Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1996, Síða 14
14
LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1996 DV
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgátustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELIAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.:.462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftan/erð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
/ farsælum farvegi
Forseti íslands er sameiningartákn þjóðarinnar og
kemur fram fyrir hönd hennar inn á við og út á við. Þar
sem hann tekur ekki þátt í pólitísku dægurþrasi, ber
þjóðin virðingu fyrir honum sem heiðurstákni. Hún rís
úr sæti, þegar forsetinn gengur í salinn.
Stjórnarskráin gerir ráð fyrir, að forsetinn sé um leið
öryggisventill, ef Alþingi og ríkisstjórn villast af spori
lýðræðis. Þar sem ísland er rótgróið lýðræðisríki, hefur
forseti hingað til ekki haft ástæðu til að beina viðkvæm-
um deilumálum í farveg þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ekkert bendir til, að forsetinn muni í náinni framtíð
telja sig knúinn til að beita hemlunarvaldi sínu. Þjóðfé-
lagið mun áfram haldast um sinn i föstum lýðræðis-
skorðum, svo að forsetinn mun ekki þurfa að beita þessu
valdi. En það er eigi að síður hans vald.
Sem sameiningartákn ferðast forsetinn um þjóðfélagið
og talar við háa og lága. Hann ferðast um landið og ger-
ir vart við sig hjá öllum þjóðfélagshópum. Hann gefur
þjóðinni þannig tækifæri til að muna eftir sjálfri sér sem
slíkri. Hvar sem hann kemur, er hátíð í bæ.
Forsetinn kemur einnig fram fyrir hönd þjóðarinnar
út á við. Hann kemur þannig fram, að athygli vekur og
að á hann er hlustað. Hann kemur á framfæri hagsmun-
um þjóðarinnar, hvort sem þeir eru menningarlegir eða
viðskiptalegir og eflir þannig gengi þjóðfélagsins.
Forsetinn forðast að taka afstöðu í dægurþrasi og bil-
ar ekki í þeim hlutverkum, sem hér hafa verið rakin.
Þannig gefur hann ekki tilefni til gagnrýni. Um leið
hugsa gagnrýnendur sig um tvisvar, áður en þeir taka
afstöðu gegn gerðum eða orðum eða háttum forsetans.
Forsetinn er ekki hafinn yfir gagnrýni, en hún er
spöruð eins og kostur er. Hingað til hafa verið lítil tilefni
til slíkrar gagnrýni og lítið verið um hana. Ekkert bend-
ir til, að fleiri tilefni verði á næstu árum, og ekkert bend-
ir heldur til, að meira verði um gagnrýni.
Forsetar eru ekki steyptir í sama mót. Hver þeirra
fyllir embættið með sínum hætti. Þróunin hefur þó ver-
ið sú, að þjóðin gerir æ meiri kröfur til hans. Hún hefur
til dæmis gert hann sýnilegri en áður var. Hún vill
gjarna, að hann sé meira á ferðinni en áður tiðkaðist.
Fólk býður sig ekki fram sem forseta, nema það telji
sig þeim kostum búið, er henta embættinu. Fólk getur
verið afar vel gert að flestu leyti án þess að vera heppi-
legt forsetaefni. Til dæmis hentar embættið aðeins þeim,
sem hafa ómælda ánægju af að umgangast annað fólk.
Forsetinn er óhjákvæmilega hófsmaður, af því að há-
tíðahöld eru allt í kringum hann. Hann er óhjákvæmi-
lega alþýðlegur og lítillátur, af því að fyrirmenn safnast
kringum hann og byrgja sýn hans til annarra. Hann los-
ar sig úr böndum hrokans og nær til fólksins sjálfs.
Hingað til hefur þjóðin talið sér takast vel að kjósa sér
forseta. Hún hefur jafnan viljað, að hinn kjörni sitji sem
lengst. Hún metur mikils frelsi sitt að velja sér forseta
beint og milliliðalaust, en hún hefur ekki áhuga á að
gegna því hlutverki á fjögurra ára fresti.
Þótt lýðveldið sé ungt og þar með forsetaembættið
einnig, hefur þegar mótazt hefð, sem þjóðin er sátt við.
