Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1996, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1996, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ1996 Afmæli Haukur Harðarson Haukur Harðarson fjármála- stjóri, Fjaröarási 28, Reykjavík, er sextugur í dag. Starfsferill Haukur fæddist í Víðikeri í Bárðardal og ólst þar upp fyrstu tiu árin en flutti þá með foreldr- um sínum að Svartárkoti í Bárð- ardal þar sem foreldrar hans bjuggu allan sinn búskap frá 1946. Haukur lauk landsprófi frá Hér- aðsskólanum að Laugum 1955 og prófi frá Samvinnuskólanum 1958. Haukur stundaði innheimtu- og fulltrúastörf hjá Bókaútgáfunni Norðra 1958-60, var bæjargjald- keri á Húsavík 1960-63, stundaði endurskoðunar- og hagsýslustörf og bókhaldsskipulagningu í kaup- félögunum á vegum hagdeildar SÍS 1963-64, starfaði hjá Trygg- ingu hf. 1964-72 þar sem hann var lengst af aðalbókari og deildar- stjóri endurtryggingardeildar, var bæjarstjóri Húsavíkur 1972-78, stjórnaði endurtryggingarskrif- stofu Tryggingar hf. i London 1978-79, annaðist stjórn skrifstof- unnar frá Reykjavík 1980, var framkvæmdastjóri Blikksmiðjunn- ar Vogs hf. í Kópavogi frá ársbyrj- un 1981, skrifstofustjóri hjá Guð- mundi Jónassyni hf. - ferðaskrif- stofu 1983-87 og fjármálastjóri hjá Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins frá 1987 þar sem hann starfar enn. Haukur var formaður Fjórð- ungssambands Norðlendinga - 1973-74, sat í fjórðungsstjórn og fjórðungsráði 1972-78, í stjórn og varastjórn Hafnasambands sveit- arfélaga 1975-78, í Mltrúaráði Brunabótafélags Islands 1974-78, stjórnarformaður Hótel Húsavíkur sem og Félagsheimilis Húsavíkur 1972-78, í stjórn Fiskiðjusamlags Húsavíkur 1972-78, í stjórn saumastofunnar Prýði á Húsavik 1972-78, í stjórn Útgerðarfélagsins Höfða hf. á Húsavík 1975-78, end- urskoðandi Útvegsbanka íslands 1981-69, starfaði í Lionsklúbbi Húsavíkur 1972-78 og í Lions- klúbbnum Víðarr frá stofnun 1983. Fjölskylda Haukur kvæntist 13.4.1963 Sig- rúnu Björk Steinsdóttur, f. 19.11. 1938, skrifstofumanni. Hún ér dóttir Steins Guðmundssonar, f. 1904, sjómanns á ísafirði, og k.h., Aðalheiðar Hannibalsdóttur.-f. 1909, húsmóður, en þau eru bæði látin. Börn Hauks og Sigrúnar Bjark- ar eru Dagrún Helga Hauksdóttir, f. 24.11.1962, skrifstofumaður í Reykjavík, en sambýlismaður hennar er Bergþór Bjarnason og er sonur þeirra Andri Már Berg- þórsson, f. 17.12.1984; Vignir Bragi Hauksson, f. 13.1. 1964, við- skiptafræðingur, og er dóttir hans og Katrinar Sifjar Ragnarsdóttur Lilja Vignisdóttir, f. 2.1. 