Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1996, Side 12
12
MÁNUDAGUR 1, APRÍL 1996
Spurningin
Hvernig tónlist líkar
þér best?
Elín Jóhannsdóttir kennari:
Klassík og ýmis dægurlagatónlist.
Sigrún Helga Sigurjónsdóttir
nemi: Alls konar tónlist.
Kristín Anna Guðbjartsdóttir,
vinnur hjá öldruðum: Rokk.
Ragna Ragnarsdóttir, vinnur við
heimaþjónustu: Rokk.
Ólafur Þ. Guðmundsson pípu-
lagningarmaður: Öll tónlist nema
helst rapptónlist.
Lesendur
BSRB í fullu fjöri
BSRB sprungið og
eyrissjóðir gjaldþrot
öm Guömundsson skrifar:
Afturhaldiö hjá forystuliöi opin-
berra starfsmanna ríöur ekki viö
einteyming. Upphlaupiö hjá BSRB-
foringjanum vegna frumvarpsins
um réttindi og skyldur opinberra
starfsmanna og um lífeyrissjóðinn
er meö ólíkindum. - Þar talar
málsvari svartnættis og stöðnunar.
Þetta kerfi á eftir að springa innan
frá með miklum látum fyrr en var-
- Sú gerjun er löngu byrjuö.
Kennarar, leikskólakennarar,
slökkviliösmenn, simvirkjar og
fleiri og fleiri eru famir. Aðrir eru
á leiöinni burt. Opinberir starfs-
menn hafa uppgötvaö að þeim er
mun betur borgiö annars staöar en
undir handarjaðri BSRB og for-
manns þess. Hvert félagið af ööru
hefur sagt sig úr lögum við BSRB á
síöustu árum og menn hafa fengiö
launahækkanir og betri aöild aö líf-
eyrissjóöum hjá öðrum launþega-
hreyfingum.
Rafeindavirkjar hjá ríkinu hafa
t.d. langflestir fariö yfir I Rafiönaö-
arsambandiö og eru þar meö mun
hærri umsamin laun en þeir sem
sitja eftir í BSRB. Þannig hafa stór-
Fó lífeyrissjóös ríkisstarfsmanna hefur brunniö upp. -
BSRB þar í stjórn? er m.a. spurt í bréfinu.
Eru ekkl fulltrú
Lesendabréfið í DV 26. þ.m. sem er tilefni skrifa Sigurðar.
Sigurður Á. Friðþjófsson, upplýs-
ingafulltr. BSRB, skrifar:
Örn Guðmundsson skrifar lesenda-
bréf í DV þriðjudaginn 26. mars
undir fyrirsögninni BSRB sprungið
og lífeyrissjóðir gjaldþrota. Bréfið
er tæpast svaravert en þar sem í því
er farið með margar rangfærslur er
nauðsynlegt að leiðrétta þær.
í stuttu máli sagt er BSRB ekki
sprungið og Lífeyrissjóður starfs-
manna ríkisins ekki gjaldþrota.
Þvert á móti er Bandalag starfs-
manna ríkis og bæja í fullu íjöri
eins og sást best í þeirri fundaher-
ferð sem farin var til að mótmæla
leiftursókn ríkisstjórnarinnar gegn
launafólki. Vel á annan tug þús-
unda opinberra starfsmanna sótti
fundi um allt land þar sem þess var
krafist að ríkisstjórnin drægi frum-
vörp sín til baka. Þessi herferð hef-
ur þegar borið þann árangur að rík-
isstjórnin dró til baka frumvarp sitt
um Lífeyrissjóð starfsmanna rikis-
ins að sinni.
Örn talar um afturhald og mái-
svara svartnættis og stöðvunar í
forystuliði opinberra starfsmanna
sem hafi staðið fyrir upphlaupi
vegna frumvarps um réttindi og
skyldur opinberra starfsmanna. Það
er hans einkaskoðun en ekki þeirra
þúsunda launamanna sem sótt hafa
fundi um allt land.
Sök sér er þótt menn viðri einka-
skoðanir sínar undir nafni á opin-
berum vettvangi eins og lesendasíð-
um dagblaðanna. Það er kannski
ekki heldur við þá að sakast þótt fá-
fræði þeirra verði til þess að í slík-
um skrifum sé farið með rangfærsl-
ur. Hins vegar hlýtur að verða að
gera þá kröfu til alvöru dagblaðs að
það sé ekki að bera á borð staðleys-
ur; þar er ekki hægt að skýla sér á
bak við nafnbirtingu þess sem með
ruglið fer.
