Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1996, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1996, Blaðsíða 34
trótíir LAUGARDAGUR 13. APRIL 1996 Eiður Guðjohnsen í búningi PSV Eindhoven. Hann er samningsbundinn hollenska liðinu út næsta keppnistímabil. vinnumennskan er engu að síður mikil vinna og samkeppni um stöð- ur er meiri en margan grunar. Álag- ið getur verið mikið, leikið er þétt og leikmenn verða því að nýta hvíldina rétt. Þetta reynir á alla bæði andlega og líkamlega. Pressan á mér er kannski ekki svo mikil því ég er ungur að árum og rétt að byrja í atvinnumennskunni. Ég er ákveð- inn í að standa mig hér úti, annað er ekki inni í myndinni hjá mér. Ég samdi til júni 1997 og ekkert er far- ið að ræða um framlengingu enda nógur tími til stefnu. PSV Eindhoven á eftir um ókom- in ár að verða í fremstu röð liða í hollensku knattspyrnunni og að sjálfsögðu einnig í Evrópu. Við höf- um að öllum líkindum tapað barátt- unni við Ajax um meistaratitilinn þótt nokkrar umferðir séu eftir, en allt getur gerst. Við ætlum að ein- beita okkur af fullum krafti í bikar- keppninni en þangað eru við komn- ir í undanúrslit. Við eigum að leika á heimavelli gegn Roda 1. maí svo möguleikar okkar á að komast í úr- slit keppninnar verða að teljast nokkrir. Það er mikill hugur í mönnum að ná þeim titli,“ sagði Eiður Smári. Eiður Smári sagði að Hollending- ar mættu eiga það að þeir væru þrælgóðir knattspyrnumenn. Ajax, PSV og Feyenoord væru í broddi fylkingar en lið í 6-8 næstu sætum ættu innan sinna vébanda sterka fótboltamenn. Þessi félög vantaði bara meira fjármagn til að gera þau enn sterkari. Eiður Smári var inntur eftir því hvort ekki margir könnuðust við pabba hans í Hollandi. Tala við pabba í hverri viku „Það kannast kannski ekki eins margir við hann í Hollandi eins og annars staðar í Evrópu. Það er ekki fylgst mikið með belgíska boltanum í Hollandi þar sem pabbi lék lengi. Hollendingar fylgjast mest með fót- boltanum í Englandi, Þýskalandi, Ítalíu og á Spáni. Blöð og sjónvarp dekka boltann frá þessum löndum all nokkuð. Flestir þó hér um slóðir hafa heyrt hans getið. Pabbi fylgist vel með því sem er að gerast hjá mér og við tölum saman í síma í hverri viku.“ - Nú hefur mörgum sýnst að Ajax væri að gefa eftir en framan af sýndi liðið mikla yfirburði í deildinni? „Það getur eitthvað verið til í þessu. Við sjálfir gáfum líka eftir á sama tíma, vorum þá að tapa tveim- ur leikjum í röð og ofan á allt sam- an voru lykilmenn að meiðast. Fyr- ir vikið varð að kalla menn úr vara- liðinu til að fylla í skörðin. Ef við hefðum nýtt afturkipp Ajax betur er aldrei að vita hvernig staðan í deild- inni væri núna. Ég sé ekki betur en við munum keyra á saman mannskap á næsta tímabili og leikið hefur í vetur. Maður er alltaf að heyra það og lesa í blöðum að einhverjir verði keypt- ir til að breikka hópinn enn frekar." Stórkostleg tilfinning - Þið stóðuð í ströngu í Evrópu- keppninni gegn Barcelona og margir höfðu á orði að þið hefðu verið óheppnir að detta út: „Það var stórkostlega tilfinning að koma inn á í leiknum suður í Barcelona frammi fyrir 120 þúsund áhorfendum. Ég var ekki inn á í nema tvær mínútur, en það var nóg til að finna tilfinninguna. Maður gleymir þessari stund seint en að vísu verður síðari leikurinn heim kannski enn ofarlegri í minning- unni. Þar lék ég mun meira sem er aðalatriðið. Eftir leikinn hafði Jo- han Cruyff, þjálfari Barcelona, á orði að lið hans hefði verið heppið. Það skiptir miklu að vera með í Evrópukeppni á hverju ári og við erum öruggir þangað nú þegar,“ sagði Eiður Smári. - Þú ert ungur en hvar stendur þú sem knattspyrnumaður í dag? „Mig vantar fyrst og fremst reynsluna. Ég veit að það vantar lít- ið upp á margt til að verða gott. Það kemur svo mikið með reynslunni þannig að ég er bara bjartsýnn á framhaldið. Það verður ekki aftur snúið úr þessu og ljóst að knatt- spyrnan verður mitt lifibrauð á næstu árum. Maður veit ekkert hvað gerist þegar samningurinn rennur út, það verður að koma í ljós. Ég hef fengið jákvæða umfjöll- um í blöðum. Það er gaman að heyra að menn eru ánægðir með mig. Ég læt það hins vegar ekki hafa áhrif á mig.