Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1996, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1996, Blaðsíða 29
28 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 13"V"" JL3V LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 37 011 spjót standa um þessar mundir á Þorsteini Pálssyni, ráðherra sjávarútvegsmála, kirkjumála og dómsmála Ofsafengin viðbrögð útgerð- armanna komu mér á óvart Það er ekki sterkt til orða tekið að segja að á þessum vordögum standi öll spjót á Þorsteini Pálssyni, ráð- herra sjávarútvegsmála, kirkjumála og dómsmála. Sjómenn og útgerðar- menn sigla flota í land og halda fund til að skamma Þorstein fyrir sam- komulag hans við trillukarla. Gamlir vinir hans í LÍÚ-forystunni hóta hon- um vinslitum vegna þessa samkomu- lags. Aukafundar er krafist í utanrik- ismálanefnd vegna þess að rússnesk- um togara, sem staðinn var að ólög- legum veiðum innan landhelginnar, var sleppt. Forráðamenn stórfyrir- tækja eru æfir vegna þess að erlend- um togara var ekki heimilað að eiga viðskipti við þau. Síðast en ekki síst eru málefni kirkjunnar í uppnámi. Þrátt fyrir allt þetta gaf Þorsteinn sér tíma til að ræða málin við DV og var ekki annað að sjá en að hann væri pollrólegur vegna þessa alls. Kirkjudeilurnar valda már áhyggjum - Ef við snúum okkur fyrst að kirkjumálunum. Hvernig koma þess- ar deilur við kirkjumálaráðherrann? „Ég verð að segja alveg eins og er að deilurnar innan kirkjunnar und- anfamar vikur hafa valdið mér sem kirkjumálaráðherra talsverðum áhyggjum. Líka sem einstaklingi vegna þess að mér þykir vænt um kirkjuna og ég er þeirrar skoðunar að hún sé mikil kjölfesta í þjóðfélagi okkar. Þessi deilumál eru margsl- ungin og eiga sér ugglaust djúpar rætur. Ég hef lagt á það áherslu í starfi mínu sem kirkjumálaráðherra að auka sjálfstæði kirkjunnar. Ég hef verið að færa ákvörðunarvald í ýms- um efnum úr ráðuneytinu yfir til kirkjunnar. Sumir segja að það sé hluti af vandanum sem kirkjan stendur frammi fyrir að hún hafi verið vanbúin að takast á við stjóm- sýsluverkefni og aukið sjálfstæði að þessu leyti. Ég hef haft uppi áform um að ganga mun lengra og um það hefur verið gott samkomulag við yfirstjórn kirkjunnar og meginþorra presta í landinu. Það er fólgið i því að gefa kirkjunni meira sjálfstæði um ákvarðanir um innri málefni. Það liggja fyrir drög að frumvarpi um þetta efni. Það hefur verið fjallaö um það á kirkjuþingi. En með tilliti til þessarar ólgu innan kirkjunnar ák- vað ég að leggja það ekki fram á þessu þingi,“ sagði Þorsteinn. „Auðvitað getur komið til þess að kirkjumálaráðherra þurfi að hafa af- skipti af svona deilum. En kirkjunn- ar vegna tel ég í lengstu lög æskileg- ast að hún takist á við þetta sjálf, innan sinna vébanda.“ - Hvað getur þú gert sem kirkju- málaráðherra til að setja niður deil- umar eða lægja öldumar? „Það er nú ef til vill ekki mjög mikið. Lögum samkvæmt er það biskupinn sem er æðsti yfirmaður málefna kirkjunnar nema í þeim til- vikum þar sem lög mæla beint fyrir um að ráðherra fari með valdið. Þar er fyrst og fremst um að ræða skip- unarvaldið. Flest annað er á valdsviði prófasta og síðan biskups." Hef alltaf verið tilbúinn að ræða við trillukarla - Snúum okkur að öðru. Enn einu sinni rísa öldur hátt í þjóðfélaginu vegna stjórnunar fiskveiðanna. í gegnum tiðina hefur þú verið talinn talsmaður sjónarmiða útgerðar- manna í LÍÚ en