Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1996, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1996, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 27 íþróttir Iþróttir Brian Clough á við mikla vanheilsu að stríða. Brian Clough Brian Clough, einn sigursæl- asti framkvæmdastjórinn í ensku knattspyrnunni, á við mikla vanheilsu að stríða og segja læknar að erfiðleikana megi að miklu leyti rekja til óhóflegrar neyslu á áfengi. Sjálfur hefur Clough viður- kennt að hafa drukkið meira en gengur og gerist. Á dögunum var hann fluttur í skyndi á sjúkra- hús vegna nýrnakvilla. Var hon- um um tíma vart hugað líf. Ekki eru nema nokkrar vikur frá því að Clough var fluttur í skyndi á sama sjúkrahús en þá var það lifrin sem gaf sig. -SK John Rhodes áfram hjá ÍR Allar líkur eru á því að John Rhodes verði áfram þjálfari og leikmaður úrvalsdeildarliðs ÍR í körfuknattleik á næsta keppnis- tímabili. Sjálfur hefur Rhodes mikinn áhuga á að vera áfram hér á landi og samkvæmt heimildum DV er áhugi einnig fyrir hendi hjá ÍR-ingum. -SK Eins gott að „Keisarinn" var í golfi Franz Beckenbauer hefur ver- ið óragur við að gagnrýna frammistöðu leikmanna Bayern Munchen í þýsku knattspyrn- unni í vetur og verið mjög óá- nægður með leik liösins. í gærkvöld lék Bayem gegn St. Pauli og mátti þakka guði og Jurgen Klinsmann fyrir að ná jafntefli. Klinsmann jafnaði leik- inn, 1-1, á lokamínútunni. Bayern náði þar með aftur efsta sæti í úrvalsdeildinni en líklega var það eins gott fyrir leikmenn Bayern að „Keisarinn" var í golfi á Marbella á Spáni á meðan leikurinn fór fram. Werder Bremen sigraði Borussia Mönchengladbach, 2-0, í gærkvöldi, Dusseldorf vann Kaiserslautem, 2-1, og Famburg og Freiburg gerðu markalaust jafntefli. -SK Atletico vann Atletico Madrid varð í gær- kvöld spænskur bikarmeistari í knattspyrnu með því að sigra Barcelona, 1-0, í úrslitaleik. -SK Enn sigrar Milan Úrslit í ítölsku knattspyrn- unni í gærkvöld: Atálanta-Bari 1-2, Cagliari-AC Milan 1-2, Inter- Sampdoria 0-2, Juventus-Udi- nese 2-1, Lazio-Fiorentina 4-0, Napoli-Torino 1-0, Padova-Rcma 1-2, Parma-Cremonese 2-0, Pi- acenza-Vicenza 0-1. -SK Júlíus farinn til Þýskalands - Rúnar Sigtryggsson aftur kominn til Vals frá Víkingi Júlíus Gunnarsson, vinstri hand- arskyttan úr íslandsmeistaraliði Vals í handknattleik, hélt til Þýskalands í morgim en þangað er hann að fara til að líta á aðstæð- ur hjá þýska 3. deild- arliðinu Hildesheim. „Forráðamenn félags- ins höfðu samband við mig og buðu mér að koma út. Ég ákvað að slá til enda tapa ég ekkert á því að skoða þetta dæmi. Þetta félag er í 3. deild- inni og er í baráttunni um að kom- ast upp í 2. deild, að mér skilst. Ég á ekki von á því að gera neinn Júlíus. samning þarna úti en þetta verður bara koma í ljós,” sagði Júlíus í samtali við DV í gær. Valsmenn vilja ekki missa Július úr liði sínu enda nýbúnir að missa Dag Sigurðsson og Ólaf Stefánsson. „Við komum til meö að leggja áherslu á að halda Júlíusi,” sagði Brynjar Harðarson, formaður handknatt- leiksdeildar Vals, við DV í gær. missa leikmenn því Rúnar Sig- tryggsson hefur ákveðið að ganga til liðs við Hlíðarendaliðið að nýju. Rúnar kemur úr Vík- ingi en hann lék með Val keppnistímabilið 1993-94 og varð þá íslandsmeistari með liðinu. Rúnar. Rúnar aftur til Vals Valsmenn eru ekki bara að Jón áfram með meist- aralið Vals Allt útlit er fyrir að Jón Kristjánsson