Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1996, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 íslenskukennsla nýbúabarna í uppnámí vegna flutnings grunnskólans í haust: Erum hræddar um að „Við erum svolítið hræddar um að nýbúabörnin gleymist því að menntamálaráðuneytið virðist ætla að losa sig við nýbúafræðsluna eins og önnur verkefni grunnskólans um leið og grunnskólinn flyst yfir til sveitarfélaganna. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið ný- búafræðsluna upp sem sérmálefni og við höfum verið í starfshópi Sam- taka sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu þar sem við höfum sagt frá því í hverju starfsemin felst en við höfum áhyggjur af börnum sem eru dreifð í litlum sveitarfélögum úti um allt land.“ Það eru stöllurnar Ingibjörg Haf- stað og Ásta Kristjánsdóttir, verk- efnisstjórar í nýbúafræðslu, sem hafa orðið. Þær eru starfsmenn menntamálaráðuneytisins með að- setur í Miðbæjarskólanum. Ingi- björg sér meðal annars um íslensku- kennslu nýbúabarna en Ásta sér um fullorðna en þeir fá íslenskukennslu í farskólum úti á landi. „Það eru svo margir lausir endar ennþá og enginn veit hvernig þetta verður. Nýbúafræðslan fer sjálfsagt eins og allt annað yfir til sveitarfé- laganna en þar sem nýbúafræðslan er svo nýtilkomin þá hefur hún ekki unnið sér fastan sess í skipulaginu þannig að það hangir allt í lausu lofti. Við óttumst að ráðgjöfin falli niður hjá minni sveitarfélögunum," segir Ásta. Börnin eru 300 Það eru rúmlega 300 börn sem hafa verið í nýbúafræðslunni á veg- um menntamálaráðuneytisins í vet- ur. Þar af er meirihlutinn á höfuð- borgarsvæöinu og Reykjanesi en fjórðungur er dreifður út um landið. Nýbúafræðslan gengur út á það að kenna börnum og fullorðnum ís- lensku auk þess sem reynt er að sjá til þess að börnin dragist ekki aftur úr jafnöldrum sínum menntunar- lega séð. Börnin fá nýbúafræðslu um leið og þau koma til landsins og byrja í móttökudeildinni átta ára gömul. Þau eru frá hátt í 50 þjóð- löndum. Það eru þrír svokallaðir móttöku- skólar á höfuðborgarsvæðinu sem taka við nýbúabörnum fyrst eftir að þau byrja í skóla. Vesturbæjarskól- inn er með börn á aldrinum 8-12 ára. Æfingaskóli Kennaraháskólans er með börn sem hafa tónamál að' móðurmáli og Austurbæjarskólinn er blandaður börnum frá öllum heimshornum. Miðað er við að börnin séu aðeins eitt ár í móttöku- skóla og fari síðan í skóla hvert í sínu hverfi og fái þá áframhaldandi stuðning. Erfiðast fyrir börn frá Asíu Það er erfitt fyrir erlenda rlkis- borgara að flytja til íslands af mörg- um ástæðum. Aðstæður nýbúanna eru mjög mismunandi og sama gild- ir um möguleika þeirra á því að til- einka sér íslenskuna. Ásta og Ingi- björg segja að það sé mun auðveld- -segja Ingibjörg Hafstað og Ásta Kristjánsdóttir, verkefnisstjórar í nýbúafræðslu Ingibjörg Hafstað og Ásta Kristjánsdóttir, verkefnisstjórar í nýbúafræðsiu hjá menntamálaráðuneytinu, óttast að ís- lenskukennsla nýbúabarna úti á landi falli hugsanlega niður í haust þegar sveitarfélögin taka við grunnskólanum. DV-mynd ÞÖK ara fyrir börn frá hinum norður- löndunum og öðrum löndum Evr- ópu að læra íslensku, það hjálpi til hversu lík móðurmál þeirra eru ís- lenskunni auk þess sem þau gangi inn í hugsunarhátt sem er svipaður þeirra eigin. Fyrir börn frá Asíu, til dæmis Taílandi, er erfiðara að læra ís- lensku því að íslenskan er allt öðru- vísi en móðurmál þeirra auk þess sem menningin er gjörólík. íslend- ingar vilja óðfúsir tala ensku við út- lendinga, hvort sem útlendingarnir kunna ensku eða ekki. Ásta segir að ísiendingar séu meinlætamenn á tungumálið og Ingibjörg tekur í sama streng. Þeir séu ekki hrifnir af því að tungumálið sé talað bjagað. Ingibjörg bendir á að íslendingar séu alltaf að leiðrétta þá sem tala vitlaust og geti þannig drepið niður tjáningarþörfina. „Reynslan hefur sýnt að því óskyldara sem móðurmálið er því mikilvægari er góður grunnur í mtðurmáli. Börn sem alast upp með móöurmál, sem er skylt íslensk- unni, yfirfæra auðveldlega frá móð- urmálinu yfir á íslensku og