1990, en sambýliskona Vignis er Þóra Val- gerður Jónsdóttir og er dóttir hennar Anna Kolbrún Jensen, f. 1.1.1986; Hafþór Már Hauksson, f. Sigurður Pétur Guðnason, kennslustjóri við Iðnskólann í Reykjavík, Lækjarhvammi 25, Hafnarfirði, er fimmtugur i dag. Starfsferill Sigurður fæddist í Vestmanna- eyjum en ólst upp á Akranesi. Hann lauk gagnfræðaprófi 1963, lærði rafvélavirkjun og lauk sveinsprófi í þeirri grein 1968, öðl- aðist meistararéttindi 1973 og lauk prófum í uppeldis- og kennslu- fræði við KHÍ 1982. Sigurður starfaði við rafvéla- virkjun til 1972, vann hjá IBM 1972-76, varð kennari við Iðnskól- ann í Reykjavík 1976, var deildar- stjóri þar 1977-92 og hefur verið kennslustjóri í rafiðnaði frá 1992. Sigurður sat í trúnaðarmanna- ráði Félags íslenskra rafvirkja 1970-73, var starfsmaður fræðslu- nefndar rafvélavirkja 1978-86, hef- ur setið í stjórn Félags framhalds- skólakennara frá 1987 og hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Kenn- arasambandið. Hann hefur samið kennslubók í verklegum greinum, IÐNÚ. Fjölskylda Sigurður kvæntist 15.10.1966 Eddu Ingyarsdóttur, f. 30.11. 1945, bókaverði. Hún er dóttir Ingvars Ragnarssonar, fyrrv. útgerðar- manns frá Stykkishólmi, nú í Hafnarfirði, og Guðbjargar Árna- dóttur húsmóður. Börn Sigurðar og Eddu eru Ingvar Sigurðsson, f. 28.8. 1966, matreiðslumeistari, en kona hans er Sigrún Jónsdóttir og eru börn þeirra Aldís Edda Ingvarsdóttir, f. 6.5. 1994, og óskírð Ingvarsdóttir, f. 25.3.1996; Bjöm Sigurðsson, f. 11.7. 1968, iðnrekstrarfræðingur, en kona hans er Aðalbjörg Óla- dóttir og er dóttir þeirra Sif Björnsdóttir, f. 2.8.1994; Hlynur Sigurðsson, f. 8.6. 1975, nemi.. Systkini Sigurðar eru Jónína Guðnadóttir, f. 16.9.1943, leirlista- maður, búsett i Hafnarfirði; Krist- Siguröur Pétur Guðnason. ján Pétur Guðnason, f. 21.10.1949, ljósmyndari 1 Reykjavík. Foreldrar Sigurðar: Guðni Dag- ur Kristjánsson, f. 20.8.1918, d. 12.11. 1972, bakarameistari, og Stefanía Sigurðardóttir, f. 2.6. 1921, fyrrv. kaupmaður og aðstoð- armaður hjá tannlækni ¦Æ. Aukablað um HUS OG Miðvikudaginn #. maímxm aukablað um hús og garða fylgjaW. GARÐA Meðal efnis: gróðursetning, klippingar, áburðargjöf, safnhaugar, Listigarðurinn á Akureyri, nýjungar í plöntusölu o.fl. Þeir sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði vinsamlega hafi samband við Selmu Rut í síma 550-5720 eða Guðna Geir í síma 550-5722 hið fyrsta. Vinsamlega athugió áð síbasti skiladagur auglýsinga er ftmmtudagur 2. maí. Auglýsingar Sími 550 5000, bréfasími 550-5727 4.12. 1966, lést af slysfórum 20.1. 1984. Sysfkini Hauks eru Tryggvi Harðarson, f. 27.5. 1939, bóndi í Svartárkoti, kvæntur Elínu Bald- vinsdóttur og eru börn þeirra Guðrún, Heiðrún, Sigurlína og Hörður; Steinunn Harðardóttir, f. 13.9. 1945, sölumaður hjá KÞ, bú- sett á Húsavík, en maður hennar er Daníel A. Jónsson vélvirki. Foreldrar Hauks: Hörður Tryggvason, f. 13.7. 1909, d. 19.11. 