Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1996, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1996, Síða 24
36 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 ‘ * Skoðanakönn- un um forseta- kosningar „Ég held að það seekki mikið að marka þessar skoðanakann- anir ennþá á meðan kynning er varla farin í gang og ekki er ljóst hverjir verða í framboði." Guðrún Agnarsdóttir í Alþýðublaðinu. Kaldrifjað morð „Var ég í tilflnningalegu ójafn- vægi, eða var ég rólegur og yfir- vegaður eins og einhver sem ný- lega hefur drepið hryðjuverka- mann frá Líbanon þegar þið yfir- heyrðuð mig?“ Yigal Amir, morðingi Yitzhaks Rabins í Time. Ummæli Lögbinding lægstu launa „Þetta er svona minnisvarði um Stalínismann, það er ekki hægt að skipa það með lögum hvernig launahlutföll eru á markaði." Þórarinn V. Þórarinsson í Timanum. S-kóreskur mark- vörður til FH „íslenskir handknattleiksunn- endur vita hvað Lii getur og þetta er jafnvel meira fyrir okk- ur en það var fyrir KA að fá Duranona." Gunnar Beinteinsson í Mbl. Góður knatt- spyrnuárangur „Eftir að við töpuðum fyrsta leiknum vorum við margir farn- ir að tala um að við gætum sjálfsagt prisað okkur sæla með að vinna einn leik.“ Þorbjörn Atli Sveinsson í Mbl. Mismæli Það vekur alltaf jafn mikla at- hygli þegar stjórnmálamenn mismæla sig og oft er gert óspart grín að mismælinu. Einna frægastur bandarískra stjórn- málamanna til að mismæla sig var Ronald Reagan. Eitt af hans frægustu mismælum er „Stað- reyndir eru heimskulegir hlutir" sem hann sagði á ráðstefnu repú- blikana árið 1988. Reagan var að vitna í ummæli forsetans Johns Adams frá 1770 sem hafði sagt: „Staðreyndir eru harðsnúnir hlutir." Reagan endurtók mis- mælið mörgum sinnum. Blessuð veröldin Meðal annarra frægra mis- mæla Bandaríkjaforseta má nefna kostulega setningu Ger- alds Fords sem þá var nýtekinn við embætti: „Ef Lincoln væri á lífi myndi hann snúa sér við í gröfinni.“ Ekki hljóma betur mismæli Georges Bush þegar hann sagði: „Ég hef myndað mér eigin skoð- anir - sterkar skoðanir - en ég er ekki alltaf sammála þeim skoðunum." Vaxandi suðaustanátt í dag er gert ráð fyrir suðaustan- golu eða kalda á landinu, dálítilli súld eða rigningu einkum austan- lands og á stöku stað norðanlands en skýjað með köflum suðvestan- lands. Veðrið í dag Heldur vaxandi suðaustanátt í kvöld og nótt með rigningu, einkum sunnanlands og vestan, súld við austurströndina en skýjað með köfl- um norðanlands. Hiti verður á bil- inu 5-12 stig, hlýjast norðanlands. Sólarlag í Reykjavik: 20.50 Sólarupprás á morgun: 06.05 Síðdegisflóð í Reykjavik: 24.59 Árdegisflóð á morgun: 00.59 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjað 7 Akurnes rigning 8 Bergsstaðir alskýjað 3 Bolungarvík rign. á síö.kls. 3 Egilsstaðir rigning 5 Keflavíkurflugv. léttskýjað 2 Kirkjubkl. skýjaó 3 Raufarhöfn þokumóða 3 Reykjavík léttskýjað 2 Stórhöfði skýjað 5 Helsinki léttskýjað -3 Kaupmannah. snjókoma 0 Ósló léttskýjað -2 Stokkhólmur skýjaö -1 Þórshöfn alskýjað 6 Amsterdam rigning og súld 8 Barcelona þokuruöningur 11 Chicago heiöskírt 9 Frankfurt mistur 8 Glasgow þoka 0 Hamborg rigning 4 London þokumóóa 7 Los Angeles heiðskírt 14 Lúxemborg rign. á síð.kls. 8 París þokumóða 10 Róm þokumáða 9 Mallorca þoka í grennd 6 New York skýjað 6 Nice hálfskýjað 12 Nuuk heiðskírt -4 Orlando heiðskirt 9 Vín hálfskýjað 5 Washington heiöskírt 7 Winnipeg alskýjað 2 Brynjólfur Sæmundsson landbúnaðarráðunautur: Sjálfbær búskapur er betri DV, Hólmavík: „Þeir sem ólust upp í afskekktri sveit fyrir um hálfri öld voru þátt- takendur í sjálfbærum búskap þegar reynt var að framleiða sem mest af eigin neysluvörum á búun- um og lítið var gengið á auðæfi náttúrunnar. Allt var þá nýtt til hins ýtrasta; kálfar og hænsni fengu mjólkur- og matarúrgang- inn. Tilbúinn áburður var nær óþekktur og menn töluðu um svartan og gráan áburð án nokk- urrar þekkingar á efnasamsetn- ingu hans og öskuhaugurinn og Maður dagsins umhverfi hans var