Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1996, Blaðsíða 8
22 íj sænskir dagar_____________________ Heimsókn í Torslandaverksmiðju Volvo í Gautaborg MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996 Miklar vonir bundnar við nýjan Volvo Ný kynslóð Volvobíla er komin á markað. Hér má sjá S40 Volvoinn. Hönnuðurinn er enskur. „Við erum búnir að selja tíu þús- und bíla í Evrópu núna fyrstu vik- una eftir að S40 og V40 komu á markað. Við væntum mikils af þess- um nýju bílum.“ Það leyndi sér ekki að Lars Da- hlin, einn af markaðsstjórum Volvo í Gautaborg, var ánægður er DV heimsótti bUaverksmiðjur fyrirtæk- isins í Torslanda rétt utan við borg- ina viku eftir að nýju fólksbUarnir komu á markað núna í mars. Dahlin bauð blaðamanni að setj- ast undir stýri í S40 bUnum sem er Volvobíll með nýju útliti. Þrátt fyr- ir að bíllinn væri ekki kassalaga var ekki um að viUast að þetta var Volvo þegar inn í hann var komið. Sætið var stórt og þægilegt, stýrið var stórt og það voru fastar og ákveðnar stöður fyrir hvert gírstig. Öryggistilfinningin gerði vart við sig þó bíllinn væri ekki kassalaga. „Við áttum von á að fólk myndi velta því fyrir sér hvort nýju bílarn- ir væru jafn öruggir og þeir kassalö- guðu. Fólk hefur tengt öryggi Volvo- bílanna við lögun þeirra. Það er því rétt að geta þess að það er alveg samí öryggisbúnaður í þessum bil- um og öðrum Volvobílum," sagði Dahlin. Verksmiðjurnar 6 þúsund manna þorp Ekið var um Torslandasvæðið sem er 4 milljónir fermetra að stærð. Þar er fjöldi verksmiðjuhúsa, skrifstofubygginga, nýlenduvöru- verslun, nokkur veitingahús, banki, apótek, dagheimili, heilsugæslu- stöðvar, bifreiðaverkstæði fyrir bíla starfsmanna, pósthús, íþróttahús, slökkvistöð og reiðhjólaverkstæði. Þrir menn eru í fullu starfi við að gera við hjólin sem starfsmenn nota innanhúss í verksmiðjunum. Verk- smiðjusvæðið er eins og þorp ef horft er frá stærð bygginganna en sú lengsta er á við 11 knattspyrnu- velli. Á þessu svæði, sem er 28 kíló- metra langt, starfa um 6.300 manns. I þessum verksmiðjum eru stórar blikkrúllur, 25 tonn að þyngd, klipptar niður í mátulegar stóra hluta í skrokkinn sem síðan eru pressaðir í formum. Mörg hundruð vélmenni eru starfsmönnum til að- stoðar. Það tekur til dæmis átta vél- menni 49 sekúndur að lóða saman skrokkinn. Þegar lökkun er lokið tekur samsetning við. Hlutirnir koma frá ýmsum verksmiðjum Vol- vo víða um Svíþjóð. Það eru Volvo 850 og Volvo 940/960 sem eru settir saman í Torslanda. { Gautaborg starfa alls um 12.900 manns hjá fólksbílaverksmiðjum Volvo en alls eru starfsmenn fólks- bílaverksmiðjanna í Svíþjóð 20.500. Starfsmenn Volvo utan Svíþjóðar, sem vinna við framleiðslu fólksbila, eru 8.600. Heildarfjöldi starfsmanna Volvo er rúmlega 75 þúsund manns en af þeim starfa 30 þúsund utan Svíþjóöar. Samstarf við Mitsubishi Volvo S40 ög V40, sem fulltrúar Volvo 240 hefur líklega fengið fleiri viðurkenningar en nokkur annar bíll. Fyrsti Volvoinn hét Jakob og kom á götuna 1927. Hann er í húsakynnum