Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1996, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1996 13 Fréttir Minnisvarðinn um Stephan G. á Arnar- stapa lagfærður - Ferðamálasjóður hafnaði beiðni um styrk DV; Fljótum: Stjórn Ungmennasambands Skagafjarðar hefur í hyggju að láta gera við minnisvarðann um Steph- an G. Stephansson á Arnarstapa í Skagafirði í sumar. Sambandið leit- ar nú eftir fjárstuðningi við fram- Guðmundur Ingimarsson, formaður UMSS, við minnisvarðann á Arnarstapa. DV-mynd Örn Grindavíkurhöfn: Rífandi gangur hjá Færeyingunum DV, Suðurnesjum: „Þetta gengur alveg ótrúlega vel. Þeir moka þessu upp og ekkert hefur þurft að sprengja enn sem komið er. Engin fyrirstaða verið," sagði Jón Gunnar Stefánsson, bæjarstjóri í Grindavík, í samtali við DV. Nú standa yfir dýpkunaraðgerðir i Grindavík sem hafa gengið betur en nokkur þorði að vona. Það eru Fær- eyingar sem vinna verkið og verður dýpkað á 12 þúsund fermetra svæði innan hafnarinnar. Verkinu á að verka lokið fyrir 1. september næst- komandi. „Um 15% verksins hefur verið lok- ið á tveimur fyrstu vikunum og það lofar mjög góðu og vonandi verður áframhaldið eins," sagði Jón Gunnar og er greinilega mjög ánægður með vinnu Færeyinganna. -ÆMK kvæmdina sem fyrirsjáanlegt er að verður talsvert kostnaðarsöm. Það urðu forsvarsmönnum UMSS mikil vonbrigði að stjórn Ferða- málasjóðs hafnaði fyrir skömmu beiðni um fjárstyrk til að viðgerðar á minnisvarðanum en einnig á að lagfæra umhverfi hans, gera þar göngustíga og aðstöðu svo fólk geti tyllt sér niður, en talsvert er um að ferðafólk stansi við minnisvarðann. „Þessi niðurstaða Ferðamálasjóðs er okkur hjá UMSS mikil von- brigði," sagði Guðmundur Ingi- marsson, formaður UMSS. „Það hef- ur legið fyrir í nokkur ár að nauð- synlegt væri að ráðast í viðgerð á minnisvarðanum og umhverfi, ekki síst með tilliti til vaxandi ferða- mannastraums. UMSS hefur látið gera kostnaðaráætlun sem hljóðar upp á 1,8 millj. króna. Við höfum fengið vilyrði um 300 þús. krónur frá Héraðsnefnd Skag- firðinga og gerðum okkur vonir um stuðning frá ferðamálasamtökun- um. Nú er þetta hins vegar allt í óvissu þar sem sambandið sjálft hef- ur ekki fjárhagslegt bolmagn til að leggja nema lítinn pening i þetta. Okkar framlag verður að mestu fólgið í vinnu. En við gerum okkur þó vonir um að Vegagerðin taki ein- hvern þátt í gerð göngustíga þótt engin loforð liggi fyrir um slíkt enn," sagði Guðmundur. Leitt er ef ekki verður hægt að ráðast í viðgerðina sem fyrst því bú- ast má við að fjöldi Vestur-íslend- inga leggi leið sína í Skagafjörð í sumar í tengslum við opnun Vestur- farasafnsins á Hofsósi og er ekki ósennilegt að gestirnir úr Vestur- heimi muni staldra við minnisvarð- ann um þjóðskáldið á ferð sinni um héraðið. -ÖÞ Amerísk gæða framleiðsla White-Westinghouse • 75 - 450 lítrar • Stillanlegur vatnshiti • Tveir hitastillar • Tvö element • Glerungshúð að innan • Öryggisventill • Einstefnulokar • Frí heimsending í Rvk. og nágrenni VISA - EURO - RAÐGREIÐSLUR RAFVORUR ARMULI 5 • 108 RVK • SÍMI 568 6411 Smásagnakeppni um Tígra í umferðinni Allir fá verðlaun! -^ Allir sem senda inn sögur fá að gjöf teinaglit á reiðhjólið. 50 sögur verða valdar og gefnar út í bók, Tígrabókinni. Þeir sem eiga sögu í bókinni eiga möguleika á að vinna reiðhjólahjálm frá , versluninni Markinu, Armúla 40. /W4RKlD Krakkar! Munið að senda inn sögur um Tígra í umferðinni fyrir 6. maí. Til að skila inn sógum getið þið komið við í Tígrabásnum í Perlunni, 4. hæð, á laugardag frá kl. 10-12 Einnig getið þið sent okkur sögumar í pósti, merktar: Krakkaklúbbur DV, Þverholti 14,105 Reykjavík, Einnig er tekið við sögum hjá Umferðarráði, Borgartúni 33, Reykjavík Það er leikur að skrifa um í umferðinni. 4H***m$ Grindavíkurhöfn dýpkuð. DV-mynd ÆMK í samstarfi við ^§r5Serðar og ^ lögregluna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.