Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1996, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1996, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 Útlönd Skjöl um nikótínrannsóknir bandarísks tóbaksframleiðanda koma óvænt í ljós: Lögmenn reyndu ítrek- aö að fá skjölunum eytt Fyrrum unnusta rannsóknar- manns hjá bandaríska tóbaksfram- leiðandanum Philip Morris sakar lögmenn fyrirtækisins um að hafa reynt að neyða sig til að eyða miklu af skjölum áður en hún lét þau lög- mönnum í té sem stjórna málaferl- um gegn tóbaksiðnaðinum. Lögmað- ur sem stefnir á fjöldamálsókn á hendur tóbaksiðnaðinum við alrík- isdómstól í New Orleans segir að konan hafi óvænt birst með skjölin í síðustu viku. Hún gaf eiðsvarna yf- irlýsingu á föstudag og afhenti 10 þúsund síður, handskrifuð minnis- blöð fyrirtækisins og minnispunkta fyrrum unnusta síns frá árunum 1962- 1992. Lögmenn hafa þegar far- ið í gegnum megnið af skjölunum og segja að þar á meðal séu fjögur mjög mikilvæg sönnunargögn gegn tó- baksiðnaðinum. Sé fjallað um hve mikið af nikótíni þurfi til að gera fólk háð tóbaki. Konan segist hafa ákveðið að láta skjölin, sem geymd voru í kjallara húss hennar, af hendi þegar hún hafði fylgst með umræðum um mál- sókn á hendur tóbaksiðnaðinum í sjónvarpi. En það gekk ekki vand- ræðalaust þar sem lögmenn á veg- um Philip Morris, sem hún kallar hrotta, hafi ítrekað reynt að koma höndum yfir skjölin. Lögmenn segja að eigi staðhæfingar konunnar við rök að styðjast lendi tóbaksiðnaður- inn í verulegum vandræðum fyrir rétti. Umrædd skjöl hafa verið afhent dómsmálaráðuneytinu en það rekur fimm rannsóknir á hendur tóbak- siðnaðinum, þar af rannsókn á því hvort fulltrúar tóbaksframleiðenda hafi logið að þinginu 1994 um ávanaþætti nikótíns. Skjölin verða einnig notuð af sjö ríkjum sem vilja að tóbaksframleiðendur greiði kostnað við meðferð reykinga- manna og loks matvælaeftirlitinu, FAA, sem vill fá skráð að sígarettur innihaldi fíkniefni. Konan reykir sjálf en dóttur hennar tókst að hætta. Það varð unnustanum mikið umhugsunar- efni og hafði konan þetta eftir hon- um: „Þegar við höfum fangað fólk í netið viljum við ekki sleppa því. Þegar við ráðum yfir fólki viljum við ráða yfir því ævilangt." Reuter Frakkland: Skálaræðum sleppt vegna mannrétt- indakafla Hátt í þrjú þúsund mótmæl- endur gengu fylktu liði að sendi- ráði Kína í París í gær og mót- mæltu mannréttindabrotum Kínverja. Héldu þeir á borðum sem á stóð: „Frelsi til handa Kína og Taívan“ og: „Li Peng er morðingi". Lögregla kom í veg fyrir að mótmælendurnir áreittu sendinefnd Kínverja, þar á meðal Li Peng forsætisráð- herra. Stuttu síðar undirrituðu Frakkar og Kínverjar viðskipta- samninga upp á 130 milljarða króna. Undirritun samninganna tafð- ist hins vegar vegna ágreinings um innihald skálaræða sem flytja átti við málsverð á eftir. Deiluefnið var kaflar um mann- réttindi en Alain Juppe, forsæt- isráðherra Frakka, hugðist segja að samskipti við Kínverja þýddu einnig pólitískar viðræður þar sem engu yrði hlíft, sérstaklega ekki mannréttindum. Funduðu leiðtogarnir í hálfa aðra klukku- stund um innihald skálaræðn- anna án niðurstöðu og tafði það undirritun samninganna. Fór svo aö