hafa þannig grunn til að byggja á í öðru tungumáli. Börn frá Ásíu hafa það ekki. Þau eru alin upp í allt öðru hugarfari og hugmyndafræðin á bak við tungumálið er allt öðruvísi," segir Ingibjörg. Samkvæmt danskri rannsókn er mun meiri agi og skýrar reglur inni á heimilum nýbúafjölskyldna. Ný- búabörnin vita mun betur hvar þau standa og hvert þeirra hlutverk er inni á heimilinu en á heimilum danskra barna. Nýbúabörnin rugl- ast þegar þau fara í skóla þar sem allt byggist á norrænni lýðræðis- hefð, óskrifuðum reglum, einstak- lingshyggju og sjálfsbjargarhvöt. í skólum á Norðurlöndum er áhersla lögð á að byggja upp egóið. Misjafnar aðstæður En það er fleira sem veldur ný- búabörnum frá fjarlægum heimsálf- um erfiðleikum í nýja landinu. Þau alast upp í menningu foreldra sinna en þurfa að læra íslenska menningu því að hún er framtíð þeirra. Ein- hvern veginn verða börnin að sam- eina þetta tvennt og er það einmitt það sem nýbúafræðslan á meðal annars að hjálpa þeim við. Ingibjörg og Ásta segja að það sé mjög misjafnt hvernig aðstæður ný- búabörnin hafa til að læra íslensk- una og jafnvel móðurmál sitt. Þær segja að í sumum tilfellum tali for- eldrar saman þriðja mál, til dæmis ensku. Pabbinn er kannski alltaf á sjó og mamman er sú eina sem tal- ar móðurmál sitt við barnið. Með þessu segja þær að barnið öðlist veikan móðurmálsgrunn. „Þetta getur orðið til þess að ís- lenskunámi barnsins seinkar og það nær ekki eðlilegum málþroska. Þetta verður fátæklegt málumhverfi meðan okkar krakkar byrja að fá móðurmálsáreiti strax í svalavagn- inum,“ segja þær. Nýbúabörn á íslandi hafa engan rétt til þess að fá móðurmáls- kennslu þó að þó að nú sé verið að gera tilraunir með móðurmáls- kennslu meðal Víetnama, spænsku- mælandi fólks, kínversku- og ensku- mælandi barna. íslensk börn, sem eru nýfluttir að utan, fá enga aðstoð við íslenskunámið fyrst eftir flutn- inginn. Mega ekki missa úr í nýbúafræðslunni á vegum menntamálaráðuneytisins er reynt að búa börnin vel undir líf sitt á ís- landi þannig að þau skilji og lesi ís- lensku og geti menntað sig á því tungumáli. Ingibjörg segir að ný- búafræðslan í Reykjavík sé orðin nokkuð föst í sessi en erfiðara við að eiga á Reykjanesi þar sem börn- in séu mjög dreifð og langt á milli skóla. „Reykjanesið er miklu erfiðara. Þau eru mörg þar en miklu dreifð- ari og ekki auðvelt að safna þeim saman í hóp. Það er ekki hægt að setja krakka frá Grindavík í skóla í Sandgerði þannig að það er miklu dýrara og erfiðara að skipuleggja nýbúafræðsluna þar. Sama er að segja um alla hinir úti á landi, einn á Króknum, tveir á Siglufirði, einn í Þorlákshöfn og svo framvegis. Það er þar sem vandinn verður við yfir- færsluna," segir Ingibjörg. Hún telur að miðlæg ráðgjöf vegna nýbúafræðslunnar verði að vera yfir allt landið eftir yfirtöku sveitarfélaganna á grunnskólanum því að annars verði erfiðara að halda utan um fræðsluna. Hættan er líka sú að það verði ekki rými til að hugsa um nýbúabörnin úti á landi því að þau verði svo fá á hverjum stað. Skrifast á á internetinu Hjallaskóli er með þróunarverk- efni í gangi þar sem reynt er að skipuleggja nýbúafræðsluna á Reykjanesi með hjálp tölvutækninn- ar. Allir skólarnir, sem eru með ný- búanemendur innan sinna veggja, eru tengdir á internetinu. Á heima- síðunni eru upplýsingar fyrir kenn- arana. Ingibjörg segir að krakkarn- ir séu mjög áhugasamir um þessa tilraun og séu mörg hver komin með pennavini. Á næstunni verður farið út í það að láta nýbúabörnin skrifa um há- tíðisdaga sína og daga sem tengjast trúarbrögðum þeirra og verður text- inn settur inn á heimasíðuna og flöggin skönnuð inn. í vor hittast börnin svo á tveggja daga vinnutörn í Hjallaskóla í Kópavogi og aftur næsta haust. Fullorðnir nýbúar fá íslensku- kennslu á höfuðborgarsvæðinu og á vegum farskólanná úti á landi og hafa þau námskeið veriö vel sótt. Þá hefur einnig borið á því að íslensk- unámskeið hafi verið haldin að frumkvæði fyrirtækja og virðist sú starfsemi fara vaxandi. -GHS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.