Sænsku kúluleguverksmiðjunnar í Gautaborg en þar störfuðu og kynntust stofnendur Volvo. Volvo binda svo miklar vonir við, eru framleiddir í verksmiðju NedCars í Hollandi en eigendur fyr- irtækisins eru auk Volvo hollenska ríkið og Mitsubishi-bílaverksmiðj- urnar í Japan. Volvo hóf samstarf við Mitsubis- hi fyrir fimm árum er fyrirtækið vildi komast inn á Evrópumarkað- inn. Volvo hefur jafnframt tekist að ná góðri fótfestu á japanska mark- aðnum því í hittifyrra seldust 15.400 Volvobílar í Japan og varð landið þar með sjöundi stærsti markaður Volvo. Bandaríkin hafa verið stærsti markaður Volvo frá miðjum áttunda áratugnum og seldust þang- að 80.800 bílar 1994. í sjálfu heima- landinu, Svíþjóð, seldust 42.700 Vol- vobílar og var markaðshlutfallið 27,4 prósent. Jakob á götuna 1927 Fyrsti Volvobíllinn rúllaði út úr verksmiðju í Gautaborg 14. apríl 1927. Orðið Volvo er reyndar engin skammstöfun eins og sumir telja heldur er það latneskt'sagnorð sem þýðir: ég rúlla. Fyrsti bíllinn hlaut nafnið Jakob. Mennirnir á bak við Volvo hétu Assar Gabrielsson og Gustaf Larson. Gabrielsson var hagfræð- ingur og bisnissmaður og hóf feril sinn hjá SKF, Sænsku kúlulegu- verksmiðjunni, í Gautaborg. Hann varð brátt yfirmaður dótturfyrir- tækis SKF i Frakklandi og uppgötv- aði að þar var hægt að selja sænsk- ar kúlulegur á lægra verði en bandarískar. Ein af útskýringunum voru lág laun verkamanna í Sví- þjóð. Gabrielsson fór að velta því fyrir sér hvort ekki væri tilvalið að framleiða bOa í Svíþjóð. Þangað sneri hann aftur 1923 og varð sölu- stjóri hjá SKF. Gustaf Larson var tæknimenntað- ur. Hann var á námssamningi hjá White & Poppe í Coventry í Englandi þar sem hann kynntist mótorsmíði Morris. Árið 1917 kom Larson til Svíþjóðar og lauk námi í Tækniháskólanum í Stokkhólmi. Hann starfaði hjá SKF í Gautaborg í þrjú ár áður en hann flutti aftur til Stokkhólms. Sumarið 1924 fóru þeir Gabrielsson og Larson að ræða framleiðslu bíla af alvöru. Sama haust hófst undirbúningurinn og í júlí 1926 voru fyrstu teikningarnar tilbúnar. Tæpu ári seinna var Jak- ob, sem smíðaður var eftir banda- rískri fyrirmynd, tUbúinn á götuna. Jakob var með fjögurra strokka mótor sem framleiddi 28 hestöfl við 2000 snúninga á mínútu. Hæsti mögulegi hraði var 90 km á klst. en Volvo mælti með 60 km hraða. Nýi S40 bíllinn, sem reyndar var sér- I sjónvarpsmyndaflokknum Dýrlingurinn ók Roger Moore um á hvítum Vol- vo P1800 enskum bílaframleiðendum til mikillar gremju. Hér er verið að setja þak á Volvo 850 í Torslandaverksmiðjunni. staklega gaman að keyra, fæst með 2 lítra mótor með 137 hestöfl við 6.100 snúninga á mínútu og 1,8 lítra mótor með 115 hestöfl við 5.500 snúninga á mínútu. Einnig er að hægt að fá bílinn með turbodísU- mótor, 1,9 lítra, með 90 hestöU við 4.250 snúninga á mínútu. Það tekur innan við 20 klukkustundir að fram- leiða S40 bUinn í verksmiðjunni í Hollandi. í kynningarmynd um bíl- inn er honum meðal annars ekið á íslenskum vegum. -IBS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.