Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1996, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1996, Side 25
FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 37 Jörgen Svare klarinettuieikari. Fimmtíu ára afmæli djasstónleika í dag eru fimmtiu ár síðan fyrstu íslensku djasstónleikam- ir voru haldnir í tónleikahúsi, Gamla bíói. RúRek-hátíðin stendur fyrir eins konar endur- gerð tónleikanna í tilefrii afmæl- isins á sama stað í kvöld. Þar verður sama efnisskráin leikin og einn þeirra er stóðu á svið- inu fyrir fimmtíu árum mun standa þar aftur: Bjöm R. Ein- arsson básúnuleikari. Tveir frumherjar er léku lengi með Birni verða í hópnum, Ámi Elf- ar, sem leikur á píanó og básúnu, og Guðmundur R. Ein- arsson trommuleikari. Á bassa leikur Tómas R. Einarsson sem telja má til miðaldra djass- manna íslenskra. Síðan koma þrír hljóðfæraleikarar frá út- löndum, tveir komungir ís- lenskir djassleikarar sem Sýningar stunda nám erlendis, Veigar Margeirsson trompetleikari og Agnar Már Magnússon píanisti. Frá Danmörku kemur einn þekktasti dixiland- og svingklar- inettuleikari Evrópu, Jörgen Svare. Tónleikarnir verða endur- teknir á Hótel KEA Akureyri á morgun en þar mun Jón Rafns- son slá bassann í stað Tómasar. Þér standa allar dyr opnar í dag og 3 næstu daga mun hópurinn Sjálfstæðar konur standa fyrir sýningu í Kringl- unni undir heitinu „Þér standa allar dyr opnar“. Tilgangur sýn- ingarinnar er að minna á þá staðreynd að konum eru allir vegir færir. Sýningin verður formlega opnuð klukkan 16 fyr- ir framan verslunina 17. Ljósmynda- maraþon Æskulýðs- og tómstundaráð Hafnarfjarðar og Filmur og framköllun, Miðbæ, standa fyrir ljósmyndamaraþoni í dag. Keppnin er ætluð unglingum í 8.-10. bekk og er fyrirkomulag keppninnar einfalt og auðvelt þannig að allir geta tekið þátt. Samkomur Keppendur mæta milli klukk- an 17 og 18 í félagsmiðstöðvam- ar Vitann og Verið, fá þar af- henta 12 mynda filmu og jafn- mörg verkefni til að mynda. Daginn eftir á að skila filmunni á sama stað til framköllunar og afraksturinn verður sýndur í fé- lagsmiðstöðvunum í viku. Úrslit verða kynnt í Vitanum fóstudag- inn 19. apríl. Félag eldri borgara Félag eldri borgara stendur fyrir tvímenningskeppni í bridge í Risinu klukkan 13 í dag. Skemmtanir Rósenbergkjallarinn: Fjórar hljómsveitir Tónleikar fjögurra hljóm- sveita verða haldnir í Rósen- bergkjallaranum í kvöld. Þar koma fram hljómsveitirnar Exem, Fullur bill af lesbíum og Friðþjófur, Ósk og G.G. Gunn. Trúbadorinn G.G. Gunn er óþarfi að kynna en hann hefur numið á Indlandi og í Kalifom- íu og gaf síðast út hljómdiskinn Letter to Lasha. Tónlistarkonan Ósk er húsmóðir í Breiðholtinu og mun hún syngja og leika eig- in tónsmíðar auk laga eftir G.G. Gunn. Fullur bíll af lesbíum og Frið- þjófur er sveit kvenna og hljóm- sveitin Exem gaf út á síðasta ári hljómdiskinn Kjöttromman sem hlaut góðar viðtökur. Hljóm- sveitina Exem skipa nú Einar Melax, Þorri Jóhannsson, Þór- Hljómsveitin Exem. dís Claessen, Kristrún Gunnarsdótt- ir og Tryggvi Thyer. Þetta veröa síð- ustu tónleikar Exeras á íslandi í nánustu framtíð og fyrstu tónleikar Fulls bíls af lesbíum og Friðþjófi. Skemmtunin hefst klukkan 22 um kvöldið. Vatns- flóðí Skriðdal