Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1996, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1996 Fréttir Leit að gulli á íslandi heldur áfram: Kulnuð háhitasvæði líklegar gullnámur - tvö gullfélög starfandi Undanfarin ár hefur fariö fram skipuleg leit að gulli á íslandi á vegum tveggja hlutafélaga. Annars vegar var um að ræða Orkustofn- un, sem annaðist gullleit fyrir eins konar gullfélag, Málmís, sem er 80% 1 eigu Kísiliðjunnar og 20% í eigu Iðntæknistofnunar. Hins veg- ar leitaði gullfélagið Suðurvík, sem er í eigu Steypustöðvarinnar og kanadískra aðila, og skiptu félögin landinu upp á milli sín til leitar. Árangur leitarinnar virðist hafa orðið sá að öðrum aðilanum þykir ástæða til að halda áfram leit að gulli á Islandi í nýtanlegu magni. Leitin fór fram sumurin 1990-1993 og á grundvelli gagna sem þá feng- ust mun verða haldið áfram leit- inni. Hjalti Franzson, jarðfræðingur á Orkustofnun, sem stjómað hefur gullleitinni fyrir Málmís, segir að gullleit fari fram í nokkrum stig- um: Fyrst er gerð eins konar for- könnun þar sem farið vítt og breitt um og teknar nokkrar gerðir af sýnum. Ef vísbendingar um viss málmasambönd koma fram í þeim þá er farið nánar yfir þau svæði og þau könnuð frekar. „Áður en þeirri spurningu er svarað hvort eitthvað sé vinnsluhæft þarf mjög viðamikl- ar rannsóknir sem við höfum ekki efni á að framkvæma vegna þess hve dýrar þær eru,“ segir Hjalti. Hann segir að það guU sem verið sé að horfa til verði til í jarðhita- kerfum og aðstæður eru þannig þar að ekki þarf nema um fimm þús- und ár tU að mynda guU þar og þótt ísland sé ungt land á jarðsögulega vísu þá sé möguleiki á að guU finn- ist. „Miðað við að ísland er 16 millj- ón ára gamalt þá er tímaþátturinn nægilega langur," segir hann. Kristján Sæmundsson jarðfræð- ingur segir gerð jarðlaga og berg- grunnsins á íslandi þess eðlis að aUs ekki sé ólíklegt að finna guU. Þess sé helst að leita þar sem jarð- lögin eru einna dýpst rofm en síð- an geta þær aðstæður orðið að þessi rof lyftist ofar og auðveldara verði að nálgast þau. GuU er að sögn Kristjáns eitt efna sem smitast út úr kvikuvessa sem storknar á löngum tíma. GuUið er eitt svonefndra epíþerma- efna sem falla út hvað síðast og í kaldasta hluta vessans sem þá er farinn að nálgast sama hitastig og er í heitustu jarðhitakerfum hér á landi. „Sú rannsókn sem við gerðum er fyrsta yfirborðsrannsókn og svarar ekki spurningunni hvort nægjan- legt rúmmál af guUi sé í jörðu svo að borgi sig að vinna það,“ segir Hjalti Franzson. Hann vUl hins vegar ekki svara því hvort niður- stöður athugananna sumrin 1996-1993 bendi til að svo sé en samkvæmt heimUdum blaðsins mun ætlunin nú að fara út í frekari rannsóknir á vegum Málmíss. - En hvar var leitað? Hvorki Hjalti né Ágúst Hafberg, einn eig- enda Suðurvikur, vUja svara því nákvæmlega en segja aöeins að leitaraðUar hafi skipt landinu miUi sín til leitar, til þess að vera ekki að troða hvor öðrum um tær, eins og Hjalti orðaði það. Þannig fékk Málmís vesturhluta landsins en Suðurvik austurhlutann. Samkvæmt heimildum DV var einkum leitað í útjöðrum háhita- svæða og í grennd við gömul og jafnvel kulnuð háhitasvæði, svo sem í Skarðsheiði og í Skorradal. Meðan háhitasvæði eru virk þá eru þau á hreyfingu sem likist í grófúm dráttum hreyfingum í vatni sem sýður. Kvikan þrýstist þannig upp á við úr iðrum jarðar og rekur á undan sér og út frá sér jarðlög þannig að lög þar sem t.d. gull hef- ur skilist út í árþúsundanna rás kemur smám saman upp á yfir- borðið einhversstaðar í útjörðum gosbeltanna. Þannig aðstæður eru í Skarðsheiði og Skorradal þar sem eru kulnuð háhitasvæði og eld- stöðvar. Þá er talsvert af slíkum að- stæðum á Norðaustur- og Austur- landi. „Við fórum í þessi gömlu há- hitakerfi og könnuðum þau,“ segir Hjalti. Hann vill ekki svara því hvort þar eða einhvers staðar á ís- landi sé hægt að greina gull með berum augum en segir að víða sé gull unnið í yfirborðsnámum þar sem aöeins er eitt gramm í hverju tonni af bergi. I neðanjarðarnám- um verði magnið hins vegar að vera meira. -SÁ Gullleit Suðurvíkur á íslandi: Fundum ekki nóg segir