verði áfram þjálfari liðsins og staðfesti Brynjar Harðarson, formaður hand- knattleiksdeildar Vals, það i samtali viö DV. -GH Butt dæmdur i leikbann - og missir af tveimur næstu leikjum með Man Utd Nicky Butt, miðvallar- leikmaðurinn knái í liði Manchester United, verð- ur ekki með í tveimur af síðustu fjórum leikjum liðsins í ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu. Aganefnd enska knatt- spyrnusambandsins dæmdi Butt í tveggja leikja bann í gær en hann hafði þá unnið sér inn 33 refsistig á tímabilinu. Butt, sem leikið hefur frá- bærlega með United í vet- ur, hefur þótt heldur óstýrilátur inni á leik- vellinum og hefur verið iðinn við að næla sér í gul spjöld. Leikirnir sem Butt missir af eru gegn Leeds og Nottingham Forest. Keith Gillespie er ekki ánægður með vistina hjá Newcastle en þangað var hann seldur frá Manchester United fyrir tímabilið. Útherjinn snjalli vill nú koma aftur heim og hafa forráða- menn United og Newcastle hafið viðræður um skiptin. Alex Fergu- son átti um helgina við- ræður við Liverpool um kaup á Steve McManam- an frá Liverpool og var Ferguson tilbúinn að reiða fram 700 milljónir króna. Svörin sem hann fékk frá Liverpool voru þau að McManaman yrði hjá Liverpool til lífstíðar. „ Hélt ég hefði misst sjónina" - Milan Jankovic slasaðist illa á auga í æfingaferð í Skotlandi „Mér leið alveg hrikalega illa og ég var mjög hræddur. Ég sá ekkert með hægra auganu í 5-6 klukkutíma. Leikmaðurinn hefur örugglega verið með langar neglur þegar hann fór með puttann upp í augað á mér þvi það var alveg hörmung að sjá mig,“ sagði Milan Jankovic, varnarjaxlinn öflugi í knattspymuliði Grind- víkinga, í samtali við DV í gærkvöld. Jankovic var á keppnisferðalagi með Grind- víkingum í Skotlandi um páskana. Hann varö fyrir því óhappi í æfingaleik gegn skosku liði að einn andstæöingurinn rak fingur upp í augað á honum með þeim afleiðingum að augnlokið rifnaði og myndaðist djúpur skurður. Jankovic þurfti að vera í tvo daga á sjúkrahúsi og gekkst undir aðgerð þar sem saumuð voru fimm spor. Hann var í klukkustund á skurðarborðinu. „Það voru fimm læknar að skoða mig í upp- hafl, þetta leit það illa út. Bólgan er eiginlega farin úr þessu núna. Ég fer til læknis í dag og þá verða saumarnir teknir úr. Ég hef ekki náð fullri sjón á auganu en læknar segja að þetta lagist alveg með tímanum. Læknar bönnuðu mér að æfa í tvær vikur en vonandi get ég byrj- að fyrr,“ sagði Jankovic í gærkvöld en hann á ekki skemmtilegar minningar frá þessari æf- ingaferð til Skotlands. Víðismenn voru í æfingaferð í Skotlandi á sama tíma og Grindvíkingar og eins og kom fram í DV í gær varð Steinar Ingimundarson fyrir grófri líkamsárás í æfingaleik gegn skosku liði þar sem einn leikmanna skoska liðsins kjálkabraut Steinar. Dómari leiksins sagðist eft- ir leikinn ekki muna eftir að hafa séð jafn grófa líkamsárás og á skoski leikmaðurinn, sem ætti að snúa sér að einhverju öðru en íþróttum, vit- anlega von á löngu keppnisbanni og kann það að vara í allt að þrjú ár. -SK/-ÆMK Charlotte niður á jörðina Shaquille O’Neal átti frábæran leik þegar lið hans Orlando Magic lagði Cleveland á heimavelli í bandaríska körfuboltanum í nótt. Shaquille skoraði 39 stig í leiknum og tók 17 fráköst enda kappinn engin smásmíð. Penny Hardaway kom næstur honum í stigaskoruninni með 17 stig. Charlotte fór niður á jörðina í nótt en liðið fékk þá skell