í grein Arnar segir að leikskóla-
kennarar, slökkviliðsmenn og sim-
virkjar hafi yfirgefið BSRB. Félag
íslenskra leikskólakennara, Lands-
samband slökkvUiðsmanna og Félag
íslenskra simamanna eru í BSRB.
Örn talar um að rafeindavirkjar
hjá ríkinu séu með hærri umsamin
laun en þeir sem enn eru innan
BSRB. Rökin fyrir því hafa ævinlega
verið þau að réttindi þeirra sem eru
í samtökum opinberra starfsmanna
séu meiri er hjá þeim sem eru á al-
menna vinnumarkaðinum. Nú þeg-
ar einhliða stendur tU að skerða
þessi réttindi, án þess að jafnframt
sé samið um að sú skerðing sé bætt
með hærri launum eða á annan hátt,
bregðast samtök opinberra starfs-
manna eðlilega við.
Sérstöku púðri eyðir Örn á lífeyr-
ismál opinberra starfsmanna. Hann
fuUyrðir að lífeyrissjóðir ríkisins og
sveitarfélaga séu gjaldþrota. Það er
rangt. Lífeyrisréttindi sjóðfélaganna
eru trygg. Þau eru svo örugg að rík-
isstjórnin hefur gert sér grein fyrir
þvi að þau verða ekki rýrð eins og
tU stóð að gera.
Það er ábyrgðarhluti hjá DV að
birta fuUyrðingu á borð við þá sem
þarna var borin á borð. Lífeyrisþeg-
ar gera kannski ekki aUir greinar-
mun á fréttaskrifum blaða og öðrum
dálkum, eins og t.d. lesendabréfum.
Lífeyrisþegar eiga lífsafkomu sína
undir þvi að sjóðirnir geti staðið við
skuldbindingar sínar. Uppsláttur
síðunnar var flennifyrirsögn um að
lífeyrissjóðir opinberra starfsmanna
væru gjaldþrota, auk þess sem það
var ítrekað í myndatexta að fé líf-
eyrissjóðs ríkisstarfsmanna hefði
brunnið upp. Slíkt er ekki rétt.
Spámaðurinn Kristján
og samstaðan
Ásgeir V. Eggertsson skrifar:
í viðtali í DV við Kristján Árna-
son, formann nýstofnað verkalýðs-
félags, kemur fram orðrétt: „Hinir
vinnandi Dagsbrúnarmenn munu
fylkja sér yfír til okkar. Hinir geta
þá haft ellilífeyrisþegana og öryrkj-
ana í hinni Dagsbrúninni ef þeir
vUja.“
Spámaðurinn Kristján Árnason
segir og í viðtalinu að Dagsbrún
muni klofna endanlega og að sam-
skiptaörðugleikar hans við stjórn
Dagsbrúnar geti leitt til algjörrar
sprengingar.
Því miður er ekki hægt að ræða
við hvern sem er á eðlUegum við-
ræðugrundveUi, það er öUum Ijóst.
Hinir ágætu B-lista menn unnu
þarft verk þegar þeir buðu fram á
móti núverandi stjórn Dagsbrúnar
en hótanir um sprengingar og klofn-
ing innan verkalýðshreyfmgarinn-
ar eru ekki það sem við þurfum og
vUjum. - Launþegar góðir, látum
ekki glepjast af orðum spámannsins
Kristjáns, B-lista manns.
Dagsbrúnarmenn og aðrir laun-
þegar, það er samstaða sem við
þurfum - einnig með eUilífeyrisþeg-
um, öryrkjum og atvinnulausum.
Þá birtir upp á ný hjá B-lista mönn-
um.
Styðja, styðja - sitt á hvað
Gunnar Guðjónsson skrifar:
Pólitíkin hér er ekki annað en eitt
allsherjar „skuespil" sem hvert
mannsbam sér í gegnum. Að vísu
ekkert sérstætt fyrir ísland. í Amer-
íku segja menn gjarnan þegar þeir
eru spurðir hvers vegna almenning-
ur sé svo lítið pólitískur sem raun
ber vitni: „Politics and poker“ og
láta það svar nægja. AUt er falt og
ráðamenn framkvæma ekkert án
undangenginna samninga í bak og
fyrir og með hvaða flokki, mótherja
eða samflokksmanni sem er.
sima
lli kl. 14 og 16
þjónusta
allan
Eg styð þig í þessu og þú mig í hinu. - Skiptir stuðningur þingmannsins við
ráðherrann sköpum?
