir Rússa yrðu áfram í Tsjetsjeníu og fordæmdi harðlega öll hryðjuverk af hálfu uppreisnarmanna. Hann sagði að frjálsar þingkosningar yrðu að fara fram í Tsjetsjeníu áður en viðræður hæfust um viðkvæmasta mál- ið, framtíðarstöðu Tsjetsjeníu. í Bandarikjunum fögnuðu menn yfir- lýsingum Jeltsíns en sögðust eiga eftir að sjá þær verða að veruleika. Reuter En það voru ekki aðeins soltnir Bretar sem sáu fram á safaríkar nautasteikur. í Egyptalandi var leyfður innflutningur á 5.200 írsk- um kúm en innflutningi þeirra var frestað um viku vegna kúariðumáls- ins. Óttinn við kúariðu hreiðraði um sig í hugum Egypta eins og ann- arra nautakjötsæta. Sá ótti varð húsmóður einni nær að fjörtjóni þegar hún neitaði að elda nauta- kjötsmáltíð handa bónda sínum. Hann brást ókvæða við og stakk konuna með hnífi. Hún lifði árásina af en útlit er fyrir að maðurinn eti nautakjöt innan fangelsismúranna á næstunni. Reuter Stuttar fréttir Fjöldagrafir rannsakaðar Rannsókn á flöldagröfum nærri Srebrenica í austurhluta Bosníu heQast í vikunni. Meintir morðingjar teknir í Kamerún hafa 11 menn, grunaðir um þjóðarmorð í Rúanda 1994, verið handteknir. Jafnaðarmenn styrkjast Fylgi við sænska jafnaðar- menn jókst úr 33 prósentum í febrú- ar í 37,6 prósent í mars. Þetta kemur fram í nýrri skoð- anakönnun. Talið er aö fylgisaukn- inguna megi rekja til yfirtöku Görans manns Jafnaðarmannaflokksins og for- sætisráðherra. Geimskutlan lent Geimskutlan Atlantis lenti í Kalifi- orníu i gær en hún skildi einn banda- rískan geimfara eftir í rússnesku geim- stöðinni Mir. Mótmæla herstöðvum Tugþúsundir fóru í mótmælagöngur í Japan í gær til að mótmæla herstöðvum Bandaríkjamanna á eynni Okinawa. Ciinton Bandaríkjaforseti er væntanleg- ur til Japans eftir háifan mánuð. Stöðvuðu fjársöfnun Kínversk yfirvöld stöðvuðu samkomu til öáröflunar fyrir munaðarleysingja- hæli í Kína og meinuðu bandariska rit- höfundinum Amy Tan að halda þar ræðu. Major sigurviss John Major, for- sætisráðherra Breta, sagði á fundi íhaldsmanna um helgina að hann mundi leiða íhaldsflokkinn tii sigurs í þingkosn- ingum á næsta ári. Hann sagðist blása á skoöanakannanir sem segðu annað. Tengsl við öfgamenn Frakkar segja að tvö glæpagengi, sem frönsk og belgísk lögregla þurrkaði nær út á fóstudag, hafi tengst múslímskum öfgahreyfingum. Ríkisstjórn fyrir apríllok Forseti spænska þingsins sagði lík- legt að Jose Maria Aznar tækist að mynd stjórn fyrir apríllok og verða for- sætisráðherra. Kröfðust afsagnar Námsmenn í Suður-Kóreu kröfðust afsagnar Kims forseta eftir að félagi þeirra dó í kjölfar mótmælaaðgerða. Rannsókn sýndi þó að hann dó ekki af völdum lögregluofbeldis. Reuter mÚTBOÐ F.h. Byggingadeildar borgarverkfr. er óskað eftir tilboðum í utanhúsviögerðir að Jórufelli 2- 12 i Reykjavík. Helstu magntölur: Endursteypa 150 m’ liögn I svalagólf 340 m! Viðgerð á ryðpunktum 300 stk. Sílaböðun 1280 m! Málun 2600 m! Útboðsgögn verða afhent mánu daginn 25. mars gegn skilatrygg ingu kr. 15.000. Verkinu á að vera lokiö í ágúst 1996. Opnun tilboða: miðvikud. 