“ - Þú verður örugglega alltaf til- búinn að leika fyrir ísland þegar eftir því verður leitað: „Svo framarlega sem það skarast ekki við leiki hjá PSV verð ég ör- ugglega alltaf til búinn í það verði ég valinn á annað borð. Það ætti þá að geta gerst að ég fengi tækifæri að leika með föður mínum í landsliði. Það væri óneitanlega gaman,“ sagði Eiður Smári í viðtalinu við DV. -JKS Eiður Smári Guðjohnsen lék síðast hér á landi með 21-árs landsliðinu gegn Tyrkjum í fyrrahaust og sést hann hér á fullri ferð í þeim leik. Eiður Smári er á máia hjá hollenska liðinu PSV og er ánægður með veruna þar og er þegar farinn að vekja athygli með hraða sínum og tækni þrátt fyrir ungan aldur. Það er bjart fram undan hjá pilti. Ég ætla að standa míg - segir Eiður Smári Guðjohnsen sem vakið hefur athygli hjá PSV AUir sem til þekktu vissu að í yngsta atvinnumanni okkar í knatt- spyrnu byggju miklir hæfileikar. Með tíð og tíma og meiri þroska myndi hann örugglega sýna hvað í honum býr. Þessir hæfileikar hafa komið fram mun fyrr en menn héldu. Eiður Smári hefur fengið að spreyta sig fyrr en hann sjálfur þorði nokkurn tímann að vona. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann komist vel frá sínu ef marka má frá- sagnir af leikjum sem hann hefur tekið þátt í. Eiður Smári Guðjohnsen er yngsti atvinnumaður íslands í knattspyrnu en fyrir tæplega tveim- ur árum gerði hann samning við hollehska stórliðið PSV Eindhoven. Samningur þessi rennur út eftir næsta keppnistímabil. Eiður Smári, sem verður 18 ára gamall í septem- ber, þarf ekki að fara langt til að sækja hæfileika sína í knattspyrn- unni. Faðir hans, Arnór, hefur ver- ið einn sterkasti knattspyrnumaður íslands um árabil. Hann hefur gert garðinn frægan í Belgíu, Frakklandi og núna I Sviþjóð með úrvalsdeild- arliðinu Örebro. PSV er í hópi þriggja stærstu knattspyrnuliða Hollands en aðal- styrktaraðilar félagsins er stórfyrir- tækið Philips. Völlur liðsins þykir einkar glæislegur og er oftast upp- selt á heimaleiki liðsins en völlur- inn tekur hátt í 30 þúsund áhorfend- ur. I framtíðarplani liðsins í hollenskum fjölmiðlum hefur komið fram að hæfileikar þessa unga íslendings séu miklir. Hann er mikið efni og muni ábyggilega taka þátt í uppbyggingarstarfi félagsins í framtíðinni. Svo stór orð eru það. „Ég er að leika mun meira en ég átti von á. Það er aðallega vegna meiðsla annarra leikmanna. Sjálfs- öryggið eykst með hverjum leik svo segja má að þetta hafi gengið fram- ar vonum. í byrjun þessa timabils bjóst ég við að leika eingöngu með varaliðinu en ég er búinn öðlast góða reynslu nú þegar með leikjun- um með aöalliöinu," sagði Eiður Smári Guðjohnsen í spjalli við DV í vikunni en þá var hann nýkominn inn úr dyrunum af æfingu. Eiður sagði PSV Eindhoven stór- klúbb á evrópska vísu. Félagið væri tvímælalaust á uppleið að hans mati knattspyrnulega séð. Félagið stæði á traustum fótum en á bak við .það stæðu geysilega sterkir styrkt- araðilar. Þar væri Philips lang- sterkast. Áhuginn á knattspyrnu í borginni væri engum líkur og borg- arbúar styddu sitt lið í gegnum súrt og sætt. „Mér var tekið sérlega vel í upp- hafi og það var mér mikill styrkur. Líf atvinnumannsins í knattspyrnu hefur ekki komið mér svo mikið á óvart. Ég er alltaf að komast betur inn í þennan heim vegna tæki- færanna með aðalliðinu í vetur. At-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.