Þessi hefð lagar sig eftir aðstæðum hvers tima og per-
sónu hvers forseta á þann hátt, að þjóðin lætur sér vel
líka. Embættið er rótgróið, en ekki staðnað.
Þótt margt hafi aflaga farið á skammri sjálfstæðis-
braut þjóðarinnar, hefur henni þó jafnan tekizt að veita
embætti forseta íslands í farsælan farveg.
Jónas Kristjánsson
Herstjórn Rússa hefur
orð Jeltsíns að engu
í sögu Rússlands á þessari öld
hefur uppnám fylgt óförum í hern-
aði. Uppreisnin 1905 kom í kjölfar
ósigurs í stríði við Japan. Bylting-
in 1917 varð eftir að keisaraherinn
fór halloka fyrir herjum Miðveld-
anna.
í fyrra lét Borís Jeltsín Rúss-
landsforseti svo ummælt opinber-
lega að borin von væri fyrir sig að
ná endurkjöri í forsetakosningun-
um í sumar, stæði stríðið í
Tsjetsjeníu enn þegar gengið yrði
að kjörborði. Þar hafa gereyðing-
arárásir Rússlandshers á landi og
úr lofti staðið í 16 mánuði og orð-
ið að talið er 35.000 manns að
bana, óbreyttum borgurum mest-
an part, en skæruhernaður sjálf-
stæðissinna heldur áfram.
Síðasta dag marsmánaðar
kunngerði Jeltsín það sem hann
kallaði áætlun um frið í Tsjetsjen-
íu, en hún hefur reynst orðin tóm.
Forsetinn kvað rússneska herinn
mundu hætta sóknaraðgerðum og
í fyrsta skipti tók hann í mál
samningaviðræður um friðargerð
við Dshokar Dúdajev, forsetann
sem lýsti yfir sjálfstæði Tsjetsjen-
íu.
Rússlandsher hefur látið yfir-
lýsingu forsetans sem vind um
eyru þjóta. Javier Laguna höfuðs-
maður, spænskur fulltrúi Öryggis-
og samstarfssamtaka Evrópu í
Grosní, höfuðstað Tsjetsjeníu, Jýs-
ir ástandinu svo:
„Við bjuggumst við breytingu
eftir ræöu Jeltsíns, og hún hefur
ekki látið á sér standa. Fallbyssu-
skothríðin og sprengjuárásirnar
hafa magnast. Verið er að útrýma
landslýðnum. Við getum enga vit-
neskju um það haft hvort Jeltsín
er að Ijúga eða herstjórnin gefur
orðum hans engan gaum.“
Upplausnin í rússneska hernum
blasir við fréttamönnum í
Tsjetsjeníu. Hópar ungra manna
sem eru að gegna herskyldu ráfa
um, stöðva bíla og betla brauð, te
eða vodka. Sífellt berast fregnir af
hryðjuverkum hermanna á
óbreyttum borgurum.
Herstjórn Rússa í Tsjetsjeníu
hlaut enn einn álitshnekki þegar
hún lét herflutningalest álpast í
fyrirsát skæruliða í fjalllendi
sunnarlega í landinu. Að sögn
Rússa sjálfra féllu þar 76 hermenn
þeirra og 54 særðust þegar á lest-
inni dundi skothríð úr sprengju-
vörpum og vélbyssum ásamt eld-
flaugaknúðum sprengjum. Dúm-
an, neðri deild Rússlandsþings,
tók ófarirnar til umræðu og
Jeltsín vítti herforustuna.
Eina nýmælið í því sem Jeltsín
kallaði friðaráætlun var ádráttur
um viðræður viö Dúdajev
Tsjetsjeníuforseta fyrir atbeina
milligöngumanna. Dúdajev gerði
sig líklegan til að kanna hvað í
Selimkhan Jandarbíjev, nýr leiðtogi Tsjetsjena, segir fréttamönnum að
vitneskja verði að fást um hverjir hafi drepið Dúdajev, en mynd af honum
hangir á vegg að baki. Símamynd Reuter
inni nokkrum dögum áður er ein
skýringin. Aðrir telja jafn líklegt
að herstjórnin hafi viljað girða
fyrir aö alvara yrði úr samninga-
viðræðum til að stöðva stríðið
með því að ryðja úr vegi þeim for-
ingja Tsjetsjena sem hafði mynd-
ugleika til að semja fyrir þeirra
hönd svo trúverðugt væri.
