Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1996, Blaðsíða 12
12
LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996
’lend bóksjá
Metsölukiljur
Bretland
Skáldsögur:
1. Jostein Gaarder:
Sophle’s World.
2. Wllbur Smlth:
The Seventh Scroll.
3. Kate Atklnson:
Behlnd the Scenes
at the Museum.
4. Irvlne Welsh:
Tralnspotting.
5. Chaterlne Cookson:
A Ruthless Need.
6. John le Carré:
Our Game.
7. Stephen King:
The Two Dead Glrls.
8. P.D. James:
Original Sin.
9. John Grisham:
The Ralnmaker.
10. Irvine Welsh:
Tralnspotting.
Rit almenns eölis:
1. John Cole:
As It Seemed to Me.
2. Will Hutton:
The State We're In.
3. Graham Hancock:
Fingerprints of the Gods.
4. Alan Bennett:
Wrltlng Home.
5. John Gray:
Men Are from Mars,
Women Are from Venus.
6. Andy McNab:
Bravo Two Zero.
7. Jung Chang:
Wild Swans.
8. Nelson Mandela:
Long Walk to Freedom.
9. Brian Lowry:
The Truth is out there.
10. Ngalre Genge:
Unofflcial X-Flles Companlon.
(Byggt á The Sunday Tímesl
Danmörk
1. Jane Austen:
Fornuft og folelse.
2. Jung Chang:
Vllde svaner.
3. Llse Norgaard:
Kun en pige.
4. Nat Howthorne:
Den flammende bogstav.
5. Terry McMlllan:
Ándenod.
6. Llse Norgaard:
De sendte en dame.
7. Peter Hoeg:
De máske egnede.
(Byggt á Politiken Sondag)
Nýnasistinn sem
skipti um skoðun
Ingo Hasselbach er 28 ára gamall,
fæddur og uppalinn í Austur-
Þýskalandi. Hann varð alræmdur
eftir fall Berlínarmúrsins sem einn
af áhrifamestu forystumönnum
hreyfingar nýnasista í Þýskalandi,
þeirra sem beittu sér fyrir margvís-
legum hryðjuverkum gegn útlend-
ingum.
En skyndilega tók hann sinna-
skiptum, hætti í hreyfingunni og
gekk jafnvel svo langt að koma upp
um fyrrum félaga sína í yfirheyrsl-
um hjá lögreglunni. Og nú hefur
hann samið bók um reynslu sína - í
samvinnu við Tom Reiss, ungan
Bandaríkjamann sem missti marga
ættinga sína í útrýmingarbúðum
nasista á stríðsárunum. Hún heitir
á ensku Fuhrer-Ex: Memoirs of a
Former Neo-Nazi og hefur nýverið
komið út bæði í Bretlandi og Banda-
ríkjunum.
Utangarðsunglingur
Hasselbach ólst upp án umhyggju
foreldra sinna og komst snemma í
kast við valdhafana. Ungur lenti
hann í félagsskap pönkara í Austur-
Berlín, lærði að sniffa, drekka og
slást og yfirleitt að lifa í andstöðu
við allt og alla.
Hann var handtekinn á tónlistar-
hátíð árið 1987 fyrir að hrópa slag-
orð gegn Berlínarmúmum og var
látinn dúsa í austur-þýsku fangelsi í
tíu mánuði. Þar kynntist hann eldri
fongum sem höfðu tekið nasistatr-
úna á árum Hitlers og höfðu í engu
efast. Þeirra á meðal var Henri
Schmidt sem var yfirmaður Gestapo
í Dresden í valdatíð Hitlers og sendi
þúsundir gyðinga í gasklefana. Þeir
æstu upp í honum hatur á útlend-
Ingo Hasselbach, fyrrum einn af
foringjum þýskra nýnasista, og
Bandaríkjamaðurinn Tom Reiss
sem aðstoðaði hann við að rita
bókina Furher-Ex.
ingum og öllum valdhöfum og sáu
að hann hafði vissa hæfíleika sem
leiðtogaefni; var hávaxinn, ljós-
Umsjón
Elías Snæland Jónsson
hærður og harðskeyttur ungur mað-
ur af því tagi sem nasistar töldu
dæmigert fyrir arísk ofurmenni.
Naut ofbeldisins
Ýmsir hafa orðið til að vekja at-
hygli á því að í bókinni er miklu
plássi eitt í frásagnir af ofbeldi þar
sem skýrt kemur í ljós að Hassel-
bach naut þess að ráðast á minni-
máttar og misþyrma þeim. Eitt
dæmi um þetta ætti að nægja.
Hann segir þannig frá því þegar
hann gekk með vini sínum, Frank
Lutz, eftir götu í Berlín árið 1991.