lítill vinur trillu- karla. Nú hefur þetta snúist við; þú hefur gert sögulegt samkomulag við trillukarla. Hvað veldur þessum sinnaskiptum þínum? „Það er misskilningur að í þessu samkomulagi við Landssamhand smábátaeigenda felist einhver af- stöðubreyting af minni hálfu. Það er líka misskilningur að ég hafi í starfi mínu sem sjávarútvegsráðherra sér- staklega gætt hagsmuna LÍÚ. Ég hef litið á það sem skyldu mína að gæta heildarhagsmuna í sjávarútvegi. Það getur hins vegar oft verið erfitt því hvergi á jarðarkringlunni togast á meiri hagsmunakraftar en í íslensk- um sjávarútvegi. Það lýsir að mínum dómi bara styrk greinarinnar. Ég hef verið mjög ákveðinn fylgis- maður þess að stjórna fiskveiðum hér á grundvelli aflahlutdeildarkerf- is með sem frjálsustu framsali. Það byggist á því að ég tel að þetta sé besta leiðin til að ná markmiðum okkar um verndun og uppbyggingu fiskstofnanna. Og enn fremur er þetta eina leiðin til að láta markað- söflin um þróunina. Ég hef alltaf sagt við smábáta- menn að ég væri tilbúinn að ræða við þá á málefnalegum forsendum um fiskveiðistjórnunina. Mitt megin sjónarmið í þeim efnum er að fisk- veiðistjóm þessara báta verði að lúta þeim heildarmarkmiðum sem við setjum okkur um veiði úr hverjum stofni. Þótt ég sé þeirrar skoðunar að smábátar ættu helst að vera í afla- hlutdeildarkerfi er hitt meira kapps- mál fyrir mig að við náum heildar- veiðistjórnun. Um þetta hefur verið ágreiningur. Smábátamenn höfðu ekki viljað koma til viðræðna á þessum forsend- um fyrr en ég bauð þeim til við- ræðna á tilteknum grundvelli á síð- asta landsfundi þeirra. Eftir það hófust viðræður og í þeim fékkst nið- urstaða. Þarna hefur verið um mjög erfitt deilumál að ræða sem staðið hefur í mörg ár. Það hefur mikið gengið á oft og tíðum.“ Ofsafengin viðbrögð komu mér á óvart - Þegar þú bauðst trillukörlum til samninga og niðurstaða fékkst, áttir þú von á þeim hörðu viðbrögðum út- gerðarmanna sem raun hefur orðið á? „Ég gerði mér alltaf grein fyrir þvi að niðurstaðan við smábátaeigendur hlyti að fela í sér einhverja mála- miðlun og að með einhverjum hætti yrði að koma til móts við þeirra sjón- armið, gegn hagsmunum LÍÚ. Mér var alveg ljóst að það var ekki hægt að ná slíkri niðurstöðu nema á þann veg að LÍÚ mótmælti. En þessi ofsa- fengnu viðbrögð komu mér hins veg- ar á óvart. Ekki síst vegna þess að LÍÚ hefur, að mínu mati, náð fótfestu með málefnalegum málflutningi. Hann hefur verið ákveðinn. Þeir hafa haldið fast á sínum hagsmunum en gert það með málefnalegum rök- um. Og hvað varðar fiskverndunar- aðgerðir og ákvarðanir um heildar- afla hafa þeir tekið mjög ábyrga af- stöðu. Mér finnst hins vegar þessi ofsi í viðbrögðunum nú ekki vera í samræmi við innihald samkomulags- ins.“ Heildarhagsmunir fram yfir vináttu - Kemur það þér ekki líka á óvart að Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, skuli hafa hótað þér í útvarps- viðtali persónulegum vinslitum vegna þessa máls? „Ég hef aldrei blandað saman per- sónulegum tengslum og kunnings- skap og ráðherrastarfi mínu. Við Kristján höfum þekkst lengi og erum ágætir vinir. Sú staðreynd getur aldrei mótað hans afstöðu gagnvart ríkisvaldinu þótt ég sitji hér. Það get- ur heldur ekki mótað afstöðu mína til þeirra heildarhagsmuna sem mér er aétlað að gæta. Vinskap verður að halda þar fyrir utan. Ég trúi því að við séum báðir menn tíl að leysa það mál.