dr. Agúst Valfells „Upphaflega mældist nægilegt magn af þungmálmum á gömlum háhitasvæðum til þess að vekja þá eftirtekt að menn vildu gá aftur en það var ekki bara gull sem leitað var að. Hins vegar fannst ekkert það magn sem hagkvæmt væri til vinnslu," segir dr. Ágúst Valfells en Steypustöðin hf. og kanadískt fyrirtæki stofnuðu félagið Suður- vík tO að leita að dýrum málmum á íslandi og stóð sú leit í tvö sum- ur. Suðurvík leitaði um suðvestan- og norðvestanvert landið en Málmís um norðaustan- og suð- austanvert landið. Suðurvík leit- aði einkum við hveri því að heitt vatn ber með sér úr iðrum jarðar ýmis uppleyst sölt. Þar sem sölt af þungmálmum eru torleystust falla þau fyrst út þegar vatnið kólnar. Gull og þungmálmar aðrir reynd- ust hins vegar ekki í því magni að vinnsla gæti borgað sig, að sögn Ágústs. -SÁ Menn ekki á einu máli um ágæti inn- flutnings norskra kúa Nú er rætt um að flytja til lands- ins norskar kýr til mjólkurfram- leiðslu. Tilgangurinn er að auka arðsemi íslenskra kúabúa. Norsku kýrnar eru stærri en þær íslensku og sagðar mjólka meira. Norsku kýrnar eru um 600 kíló fullvaxnar en þær íslensku 450 kíló. Samanburður var gerður á ís- lenskum kvígum og norskum f Fær- eyjum 1994 og 1995.14 íslenkar og 14 norskar kvígur, allt fyrsta kálfs kvígur, voru í samanburðinum. í ályktun skýrslu um þennan saman- burð segir að því verði varla á móti mælt að niðurstöðurnar hafi hnigið mjög í þá átt að við þær aðstæður sem samanburðurinn fór fram hafi norsku kvígurnar, sýnt umtals- verða yflrburði á flestum sviðum í samanburði við íslensku kvígurnar. Samanburðarhóparnir voru fóðr- aðir að stærstum hluta á íslensku fóðri og samkvæmt því fóðurlagi sem hagkvæmast hefur þótt hér- lendis. Margt á enn eftir að rann- saka áður en til þessa innflutnings kemur. Á umræðustigi Guðmundur Lárusson, formaður Landssambands kúabænda, segir að sér lítist vel á að skoða innflutning á norskum kúakyni til mjólkur- framleiðslu hér á landi. Hann sagði að þetta mál væri bara á umræðu- stigi, það tæki 6-10 ár að koma þess- um kúm í gagnið hér á landi. Það ætti eftir að rannsaka hvernig þess- ar norsku kýr nýta gróffóður og marga aðra þætti þyrfti að rann- saka. Ef af þessu yrði yrðu fluttir inn fósturvísar til Hríseyjar. Varð- andi það að þessar kýr eru stærri en þær íslensku og þurfa þar af leið- andi stærri bása sagði hann að ís- lensk f]ós væru að stórum hluta komin til ára sinna og þörf væri á uppbyggingu hvort eð væri. Ekki vildi Guðmundur gera mikið úr því að norsku kýrnar væru svo þungar aö þær skemmdu jarðveg. Ekki sannfærður Daníel Magnússon, bóndi í Ak- braut, er ekki sannfærður um ágæti þess að flytja inn norskar kýr. Hann telur meira af hörgulsjúk- dómum hrjá þær norsku en ís- lensku, súrdoði eða lystarleysi sé einn þeirra, hann komi vegna þess að þær mjólki meira en þær þola. Það þurfi dýralækni til að lækna hann og það kosti 10 þúsund krón- ur. Daníel segir að í þessum kúm lÍKfii ®g mjattahi - íslenskra og NRF kúa í Færeyjum - 6. Janúar 19. Maí mjólk, mjaltatíml, mjaltahraól, kg/dag mín/dag mín/dag mjólk, mjaltatíml, mjaltahraðl, kg/dag mín/dag mín/dag H DV Þessar kýr eru íslenskar. Verða þær látnar víkja fyrir norskum kúm í framtíð- inni? DV-mvnd BG séu ýmsir sjúkdómar sem okkur hafi ekki verið sýndir. „Við breyt- um ekki erfðagöllum sem eru í þess- um kúm. Við græðum mest á að rækta okkar eigin kýr. Þessar norsku kýr ná ekki eins miklum toppum í ársnyt og þær íslensku," sagði hann. Þá sagði hann að frumutalan hjá íslenskum kúm væri víða mjög lág og lægri en hjá þeim norsku. Frum- utala er fjöldi hvítra blóðkorna í mjólkinni og sýnir heilbrigði kúnna, því lægri frumutala þeim mun heilbrigðari kýr. Fjósabreytingarnar eru að mati Daníels mikið mál, norsku kýrnar þurfa 15% stærri bása en þær ís- lensku. Enginn myndi fara út í að lagfæra gömul fjós, heldur yrði að byggja ný. „Ég er sammála því að kanna málið en eftir því sem kom fram á fundi með kúabændum fyrir viku var ekki að heyra annað en menn vildu fara að flytja norskar kýr inn í stórum stU sem fyrst," sagði Daní- el. -ÞK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.