á heima- velli gegn Miami. Eins og frægt er gerði Charlotte sér lítið fyrir og sigraði Chicago á útivelli í síðasta leik. Tim Hardaway skoraði 29 stig fyrir Miami. Washington vann sinn fimmta leik í röð. Juwan Howard gerði 26 stig fyrir Washington. Urslit leikja í nótt: Boston-Washington 108-122 Orlando-Cleveland 116-104 Charlotte-Miami 95-116 Detroit-Philadelphia 92-76 Minnesota-LA Lakers 90-111 San Antonio-Vancouver 105-82 Utah Jazz-Phoenix 103-79 Seattle-Sacramento 108-89 Detroit lék frábæra vörn gegn Philadelphia og 8. sigur liðsins í röð var staðreynd. Otis Thorpe skoraði 24 stig fyrir Detroit og Clarence We- atherspoon skoraði 24 stig fyrir 76’ers. LA Lakers gerði góða ferð til Minnesota. Elden Campbell og Sedale Threatt fóru fyrir liði Lakers, Campbell 28 stig og Threatt 20 stig. Þess má geta að Magic John- son tók 10 fráköst í leiknum. Shaquille O’Neal var firnasterkur gegn Cleveland með sín 39 stig. Lið- ið þótti leika mun betur en í síðustu leikjum. Dan Majerle skoraði 25 stig fyrir Cleveland. San Antonio lék Vancouver sundur og saman og var þetta 33. tap nýliðanna í 35. leikjum. -JKS Hilmar i Stjornuna Hilmar Þórlindsson hand- knattleiksmaður er genginn til liðs við Stjörnuna frá KR og hefur skrifað undir tveggja ára samning við Garðabæjar- liðið. Hilmar er öflug skytta sem skorað hefur grimmt með KR- ingum á Islandsmótinu undan- farin ár. „Við erum mjög ánægðir með að fá Hilmar í okkar rað- ir og vonandi að hann nái að fylla í ákveðin skörð hjá okk- ur,” sagði Októ Einarsson, for- maður handknattleiksdeildar Stjörnunnar, við DV í gær. Stjörnumenn hafa þurft að horfa á eftir tveimur sterkum leikmönnum. Rússinn Dmitri Filippov mun leika með þýska liðinu Wuppertal undir stjórn Viggó Sigurðssonar og Magn- ús Sigurðsson hefur skrifað undir samning við þýska 3. deildarliðið Willstadt. „Það er auðvitað slæmt að missa þessa leikmenn en við erum ekki á flæðiskeri stadd- ir. Við eigum marga unga og efnilega leikmenn sem fá nú tækifæri til að sanna sig. Þá fáum aftur Rögnvald Johnsen frá Fylki, en við lánuðum hann í fyrra og svo kemur Sigurður Viðarsson (Símonar- sonar) inn í þetta að nýju en hann sleit krossbönd í hné í haust. Við bindum miklar vonir við þessa stráka,” sagði Októ. Stjörnumenn hafa ekki gengið frá ráðningu á þjálfara í stað Viggós Sigurðssonar en stefnt er að því að klára það fljótlega, að sögn Októs. -GH Elsa á góða möguleika Elsa Nielsen á mjög góða möguleika á að keppa i einliðaleik í badminton á Ólympíuleikunum í Atlanta í sumar. í síðustu viku var Elsa í 7. sæti á varamannalistanum en í dag er hún næst inn því þær sex sem voru á und- an henni voru eru búnar að tryggja sér þátttökurétt á leikunum. Elsa verður að öllum líkindum eini keppandinn frá íslandi í badminton- keppni ólympíuleikanna því þeir Ámi Þór Hallgrímsson og Broddi Kristjáns- son eru í 12. sæti á varamannalistanum. -GH George Weah vill leika í Englandi Líberíumaðurinn George Weah, knattspyrnumaður ársins 1995, hefur mikinn áhuga á að spfla í Englandi. Hann segist fylgjast vel með ensku knattspyrnunni og hrífist mjög að frammistöðu Eric Cantona hjá Manchester United og liði Newcastle. „Ég hefði getað verið í búningi Newcastle á þessu tímabili en Kevin Keegan bauð í mig 700 milljónir. AC Milan varð hins vegar á undan en ég heyrði fyrst af tOboði Newcastle eftir að ég skrifaði undir hjá Milan. Mér finnst París SG ekki hafa