Þeir rákust á ungan mann sem var
eins síns liðs:
„Frank fór öðrum megin við gæj-
ann á meðan ég gekk upp að hon-
um, greip í jakka hans og gaf hon-
um einn á kjaftinn. Það var sérstök,
óraunveruleg nautn í því fólgin að
sparka í mann sem lá í götunni. Þér
finnst að þú hafir vald yfir lífi eða
dauða þess sem þú ert að stappa í
andlitið á. Þegar þú stendur yflr
honum líður þér eins og þú sért guð,
hans guð.“
Fengu víða stuðning
í bókinni lýsir Hasselbach ítar-
lega þeim stuðningi sem ofbeldis-
seggir nýnasista fengu, og fá vafa-
laust enn, meðal margra þjóðfélags-
hópa í Þýskalandi. Ekki kemur á
óvart að gamlir nasistar hafi stutt
þá með ýmsum hætti, eða ekkjur
þeirra sem látnir voru. En þeir gátu
einnig reitt sig á óbeinan stuðning
frá fjölmörgum lögreglumönnum
sem annaðhvort litu undan þegar
þeir frömdu hryðjuverk sín eða
hvöttu þá jafnvel til dáða á bak við
tjöldin.
Þá er einnig rakið hvernig sam-
tök nýnasista komust í samband við
skoðanabræður í öðrum löndum og
fengu þar margvíslega aðstoð, ekki
síst frá Bandaríkjunum og Austur-
ríki, og frá samtökum gamalla nas-
ista í Suður-Ameríku. í heild þykir
Fuhrer-Ex gefa forvitnilega innsýn í
ógeðfellda og ruddalega veröld nýn-
asista.
Minna af lykilensimi i
heila reykingamanna
Biluð tenging
í heilanum
ÍLestrarerfiðleikar, eða dys-
lexía, orsakast af bilaðri teng-
ingu milli þeirra tveggja hluta
heilans sem annast úrvinnslu
orða.
Þetta eru niðurstöður nýrrar
: rannsóknar sem breskir vísinda-
menn hafa gert og sagt er frá í
tímaritinu New Scientist. Vís-
; indamenn telja að svokallað
Wernicke-svæði heilans sjái um
að bera kennsl á skrifuð orð en
að Broca-svæðiö búi sér til mynd
af því hvernig þau hljóma. Bret-
arnir leiða að því getum að svæði
þessi tengist með vefjaklumpi
sem heitir eyja, eða insúla. Til
! þessa hefur enginn vitað hvaða
tilgangi eyjan gegndi.
Vísindamennirnir fengu fimm
sjálfboðaliða með lestrarerfið-
leika og fimm „heilbrigða".
Heilastarfsemi þeirra var rann-
sökuð á meðan þeir tóku þar til
gerð próf og í ljós kom að hjá hin-
um „heilbrigðu" voru bæði áður-
nefnd heilasvæði virk, svo og eyj-
an. Hjá þeim með lestrarerfið-
leika var eyjan óvirk og heila-
svæðin tvö unnu hvort út af fyr-
ir sig.
„Eyjan samhæfir þessa starf-
j semi hjá venjulegu fólki,“ segir
j Uta Frith sem vann að rannsókn-
inni. „Hjá fólki meö lestrarörðug-
leika eru svæðin ekki tengd og í
stað þess að vita hvernig skrifaö
! orð hljómar þarf það að hugsa
um hvert orð.“
Umsjón
Guðlaugur Bergmundsson
Vísindamenn við Brookhaven
rannsóknarstofuna á Long Island
við New York gerðu merkilega upp-
götvun þegar þeir tóku myndir af
heilum reykinga-
manna og manna
sem ekki reykja,
nefnilega þá að í
heilum reykinga-
manna er minna
af lykilensími fyr-
ir starfsemi heil-
ans. Frá þessu var
skýrt i tímaritinu
Nature fyrir
stuttu. Uppgötvun
þessi hefur leitt til
vangaveltna af
margvíslegu tagi
og kann jafnvel að
skýra ýmsar gaml-
ar ráðgátur um
reykingamenn.
Hér skaðar ekki að vita örlítið
um efnafræði heilans. Frumur í
heilanum hafa samskipti sín í milli
með því að gefa frá sér svokölluð
taugaboðefni. Efni þessi fara frá
einni frumu yfir í þá næstu þar sem
þau tengjast viðtökum á yfirborði
hennar. Mikilvægt er að boðin ber-
ist á milli taugafrumnanna á sem
skemmstum tíma.
í heilanum eru ensím sem gegna
því hlutverki að brjóta niður þau
taugaboðefni sem eru umfram. Eitt
mikilvægast þessara ensima er
mónoamín oxídase B, eða MAO B,
eins og það er kallað. Helsta skot-
mark þess er hið fjölhæfa taugaboð-
efni dópamín.
Vitað er að dópamín tengist fikn
og það gegnir einnig lykilhlutverki í
tveimur mjög svo frábrugðnum
sjúkdómum, geðklofa og Parkin-
sonsveiki. Segja má til einföldunar
að geðklofi sé afleiðing of mikils
dópamíns en Parkinsonsveikin of
lítils.
