Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1996, Blaðsíða 6
Það hefur aldrei farið fram mann- tal hjá Sömum en það er talið að í Svíþjóð búi á milli 17 og 20 þúsund Samar. Þrjú þúsund þeirra stunda hreindýrabúskap í norðurhluta landsins. Fræðimaðurinn Laila Spik er Sami og hún er komin til ís- lands til að segja frá menningu þjóð- ar sinnar. „Foreldrar mínir voru með hrein- dýrabúskap. Við vorum þrjár syst- urnar á heimilinu en engir bræður og það þýddi að faðir okkar kenndi okkur stelpunum hreindýrahald frá grunni. Við öfluðum okkur hins vegar menntunar til að geta bjargað okkur utan samfélags Sama,“ segir Laila Spik. Hreindýrabændurnir búa í svo- kölluðum Samabæjum þar sem menn eru með sameiginlegan rekst- ur hluta ársins. „Að vetrinum eru menn í minni hópum til að geta nýtt beitiland betur. En á sumrin vinna fleiri saman því það þarf mikinn mannskap til að merkja kálfa auk þess sem hreindýrin þurfa stórt beitiland á meðan kálfarnir eru að komast á legg,“ greinir Spik frá. Hún segir talsverða andstöðu vera frá ýmsum hagsmunaaðilum gegn hreindýrabúskapnum og því hafi Samar í vök að verjast. Samar hafa eigið tungumál, sam- ísku, sem tilheyrir finnsk-úgríska málaflokknum. Áður var talið að Um þrjú þúsund Samar lifa af hreindýrabúskap í Svíþjóð. DV-mynd GS samíska hefði fengið að láni mörg orð frá finnsku en nú hafa menn komist að því að því var öfugt farið. „Við tölum samísku en það eru margir sem kunna hana ekki og við reynum að bæta úr því. Það er ekki nóg að tala samísku heldur þarf líka að kenna hana í skólunum," leggur Spik áherslu á. Hún segir ekki vitað um uppruna Sama. „Það eru til margar kenning- ar. Þeir gætu hafa komið að austan, vestan eða sunnan og haft vetursetu við Norður-íshaf á strönd Noregs." Að sögn Spik fer nú fram rann- sókn í Svíþjóð á erfðavísum Sama. „Það er tekið blóðpróf hjá þeim sem vilja taka þátt í rannsókninni. Sá Samísk brúðhjón á kirkjutröppum í Jokkmokk. sem stýrir rannsókninni hefur kom- ist að því að Samar hafa erfðavísi sem enginn annar þjóðflokkur hef- ur. Það segir manni að Samar hafa verið einangraðir einhvers staðar. Samar hafa líka annan erfðavísi sem sýnir að þeir hafa verið í sam- bandi við Finna og aðra í austurátt. En það verður líka að taka með í reikninginn að fólk sem býr á þess- um norðlægu slóðum býr við svipuð lífsskilyrði," tekur Spik fram. Samar eru einnig búsettir í Nor- egi, Finnlandi og Rússlandi. Það er hópur Sama í Ameríku, afkomend- ur þeirra sem fóru þangað til að kenna indíánum hreindýrabúskap, að sögn Spik. nskir dagar MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996 Samar hafa erfðavísi sem enginn annar hefur SAUNA BÖÐ GUFUBÖÐ ALLT í EINUM PAKKA KLEFAR / öllum stærðum og gerðum OFNAR ásamt öllum hugsanlegum aukahlutum LÁTTU ÞÉR LfÐA VEL OG LÍTTU VIÐ ^ VATNSVIRKINN HF. ~ ÁRMÚLA 21 • SÍMI 533 2020 • FAX 533 2022 Sænskir tónlistargagnrýnendur hrósa Martin Bagge: Eins og Bellman sjálfur sé kominn á sviðið Einn fremsti Bellmansöngvari Svía í dag, Martin Bagge, er nú staddur hér á landi. Sænskir tónlist- argagnrýnendur hefja hann til skýj- anna og segja að það sé næstum eins og Bellman sjálfur sé kominn á svið þegar Bagge hefur upp raust sína. Miða gagnrýnendur þá við þær skrifuðu heimildir sem til eru um söng hins sívinsæla ljóð- og tón- skálds, Carls Michaels Bellmans, sem var uppi á seinni hluta átjándu aldar. Er blaðamaður DV hitti Bagge að máli á dögunum í heimaborg hans, Gautaborg, lagöi hann áherslu á að ljóð Bellmans, þar sem skiptist á lífsgleði og depurð, höfði ekki bara til Svia heldur einnig til Evrópubúa og þá sérstaklega Austur-Evrópu- búa. „Bellman, sem reyndar hefur verið þýddur á yfir 20 tungumál, er orðinn mjög vinsæll í Rússlandi. Svo held ég að Danir séu næstum jafn hrifnir af Bellman og Svíar sjálfir." Undanfarin fimm til sex ár hefur Bagge svo til eingöngu unnið fyrir sér sem Bellmansöngvari. Áður hafði hann fengist við tónlist af ýmsu tagi og kennt á tónlistarbraut í framhaldsskóla. En af hverju stafar þessi mikli áhugi á Bellman? „Sjálfur er ég bæði alvarlegur og sprellikarl og því finnst mér það eiga vel við mig að túlka Bellman. Flutningur á ljóðum Bellmans er oft nokkurs konar lítil leiksýning. Á átjándu öld var mikið um látbragð í bæði tónlistarflutningi og leiksýn- ingum og það finnst mér mjög heill- andi. Ef maður flytur ljóð Bellmans á réttan hátt skynja flestir sorgina og gleðina þó þeir skilji ekki alveg sjálf orðin,“ greinir Bagge frá. Bellman var í raun eins manns hljómsveit og hermdi eftir alls kyns hljóðfærum en hann átti sérstakt hljóðfæri sem líktist lútu eða man- dólíni og hefur Bagge látið smíða sér eftirlíkingu af því. „Þetta er fyrsta eftirlíkingin sem hefur verið gerð og hefur hún vakið mikla at- hygli. Þetta er mjög spennandi því með þessu hljóðfæri gefst visst rými fyrir handahreyfíngar í túlkun- inni.“ Kirkjunnar menn voru ekki yfir sig hrifnir af Bellman því hann gerði grín að þeim auk þess sem ljóð hans voru sum hver djörf og lýstu ýmsum dekkri hliðum listamanna- lífsins. „En Bellman var mjög trúað- ur maður og orti sálma. Það eru mjög fáir sem vita af því,“ segir Bagge. Hann hefur gefið út nokkra geislaplötur með Bellmansöngvum en hann hefur einnig gefið út plötu með eigin lögum við ljóð sænska skáldsins Harrys Martinssons. Bagge kveðst þekkja svolítið til ís- lenskrar tónlistar. „Ég hef sungið lög eftir Jón Nordal og Þorkel Sigur- björnsson. Því miður hef ég ekki haft tíma til að sinna öllu því sem mig langar til. Það er ekki hægt að gera allt í einu. Það þykir erfitt að syngja Bellman en mér finnst það ganga vel og þá vil ég sinna því núna.“ -IBS Martin Bagge ásamt félögum sínum sem skemmta íslendingum þessa dag- ana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.