Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1996, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996
sænskir dagar
Glernkið í Svíþjóð:
Jeltsín skálar
í glösum
frá Johansfors
í Smálöndum í suðausturhluta
Svíþjóðar eru nokkrar þekktustu
glerverksmiðjur heims og eru þær
opnar gestum og gangandi. Glerrík-
ið hefur þetta svæði stundum verið
kallað. Á virkum dögum hafa flestar
glerverksmiðjanna opið fram til
klukkan þrjú síðdegis fyrir ferða-
menn sem vilja sjá með eigin aug-
um þegar glersmiðir breyta glóandi
glermassa í listaverk.
í öllum verksmiðjunum eru litlar
verslanir sem einnig eru opnar um
helgar. Þar er hægt að kaupa vörur
Ferðamönnum gefst kostur á að sjá glersmiði breyta glóandi massa í fallega
kristalshluti.
á talsvert lægra verði en í venjuleg-
um verslunum. Vörurnar falla hins
vegar undir svokallaðan 2. flokk,
það er að segja þær eru gallaðar en
svo lítið að það sést varla. Mörgum
þykir gaman að eignast slíkar vörur
því þær minna svo sannarlega á að
glersmíði er handiðn og að gler-
smiðirnir eru engin vélmenni.
Til þess að verða góður glersmið-
ur þarf margra ára æflngu. Það tek-
ur minnst 10 ár að verða meistari.
Glerverksmiðjan í Kosta, sem
stofnuð var 1742, hefur oft verið
kölluð móðurverksmiðjan. Þegar
margar glerverksmiðjur voru stofn-
aðar í Smálöndunum í lok 19. aldar
Ósló
Stokkhólmur
Nybrö
fc
Malmö
Kaupmannahöfn
Kalmar
DV
Glösin eru skreytt með gylltum upphafsstöfum Jeltsíns.
komu glersmiðirnir frá Kosta.
Orrefors er ein af glerverksmiðj-
unum sem stofnuð var rétt fyrir síð-
ustu aldamót. Fynr fimm árum
voru Kosta Boda verksmiðjurnar,
það er Kosta, Boda og Áfors, og Or-
refors sameinaðar. Hver um sig
heldur þó sérkennum sinnar fram-
leiðslu.
Jeltsín Rússlandsforseti skálar í
glösum frá glerverksmiðjunni Jo-
hansfors. Glösin eru skreytt með 24
karata gulli og voru hönnuð með
það í huga að þau pössuðu við hús-
gögnin og postulinið í Kreml. Gyllt-
ir upphafsstafir forsetans eru á glös-
unum. Jeltsín er talinn ánægður
með þau glös sem hann hefur þegar
fengið því það barst einnig pöntun á
glösum fyrir allt rússneska þingið.
-IBS
Jeltsín skálar við Clinton Bandaríkjaforseta í glösum frá sænskri glerverk-
smiðju.
Skandia er alþjóðlegtfyrirtœki sem stofnað var
árið 1855. Um 200fyrirtœki eru í eigu Skandia
í 25 löndum. Hluthafar i Skandia eru um 36
þúsund og það starfa um 11 þúsund
manns hjá fyrirtœkinu um allan heim.
Á íslandi veitir Skandia þriþætta þjónustu.
Vátryggingar, verðbréfamiðlun og líftryggingar.
Það hefur alltaf verið keppikefli Skandia að veita
faglega þjónustu og ráðgjöf og vera leiðandi í
nýjungum, sem skila sér í betri og hagstœðari
þjónustufyrir viðskiptavini Skandia.
Skandia
LAUGAVEGI 1 70 . SlMI 540 SO SO
Glermunir frá Kosta Boda.