Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1996, Side 15
MÁNUDAGUR 1. APRÍL 1996
15
Einkavæðing
Pósts og síma
Nú ætlar ríkisstjórnin að einka-
væða póstþjónustuna í landinu
ásamt símanum. Þetta hefur verið
draumur þeirra i mörg ár. Ekki
fyrst og framst vegna þess að þetta
sé neytendum eða starfsfólki hag-
stætt heldur vegna þess að einka-
væðing er þeirra trúarbrögð.
Áfram skal unnið að þeirra einka-
vinavæðingu hvað sem aðrir
segja. Því er borið við að þetta sé
nauðsynlegt vegna harðnandi
samkeppni og að stjónun fyrirtæk-
isins sé of þung í vöfum. Ég spyr:
Hvaða samkeppni ógnar Pósti og
síma? Þeir hafa yfirburði á okkar
þrönga markaði og er ekki betra
að það sé fyrirtæki i eigu ríkisins
sem er í þeirri aðstöðu? Það er þá
líklegra til þess að skila þeirri
þjónustu til almennings sem ætl-
ast er til heldur en einkarekið fyr-
irtæki sem aðeins hugsar um eig-
in hagnað.
Rökin eru léttvæg
Þau rök sem framkvæmda-
nefnd um einkavæðingu hefur
borið fram til að halda fram ágæti
einkavæðingar eiga engan veginn
við um Póst og síma. Meðal ann-
ars segir nefndin það tilgang
einkavæðingar rikisstofnana að
bæta fjárhag ríkisins og efla
hlutabréfamarkað í landinu. Það
með öðrum orðum að starfsmenn
vinni betur sem ekki eru í opin-
berri þjónustu, er fráleitt. Ekki er
komið með neinar tölur eða upp-
lýsingar. Aðeins er slegið fram að
að því að tryggja sem besta og
hagkvæmasta póst- og símaþjón-
ustu. Það væri þó brýnt að bæta
við þá lagagrein að einnig skuli
tryggja sem jafnastan aðgang
landsmanna að þeirri þjónustu.
„Hvaða samkeppni ógnar Pósti og síma?“ spyr greinarhöfundur m.a.
Starfsfólk og neytendur
tapa
Öll þessi umræða um einka-
væðingu ríkisstofnana snýst í
raun um hugmyndafræði. Hvaða
stofnanir á að einkavæða? Skipt-
ir engu máli hvaða hlutverki þær
þjóna? Skiptir heldur engu
hvernig þær hafa verið byggðar
upp? Skiptir engu þó að skattpen-
ingar almennings hafi verið not-
aðir til að koma starfseminni af
stað vegna þess að enginn annar
hafði bolmagn til þess?
Er bara hægt aö breyta ríkis-
stofnun í hlutafélag og selja siðan
hlutabréfin fyrir gjafverð til að
gera þá ríku ríkari?
Sú reynsla sem aðrar þjóðir
hafa af einkavæðingu Pósts og
sima hefur sýnt að einkavæðing
skilar engum hagnaði fyrir þjóö-
arbúið, að þjónustan versnar að
mun og að starfsfólkið nýtur þess
á engan hátt í bættum kjörum.
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir
Kjallarinn
Jóna Valgerður
Kristjánsdóttir
fyrrv. þingkona Kvennalistans, sat í
undirnefnd fjárlaganefndar um mál-
efni Pósts og síma
getur ekki átt við í þessu tilviki
því ríkissjóður þarf ekki að
greiða styrki til þessarar stofnun-
ar heldur fær um 800 milljónir i
arð frá stofnuninni árlega.
Þá er því haldið fram að ekki
eigi að selja hlutabréfin þótt
stofnuninni verði breytt í hlutafé-
lag. Það mun því ekki efla hluta-
bréfamarkaðinn. Eða á kennski
að endurtaka ævintýrið með S.R.
mjöl og Lyfjaverslun ríkisins? Að
halda því fram að öll starfsemi
fyrirtækisins verði skilvirkari,
engin önnur leið sé fær til að
koma á nútíma stjórnunarhátt-
um.
