Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1996, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1996, Qupperneq 9
FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 9 ÐV Útlönd Mike Tyson enn í vanda. Símamynd Reuter Tyson ásakaður um að hafa ráð- ist á unga konu Hálfþrítug kona hefur sakað hnefaleikakappann Mike Tyson um að hafa ráðist á sig á næturklúbbi einum í Chicago. Einn umboðs- manna Tysons vísaði hins vegar öll- um slíkum ásökunum á bug. „Mike er í þeirri stöðu að hver sem er getur borið fram ásakanir á hendur honum,“ sagði John Horne umboðsmaður í viðtali við sjónvarp- stöð í Las Vegas. Tyson er á skilorði eftir að hafa setið inni í þrjú ár fyr- ir nauðgun. Hann hefur ekki verið ákærður nú. Horne sagði að konan hefði óskað eftir því að fá að hitta Tyson en sjálf hefur hún haldið því fram að Tyson hafi átt frumkvæðið eftir að hann sá hana dansa fyrr um kvöldið.Reuter Blair vel fagnað á Wall Street Tony Blair, leiðtogi breska Verka- mannaflokksins, fékk hlýjar viðtök- ur á Wall Street í gær þegar hann ræddi við forustumenn í banda- rísku fjármálalífi við upphaf þriggja daga heimsóknar sinnar vestra. Blair sagði fjármálamönnum að flokkur hans mundi berjast hart gegn verðbólgunni kæmist hann til valda og breytingar á verkalýðslög- gjöfmni yrðu ekki teknar aftur. Reuter Barnaníðingurinn Larry McQuay. Reuter Söfnuðu fé til að vana níðing Hópur fólks í Texas sem kallar sig Justice for All eða Réttlæti fyrir alla hefur safnað um 80 þúsund krónum svo framkvæma megi vön- un á fanganum og barnaníðingnum Larry Don McQuay en hann lýkur brátt afplánun átta ára fangelsis- dóms fyrir að hafa nauðgað sex ára dreng. McQuay segist óttast að hann verði næsta fórnarlambi sínu að bana og eina leiðin til að hemja löngun hans eftir ungum drengjum sé vönun. Hann skrifaði undir samning við fyrrnefnd samtök í gær. McQuay reyndi sjálfur að vana sig með rakvélablaði í fyrrasumar en án árangurs. Hann hafði beðið yfirvöld um að sjá um vönunina en lagalegar hindranir voru í veginum. Margir læknar hafa boðist tU að vana McQuay endurgjaldslaust og verða peningarnir þá notaðir i eftir- meðferð. R euter I ntnf;«lil fi( kynnnst iiv|iti||| jafnf ««*•»» |j|-gmf» oyMflllltS HÖférílillSS á «viOi «í»tui(ln(|^if$«*kiii «uis» fœrl siufu I»£» »*»»»«*»s»«i»*=i|t f«»»«»»«»» »a liœfiieika *»l aö gmife »«r vuiiil*in»áls«»si eif ssltapsi ný læltlfœfi III aö ná a«sl*»ii*»i» áiaisffsi.. Námstefna með Don Hushion og Howie Clavier, virtum kanadískum lögmönnum, sáttasemjurum og sérfræðingum I samningatækni. Haldin að Scandic Hótel Loftleiðum, miðvikudaginn 17. apríl 1996 frá kl. 9:00 til 16:00. Listin að ná samningum og leysa úr ágreiningi er lík- lega einn mikilvægasti hæfileiki góðs stjórnanda. Stjórnendur þurfa daglega að glíma við snú- in úrlausnarefni, hvort heldur sem er að semja um verð vöru og þjónustu, semja um kaup og kjör við starfsfólk, semja við lánadrottna eða skuldunauta, leysa úr deilum á vinnustað eða greiða úr ágreiningi við við- skiptavini. Mikilvægt er að ná hagstæðri niðurstöðu sem sátt er um og þar sem eftirmálar verða engir því dómstólaleiðin er bæði kostnaðarsöm og tímafrek. Á þessari áhugaverðu nám- stefnu verða tveir virtir kanadískir fyrirlesarar, þeir Don Hushion og Howie Clavier, sem báðir eru lögmenn og kunnir samninga- menn og sáttasemjarar í heimalandi sínu. Don Hushion er stofnandi fyrirtækisins Resolution Alli- ance Inc. Sérsvið hans er sköpun og þróun kerfa, leikreglna og aðferða til að fyrirbyggja og leysa deilur og ágreining og viðhalda árangursríkri samvinnu og samstarfi. Hann er bæði lögmaður og stjórnunarráðgjafi og aflaði sér álits og virðingar í störfum sínum fyrir Kanadastjórn og hefur starfað sem lögmaður og samningamaður fyrir fjöl- mörg fyrirtæki og stofnanir í Kanada. Howie Clavier sameinar það að vera lögmaður og vera með háskólagráðu í skipulagsfræðum. Hann hefur starfað hjá nokkrum virtustu lögmannastofum Kanada og hefur sér- uon Hushion Howie Clavier hæft sig sem sáttasemjari. Hann er nú meðeigandi Resolut- ion Alliance Inc. Hann hefur víðtæka reynslu af fyrirlestra- haldi og kennslu um samningatækni og sáttaumleitanir og hvernig á að leysa úr ágreiningi m.a. fyrir Lögmannafélag Quebec og kanadíska dómsmálaráðuneytið. Á námstefnunni sem ætluð er stjórnendum, munu þátt- takendur fá tækifæri til að vinna að dæmum og verkefnum sem lúta að knýjandi úrlausnarefnum í þeirra stjórnúnarum- hverfi og kynnast aðferðum, leikreglum og tækjum til að bæta sig sem samningamenn og sáttasemjarar. Þetta er námstefna sem þú skalt ekki missa af! AFSL ATTARTILBOÐ til fyrirtækja og stofnana Ef þrír eru skráðir frá sama fyrirtæki eða stofnun OT I færfjórði þátttakandinn fría skráningu. Ef sjö eru skráðir frá sama fyrirtæki eða stofnun fá þrír þátttakendurtil viðbótar fría skráningu. Almennt verö: Kr. 29.900. Félagsverð SFÍ: Kr. 18.500. Innifalið: Vönduð og ítarleg námstefnugögn, verkefni þátttakenda, morgunkaffi, hádegisverður og síðdegiskaffi. Skráning er hafin Silr vf aáiniiiinugpsti'SMmmijK' Stjórnunarféldg íslands staðgreiðslu- og greiðslukortaafsláttur og stighækkandi birtingarafsláttur auglýsingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.