skálaræðunum var sleppt. Reuter Það ráðast ekki allir á garðinn þar sem hann er lægstur. Suður-kóreskur námsmaður á fljúgandi ferð reynir hér að sparka niður lögreglumenn sem skýla sér á bak við mannhæðarháa skjaldborg. Andóf námsmanna í Seoul heldur áfram en þeir fóru í mikla mótmælagöngu í gær og kröfðust afsagnar Kims Young-sam forseta. Þingkosningar eru annars í Suður-Kóreu í dag en þær eru haldnar f skugga vaxandi stríðsógnar af hálfu Norður-Kóreumanna. Símamynd Reuter UPPBOÐ Framhald uppboös á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Kaldasel 13, hluti, þingl. eig. Magnús E. Baldursson, gerðarbeiðendur Gjald- heimtan í Reykjavík og Vátryggingafé- lag fslands hf., mánudaginn 15. apríl 1996, kl. 16.30. Laufengi 92, íbúð merkt 0204, þingl. eig. Guðrún Ámadóttir, gerðarbeið- endur Byggingarsjóður verkamanna, Gjaldheimtan í Reykjavík og Hitaveita Reykjavíkur, mánudaginn 15. aprfl 1996, kl. 14.30. Álakvísl 102 og stæði í bílskýli, þingl. eig. Edith Thorberg Traustadóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður verkamanna og Gjaldheimtan í Reykjavík, mánudaginn 15. apríl 1996, kl. 15.00. Bláhamrar 4, íbúð á 3. hæð, merkt 0302, og bílskýli nr. 3, þingl. eig. Edda Þórarinsdóttir, gerðarbeiðendur Bygg- ingarsjóður verkamanna og Gjald- heimtan í Reykjavík, mánudaginn 15. apríl 1996, ki. 14.00. Maríubakki 32, íbúð á 2. hæð t.h. og herbergi í kjallara, þingl. eig. Lilja G. Sigurðardóttir og Gunnar Steinþórs- son, gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík, Húsbréfadeild Húsnæðis- stofnunar og Sameinaði lífeyrissjóður- inn, mánudaginn 15. apríl 1996, kl. 17.00. Dalsel 8, endaíbúð á 1. hæð t.v., þingl. eig. Unnur Guðbjartsdóttir og Garðar Benediktsson, gerðarbeiðendur Gjald- heimtan í Reykjavík og Húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar, mánudaginn 15. apríl 1996, kl. 15.30. Sjávarhólar, 6 ha. spilda úr Sjávarhól- um, Kjalamesi, þingl. eig. Helgi Har- aldsson, gerðarbeiðendur Landsbanki íslands, Langholts, og Landsbanki fs- lands, lögfrdeild, mánudaginn 15. apr- fl 1996, kl. 10.30. Fannafold 8, þingl. eig. Halldóra Páls- dóttir, gerðarbeiðendur Akureyrar- kaupstaður, Byggingarsjóður ríkisins og islandsbanki hf., útibú 526, mánu- daginn 15. apríl 1996, kl. 13.30. Flúðasel 40, íbúð á 1. hæð A + 3,9% úr bílskýli, þingl. eig. Sigtryggur Ámi Ólafsson, gerðarbeiðendur Byggingar- sjóður ríkisins, Gjaldheimtan í Reykja- vík og Húsbréfadeild Húsnæðisstofn- unar, mánudaginn 15. aprfl 1996, kl. 16.00. SÝSLUMAÐURINN f REYKJAVÍK Áfram leitaö í kofa meints Unabombers: Leyndarskjölin frá FBI ekki opinberuð Bandariskur alríkisdómari neit- aði í gær að verða við óskum fjöl- miðlafyrirtækja um að leyndarskjöl alríkislögreglunnar FBI um leitina í fjallakofa Theodores Kaczynskis, sem grunaður er um að vera svo- kallaður Unabomber sprengjuvarg- ur, verði gerð opinber. Charles Lovell dómari sagði að það gæti skaðað rannsókn málsins ef leyniskjölin yrðu gerð opinber áður en ákæra væri lögð fram í mál- inu. Lögregluþjónar hafa nú leitað sönnunargagna gegn Kaczynski í eins herbergis kofa hans í Montana- fylki í átta daga og nota meðal ann- ars röntgentæki við leitina. Þeir fara mjög varlega í sakimar