Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1996, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1996, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996 23 Umboðsmaður Kahrs parkets: Hvergi meira parket en á íslandi sænskir dagar Þetta plankagólf frá Káhrs er úr birki. DESIGN FOR ADVENTURE SVEFNPOKAR m afsláttur á Sænskum -10° 9980.- -15° 12.860.- -25° 16.460.- ÚTILÍF GLÆSIBÆ • ALFHEIMUM 74 • S: 581 2922 a s Viður skipar veglegan sess í hí- býlum manna í Svíþjóð enda af nógu hráefni að taka. Svíar eru í fararbroddi í gerð viðargólfa og eitt af þeim fyrirtækjum sem selja ís- lendingum parket er Káhrs fyrir- tækið í Nybro skammt frá Kalmar á austurströnd Svíþjóðar. Spunarokkar og leikföng Fyrirtækið var stofnað árið 1857 af Johan Káhr eldri sem var dugleg- ur trésmiður. Hann framleiddi ým- islegt tO heimilishalds, þar á meðal rokka. Um aldamótin sneri fyrir- tækið sér að leikfangaframleiðslu og á þriðja áratugnum var hafin framleiðsla á rókókó-húsgögnum. Á fimmta áratugnum hófst svo parket- framleiðsla fyrirtækisins. Heimsmet r Islendinga Það eru ekki ýkja langt síðan Is- lendingar teppalögðu öll gólf út í horn. Þeir áttu það meira að segja til að teppaleggja yfir parket þegar þeir færðu sig um set milli íbúða. Núna er öldin önnur og á síðastliðn- um 10 árum hefur notkun á parketi tvöfaldast á íslandi, að sögn Birgis Þórarinssonar hjá Agli Árnasyni. Hann getur þess að núna sé hvergi í heiminum jafn mikið af parketgólf- um og á íslandi miðað við höfða- tölu. Notkunin hér sé tvöfóld miðað við þá sem koma næstir, Svía sjálfa. Elsti umboðs- maðurinn „EgUl Árnason er elsti umboðs- maður Káhrs utan Svíþjóðar og hef- ur samstarfið staðið yfir síðan 1954. EgUl Árnason var fyrsta fyrirtækið sem hóf innflutning á krosslímdu parketi," greinir Birgir frá. Hann segir Egil Árnason hafa lát- ið gera skoðanakönnun meðal arki- tekta um hvort þeir vænti einhverja breytinga á gólfefnum á næstunni. „Þeir hafa aUir gefið það upp að þeir sjái fyrir sér meiri notkun á náttúrlegum gólfum, það er viðar- gólfum og flísum, heldur en hefur verið áður. Þetta er líka eins og tíð- arandinn er, það er afturhvarf til náttúrunnar. Parketið er orðið númer eitt í híbýlum fólks,“ segir Birgir. Hita upp bæjarfálagið Káhrs er nú með tvær verksmiðj- ur í Svíþjóð, eina í Þýskalandi og eina í HoUandi. Það eru tré úr skandinavískum skógum sem eru fyrst og fremst notuð við framleiðsl- una. Úrgangurinn, sem feUur tU við framleiðsluna, er nýttur. Trjáflísum er breytt í orku tU að hita upp fyrir- tækið í Nybro og stóran hluta bæj- arfélagsins. Á áttunda áratugnum var kreppa hjá Káhrs. Fyrirtækið hætti hús- gagnaframleiðslu og seldi hlut sinn í fyrirtækinu Svenska Dörr. Eftir var aðeins gólfefnaframleiðslan. Það birti þó til á ný um leið og eft- irspurn eftir parketi fór að aukast. Kálu-s er nú .í eigu samsteypunnar Skáne- Gripen AB og flytur út park- et til um þrjátíu landa. Stjéirtiyn snynirfegsSiraða sparar ortai. Með nútíma rafeindatækni er hægt að stjóma snúnings-hraða á loftþjöppum þannig að loftþjöppurnar firamleiði alltaf það loftmagn sem þörf er á hverju sinni. Samanborið við hefðbundnar loft- þjöppur, sem annað hvort vinna undir fullu álagi eða álagslausar, getur það þýtt tug þúsunda kilówattstunda sparnað á ári. Snúningshraðastjórnun sem byggir á tíðnibreyti er í Atlas Copco GA 90 VSD loftþjöppum. Loftþjappan framleiðir á milli 40-250 lítra af vinnulofti á sek. við 4-10 loftþyngdir. Loftþörf Spamaður GA 90 VSD Hefðbundin loftþjappa Sú aðferð að stjórna snúningshraða mótorsins með breytilegri spennu ásamt tíðnibreytingu er nýjung í stjórnbúnaði loftþjappa. Þetta einfaldar vélbúnað tækisins, gírum er sleppt og rekstraröryggi eykst. GA 90 VSD lofitþjöppur er hægt að nota einar sér eða með hefðbundnum loftþjöppum. Umboðsaðili á Islandi SINDRA-STAL HF. Borgartúni 31, 105 Reykjavik Sími: 562-7222, Fax: 562-3024 JIiUisCopcc -IBS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.