Er það í samræmi við samsær-
iskenningu um að hulduöfl hafi
smeygt erindrekum sínum inn i
innsta hringinn um Jeltsín, látið
þá etja honum út í stríðið gegn
Tsjetsjenum og ætli að nota sér
ógöngurnar sem hann lenti
þannig í til þess bæði að steypa
honum úr embætti í fyllingu tím-
ans og eyðileggja um leið þann
vísi að lýðræðisstjórnarfari sem
reynt hefur verið að gróðursetja í
Rússlandi eftir upplausn Sovét-
ríkjanna.
Refjar af þessu tagi, einatt
kenndar við býsanska ríkið forna,
þaðan sem Rússar þáðu bæði
kristni og veraldlegar hefðir, eru
ekki óþekktar í Rússlandssögu.
En í Tsjetsjeníu hefur varafor-
seti Dúdajevs, fyrrum hershöfð-
ingja í flugher Sovétríkjanna, tek-
ið við af honum. Sá er rithöfund-
urinn Selimkhan Jandarbíjev og
boðar baráttu til síðasta manns
meðan Rússar þverskallast við að
kveðja her sinn á brott úr
Tsjetsjeníu.
boðinu fælist, og fyrir tæpum hálf-
um mánuði var hann að ræða í
farsíma við rússneskan þing-
mann, á bersvæði nærri bækistöð
sinni. Þá varð hann fyrir eldflaug-
arskoti úr rússneskri þyrlu og
beið bana.
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
Ljóst er að eldflauginni hefur
verið miðað eftir sendingunni frá
farsímanum. Nú velta menn því
fyrir sér hvað herstjórninni gekk
til að drepa Dúdajev nú, eftir að
hann hefur í rauninni verið látinn
persónulega óáreittur á annað ár.
Hefnd fyrir ófarirnar i fyrirsát-
skoðanir annarra
Samstaða í verki
„Enn eru rúmlega 60 útlendingar hér í landi sem
hafa leitaö hælis 1 kirkjum. Þar á meðal eru fjöl-
skyldur sem hafa verið þar í allt aö tvö ár eftir aö
beiðni þeirra um hæli eða dvalarleyfi í Noregi var
hafnað. Nú hefur verið birt skýrsla um börn sem
hafa hlotið alvarlegan skaða af langri dvöl sinni í
litlum og óhentugum húsakynnum. Anne Enger
Lahnstein, leiðtogi sósíalíska þjóðarflokksins, hefur
skrifað Brundtland forsætisráðherra og beðið hana
um að gera eitthvað í málinu í tilefni 1. maí. Það
yrði gott tækifæri fyrir forsætisráðherrann til að
sýna samstöðu í framkvæmd."
Úr forustugrem Dagbladet 30. apríl.
Ræðið saman, strákar
„Allar tilraunir til að stöðva villimannlega styrj-
öldina í Tsjetsjeníu hafa engan árangur borið til
þessa. Dauði Dzhokars Dúdajevs, leiðtoga uppreisn-
armanna i Tsjetsjeníu, þann 21. aprU í flugskeyta-
árás Rússa ætti að koma vitinu fyrir deiluaðila.
Þeir ættu í það minnsta að hefja alvarlegar viðræð-
ur um vopnahlé og friðarsamkomulag.“
Úr forustugrein New York Times 29. apríl.
Veðjað á réttan hest
„Bandaríkin taka áhættu með því aö veðja á að
Símon Peres forsætisráðherra muni leiða tsrael inn
í næsta áfanga allsherjarfriðarsamkomulags í Mið-
Austurlöndum, sem bandarísk stjórnvöld standa að.
Þau veðja á réttan hest. Stefna Clintons nær því að-
eins fram að ganga að Peres og Verkamannaflokk-
ur hans sigri í kosningunum 29. mai. Það þarf auð-
ugt ímyndunarafl til að halda að Likud- bandalagið,
sem er í stjórnarandstöðu, geti orðið samstarfsaðili
núverandi Bandaríkjastjórnar."
Úr forustugrein Washington Post 2. maí.