komið heiðarlega fram við mig vegna þess að Newcastle sýndi mér áhuga áður en AC Milan kom inn í dæmið og ég hefði ekki skrifað undir hjá Milan hefði ég vitað af tilboði Newcastle. Hvort ég spila á Englandi kemur í ljós á næstunni þegar samningaviðræður hefjast við Milan um nýjan þriggja ára samning. Leikið verður tvívegis gegn Færeyingum Elsa Nielsen á enn góöa möguleika á að keppa í Atlanta i sumar. Næsta verkefni íslenska landsliðsins í handknattleik eftir mótið í Kumamoto eru tveir landsleikir gegn Færeyingum ytra dagana 10.-13. maí. Æfingar hefjast svo að fuUu 10. júní og ákveðið hefur verið að fara til Sviss um mánaðamótin júní-júlí og leika tvo landsleiki við Svisslendinga. Að sögn Þorbjarnar Jenssonar verður það loka- verkefni fyrir leikina í undankeppni heimsmeistaramótsins sem hefjast í haust. AðspurðurO hvort það væri ekki já- kvætt fyrir íslenska landsliðið að nokkr- ir af landsliðsmönnunum hafa ákveðið að leika erlendis á næsta tímabili sagði Þorbjöm: „Það er bæði jákvætt og nei- kvætt. Það er jákvætt fyrir landsliðið að strákarnir kynnast alþjóðlegum hand- knattleik betur en það er neikvætt að því leyti að minna verður um æfingar hjá landsliðinu og erfiðara verður að kaUa landsliðshópinn saman,” sagði Þor- björn. Hilmar Þórlindsson. Fjölmennasta fimleikamótið Um næstu helgi fer fram fjölmennasta fimleikamót ársins, Unglinga- og seniormeistaramót íslands. Um 160 keppendur keppa þá í Laugardalshöll. Mótið fer fram á laugardag og hefst kl. 13 og því lýkur kl. 17. KR og Stjarnan eru umsjónaraðilar mótsins. -SK „Höfum getu til að vinna mótið" íslendingar lögðu Bandaríkjamenn, 30-24, í öðr- um leik sínum á æfingamótinu í Japan í gærmorg- un. íslendingar höfðu forystu aUan tímann og í hálfleik var staðan 12-10. Með sigrinum er íslenska liðið öruggt í undanúrslit en í morgun léku strák- amir gegn Japönum. „Þetta var nokkuö góður leikur af okkar hálfu. Við vorum að þreifa fyrir okkur í fyrri hálfleik en í þeim síðari gekk þetta betur. Könunum hefur far- ið mikið fram og eru með mun betra lið nú en á heimsmeistaramótinu heima í fyrra,” sagði Valdi- mar Grímsson í spjalli við DV í gær. Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari var í heild nokkuð sáttur við leik sinna manna. „Það var stígandi í þessum leik eftir leikinn gegn Áströlum en í þehn leik sat mikil þreyta í strákun- um eftir langt feröalag. Almennt voru menn að spila þokkalega gegn Bandaríkjamönnum. Það var kannski enginn að skara fram úr. Liðs- heildin var sterk en ég get nefnt að Júlíus Jónas- son var að spila nokkuð vel svo og Valgarð Thoroddsen. Markmiðið er að vinna þetta mót. Við höfum getu til að gera það og ég yrði svekktur ef það tækist ekki,” sagði Þorbjöm í samtali við DV. Mörk íslands: Júlíus Jónasson 7/3, Sigurður Bjarnason 5, Ólafur Stefánsson 4, Róhert Sighvats- son 4, Valgarð Thoroddsen 4, Dagur Sigurðsson 3, Davíð Ólafsson 1, Björgvin Björgvinsson 1, Valdi- mar Grímsson 1. Guðmundur Hrafnkelsson lék allan tímann í márkinu. Hann varð 17 skot og lék vel. Þorbjöm Jensson sagðist hafa sparað Patrek Jó- hannesson í leiknum fyrir átökin sem fram undan eru. Önnur úrslit á mótinu hafa orðið þannig: Jap- an-Bandaríkin 21-21, Noregur-S-Kórea 32-30, Hvíta-Rússland-Kína 40-25, Noregur-Hvita-Rúss- land 23-18, Kína-S-Kórea 13-34. -GH Handbolti: Fýrsti leikur Stjörnunnar og Haukanna Fyrsti úrslitaleikur Stjöm- ímnar og Hauka um