Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1996, Blaðsíða 10
LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 JQ>"V" >o kvikmyndir ^ fy -4 Hún varpar Ijósi á liðinn íslenskan veruleika I haust er stefnt að því að hefja tökur á kvikmynd í leikstjórn og eft- ir handriti Einars Heimissonar. Um er að ræða dramatíska sögulega mynd sem er grundvölluð á komu þýsks verkafólks til vinnu í sveitum Islands skömmu eftir stríð. Aðalper- sónan, María, er leikin af Barböru Auer sem hefur unnið stórsigra á hvíta tjaldinu í Þýskalandi undan- farin ár og er jafnvel spáð alþjóðleg- um frama ef fram heldur sem horf- ir. Vonir, væntingar og vonbrigði Þegar Einar er beðinn að lýsa söguþræði myndarinnar segir hann hann smíðaðan um Maríu, aðalper- sónu myndarinnar, sem hrekst und- an Rauða hernum til flóttamanna- búða í Lúbeck. Skömmu fyrir 1950 fóru agentar Búnaðarfélagsins til Þýskalands í þeim tilgangi að laða hundruð þýskra kvenna til vinnu á sveitabæjum hér á landi. María er ein þessara kvenna og ræðst hún til starfa hjá miðaldra bónda, sem Arn- ar Jónsson leikur, en Einar telur hann einn okkar dramatískustu leikara. Myndin fjallar síðan um vonir þeirra, væntingar og von- brigði. Inn í söguþráðinn spinnast síðan fleiri persónur sprottnar úr tíðarandanum. Einar Heimisson lærði nútíma- sögu og þýskar bókmenntir í Frei- burg í Þýskalandi. Að því námi loknu innritaðist hann í Kvik- myndaakademíuna í Múnchen. Hann hefur þegar skrifað nokkrar skáldsögur og framleitt heimildar- myndir fyrir sjónvarp. Má þar nefna, auk innflytjenda á íslandi: Gyðingar á Islandi, Islenska íþrótta- vorið, Benjamín í Berlín og Moskvu og Hvíta dauðann, sem var jafn- framt fyrsta leikna myndin sem Einar leikstýrði. Lýtur lögmálum skáld- verksins Einar vill taka skýrt fram að þessi mynd sé ekki heimildarmynd - langt því frá. „Þetta er dramatísk söguleg mynd. Þetta er ekki heimildarmynd en vissulega á hún sér kveikju í heimildum. Hinn sögulegi rammi er notaður en öll persónusköpum lýtur lögmálum formsins - skáldsögunn- ar.“ Einr og sjá má af þeim verkum sem liggja eftir Einar fjalla þau mik- ið um seinni heimsstyrjöldina og áhrif stríðsins á íslandi. Hann kann- aði mikið magn heimilda frá þess- um tíma og hefur rætt við marga sem upplifðu eftirstríðsárin í Þýska- landi og á íslandi. „Innflytjendur á íslandi fjallaði um fólk sem er m.a. af erlendu bergi brotið og fluttist hingað eftir stríð. Þar kom ég inn á sögu þessa þýska verkafólks sem kom hingað til lands árið 1949. Seinna innritaðist ég í Kvikmyndaakademíuna í Múnchen. Þar eru menn með ýmis efni í tak- inu og bera þau undir sína prófess- ora og ræða hvaða efni eru spenn- andi til frekari vinnslu. Það kom fljótlega í ljós að saga þessarar ungu flóttastúlku frá Slésíu, Maríu, höfð- aði mjög sterkt til manna þama. Menn þóttust sjá þarna nýtt sjónar- horn á efni sem þeir þekktu mjög vel. Prófessor Lángsfeld, sem leið- beindi mér, þekkti efnið mjög vel því hann var sjálfur flóttabarn og var fluttur í svínavagni frá Slésíu. Mér þykir mjög vænt um hve hann - segir Einar Heimisson um kvikmynd sem stefnt er að að hefja tökur á í haust „Þetta er dramatísk söguleg mynd. Þetta er ekki heimildarmynd en vissulega á hún sér kveikju í heimildum. Hinn sögulegi rammi er notaður en öll persónu- sköpun lýtur lögmálum formsins - skáldsögunnar," segir Einar Heimisson sem hér er fyrir framan Hótel Borg sem gegnir lykilhlutverki í sögunni - hvaða hlutverki á eftir að koma í Ijós. DV-mynd GS hefur stutt mig og hvatt mig áfram að vinna efnið frekar til framleiðslu sl. tvö tii þrjú ár.“ Einar segir Maríu eiga sér marg- ar stoðir í raunveruleikanum. Sam- tals 5 milljónir manna hafi þurft að flýja heimili sín undir lok stríðs í Þýskalandi og hún eigi sér sameig- inlega reynslu með þeim. „Það sem hún reynir hér á hún líka sameiginlegt með ýmsum af þeim konum sem hingað komu en eins og ég segi er þetta skáldverk sem lýtur lögmálum formsins þannig að María er „fiktív“ per- sóna.