Fróðleg voru ummæli Einars K.
Guðfinnssonar alþm. í DV nýlega.
Hann sagði upphlaup LÍÚ-manna af-
káralegt og úr öUu samhengi vegna
samkomulags sjávarútvegsráðherra
við smábátasjómenn. - í annarri
frétt studdi hann svo útgerðarmenn
með því að segja að hann byggist
fastlega við auknum aflaheimildum
á þorski. - Þarna var einfaldlega
verið að milda sjávarútvegsráð-
herra og styðja í smábátamálinu.
Styðja, styðja - sitt á hvað. Og nú
getur þingmaðurinn búist við já-
kvæðum tóni ráðherra um auknar
þorskveiðiheimildir.
Framboð til
forseta
Svanhildur Jónsdóttir skrifar:
Eftir að framboð Ólafs Ragn-
ars Grímssonar er orðiö að veru-
leika eykst harkan að líkindum
verulega í þessu fimmta forseta-
kjöri hér. Viðbúið er að nú taki
forsætisráðherra sína ákvörðun
í málinu. Satt að segja verð ég
undrandi ef báðir þessir menn
ákveða að fara fram því þeir
munu ekki eiga annars úrkosti
en að reyta fylgið hvor af öðrum.
Konurnar tvær munu berjast um
fyrsta sætiö, það liggur í hlutar-
ins eðli þar sem mikill meiri-
hiuti er á þeirri skoöun að halda
beri embætti forseta í höndum
konu enn um sinn. - Þetta getur
því orðið nokkuð snúið fyrir
karimenn í framboði.
Sammála séra
Jakobi
Þórarinn hringdi:
Það er varla hægt annað en
vera sammála því sem séra Jak-
ob Ágúst Hjálmarsson dóm-
kirkjuprestur segir um kirkjuna.
Hún á aö taka frumkvæöið í að-
skilnaðarumræðunni á meðan
hún hefur enn tækifæri. Og ég
bæti við: það er ekki víst nema
kirkjan verði innlyksa með sín-
ar skoðanir taki hún ekki af
skarið því á það er nú lögð
áhersia að aðskilnaður kirkju og
ríkis verði að veruleika fyrr en
síðar. Og eins og séra Hjálmar
bendir á; það væri kirkjunni til
góðs að vera sjálfstætt og frjálst
trúfélag í íslenska þjóðfélaginu.
Leikhúsfarsinn
hjá L.R.
Þ.S.P. skrifar:
Hann ætlar að endast, farsinn
hjá Leikfélagi Reykjavíkur, og
eins og vera ber er hann bráð-
skemmtilegur. Nú fara að takast
á þeir sem ekki hafa fengið ráðn-
ingu (ég á við starfsráðningu,
ekki hirtingu) hjá Borgarleik-
húsinu. Átökin verða á jaöirétt-
isgrundvelli að sjálfsögðu og eru
í því fólgin að þeir sem sóttu um
starf leikhússtjóra á sínum tíma
krefjast nú einhvers konar
„bóta“ eins og formaður kæru-
nefndar jafnréttismála orðar það
svo snyrtilega. Við vitum til þess
að fólk hafi fengið svona bætur,
segir hún. Já, við vitum lika til
þess, skattborgararnir - og finn-
um fyrir því.
Ekki stjórn-
málamann
Gísli Guðmundsson skrifar:
Ég hélt að þjóðin hefði fyrir
löngu sammælst um að kjósa
ekki stjórnmálamann í embætti
forseta, a.m.k. ekki beint úr at-
inu, jafnvel úr ráðherrastóli.
Erum við ekki búin að fá nóg af
loforðum stjórnmálamanna? Er
eitthvert vit i því að umbuna
stjórnmálamanni, með alla sína
eftirlaunasjóði og bætur, með
því að fara í forsetaembætti ofan
á allt annað? - Ég bara spyr.
Verkalýðsfor-
ystan gengur
of langt
Björn Jónsson hringdi:
Ég tel að verkalýðsforingjam-
ir gangi nú of langt í herferð
sinni gegn félagsmálaráðherra
og ríkisstjóminni í heild þegar
þeir krefjast þess að frumvarpið
um séttarfélög og vinnudeiíur
verði tekið til baka. Þetta er
álitamál meðal launþega. Margir
eru því einmitt mjög hlynntir að
frumvarpið verði að lögum,
óbreytt, og telja að það hefði fyr-
ir löngu átt að leggja fram - ná-
kvæmlega eins og það er.