Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1996, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1996, Síða 12
, sænskir dagar MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996 Sænska kúluleguverksmiðjan: Minnstu legurnar sjást varla, þær stærstu vega 45 tonn Árið 1917 birtist auglýsing í dagblaði frá Sænsku kúluleguverksmiðjunni í Gautaborg. í auglýsingunni var mynd af tveimur mis- munandi háum viðarstöílum til þess að sýna fram á hversu mikla orku mætti spara með því að nota kúlulegur. í kjölfar aug- lýsingarinnar barst fyrirtækinu bréf frá konu sem spurði hvort nota mætti kúlulegurnar í venjulegan arin. _____hafa menn lengi vitað að kúlulegur eru ekki ný tegund eldiviðar. Á hverju meðalheimili eru 159 legur. En þær sjást yflrleitt ekki í borvélinni, kæliskápnum, frysti- notkun þrátt fyrir að þær séu í skápnum, þvottavélinni, rakvélinni, hlutum sem notaðir eru svo til ryksugunni, segulbandstækinu, mat- daglega, eins og í bilum, vinnsluvélinni og hárþurrkunni svo myndavélum og ryksugum svo eitthvað sé nefnt. eitthvað sé nefnt. 159 legur á heimilinu Alls staðar þar sem snúningur er er þörf fyrir legur. Legur eru til þess að koma í veg fyrir núning eða draga úr honum og til þess að spara orku. Mönnum hefur reiknast til að í tækj- um á méðalstóru heimili'séu 159 leg- ur. Minnstu legurnar, sem fr^mleidd- ar eru, eru varla sjáanlegar. Þær stærstu eru jafn breiðar þjóðvegi og vega 45 tonn. Næstum allar vélar með hreyfanlegum hlutum innihalda ein- í fyrra kynnti Sænska kúluleguverksmiðjan nýja legu, CARB-legu, sem sparar enn meiri orku vegna minni núnings og minni stærðar. Það hefur verið mikið að gera að undanförnu hjá þeim sem gera jarðgöng. Það hefur til dæmis verið borað í gegn- um þýsk og svissnesk fjöll, milli eyja í Danmörku og undir Ermarsund. Borvélarnar hafa verið risastórar og þurft næstum jafnstórar legur. Stærsta legan sem Sænska kúluleguverksmiðjan hefur framleitt fyrir slíkar borvélar var 7,2 metrar í þvermál og 45 tonn að þyngd. hvers konar legur. Þær minnstu sitja í áttavit- um flugvéla. „Nákvæmnin í öllum legum þarf að vera upp á þúsundasta hluta úr millímetra. Hafðu það í huga þegar þú stígur upp í flugvélina á leið heim.“ Þetta sagði Klas Liljeröd, upplýsingafull- trúi í Sænsku kúlulegu- verksmiðjunni í Gauta- borg, er hann sýndi blaða- manni DV framleiðsluna. Þar mátti sjá legur af öllum stærðum og gerðum. Upphaflega textílverksmiðja Sænska kúluleguverk- smiðjan var stofnuð 1907. Stofnandi hennar var starfsmaður í textílverk- smiðju. Legur í textílverk- smiðjunni biluðu títt með þeim afleiðingum að fram- leiðslan stöðvaðist. Þetta olli ungum verkfræðingi þar, Sven Wingquist, tals- verðum höfuðverk. Hann ákvað að reyna að draga úr bilununum með því að smíða sporkúlulegu sem varð fyrsta sænska kúlu- legan. Næsta takmark hans var að smiða sjálfstillandi legu. Wingqu- ist vildi jafnframt verða sinn eigin herra. Hann fékk stuðning frá yfir- mönnum sínum og þar með var Sænska kúlulegu- verksmiöjan orðin til. 227 þúsund legur á klukkustund Fyrsta árið voru framleiddar 2.200 legur. I dag eru framleiddar 227 þúsund legur á klukkustund. Sænska kúluleguverksmiðjan hefur látið reisa 90 verksmiðjur víða um heim sem selja legur til 130 landa. Fjöldi starfs- manna um heim allan er 44 þúsund, þar af 5 til 6 þúsund í Svíþjóð. Sænska kúluleguverksmiðjan, sem hefur verið í fararbroddi í heiminum í framleiðslu og sölu lega, framleiðir ekki bara legur held- ur einnig vélar sem legumar eru gerðar í. Yfír 80 prósent af stálinu, sem