Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1996, Blaðsíða 14
28 sænskir dagar MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996 DV Sænskir og finnskir hermenn sofa í Caravan-svefnpokum Maria Ferraz frá Portúgal hefur saumað svefnpoka hjá Nordiska Fjáder í Malmö í um 20 ár. Eigandi Abu Garcia: Valdi að fram- leiða veiðihjól í stað úra Saga sænska fyrirtækisins Abu Garcia hófst eiginlega 1887 þó að veiðihjólin, sem fyrirtækið er frægt fyrir, hafi ekki litið dagsins ljós fyrr en mörgum árum seinna. Það var þetta ár sem uppfinn- ingamaðurinn Henning Hammar- lund stofnaði vasaúrverksmiðju í Svangsta í Svíþjóð. Fjórum árum seinna réði hann úrsmiðinn Carl August Borgström til starfa. Auk vasaúra framleiddi verksmiðjan meðal annars gjaldmæla í bíla og ritvélar. En 1920 varö Hammar- lund gjaldþrota. Borgström, sem var orðinn verkstjóri, keypti lager- inn og vélarnar og hélt framleiðsl- unni áfram. Árið 1926 hafði hann þróað nýjan gjaldmæli. Er Borgström lést 1934 tók sonur hans Göte við starfínu og þróaði enn nýjan gjaldmæli sem var tilbúinn 1939. Búist var við að þessi nýi mæl- ir, sem var lítill og féll inn í mæla- borð bíla, myndi slá í gegn á heimsmarkaðnum en seinni heimsstyrjöldin setti strik í reikn- inginn. Eftir miklar markaðskann- anir var um tvennt að velja, að mati Göte. Hann gat haldið áfram úrsmíði eða hafið framleiðslu á veiðibúnaði. Sjálfur hafði hann áhuga á veiði og áhugamálið varð fyrir valinu. í lok ársins 1939 hófst þróun fyrsta veiðihjólsins sem hlaut nafnið Record. Framleiddar voru Orðið Caravan er arabíska og sagt þýða verslunarmenn á ferð. Þetta orð hefur fyrirtækið Nordiska Fjader Fritid AB, sem er dótturfyr- irtæki Ajungilaks í'Noregi, valið sem heiti á svefhpokana sína og aðr- ar útilífsvörur. Eins og Norðmenn eru Svíar framarlega í framleiðslu á útilífs- vörum fyrir loftslag á norðlægum slóðum. Þeir eru sagðir hafa rann- sakað manna best hvernig hægt er að sofa vel í snjó og kulda, regni og , raka. Svíar og Norðmenn eru mik- j ið úti í náttúrunni, bæði á sumrin < og á veturna, og þeir gera miklar kröfur til alls búnaðar. Nordiska Fjader var í upphafí danskt fyrirtæki sem var stofnað 1901. í fyrstu var verslað með dún og fíður en síðar meir hófst; framleiðsla á sængum og kodd- um. Fyrir um 60 árum hófst, framleiðsla á svefnpokum. Þegar fyrirtækið Nordiska Fjader í Danmörku varð gjaldþrota fyrir nokkrum árum keypti fyrirtækið Ájungilak í Nor- egi Nordiska Fjader í Svíþjóð sem er með bækistöðvar Malmö. ísland mikilvægt Fyrirtækið flytur út vörur sínar til 10 landa og meðal þeirra er ís- land. „íslahd er eitt af mikilvæg- ustu viðskiptalöndum okkar. Miðað við fólks^ölda flytjum við mest út til íslands. Finnland og Þýskaland eru einnig góðir markaðir," sagði Claes Segersten markaðsstjóri hjá Nordiska Fjáder Fritid AB. Fyrirtækið selur bæði sænska inu,“ lýsir Segersten yfir. Hann segir herinn oft þurfa svefn- poka fyrir einhver sérstök verkefni. „Við höfum möguleika á að verða við ósk- um um ákveð- ið notagildi.“ Á þessu ári ætl- ar alþjóðlegur leið- angur að fara silki- veginn frá Sian í Kína til Istanbul í Tyrklandi á kamel- dýrum og feta þar með í fótspor sænska landkönnuðarins Svens Hedins sem fór þessa leið fyrir 100 árum. Silkivegurinn er forn versl- unarleið milli Kína og Evrópu. Nor- diska Fjáder Fritid styrkir leiðang- urinn með því að sjá honum fyrir útbúnaði til ferðarinnar. „Það er gaman að taka þátt í svona verk- efni. Við fáum auðvit- að ekkert greitt fyrir það en þetta er góð auglýsing fyrir okkur auk' þess sem við fáum að vita hvernig vörur okk- ar reynast,“ lagði Segerst- en áherslu á. -IBS Þetta er einn af nýjustu Caravan- svefnpokunum. Veiöibúnaöur frá Abu Garcia er frægur um allan heim. fjórar gerðir. Þegar veiðihjólin voru tilbúin til sölu hélt Göte á fund stórkaupmanns í Gautaborg. Göte átti von á ýmsum spurning- um en kaupmaðurinn spurði að- eins hversu mörg veiðihjól hann gæti fengið á ári. Göte taldi sig geta afhent 5.000 hjól og þar með hófst ævintýrið. Fyrsta veiðihjólið Árið 1952 leit fyrsta Ambassa- deur hjólið dagsins ljós. Tveimur árum seinna hélt Göte ásamt syni sínum Lennart á sýningu á veiði- búnaði í Bandaríkjunum. Göte, sem ekki var enskumælandi, stóð fyrir utan sýningarhöllina og sýndi með löngum köstum hversu gott Ambassadeur- hjólið var. Lennart stóð hins vegar innanhúss og vísaði viðskiptavinum út á kastsýningu föðurins. Bandaríkin urðu skjótt helsti markaður Abu. Fyrirtækið mætti auðvitað sam- keppni og keppinautarnir hófu framleiðslu á kasthjólum. Hjá Abu héldu menn ótrauðir áfram þróun- arstarfinu. Árið 1965 kynntu Abu- menn Cardinal veiðihjólið. Þegar Göte lést 1974 tók Lennart sonur hans við en til þess að geta greitt erfðaskattinn þurfti hann að fá fjármagn inn í fyrirtækið og seldi reksturinn. Ýmsar breytingar fylgdu í kjöl- farið og þar á meðal breyting á nafni fyrirtækisins. Ástæðan var sú að á bandaríska markaðnum var það fyrirtækið Garcia Corp. sem seldi flestar vörur Abu undir sínu nafni. Þegar rekstur þess fyr- irtækis fór að ganga illa keypti Abu hann og breytti nafni fyrir- tækis síns í Abu Garcia. -IBS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.