Jafna aðstöðu fyrir
landsmenn
Hvers vegna er ekki hægt með
breytingu á lögum að veita stjórn-
endum Pósts og síma aukið sjálf-
stæði í stjórnun og rekstri og
meira frjálsræði til að þróa nýjar
hugmyndir?
Samkvæmt lögum um póst- og
simamál skal starfsemin beinast
„Sú reynsla sem aðrar þjóðir hafa af
einkavæðingu Pósts og síma hefur sýnt að
einkavæðing skilar engum hagnaði fyrir
þjóðarbúið.“
Bolabrögð gegn launafólki
Ríkisstjórnin hefur sigað
mannýgum tarfi á varnarlaus
gamalmennin í verkalýðsforyst-
unni. Höllustaðabolinn hefur sett
undir sig hornin og miðar þeim
miskunnarlaust á láglaunamenn
lýðveldisins. Þetta er eingöngu
gjört til þess að brjóta í tíma á bak
aftur allar væntanlegar væringar
á vinnumarkaði.
Samanburðaráráttan
Að mati ríkisstjórnarinnar er
verkafólk orðið sér of meðvitað
um hag sinn í dag. Því er best að
hafa vaðið fyrir neðan sig. Sér í
lagi ef svo færi að fólk tæki upp á
þeim fjanda að heimta meira fé.
Það er greinilega nóg komið af
þessu nútímahjali um bættan hag
og hærri laun. Hér áður fyrr
þekktist ekki svona þras. Ef menn
voru eitthvað að röfla gátu þeir
bara hypjað sig. Og sem betur fer
er þetta viöhorf enn vinsælt á ís-
landi.
Það sem mest virðist fara fyrir
brjóstið á stjórnarbændum er
þessi samanburðarárátta við laun
í öðrum löndum. Þetta skapar
ekkert annað en eilífðar volæð-
isvæl í verkafólki hér á landi.
Fólk á bara að halda sér saman og
gera eins og því er sagt. Þannig
hefur hlutunum ávallt verið hag-
Kjallarinn
Einar S. Guðmundsson
nemi
að hér og engin ástæða er til að
breyta því nú. Þþtt fólk mæni
meraraugum til útlanda er eins
gott fyrir það að átta sig á því
strax að hér gilda allt aðrar regl-
ur.
Stjórnarandstaðan klórar
sér
Stjórnarandstaðan veit ekki
lengur hvaðan á sig stendur veðr-
ið þessa dagana. Hvert kjaraskerð-
ingarfrumvarpið af öðru flýgur
inn á Alþingi. Menn klóra sér í
höfðinu og skilja ekkert í þessum
ósköpum sem dynja yfir. í stað
þess að sitja í rólegheitum og fletta
dagblöðum þarf nú að standa í
stöðugum ræðuhöldum langt fram
á nótt.
í einfeldni sinni hélt verkalýðs-
forystan að yfirvöld væru loksins
farin að bera einhverja virðingu
fyrir launafólki eftir þjóðarsáttina
forðum. Þess i stað hefur ríkis-
valdið gefið henni á’ann með
krepptum kjaraskerðingarhnefan-
um. - Svona rétt til að sýna þakk-
lætisvott fyrir það sem á undan er
gengið. Þessi framkoma ríkis-
stjórnarinnar gagnvart launafólki
í landinu þarf ekki að koma nein-
um á óvart. Þarna er einungis á
ferðinni kjarni þeirrar samskipta-
hefðar sem tíðkast hefur hér á
landi frá ómunatíð.
Sýndarmennskan
Hjá þessari fámennu norðurhjara-
þjóð, sem búið hefur í þúsund ára
landfræðilegri einangrun, hefur fólk
aldrei þurft að læra lágmarks
mannasiði i samskiptum sín á milli.
Líkt og frekir krakkar traökar hver
á öðrum og skiptir ekki máli hvort
litið er á umferðarmenninguna eða
vinnumarkaðinn. Þótt menn bukki
sig og beygi fyrir erlendum stórhöfð-
ingjum á hátíðarstundum er þar á
ferðinni ekkert annað en sýndar-
mennskan í sinni nöktu mynd. í
þessu veiðimannasamfélagi, sem tel-
ur sjálft sig homstein heimsmenn-
ingarinnar, kemur fátt á óvart.