“ - Hingað kom erlendur togari í vikunni og vildi eiga milljóna tuga viðskipti við íslensk fyrirtæki. Hann fékk það ekki vegna þess að hann er að veiðum í sameiginlegum fisk- stofnum án þess að vera samningsað- ili að aflamarki þar. Er það ekki dá- lítill tvískinnungur hjá okkur að neita honum um þjónustu en vera svo að senda okkar skip í aflar þær úthafssmugur sem finnast? „Það tel ég ekki vera. Menn mega ekki gleyma því að það er ekki mat ráðuneytisins í hvert skipti sem ræð- ur heldur eru lögin alveg skýr í þess- um efnum. Okkur er einfaldlega óheimilt að veita þessum skipum leyfi til að koma til hafnar, landa fiski og fá þjónustu. Málið er einfalt. Það er gert samkomulag milli þeirra þjóða sem eiga rétt til veiða á Reykja- neshryggnum um skiptingu á stofn- unum. Það verður að halda það sam- komulag og því er ekki hægt að líða það að utanaðkomandi þjóðir, sem ekki eiga rétt til veiða þarna, komi og virði samkomulagið að vettugi. Þetta viðskiptabann er einn liðurinn í því að hamla gegn þessu. Varðandi veiðar okkar á úthöfun- um höfum við 'alltaf verið tilbúnir að semja um skiptingu afla, hvort held- ur er í Barentshafinu, í síldinni eða á Flæmska hattinum.“ Kvótinn aukinn - Sjómenn segja fullan sjó af fiski og nýjan þorskstofn fundinn í kant- inum suður af landinu. Verður þorskkvótinn aukinn á næsta fisk- veiðiári? „Við gerum okkur vonir um, og höfum rökstudda ástæðu til að ætla, að þorskstofninn sé að stækka. Það kom fram í skýrslu Hafrannsókna- stofnunar í fyrravor að við gætum vænst þess að á fiskveiðiárinu sem hefst 1. september næstkomandi kæmi ráðgjöf um aukinn þorskkvóta. Okkur sýnist að bæði reynsla sjó- manna í vetur og fyrstu niðurstöður úr endurmati Hafrannsóknastofnun- ar i togararallinu í ár bendi til þess að sú spá gangi eftir. Jafnvel að út- koman verði heldur hagstæðari en þeir gerðu ráð fyrir. Ég held að það sé alveg ótvh’ætt að þessi harða fisk- veiðistjórnun sem við höfum fylgt sé að skila árangri. Við munum þvi halda áfram á þeim grunni.“ - En þessi nýi þorskstofn sem menn segja fundinn; eykur hann ekki kvótann? „Mér þykir alltaf mjög ánægjulegt að heyra um nýjar rannsóknamiður- stöður en ég hef ekki enn fengið gögn Hafrannsóknastofnunar um þetta mál enda hafa fiskifræðingar ekki lokið sínum rannsóknum þar á. En þetta er mjög áhugavert mál og sýn- ir nauðnsyn þess að við reynum að bæta við rannsóknir okkar og þekk- ingu á lífríki sjávar.“ Togara sleppt - Það hefur vakið hörð viðbrögð að þið skylduð sleppa rússneska togar- anum sem staðinn var að ólöglegum veiðum innan við 200 mílurnar. Hvers vegna var honum sleppt? „Þetta er í fyrsta skipti sem Land- helgisgæslan stendur útlent veiði- skip að ólöglegum veiðum innan landhelginnar eftir að hún var færð út í 200 mílur. Flugvél Landhelgis- gæslunnar kom að skipinu rétt inn- an við mörkin og því var ekki hægt að hindra að skipið kæmist út út landhelginni. Það var ljóst, að mati Landhelgisgæslunnar, að það þurfti tvö varðskip til að taka skipið. Að auki hefði þurft að senda þyrlu rúm- ar 200 sjómílur á haf út til að láta menn siga niður í togarann. Þetta hefði verið hægt en að höfðu samráði við utanríkisráðherra og forsætis- ráðherra ákváðum við að láta þar við sitja að mótmæla þessu við rúss- nesk yfirvöld . . . “ - En hvers vegna? „Ef til vill fyrst og fremst í ljósi þess að skipið fór strax út úr land- helginni og að þetta var í fyrsta skipti sem þetta gerist. I Ijósi þeirra umfangsmiklu aðgerða sem takan hefði kostað var þessi ákvörðun um aðvörun tekin. Það felur ekki á nokkurn hátt í sér eftirgjöf við vörslu landhelginnar. Hún verður varin að fullu. Og menn geta ekki reiknað með að komi þetta fyrir aft- ur - hvort sem um yrði að ræða rúss- neskt skip eða annarrar þjóðar - verði það ekki tekið. Þvert á móti má líta svo á að við seum miklu fremur að herða gæslu okkar og ekki síst á línunni á þessu svæði.