Rannsókn vísindamannanna í
Brookhaven leiddi í ljós aö reyk-
ingamenn hafa 40 prósent minna af
MAO B en þeir sem ekki reykja. Ef
magnið af MAO B minnkar aukast
þar með áhrifin af dópamíni þar
sem það er ekki brotið niður með
jafn miklum hraða eða jafn reglu-
bundið. Það gæti þýtt meira
dópamín til að láta í ljósi ánægjuna
sem því fylgir að reykja og til að
auðvelda fiknina.
Enginn vafi leikur á því að
nikótín í sígarett-
ureyk er ávana-
bindandi. Rann-
sókn þessi leiðir
hins vegar að því
getum að það sé
aðeins hluti mynd-
arinnar. Reykinga-
maðurinn verður
fyrst háður nikó-
tíninu en þegar
magn MAO B
minnkar og áhrif
dópamíns aukast
verður fiknin
meiri. Fíkn í önn-
ur efni verður
einnig auðveldari.
Flestir alkóhólistar reykja og sann-
anir eru fyrir því að misnotkun
annarra efna tengist sígarettureyk-
ingum.
Rannsóknin skýrir einnig hvers
vegna reykingamenn fá síður Park-
insonsveiki en reyklausir en líkurn-
ar eru almennt taldar vera helmingi
minni. Parkinsonsveikin kemur til
vegna dauða heilafrumna sem fram-
leiða dópamín og lyfjameðferð við
sjúkdóminum miðar að því að auka
dópamínmagnið. Tengslin við reyk-
ingar verða því skýrari. Reykingar
draga úr magninu af MAO B og
auka þar með dópamínið.
Metsölukiljur
Bandaríkin
Skáldsögur:
1. John Grlsnam:
The Ralnmaker.
2. Davld Guterson:
Snow Falling on Cedars.
3. Catherine Coulter:
The Cove.
4. V.C. Andrews:
Tarnished Gold.
5. Maeve Binchy:
The Glass Lake.
6. Danielle Steel:
The Gift.
7. Michael Palmer:
Silent Treatment.
8. Steve Thayer:
The Weatherman.
9. John le Carré:
Our Game.
10. Lillan Jackson Braun.
The Cat Who Blew the Whistle.
11. Elizabeth Lowell:
Autumn Lover.
12. Amanda Quick:
Mystique.
13. LaVyrie Spencer:
Home Song.
14. Jack Hlggins:
Angel of Death.
15. Sandra Brown:
Tempest In Eden.
Rít almenns eölis:
1. James Carvllle:
We're Right, They’re Wrong.
2. Helen Prejean:
Dead Man Walking.
3. Mary Pipher:
Revlvlng Ophelia.
4. Lorenzo Carcaterra:
Sleepers.
5. Oliver SackS:
An Anthropologist on Mars.
6. Robert Fulghum:
From Beginning to End.
7. Nlcholas Negroponte:
Being Digital.
8. Thomas Moore:
Care of the Soul.
9. Richard Preston:
The Hot Zone.
10. M. Scott Peck:
The Road Less Traveled.
11. B.J. Eadie & C. Taylor:
Embraced by the Light.
12. Butler, Gregory & Ray:
Amerlca's Dumbest Crimlnals.
13. Thomas Cahill:
How the Irlsh Saved Civllizatlon.
14. Clarlssa Plnkola Estés:
Women Who Run with the Wolves.
15. Doris Kearns Goodwln:
No Ordinary Time.
(Byggt á New York Times
Book Review)
Húðkrabbatilfell-
um fjölgar
Læknar hafa í mörg ár varað
j við aukinni tíðni sortuæxla, sem
| er illkynja húðkrabbamein en
tíðni annarra tegunda húð-
I krabba hefur einnig farið vax-
andi, að því er læknar í Banda-
ríkjunum segja.
Aukinn frítími fólks, mikil
: íjölgun ferðamanna um heim all-
an og þynning ósonlagsins, sem
verndar okkur fyrir útfjólubláum
geislum sólarinnar, hafa valdið
aukinni tíðni húðkrabba, eink-
um í iðnríkjunum.
Leonard Goldberg við Baylor
læknaskólann í Houston í Texas
segir í grein í læknablaðinu
Lancet að fólk ætti að minnast
þess að illkynja sortuæxli eru
ekki eina ógnunin heldur sé al-
gengasta afbrigði húðkrabba orð-
ið enn útbreiddara en áður.
Hann varar fólk við að vera of
mikið úti í sólinni án þess að
nota sólvörn.
Gull teygt og
togað í það
óendanlega
Gull er ákaflega meðfærilegt
og teygjanlegt efni í alla staði,
eins og þeir vita sem hafa unnið
með það í höndunum. Sem dæmi
um þennan eiginleika gullsins
má nefna að hægt er að taka tutt-
ugu og fimm kOóa þungan gull-
klump og teygja svp á honum að
hann verður að 75 kílómetra
löngum örmjóum gullþræði áður
en yfir lýkur.