1994, bóndi í Víðikeri og í Svart- árkoti, og k.h., Guðrún Anna Benediktsdóttir, f. 2.2.1911, hús- freyja, nú til heimilis að Hvammi, heimili aldraðra á Húsavík. Ætt Hörður var sonur Tryggva, b. í Víðikeri, Guðnasonar, b. í Brenni- ási, Sigurðssonar. Móðir Tryggva var Guðrún Sigmundsdóttir, b. á Jarlsstöðum, Einarssonar og Kristínar Þorgrímsdóttur. Móðir Harðar var Sigrún Haukur Harðarson. Ágústa Þoryaldsdóttir, ráðsmanns á Saurbæ, Árnasonar og Helgu Sigurpálsdóttur, systur Jakobs, prests í Saurbæ. Guðrún Anna var dóttir Bene- dikts, b. í Stóraási i Bárðardal, Kristjánssonar Buch, b. í Fossseli, Jenssonar Buch, b. á Ingjaldsstöð- um, Nikulássonar, ættföður Buchættarinnar. Móðir Guðrúnar Önnu var Steinunn Jóhannsdóttir frá Sandhólum í Eyjafirði. Haukur og Sigrún Björk eru á ferðalagi í Bandarikjunum á af- mælisdaginn. Sigurður Pétur Guðnason Hl hamingju með afmælið 3« IX13L1 90ára Sigurbjörn Metúsalemsson, Vestur-Stafnesi, Sandgerði. 85ára Margrét Pétursdóttir, Eyjahrauni 6, Vestmannaeyjum. 80ára Lárus Björnsson, Höfðagrund 27, Akranesi. 75ára Arnþrúður Gunnlaugsson, Sólheimum, Vallahreppi. 70ára Kristrún Jóns- dóttir, hús- freyja í Skip- holti, Hruna- mannahreppi, verður sjötug morgun. Eiginmaður hennar er Guðmundur Kristmundsson. Kristrún tekur á móti gestum i Skipholti á morgun, miUi kl. 14.00 og 18.00. Haukur Guðjónsson, Bakkaflöt 2, Garðabæ. Jóhanna G. Sigurðardóttir, Mýrum, Villingaholtshreppi. 60ára Sigurborg Jónasdóttir, Kleppsvegi 82, Reykjavík! Eiginmaður hennar er Hreinn Þor- valdsson múr- arameistari. Sigurborg og Hreinn taka á móti vinum og ætt- ingjum í Akoges-salnum, Sigtúni 3, milli kl. 18.00 og 20.00 í dag. Jóhann Þorsteinsson, Miðsirju, Akrahreppi. Sigurður G. Björnsson, Hjarðarhaga 50, Reykjavík. Kristján ísaks Valdhnarsson, Stekkjargerði 9, Akureyri. Kristín Þorkelsdóttir, Eyjabakka 22, Reykjavík. Kristin Haraldsdóttir, Haga, Vesturbyggð. Erna A. Tulinius, Helgamagrastræti 53, Ákureyri. Oddleifur Þorsteinsson, Haukholtum n, Hrunamannahr. 50ára Steinunn Guðmundsdóttir, Rofabæ 45, Reykjavík. Steinunn tekur á móti gestum í Danshöllinni, Drafnarfelli 2, Reykjavík, laug- ardaginn 4.5. milli kl. 15.00 og 19.00. Nikulás A. Halldórsson, Stórahjalla 15, Kópavogi. Nikulás er að heiman. Stefán Ólafsson, Heiðarseli 5, Reykjavík. Arnheiður G.A. Lindsay, Espigerði 8, Reykjavík. 40ára Dóróthea Gisladóttir, Ægisgötu 4, Dalvík. Margrét Jónsdóttir, Nýlendugötu 30, Reykjavík. Kristján Egilsson, Ásavegi 25, Vestmannaeyjum. Kristjana Stefánsdóttir, Hraunbæ 64, Reykjavik. Guðbjörn Elís Guðmundsson, Brekkugötu 16, Vogum. Sigríður Brynjólfsdóttir, Steinsholti, Leirár- ogJÆelahreppi. Sveinn T. Guðmundsson, Skólavörðustíg 19, Reykjavík. Þórður Ólafsson, Dalalandi 4, Reykjavík. Bergljót Kristín Ingvadóttir, Dvergholti 19, Mosfellsbæ. i i i Smáauglýsingadeild DV er opin: • virka daga kl. 9-22 • laugardaga kl. 9-14 • sunnudaga kl. 16-22 auglýsingar 5505000 i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.