10. apríl nk. kl. 11.00 á sama stað. bgd 39/6 F.h. Byggingadeildar borgarverkfr. er óskað eftir tilboðum í lóðaframkv. við Húsaskólá. Helstu magntölur eru u.þ.b.: Hellulagnir 330 m! Gróðurbeð 670 m! Malbik 2700 m! Útboðsgögn afhent á skrifstofu vorri frá og með þriöjud. 2. apríl nk. Opnun tilboða: fimmtud. 18. apríl 1996 kl. 14.00 á sama stað. bgd 44/6 Fh. Byggingadeildar borgarverkfr. er óskað eftir tilboðum í endurnýjun glugga í Hlíðaskóla. Helstu magntölur: Gluggar 50 stk. Gler 220 m! Verktími: 3. júní -1. ágúst 1996., Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn kr. 5.000 skila tryggingu. Opnun tilboða: miðvikud. 24. apríl nk. kl. 14.00 á sama stað. bgd 45/6 __________________________________;______________________ F.h. Byggingadeildar borgarverkfr. er óskað eftir tilboðum í steypuviögerðir og utanhússmál un á Vogaskóla. Helstu magntölur: Múrviðgerðir 25 m! Sprunguviðgerðir 300 m! Málun steyptra flata 620 m! Verktími: 3. júní -1. ágúst 1996. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn kr. 5.000 skilatrygcjingu. Opnun tilboða: miðvikud. 24. aprfl nk. kl. 11.00 á sama stað. bgd 46/6 F.h. Byggingadeildar borgarverkfr. er óskað eftir tilboðum í steypu- og gluggaviððgerðir á Laugalækjaskóla. Helstu magntölur: Gluggar 38 stk. Múrviðgerðir 20 m! Málun 600 m! Verktími: 3. júní -1. ágúst 1996. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn kr. 5.000 skilatryggingu. Opnun tilboða: miðvikud. 24. apríl nk. kl. 15.00 á sama stað. bgd 47/6 F.h. Byggingadeildar borgarverkfr. er óskað eftir tilboöum í byggingu einnar færanlegrar kennslustofu. Heildarflatarmál kennslustofu: 63 m!. Verkinu á að vera lokið 31. júlí 1996. Útboðsgögn verða alhent á skrif stofu vorri gegn kr. 15.000 skila tryggingu. Opnun tilboða: miðvikud. 17. apríl nk. kl. 11.30 á sama stað. bgd 48/6 F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í gerð steyptra kantsteina víðs vegar um borgina. Heildarlengd: u.þ.b. 20 km. Síðasti skiladagur: 15. september 1996. Útboðsgögn verða afhent á skrif stofu vorri frá og með þriðjud. 2. aprfl nk. gegn kr. 5.000 skilatryggingu. Opnun tilboða: þriðjud. 23. aprfl 1996 kl. 14.00 á sama stað. gat 49/6 F.h. Hitaveitu, Rafmagnsveitu, Gatnamálastjóra og Símstöðvarinnar f Reykjavík er óskað ettir tilboðum i verkið .Endurnýjun veitukerfa og gangstétta, 3. áfangi 1996 - Vesturberg, Tún o.fl.“ Lengd hitaveitulagnar í plastkápu: Tvöfalt kerfi 1400 m Einfalt kerfi 2100 m Skurðlengd 4500 m Aðrar magntölur: Upprif á malbik og gangst. 5000 m! Malbikun 3000m! Steyptar gangstéttir 200m! Hellulagðar gangstéttir 600-m! Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, frá og með miðvikud 3. mars nk. gegn kr. 15.000 skilatryggingu. Opnun tilboða: þriðjud. 23. apríl 1996-kl. 15.00 á sama stað. hvr-51/6 INNKA URASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16 is. Meinafræðingar skoða hér lík úr fjötdagröf í bænum Mirkonjic Grad í Mið- Bosníu en þar mun vera að finna um 200 lík óbreyttra borgara og hermanna, aðallega múslíma. Krufning og frekari rannsóknir á líkunum verða fram- kvæmdar næstu daga. Símamynd Reuter Jeltsín boðar stöðv- un hernaðaraðgerða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.