íslands- meistaratitilinn í handknattleik kvenna fer fram i Ásgarði í kvöld og hefst klukkan 20. Stjarnan á íslandsmeistaratitil að verja en Haukamir eru að leika til úrslita í fyrsta skipti. Knattspyrna: Stjarnan - ÍA Einn leikur er á dagskrá deildarbikarkeppninnar í knatt- spyrnu í kvöld. Stjaman og ÍA eigast við á Stjörnuvellinum í Garðabæ og hefst leikurinn klukkan 19. Báðum liðum hefur vegnað vel í keppninni og verður fróðlegt að sjá hvernig þessari viðureign lyktar. -GH Sigrar hjá KR og Létti KR sigraði Fram í leik liðanna í A-deild Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu í gærkvöld. KR-ingar skoruðu eina mark leiksins úr vítaspyrnu þegar skammt var til leiksloka og var Guðmundur Benediktsson þar að verki. í B-deild sigraði Léttir lið Ármanns ömgglega og loka- tölur urðu 4-0. -SK Rangers slapp Glasgow Rangers tapaði í gær- kvöldi fyrir Hearts I skosku úr- valsdeildinni, 2-0. Á sama tíma náði Celtic aðeins jafntefli gegn Kilmarnock, 1-1. í ensku 1. deildinni vann Millwall Birmingham, 2-0. -SK Keflavík - Grindavík í kvöld: „Ég tippa á sjö leiki“ - segir Gunnar Þorvarðarson DV, Suðurnesjuin: „Ég trúi því ekki fyrr en ég sé það að Keflavík tapi þremur heimaleikjum í röð. Ég á þó von á jöfnum leik og Keflvíkingar hljóta að koma brjálaðir til leiks. Ég tippa á sjöunda leikinn í Grinda- vík og ef svo fer þá eiga liðin jafna möguleika á titlinum," sagði Gunnar Þorvarðarson, fyrrum leikmaður og þjálfari í körfubolt- anum, í samtali við DV í gær- kvöldi. Keflavík og Grindavík leika sjötta leik sinn í baráttunni um ís- landsmeistaratitilinn í Keflavík í kvöld. Vinni Grind- víkingar eru þeir íslandsmeistarar en vinni Keflvík- ingar þarf að leika sjöunda leikinn í Grindavík um næstu helgi. „Ég hef verið að vonast eftir jöfnum og skemmtilegum leikjum í Keflavík en það er eins og leikmenn Keflvík- inga hafi ekki verið tilbúnir í að spila þesa leiki og berjast fyrir því sem þeir ætluðu sér að ná á heimavelli sínum. Það er eins og þeir hafi ætlað að vinna heima- leikina án þess að hafa nokkuð fyr- ir því. Bæði liðin hafa reyndar ver- ið að leika illa á sínum heimavefli þannig að erfitt er að gera sér grein fyrir því við hverju má bú- Gunnar Þorvarðarson sjöundu viðureigninni. ast,“ segir Gunnar og heldur áfram: „Lykiflinn að sigrinum hjá Kefl- víkingum i síðasta leik var að taka bakverði Grindvíkinga úr sam- bandi. Ef þeim tekst að gera það aftur í kvöld þá aukast sigurlíkur Keflvíkinga til muna. Bakverðir Grindvíkinga eru nefnilega mjög mikilvægir sínu liði. Grindvíking- ar þurfa að passa skotmenn Kefl- víkinga vel og helst ekki að gefa þeim frið í skotum sínum. Ef Grindvíkingar fara vel út á móti skotmönnum Keflvíkinga þá hefur það sýnt sig að hittni þeirra verð- ur lakari. Hins vegar hefur það komið í ljós að ef Falur og Guðjón eru heitir þá stöðv- ar þá engin vörn. Guðjón er ótrúlega góður leikmður og kemur stundum upp á milli stóru leikmannanna og skorar á ótrúlegan hátt,“ sagði Gunnar Þorvarðarson. Leikurinn hefst í íþróttahúsinu í Keflavík kl. 20. Leiksins er beðið með mikilli eftir- væntingu. Þrátt fyrir að stuðnings- menn Keflvíkinga hafi látið sig vanta á síðustu heimaleiki liðsins má búast við því að þeir fjölmenni á leikinn í kvöld og það munu stuðningsmenn Grindvíkinga einnig gera. Það verður því án efa heitt í kolunum. -SK/-ÆMK spair

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.