Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1996, Blaðsíða 4
4 Ifréttir .....-*y.Rr T LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 ÐV Tilraunir til að bjarga Kolbrúnu af strandstað í Mjóafirði: Björgunarmenn áttu fótum fjör að launa - þegar báturinn rann af skerinu og sökk Frá strandstaðnum þar sem björgunarmenn freistuðu þess að bjarga Kolbrúnu ÍS. Ekki tókst betur til en svo að báturinn rann af skerinu. DV-myndir Hörður Kristjánsson DV, ísafiröi: Síðdegis á fimmtudag lögðu fjór- ir bátar úr höfn á ísafirði með tæki og mannskap til að freista þess að bjarga Kolbrúnu. Þetta voru bátam- ir Bliki ÍS sem er í eigu Hafsteins Ingólfssonar kafara, Bára ÍS, Hall- dór Sigurðsson ÍS og Alda ÍS. Þá komu þeir feðgar, Sigmundur Sig- mundsson, bóndi á Látrum í Mjóa- fírði, og Jón sonur hans, á skektu með utanborðsmótor. Aðstoðuðu þeir feðgar björgunarmenn allan tíman meðan á aðgerðum stóð. Bliki kom á strandstað í Mjóafirði á átt- unda tímanum. Strax var hafist handa við að losa um rækjutrollið sem var dregið yfir í Ölduna þegar hún kom á vettvang. Þá voru taugar settar í gálga á bakborössíðu Kol- brúnar og yfir í Báruna og Halldór Sigurðsson. Lögðust þeir síðan sam- síða og drógu í Kolbrúnu sem réttist þannig á skerinu að lestarlúga og lúkarskappi komu upp úr sjó. Bliki var þá bundinn við bak- borðshlið Kolbrúnar og voru þrjár dælur settar yfir í bátinn og dælt úr lest, lúkar og stýrishúsi. Gekk dæl- ing mjög vel og kl. 9.45 var báturinn nártast þurrausinn og aðeins eftir vottur af sjó í lest skipsins. Fóru björgunarmenn þá í að flytja dælur frá borði og loka lúkar. Hafsteinn Ingólfsson kafari var þá niðri í lest bátsins, en án köfunartækja að fylgj- ast með dælingu og ætlaði síðan að fara að loka lestarlúgu. Þá gerist það að báturinn fór á hreyfingu. Möstur Kolbrúnar voru þá um 15 gráður upp úr sjó og héldu Halldór Sigurðs- son og Bára strekktum taugum af bakborðshliðinni. Mönnum bar sam- an um það að miðað við eðlileg þyngdarhlutfóll í bátnum hefði hann, þegar hér var komið sögu átt að velta á réttan kjöl. Hins vegar gerðist hið óvænta að Kolbrún valt á stjórnborðssíðuna og möstrin fóru að nýju á kaf í sjó. Hafsteinn, sem verið hafði í lestinni, sá sitt óvænna og forðaði sér þegar flæða fór inn um lestarlúguna og komst hann upp á lunninguna. Annar maður, sem þarna var í flotbúningi, henti sér í sjóinn og svamlaði frá bátnum. Tveir menn voru þá á hlið bátsins. Bliki ÍS sem hafði verið bundin við Kolbrúnu dróst upp á síðu hennar þegar hún valt. Hafði Hafsteinn snör handtök um að losa taug sem bund- in var í stefni Kolbrúnar og við það losnaði Bliki og féll með lunninguna af nokkrum þunga á slingubretti á bakborðssíðu Kolbrúnar. Voru mennirnir sem enn voru á Kolbrúnu þá drifnir yfir í Blika. Allt gerðist þetta á fáum andartökum og snerist Kolbrún á skerinu og rann út af því. Sökk hún mjög hratt, fyrst að aftan en síðan að framan og lagðist á hlið- ina á botninn. Þannig liðu ekki nema fimm mínútur frá því að menn fóru að flytja dælur frá borði á Kolbrúnu þar til hún sökk kl. 9.50. Björgunarmenn áttu því sannarlega fótum fjör að launa. Þegar hér var komið sögu var búið að vera aðfall í um eina klukkustund. Dýpið niður á bakborðssíðu Kolbrúnar þar sem hún liggur á botninum var þá um 2 metrar. -HK Stjórnarandstaðan hótar málþófi: Við erum alveg tilbúin að sitja hér fram á sumarið - segir Valgerður Sverrisdóttir, formaður þingflokks Framsóknarflokksins „Við erum alveg tilbúin að vera hér fram á sumar ef stjórnarand- staðan vill það. Nú verður farið i að semja um málin eins og venjulega. Við leggjum höfuðáherslu á að fá nokkur ákveðin mál í gegn og ætl- um okkur það. Það verður bara að taka sinn tíma. Við munum sætta okkur við það,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, í samtali við DV í gær. Stjómarandstaðan hefur nú updí stór orð um það að standa fyrir í af- greiðslú mála ef skerðingarfrum- vörpin svonefndu verða ekki dregin til baka. „Það er ólga hér inni á þinginu. Það getur því verið að það sitji leng- ur, miklu lengur, en stjórnin ætlaði, ef ríkisstjórnin ætlar að knýja þessi skerðingarfrumvörp í gegn. Okkur í stjórnarandstöðunni þótti frunta- lega að farið fyrir páskana þegar frumvörpin voru sett á með engum fyrirvara. Við teljum líka að það séu misvísandi yfirlýsingar frá fjár- málaráðherra og forsætisráðherra um lífeyrissjóðsfrumvarpið og það mál þarf að hreinsa upp áður en við erum til viðtals um hvemig á að vinda fram þinginu. Við viljum þessi frumvörp út af borðinu vegna þess að við teljum að verkalýðs- hreyfingin eigi að fá tækifæri til að semja um þessi mál við sinn mótað- ila,“ sagði Össur Skarphéðinsson. „Það virðist alveg augljóst að mikil átök eru framundan á Al- þingi. Það eru auðvitað þessi skerð- ingarfrumvörp sem málið snýst um fyrst og fremst. Ríkisstjórnin hefur ekki gefið neina vísbendingu um það að hún sé tilbúin að draga þessi frumvörp til baka eins og krafist er. Svo eru ýmis önnur stórmál í gangi og málafjöldinn slikur að allt bend- ir til þess að þinghaldiö muni lengj- ast verulega," sagði Kristín Ást- geirsdóttir, þingkona Kvennalist- ans, um málið. -S.dór Ævintýrakringlan: Tanja Tatarastelpa Leikritið „Tanja Tat- arastelpa" verður sýnt í Ævin- týrakringlunni 3. hæð í Kringl- unni. Leikritið hefst kl. 12.30 og kostar 300 kr. á sýninguna. Ólöf Sverrisdóttir leikkona leikur Tönju en hún samdi þáttinn fyr- ir nokkrum árum og flutti á leikskólum borgarinnar. Framvegis verða leiksýningar á laugardögum en á fimmtudög- um kl. 17.00 verða leiklistar- námskeið eða eitthvað annað skemmtilegt i boði í Ævintýra- kringlunni. Ævintýrakringlan er á 3. hæð í Kringlunni og er opin frá kl. 14-18.30 virka daga og frá kl. 10-16 laugardaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.