þar sem virk sprengja og annað sprengi- efni hefur þegar fundist í kofanum. Hinn 53 ára gamli Kaczynski, sem er fyrrum stærðfræðikennari I há- skóla, dúsir nú í sýslufangelsinu í Helena í Montana. Hann hefur ver- ið ákærður fyrir sprengjueign en hann hefur ekki enn verið ákærður fyrir sprengjuherferð Unabombers sem varð þremur að bana og særði rúmlega tuttugu á sautján ára tíma- Theodore Kaczynski, meintur sprengjuvargur. Símamynd Reuter bili. Lögreglan segist þó hafa fundið sterkar vísbendingar sem tengi Kac- zynski við árásirnar sem hófust árið 1978. Lovell dómari sagðist mundu íhuga að gera skjöl FBI opinber annað hvort eftir að leitinni í kofan- um verður hætt eða þegar kviðdóm- ur hefur gefið út ákæru, hvort sem yrði á undan. Leitarheimild FBI í kofanum hefur verið framlengd til mánudags og kviðdómur kemur saman 17. apríl í Great Falls í Mont- ana til að vega og meta sannanir gegn Kaczynski. Reuter Stuttar fréttir i>v Árásir ísraela ísraelskar herflugvélar gerðu þrjár loftárásir á búðir skæruliða og líbanska hersins í Líbanon í morgun i hefndarskyni fyrir auknar árásir á skotmörk í ísrael. Sprengjurannsókn Breska lögreglan rannsakar nú pakkasprengjuherferð sem tengist samsæri um að kúga fé út úr stór- um fjármálafyrirtækjum í London. Stríð gegn Arafat Yasser Ara- fat, forseti Palestínu- manna, sagðií gær að skæru- liðasamtökin Hamas hefðu á laun lýst yfir stríði á hendur sjálf- stjórn Palestínumanna og að leið- togar hópsins væru í Jórdaníu. Lítil kjörsókn Lítil kjörsókn hefur verið í þingkosningunum í Suður-Kóreu í dag og þykir það auka vonir stjórnarflokksins. Áfram með smjörið Bandaríkjamenn ætla að ekki aö láta deigan síga i aðstoð sinni við uppbygginguna í Bosníu þrátt fyrir dauða Rons Browns við- skiptaráðherra sem fórst í flug- slysi á leið frá Bosníu. Enn í Monróvíu Margir Bandaríkjamenn hafa ekki enn verið fluttir frá Mon- róvíu, höfuðborg’Líberíu, þar sem þeir hafa ekki komist í sendiráðið sitt. Powell fékk hatursbréf Colin Powell hers- höfðingi fékk mörg haturs- bréf á meðan hann var að íhuga hvort hann byði sig fram í forseta- kosningunum í haust, að því er eiginkona hans sagði í viötali við kvennaritið Ladies Home Joumal. Áfram í rannsókn Þingið í Kólumbíu hefur greitt atkvæði um að ásakanir á hendur forseta landsins fyrir makk við eiturkónga verði rannsakaðar áfram. Nefnd í viðræður Jeltsin Rússlandsforseti hefur heimilað sérstakri nefnd að skipu- leggja friðarviðræður við upp- reisnarmenn í Tsjetsjeniu. Nautakjötið enn í banni Evrópusambandið ætlar að við- halda algjöru banni á útflutningi á breskum nautgripum og nauta- kjöti. Kossar Díönu Bresk kap- alsjónvarps- stöð, sem var skömmuð fyr- ir auglýsingu með falsaðri mynd af Díönu prins- essu að kyssa fótboltahetju, ætlar að bæta um betur í næstu auglýsingu og láta hana kyssa rugbyhetjuna Carling sem hún átti vingott við. Brown kvaddur Clinton Bandaríkjaforseti og bandaríska þjóðin kvöddu Ron Brown viðskiptaráðherra í gær en hann fórst í Króatíu fyrir páska. Egyptar sýknaðir Þrír Egyptar voru sýknaðir í Danmörku í gær af ásökunum um að hafa ætlað að sprengja jámbrautarstöðvar og ísraelska sendiráðið. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.