“ r Oviðkomandi viðskiptum - Margir halda því fram að þetta hafi verið gert til að spilla ekki fyrir viðskiptum við Rússa, svo sem fisk- kaupum, og því að fjögur stór íslensk fyrirtæki eru í samningum við tvö stærstu útgerðarfyrirtækin í Múrm- ansk. „Það er hreint fráleitt. Viðskipti áttu ekki nokkurn þátt í þessari ákvörðun okkar og geta ekki bland- ast þar inn í.“ - Varstu sáttur við að sleppa togar- anum? „Við komumst að þessari sameig- inlegu niðurstöðu og berum ábyrgð á henni. Ég tek ekki ákvarðanir nema að ég sé sáttur við þær.“ Fellst ekki á flokksuppskrift í forsetakosningum - Þú lýstir yfir stuðningi við Guð- rúnu Pétursdóttur í forsetaframboði í útvarpsviðtali á dögunum. Forsæt- isráðherra sagði í fjölmiðlum að hon- um hefði þótt það afskaplega skrýtin yfirlýsing af þinni hálfu. Komu við- brögð hans þér á óvart? „Menn verða að hafa i huga að for- setakosningar eru ekki fiokkspóli- tískar. Stjórnmálaflokkar taka ekki afstöðu í þeim. Ég tek auðvitað sjálf- stæða afstöðu í þessu máli. Það hef ég alltaf gert frá því ég kaus Kristján Eldjárn á sínum tíma. En nú ætla ég í fyrsta skipti að kjósa flokksbund- inn sjálfstæðismann til forseta. Ég þekki til Guðrúnar og veit að hún getur leyst þetta hlutverk af hendi með sóma. Hún hefur til að bera bæði þá festu og þann léttleika sem þarf að sameina í þessu embætti. Ég ætlast hins vegar ekki til þess að all- Menn geta ekki reiknað með að það gerist aftur að skipi verði sleppt - hvort sem um yrði að ræða rússneskt skip eða annarrar þjóðar. Þvert á móti má líta svo á að við séum að herða gæsluna. Eg get ekki á það faliist að það eigi að vera einhver flokksforskrift fyrir því hvern menn styðja í forsetakosningum. Það kæmi mér á óvart ef flokkurinn endur- tæki mistökin frá 1952 og trúi ekki að gerð verði tilraun til þess að setja á flokksfjötra. DV-mynd GVð ir aðrir hafi sömu skoðun og ég. En ég get heldur ekki á það fallist að það eigi að vera einhver flokksforskrift fyrir því hvern menn styðja í forseta- kosningum. Það kæmi mér á óvart ef flokkurinn endurtæki mistökin frá 1952 og trúi ekki að gerð verði til- raun til þess að setja á flokksfjötra. Svona viðburðir þurrkast aldrei út - Því er haldið fram að enn sé jafn kalt eða stirt á milli ykkar Davíðs Oddssonar og fyrst eftir að hann bauð sig fram gegn þér og var kjör- inn formaður flokksins. Er það rétt? „Svona viðburðir þurrkast auðvit- að aldrei út. En pólitík er þannig að atburður gærdagsins er liðinn og menn eru að fást við viðfangsefni dagsins i dag og horfa fram á veginn. Ég hefði bæði mætt velgengni og miklu mótlæti í pólitík en fortíðin truflar mig ekki að neinu leyti. Ég tel að við Davíð höfum átt ágætt sam- starf í tveimur ríkisstjórnum. Við' höfum ekki alltaf verið sammála en okkur hefur tekist að leysa málin innan veggja fíkisstjórnarinnar eins og vera ber.“ - Er ykkar samband eitthvað meira en í pólitík? „Nei. Það er fyrst og fremst á pólit- ískum grunni.