“ Sláandi staðreyndir Við könnun heimilda rakst Ein- ar á lítil orða- og upplýsingakver sem konunum, sem hér dvöldu, var ætlað að nota fyrstu vikurnar og mánuðina þar til þær næðu tökum á málinu. „Það sem vakti samt athygli mína á könnun þessara heimilda er hve loflegum orðum var farið um Island í þeim. I dagblaðinu Lúbecker Nac- hrichten, þar sem greinilega var vísað til orða íslenskra sendimanna, var sagt að íslendingar hefðú til- einkað sér allar nýjungar í landbún- aði, íslenskt loftslag væri mjög þægilegt og hitinn færi ekki yfir 30 stig að sumrinu til. Það sem beið stúlknanna voru hins vegar bæir þar sem hvorki var að finna salerni, rafmagn né annað sem taldist til nýjunga." „I Hvíta dauðanum byrjaði ég á því að beita þeim aðferðum sem ég þróa enn frekar í þessari mynd. Ég gef mér einhverjar fastar sögulegar staðreyndir og velti siðan fyrir mér hversu persónurnar mínar verða háðar tímanum og að hve miklu leyti þær geta verið þær sjálfar. I þessari mynd, og sögulegum mynd- um almennt, er mikil spurning hvenær manneskjan er sinnar gæfu smiður og hvenær samtíminn smíð- ar fyrir mann gæfuna - hvenær er maður algjör fangi tímans. Það má segja að þarna hafi ég leitt saman persónur sem eru mjög sögulegar, vegna þess að þær taka ofsalega mikið af timanum. Bæði þessi stúlka sem hrekst undan Rauða hernum, alla leið hingað til Islands, og ekki síður þessi bóndi sem lifir í sinni einangrun og er að miklu leyti fórnarlamb aðstæðna. Hann hefur ekki möguleika á að brjótast úr sín- um viðjum.“ Upprennandi stjarna Um er að ræða um 80 milljóna króna verkefni og verður myndin að mestu leyti tekin á íslandi, í Reykjavík og á Snæfellsnesi, og í Þýskalandi, í Lúbeck og Mecklen- burg Vorpommern. Aðalframleið- endur eru hið þýska fyrirtækið Blue- Screen og íslenska kvik- myndasamsteypan og samstarfsaðil- ar eru danska fyrirtækið Zentropa og Bæverska sjónvarpið í Múnchen. Kvikmyndasjóður íslands leggur fram talsvert fjármagn. Ætlunin er að heíja tökur síðla sumars og ljúka þeim í haust og taka myndina til sýningar snemma á næsta ári. Auk þess að skrifa handritið mun Einar leikstýra myndinni en Ari Kristins- son mun sjá um kvikmyndatökur. Brautryðjendaframtak fyrirtækis þeirra Ara og Friðriks Þórs nýtist mörgum öðrum. I aðalhlutverkum verða Barbara Auer og Arnar Jóns- son. Auk þeirra hefur verið ákveðið að Hinrik Ólafsson muni leika ís- lenskan sjómann. Einar segir mikinn feng í Bar- böru Auer en Blue Screen hefur gengið frá samningi við umboðs- mann hennar. Enn fremur sé það viss viðurkenning fyrir myndina að hún skuli hafa samþykkt að leika í myndinni en eitt útbreiddasta sjón- varpsblað Þýskalands, HÖRZU, sagði í forsíðugrein um Barböru ný- veriö að hún væri „sú fagra í fila- beinsturninum“, leikkonan sem hafnar hlutverkum þótt „tilboðin skorti ekki“. I greininni er Barbara jafnframt sögð mjög sjálfstæð og ekki hika við að neita þekktum leik- stjórum um að taka að sér hlutverk í myndum þeirra. Frankfurter All- gemeine Zeitung fjallaði um Bar- böru í langri grein nýlega. Þar seg- ir: „Auðvitað myndi hún helst vilja leika verulega umfangsmikið hlut- verki. .. þar sem hún þyrfti að tefla öllu til.“ Einar segir að í þessari mynd komist Barbara, sem hlotið hefur hin eftirsóttu verðlaun, Gullnu myndavélina, nærri þessu. Hún leiki í nær öllum 80 senum myndar- innar sem margar hverjar eru mjög erfiðar og túlkar jafnt fyllstu sigra sem dýpstu niðurlægingu. „Mig hefur alltaf langað að fást við hluti sem eru fjölþjóðlegri en miðbær Reykjavíkur eða hafa víð- ari skírskotun og fleiri skiija. Að hafa framleiðslufyrirtæki frá tveim- ur löndum eykur lika mikið mögu- leika myndarinnar á meiri dreif- íngu. Þetta er nýr vinkill á sögu sem snertir tilfinningar afar margra Þjóðverja, en allt umhverfi hennar er íslenskt. Auk þess varpar hún ljósi á liðinn íslenskan veruleika, sem margir þekkja lítið, rétt eins og verið hefur markmið mitt í hverri einustu mynd til þessa. -pp Einar segir mikinn feng í Barböru Auer. Eitt útbreiddasta sjónvarpsblað Þýskalands, HÖRZU, sagði í forsíðugrein um Barböru nýverið að hún væri „sú fagra í fílabeinsturninum", leikkonan sem hafnar hlutverkum þótt „til- boðin skorti“. I greininni er Barbara jafnframt sögð mjög sjálfstæð og ekki hika við að neita þekktum leikstjórum um að taka að sér hlutverk í myndum þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.