Allflestir þjóðvegir landsins eru færir nema þjóðvegur eitt í Skriðdal þar sem vatn flæðir yfir veginn og er hann talinn ófær við Skriðuvatn. Færð á vegum Þungatakmarkanir eru á Vopna- fjarðarheiði sem er aðeins fær jepp- um vegna aurbleytu. Enn fremur eru þungatakmarkanir á Þjórsár- dalsvegi sem miðast við sjö tonna ásþunga. O Hálka og snjór án fýrirstööu Lokaö Ástand vega 0 Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir m Þungfært © Fært fjallabílum Sonur Tinu og Birgis Þessi ungi sveinn fæddist að kvöldi 21. mars síðastliðins, klukk- Barn dagsins an 21.03. Hann vó 3930 grömm við fæðingu og var 53 cm á lengd. For- eldrar hans eru Tina Maria Kordas og Birgir Haraldsson og er sveinn- inn ungi fyrsta barn þeirra. Sigourney Weaver, Dermot Mul- roney og Holly Hunter í hlutverk- um sínum. Á valdi óttans Spennumyndin Copycat, sem sýnd er í Sagabíói, skartar tveimur af frægustu leikkonum Hollywood, þeim Holly Hunter og Sigourney Weaver. Weaver leikur glæpasérfræðinginn Helen Hudson sem er sérfræð- ingur í atferli raðmorðingja. Hún hefur sökkt sér svo inn f hugsunarhátt ákveðins raðmorð- ingja að lífi hennar er ógnað og hún grípur til þess ráðs að loka sig inni frá umheiminum og hafa aðeins samband við veröld- ina í gegnum tölvu. Aðstoðar- maður hennar, Andy (John Rot- Kvikmyndir ham), er eini tengill hennar við umheiminn. Á meðan reyna lög- reglumennirnir M.J. Monahan (Holly Hunter) og Ruben Goetz (Dermot Mulroney) allt til þess að hafa hendur í hári raðmorð- ingjans til þess að losa Hudson undan þessari ógn sem kemur í veg fyrir að hún geti lifað eðli- legu lífl. Sögusviðið er San Francisco á vestm-strönd Banda- ríkjanna. Leikstjórn myndarinnar er í höndum Bretans Jons Amiels sem leikstýrði síðast myndinni Sommersby með Richard Gere og Jodie Foster. Gengið Almennt qen gi LÍ nr.72 11. aoríl 199i Bkl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 66,740 67,080 66,630 Pund 100,640 101,160 101,200 Kan. dollar 49,200 49,510 48,890 Dönsk kr. 11,5080 11,5690 11,6250 Norsk kr. 10,2670 10,3240 10,3260 Sænsk kr. 9,9160 9,9710 9,9790 Fi. mark 14,2000 14,2840 14,3190 Fra. franki 13,0570 13,1310 13,1530 Belg. franki 2,1617 2,1747 2,1854 Sviss. franki 54,6800 54,9900 55,5700 Holl. gyllini 39,7400 39,9700 40,1300 Þýskt mark 44,4200 44,6400 44,8700 ít. líra 0,04237 0,04263 0,04226 Aust. sch. 6,3120 6,3510 6,3850 Port. escudo 0,4319 0,4345 0,4346 Spá. peseti 0,5300 0,5332 0,5340 Jap. yen 0,61320 0,61690 0,62540 írskt pund 104,000 104,650 104,310 SDR/t 96,38000 96,96000 97,15000 ECU/t 82,9700 83,4700 83,3800 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 Krossgátan Lárétt: 1 geðug, 5 matarveisla, 8 loforð, 9 kúga, 10 tæp, 11 stækkuðu, 14 atlaga, 16 eðja, 17 skordýr, 19 galla, 22 hrúgar, 23 róta. Lóðrétt: 1 hreinsa, 2 tré, 3 útungun, 4 ætt, 5 detta, 6 ösluðu, 7 liðugir, 11 hest, 12 skaða, 13 áflog, 15 mönduls, 18 mora, 20 píla, 21 oddi. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 kelta, 6 Sk, 8 efju, 9 fló, 10 slátrar, 11 tif, 13 tekt, 15 il, 17 luku, 18 taug, 19 óri, 20 egg, 21 unun. Lóðrétt: 1 kesti, 2 efli, 3 ljá, 4 tuttugu, 5 af- rek, 6 slakur, 7 kór, 12 flug, 14 tein, 16 lag, 18 te, 19 ón.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.