gróðursælasti bletturinn í túninu," segir Brynjólfur Sæmundsson ráðu- nautur. Að undanförnu hefur hann fengið fólk til þess að leiða hugann að því að hollur sé heima- fenginn baggi og jafnframt geti verið skynsamlegt að nokkurt aft- urhvarf eigi sér stað til fyrri bú- skaparhátta. Ef til vill hafi aldrei Brynjólfur Sæmundsson. DV-mynd Guðfinnur verið meiri ástæða til þess en nú að minna á þetta, þegar megin- hluti mannkyns kallar eftir hrein- um og óspilltum matvælum. „Það er í andstöðu við lögmál hagvaxtar að hvetja fólk almennt til ræktunar grænmetis og ávaxta og bændum að framleiða sem mest af eigin neysluvörum," segir Brynjólfur. „Lífrænum landbún- aði fylgir að náttúruauðæfunum er ekki spillt. Að miða allt við auk- inn hagvöxt þýðir aðeins eitt - að áfram verði haldiö á þeirri braut að ganga á auðæfi náttúrunnar. Ég hafði ekki séð ruslahaug fyrr en ég kom að Hvanneyri um tvítugs- aldur en nú er rusl meiriháttar vandamál víða, líka á sveitabæj- um, ekki síst eftir að plastið varð allsráðandi við heyskapinn. Getur ekki hugsast að bændur séu með fleira vinnufólk en nokkru sinni fyrr í þjónustu sinni? Mikill fjöldi er að smíða vél- ar og ótal varahluti í þær, nokkrir eru að framleiða áburð á tún bænda og þá eru ótaldir þeir er- lendu bændur sem eru að fram- leiða korn fyrir búfé íslenskra bænda svo fátt eitt sé talið. Þetta fólk, sem er ósýnilegt hversdags- lega, tekur til sín stóran hluta af arði búanna og gerir illu heilli margan bóndann bæði vansælan og snauðan,“ sagði Brynjólfur. Myndgátan Eggið kennir hænunni að verpa Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði Keflvíkingar og Grindvíkingar eigast við í úrslitakeppni DHL- deildarinnar. Úrslitakeppni DHL-deildar- innar Nú fer að draga að lokum úr- slitakeppninnar i DHL-deildinni í körfubolta. Liðin í úrslitum, Keflavík og Grindavík, eru þegar búin að mætast i fimm leikjum íþróttir og hafa Grindvíkingar sigrað þrisvar en Keflvíkingai' tvisvar. Sjötta viðureign þessara liða fer fram í kvöld á heimavelli Kefl- víkinga og hefst viðureignin klukkan 20. Takist Grindvíkingum að sigra í þessari viðureign verða þeir íslandsmeistarar en vinni Keflvíkingar verða liðin að eig- ast við í sjöunda sinn í odda- viðureign sem sker úr um hvort liðið verður íslandsmeistari. Það er öruggara fyrir áhugasama áhorfendur að txyggja sér miða í tíma því eflaust komast færri að en vUja tU að fylgjast með þess- ari viðureign. Bridge Baráttan um íslandsmeistaratitil- inn í Landsbankamótinu í bridge stóð fyrst og fremst milli sveita Samvinnuferða-Landsýnar og Ant- ons Haraldssonar. Þegar einni um- ferð var ólokið hafði sveit S/L 151,5 stig en Anton 147 stig og því Ijóst að úrslit voru hvergi nærri ráðin. Sveit S/L átti leik gegn sveit Búlka en Anton gegn BangSímon. í hálf- leik var sveit Antons með 15 impa forystu en S/L átti 8 impa á sveit Búlka og spennan því í algleymingi. í fyrri hálfleik síðustu umferðar græddi sveit Búlka hvorki meira né minna en 17 impa á þessu spili: 4. 1093 # Á108643 ♦ ÁD97543 ** Á8 ♦ K7 ♦ 95 4 6 «* D102 ♦ D654 * KDG72 Vestur Noröur Austur Suður Páll V. Karl S. Ragnar Bjöm E. 1*» pass 2« pass 4« pass 44- pass 4* pass 4g pass 6* pass 74 p/h Páll Valdimarsson ákvað að opna á einu hjarta í upphafí og tveggja spaða sögn Ragnars Magnússonar lofaði opnun og góðum lit. Fjögur lauf var splinter, lofaði spaðastuðn- ingi og stuttlit í laufi. Fjórir tíglar var fyrirstöðusögn og fjórir spaðar neituðu fyrstu eða annarri fyrir- stöðu í hjarta. Ragnar spurði um ása á fjórum gröndum og 6 lauf lof- uðu tveimur af fimm (trompkóngur talinn sem ás) og sýndi eyðu í laufi. Ragnar taldi nú yfirgnæfandi likur á að félagi ætti tíguldrottningu (ef hann átti á annað borð fyrir opnun sinni á einu hjarta) og fór í alslemmuna. Hún vannst með tígul- svíningunni og 17 impar græddir, því samningurinn var 4 spaðar á hinu borðinu í leiknum. ísak Örn Sigurðsson ♦ KG2 «4 G97654 ♦ ÁG82 ♦ --

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.