notað er í legurnar, koma frá eigin stálverksmiðju i Svíþjóð. Metnaðarfullt starfsfólk Klas Liljeröd, upplýsingafulltrúi í Gauta- borg, greinir frá því að mestur vöxtur sé i við- skiptunum í Suðaustur-Asíu. „Við fjárfestum mikið i verksmiðjum þar og ætlum að hafa þær svo margar að við getum séð markaðnum fyrir legum. Japan er þó undantekning því Japanir eru helstu keppinautar okkar,“ segir hann. Á göngu um verksmiðjuna i Gautaborg leggur Liljeröd áherslu á gæði framleiðslunn- ar og dugnað starfsfólksins. „Starfsfólkið er metnaðarfullt. Þegar þaö er búið að læra viss handtök kemur það og spyr hvað það geti fengið að læra næst. Það fær líka borgað eftir því hvað það kann á margar vélar.“ Við eftirlitsfæribandið situr hver starfs- maður ekki lengur en 15 til 20 mínútur í einu. Athyglin þarf að vera í lagi því ekkert má vera athugavert við legurnar. -IBS Lenny Jonasson, verkfræðingur hjá Dynapac, kannar árangur einnar vélar fyrirtækisins í tilraunaskálanum. J Markaðsstjóri Dynapacs í Karlskrona: Miðlun þekkingar er okkar styrkur Hjá Dynapac-fyrirtækinu í Karl- skrona á suðausturströnd Svíþjóðar starfar Kínverji sem hefur skrifað doktorsritgerð um áhrif kulda á til- hneigingu malbiks til að springa. Kínverjinn, sem vill láta kalla sig sænska nafninu Hugo af því að hann ber svo langt og flókið nafn, talar margar kínverskar mállýskur. „Það er styrkur okkar að hafa slika menn í vinnu,“ sagði Lennart Edegárd, markaðsstjóri hjá Dynapac sem selur valtara til völt- unar á malbiki og jarðvegsþjöppur. „Við höfum hér sérstaka rannsókn- ar- og tæknimiðstöð til að miðla af þekkingu okkar til viðskiptavina um allan heim og þá koma allir hæfileikar manns eins og Hugo að miklum notum. Við ráðum gjarnan útlendinga til fyrirtækisins.“ Dynapac-fyrirtækið, sem er hluti af Svedala-fyrirtækinu, var stofnað fyrir 60 árum og selur vörur til rúm- lega 100 landa. Árið 1948 var fyrsta rannsóknarstofa Dynapacs sett á laggimar. Árið 1987 var svo þekk- ingarmiðstöðin, High Comp Centre, stofnsett. „Viðskiptavinurinn verður að fá að vita hvað gerist með jarðveginn þegar vélarnar okkar valta yfir hann. Það þarf mikla þekkingu til að vita hvenær maður hefur náð ár- angri og þá þekkingu bjóðum við viðskiptavinunum. Þar með fá þeir vitneskju um hvaða vélar henta best og hvernig á að nota þær,“ lagði Edegárd áherslu á og hætti því við áð þeir prófuðu einnig vélar keppinautanna. Það væri ekkert leyndarmál. Hann tók fram að öll reynsla væri byggð á rannsóknum og prófunum með vélarnar á því jarðvegsefni sem þær eru ætlaðar fyrir. í fyrrá voru til dæmis lögð 2.500 tonn bara af malbiki í rannsóknarskyni við fyr- irtækið i Karlskrona. Sérstakur skáli er fyrir prófanir á árangri ýmissa jarðvegsþjappna. Mismunandi jarðvegur er í húsinu og eftir hverja yfirferð eru fram- kvæmdar mælingar með geisla- mæli. Niðurstöður mælinganna eru skráðar í gagnabanka. í honum eru nú 200 þúsund niðurstöður. Dynapac veitir prófessorum viða um heim upplýsingar um prófanir og fær jafnframt ýmsar góðar hug- myndir frá prófessorunum. Ráðleggingar til viðskiptavina eru án endurgjalds. „Það getur kost- að óhemjufé þegar ekki næst árang- ur. Það kostar einnig mikið að keyra vélamar meira en nauðsyn krefur. Fái viðskiptavinurinn þekk- ingu og ráðleggingar í upphafi verð- ur lokaárangurinn hagkvæmari. Þetta kemur líka til með að hafa enn meiri þýðingu í framtíðinni þegar verktakinn verður látinn taka meiri ábyrgð sjálfur en þróunin er víða í þá átt,“ benti Edegárd á. -IBS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.