Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1996, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1996, Side 16
MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996 JL>V 30 Qfesnskir dagar______________________________ Tetra Pak: Risafyrirtæki með rætur í skóginum - eigendur meðal ríkustu manna í heimi Jan Fridell, einn yfirmanna pökkunarverksmiöju Tetra Pak í Vármland, við pappírsrúllu fyrir fern- ur sem búið er að prenta myndir af Línu langsokk á. Ef þú kaupir einn lítra af mjólk á dag beröu heim um 10 kíló af pappírsfernum á ári. Ef mjólkin væri í glerílöskum væru það um 130 kíló af umbúðum sem þú þyrftir að burðast með vegna mjólkurkaupanna. Það var Svíinn Ruben Rausing sem fékk þá snjöllu hugmynd að búa tU pappírsfernur. Ruben, sem fæddist 1895, var sonur málning- arkaupmanns á Skáni og fékk styrk til náms við Verslunarháskólann í Stokkhólmi. Eftir- nafn Rubens var í raun og veru Andersson en hann kenndi sig við bæinn Raus sem hann var frá. Ruben Rausing fékk einnig styrk til náms við Columbíu-háskólann í New York og það var á námsárunum í Bandaríkjunum sem hann kynntist fyrst stórmörkuðum. Hann gerði sér ljóst að þessi verslunarmáti myndi koma til Evrópu og auka eftirspurn eftir vör- um í pakkningum. Ríkustu menn í heimi Ruben Rausing stofnaði fyrirtæki með Erik Ákerlund 1929 cg fyrstu umbúðirnar voru utan um hveiti. Árið 1943 byrjuðu tilraunirn- ar með framleiðslu mjólkurumbúða. Níu árum seinna komu hyrnur undir rjóma á markað. Núna er Tetra Pak risi í viðskipta- heiminum með 47 verksmiðjur viða um heim auk þess sem fyrirtækið selur vörur til 120 landa. Ársveltan er um 700 milljarðar ís- lenskra króna. Ruben Rausing lést 1983. Synir hans, Hans og Gad, hafa undanfarin ár verið í 2. og 3. sæti á lista Forbes-tímaritsins yfir rík- ustu menn heims. Synimir fengu sæti í stjóm fyrirtækisins þegar árið 1954. Fyrir nokkrum vikum greindi Aftonbladet í Svíþjóð frá því að Hans Rausing, sem er 70 ára og býr í Eng- landi, hefði selt stóra bróður sínum Gad, 73 ára, sinn helming í fyrirtækinu Tetra Laval fyrir 32 milljarða sænskra króna eða um 320 milljarða íslenskra króna. Hans á að hafa selt sinn hlut þar sem börnin hans þrjú hafa eng- an áhuga á fyrirtækinu. Keyptu fyrirtækið sem neitaði lánveitingu Reyndar komu timabii þegar rekstur Tetra Pak gekk illa. Á sjöunda áratugnum vantaöi Ruben Rausing fé. Hann stakk upp á því við ættarveldið Wallen- berg í Svíþjóð að það léti fyrirtæki sitt, Alfa Laval, kaupa helmingshlut í Tetra Pak til að bjarga starfseminni. Wal- lenberg- fjölskyld- unni þótti það of mikil áhætta. Tím- arnir breyttust og árið 1991 var það Tetra Pak sem kom öllum á óvart með því að kaupa Alfa Laval fyrir um 160 milljarða íslenskra króna og staðgreiða. Umhverfis- mál í fyrirrúmi Fyrir 30 árum lánuðu nokkrar pappirsverksmiðjur hinu fátæka Tetra Pak fyrirtæki fé. Núna eru vélar í sænskum pappírs- verksmiðjum í gangi allan sólarhringinn til þess að framleiða pappírsrúllur, ein rúlla getur verið allt að 30 tonn að þyngd, sem síðar verður breytt í fernur undir mjólk og ávaxtasafa á íslandi, í Nýju-Del- hi og Amsterdam svo einhverjir af hinum fjölmörgu mörkuðum séu nefndir. „Við leggjum mikla áherslu á umhverfis- væna vinnslu og fundum því oft með fulltrú- um þeirra pappírsverksmiðja sem við eigum viðskipti við,“ sagði Lars Johansson, upplýs- ingafulltrúi á skrifstofu Tetra Pak í Stokk- hólmi, er hann sýndi blaðamanni DV pappírs- verksmiðjuna Stora Billerud í Vármland í Sví- þjóð. Fyrir utan verksmiðjuna voru háir staflar af timbri og viðarilmur í loftinu. Thomas Otto, yfirmaður umhverfismála hjá verk- smiðjunni, vísaði veginn og sagði í leiðinni frá þeim framförum sem orðið hafa í umhverf- ismálum í timburiðnaðinum. Á sjöunda ára- tugnum lýstu yfirmenn sögunarverksmiðja þvi yfir í blaðaviðtölum að efni sem runnu út í ár og vötn frá verksmiðjunum væri eitthvað sem kæmi frá árbotnum. „Það vissi enginn hvaða áhrif aukin starfsemi hefði og þetta var sama sagan í öllum iðnaði. Núna setjum við okkur hærri markmið en yfírvöld gera með sínum ströngu lögum um umhverfismál," sagði Thomas Otto. Það fer einn rúmmetri af timbri í fram- leiðslu á 9 þúsund mjólkurfemum en aðeins 0,2 prósent af öllum pappír, sem framleiddur er í Sviþjóð, fara til framleiðslu á mjólkur- femum. Endurvinnsla skipar háan sess Endurvinnsla skipar háan sess hjá Tetra Pak. Fyrir 5 árum hóf fyrirtækið ásamt papp- írsverksmiðjunni Stora Billerud samvinnu um endurvinnslu við nokkur sveitarfélög. Undirtektir hafa verið góðar og nú er umbúð- um safnað í 200 sveitarfélögum í Svíþjóð. Gömlum fernum er breytt í eldhúspappír, sal- ernispappír, spónaplötur og auðvitað í nýjar fernur. „Einkunnar- orð Rubens Rausing voru að umbúðir ættu að spara meira en þær kosta og þau eru við lýði enn í dag,“ sagði Lars Johansson upp- lýsingafulltrúi. Tetra Pak sel- ur ekki bara fernur heldur þróar einnig, framleiðir og markaðssetur kerfi til með- höndlunar, pökk- unar og dreiíing- ar á fljótandi og seigfljótandi fæðu. Að sögn Johanssons stækkar markaðurinn fyrir fljótandi fæðu hratt í Asíu og einnig í Mið- og Suður-Evrópu. „Ég er viss um að fernur eiga eftir að koma meir og meir í staðinn fyrir glerílát og dósir." Vörutegundunum, sem seldar eru í fernum, fiölgar stöðugt. Súpur, ostasósur, sælgætis- drykkir, eftirréttir og vatn er núna selt í fern- um. í fyrra var sett nýtt sölumet. Þá seldust 75,5 milljarðar af fernum. Tetra Pak selur fernur um allan heim. íslenskar fernur eru meðal margra ann- arra í sýningarhillu skrifstofunnar ■ Stokkhólmi. Rúllurnar í pappírsverksmiðjunni Stora Billerud eru sumar 30 tonn að þyngd. Hér eru Thomas Otto, yfirmaður umhverfismála í verksmiðjunni, og Lars Johansson, upplýsingafulltrúi Tetra Pak, við eina slíka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.