Einar S. Guðmundsson
„í einfeldni sinni hélt verkalýðsforystan
að yfirvöld væru loksins farin að bera
einhverja virðingu fyrir launafólki eftir
þjóðarsáttina forðum. Þess í stað hefur
ríkisvaldið gefið henni á’ann með kreppt-
um kjaraskerðingarhnefanum“
Með og á
móti
Sverrir Sveínsson
varaþingmaður.
Jarðgöng milli Siglufjarðar
og Ólafsfjarðar
Rýfur ein-
angrun
Með veg-
tengingu milli
Siglufjarðar og
Ólafsíjarðar
með vegi og
jarðgöngum
um Héðins-
fjörð styttist
vegalengdin
milli staðanna
í 18 km í stað
62 km að sum-
arlagi og 234 km að vetri til. Ég
mæli hiklaust með jarðgangaleið-
inni sem tryggir vegfarendum
veg á láglendi í stað vegar sem
lagður yrði í 400 metra hæð yfir
snjóþunga heiði. Margir Siglfirð-
ingar muna þá erfiðleika sem
voru við umferð um Siglufjarðar-
skarð sem er í 630 metra hæð og
gat orðið ófært vegna snjóa flesta
mánuði ársins. Sá vegur var opn-
aður 1946 og tíu árum síðar var
hafinn undirbúningur að vegi
með jarðgöngum um Strákafjall
sem var opnaður til umferðar
1967. Var þá rofin sú einangrun
sem bæjarbúar bjuggu við og
komst þá Siglufjörður í vegasam-
band vestur í Skagafjörð.
Vegur sem tengdi Ólafsfjörð og
Siglufiörð með jarðgöngum ryfi
þá einangrun sem staðirnir búa
nú við sem endastöðvar. Hann
myndi skapa mikla möguleika til
samstarfs á sviði skóla, menning-
ar og heilbrigðismála, styrkja at-
vinnulíf svo sem útgerð og fisk-
vinnslu og skapa nýja möguleika
í ferðamálum. Þessi vegtenging
gerði sveitarfélögunum einnig
fært að taka sameiginlega á
margþættri félagsþjónustu sem
þau eru verr fallin að sinna hvort
um sig. Það gæti síðan leitt til
sameiningar þessara sveitarfé-
laga og annarra við utanverðan
Eyjafiörö. Vegur um Lágheiði
skapaði ekki þessa möguleika.
Allir vilja
göng
„Eg er ákaf-
lega hlynntur
Siglfirðingum
og vil ekki
leggjast gegn
þeirra hags-
munamálum í
einu eða neinu.
Það er samt
orðið þriðja Guðmundur J. Guð-
hvert byggðar- mundsson, fra-
lag á landinu "dnar8"
sem heimtar
jarðgöng. Mér óar við þessum
ósköpum og óttast að þetta kosti
gífurlegt fé. Á Austfiörðum eru
tillögur um jarðgöng og fólk held-
ur að jarðgöng séu allra meina
bót. Það eru uppi tillögur um jarð-
göng á milli Neskaupstaðar og
Seyðisfiarðar, á milli Neskaup-
staðar og Eskifiarðar. Ég get ekki
ekki sagt að ég styðji þetta. Hval-
fiarðargöngin eru hreinasta ævin-
týri sem ég leggst alfarið gegn. Ég
held að það verði ekki nema
helmingur vegfarenda sem keyrir
þau göng fyrstu þrjú árin. Ég er
lengi búinn að æpa hvað hæst í
sambandi við umferöarmál inn og
út úr bænum en hingað fara litlir
peningar í vegamál á meöan um-
ferðin er mest hér. Ég benti á það
í sambandi við atvinnuleysið á
höfuðborgarsvæðinu. Ég minnist
þess að ég keyrði einu sinni frá
ísafirði til Reykjavíkur. Á leið-
inni frá ísafirði og að Bröttu-
brekku mætti ég sjö bílum. Það
segir ýmislegt um umferðina úti á
landi en þangað fer allt fiármagn
vegna vegamála." -em