“ - Þaö eru alltaf öðru hvoru að koma upp deilumál milli formanns og varaformanns Sjálfstæðisflokks- ins. Margir segja að þín pólitíska staða hafi styrkst mjög að undan- förnu. Myndir þú vera tilbúinn í for- mannsframboð í Sjálfstæðisflokkn- um? „Það er liðin tíð og er ekki á dag- skrá. Ég hef ekki hugleitt það, hvað þá meira. En hvað pólitíska stöðu mína varðar er pólitíkin duttlungafull. Stundum gengur manni vel, stund- um miður. Ég hef verið að fást við feiknalega erfið og snúin viðfangs- efni sem sjávarútvegsmálin eru en jafnframt haft mjög gaman af þeim. Hvort pólitísk staða mín hefur styrkst? Það koma þau tímabil þegar mönnum gengur vel og þá er staða manns styrkari. Síðan koma önnur tímabil þegar á móti blæs og þá breytast hlutirnir. Þetta gengur svona í bylgjum. Ég ær fyrst og fremst að reyna að ná árangri í starfi mínu.“ Snuprur forsætisráðherra - Hvað finnst þér um það, sem ráðherra flokksins, að forsætisráð- herra snupri fjármálaráðherrann? Er það ekki pínlegt fyrir flokkinn? „Ég hef nú ekki orðið var við ann- að en að þeirra samstarf hafi gengið ágætlega. Auðvitað geta komið upp svona tilvik þar sem skoðanir eru skiptar um það hvernig eigi að standa að málum. Ég ætla ekki að fella neina dóma um það hvernig þeir tala hvor til annars. Aðalatriðið er að þeir vinni saman og mér sýnist að það sé þannig í öllum aðalatrið- um. - Maður heyrir gagnrýni á Davíð Oddsson fyrir það að hafa dregið of lengi að taka ákvörðun varðandi for- setaframboð. Hann hafi með þvi lok- að af sterka menn hægra megin við miðju. Ertu sammála því? „Það er erfitt að dæma um það. Ég held að menn hljóti að taka afstöðu til þess hvort þeir sækist eftir þessu embætti sjálfstætt og á eigin forsend- um. Fi-amboð Guðrúnar Pétursdótt- ur sýnir að þessi gagnrýni er dálítið ósanngjörn." Engar framtíðaráætlanir - Hefurðu tekið ákvörðun um að stunda stjórnmál það sem eftir er starfsævinnar? „Hvort sem menn trúa því eða ekki þá hef ég aldrei lagt nein plön eða sett sjálfum mér nein markmið varðandi störf. Ég geri mér grein fyr- ir þvi að það er ekki trúverðugt að stjórnmálamaður skuli segja þetta. Þetta er samt satt. Ég byrjaði í blaða- mennsku eftir laganám. Það var stór ákvörðun hvort maður ætti að fara í blaðamennskuna eða í lögfræðina sem ég hafði verið að læra. Síðan varð ég ungur ritstjóri. Þá bauðst mér starf sem framkvæmdastjóri VSÍ, sem er auðvitað gjörólíkt blaða- mennskunni. Það starf freistaði min en var samt það vitlausasta sem nokkur maður gat gert ef hann ætl- aði sér í pólitík. Fyrir einhverja til- viljun gerðist það svo að nokkrir vin- ir mínir óskuðu eftir því við mig að ég færi í framboð á Suðurlandi. Ég varð við þeirri ósk og svona hefur þetta leitt hvað af öðru. Enn hef ég ekki sett mér nein markmið um framtíðina. Þekktur maður sagði á sínum tíma að menn ættu ekki að hugsa um framtíðina, hún kæmi nógu fljótt. Það eina sem ég get sagt er að ég hef feiknalega gaman af að fást við þau verkefni sem ég er að glíma við um þessar mundir. Það ræður mínu viðhorfi í augnablik- inu.“ - Að lokum, Þorsteinn, hefur hvarflað að þér að fara í forsetafram- boð? „Nei, það hefur ekki hvarflað að mér, ekki eina mínútu. Hugur minn stendur ekki til þess embættis. Reyndar tel ég tíma til kominn að breyta forsetaembættinu - en það er önnur saga.“ -S.dór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.