Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1996, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1996, Blaðsíða 35
43 , 'f LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1996 Samræmi ótrúlega gott segir Kristinn Hugason Ný kynbótadómaaðferð var notuð í fyrsta skipti í Gunnarsholti. Nú dæmir hver dómari fyrir sig jafnt byggingareinkunn sem hæfileikana en þó fara dómararnir saman yfir dóma í yfirlitssýningum. Hrossaræktarráðunautarnir Kristinn Hugason, Jón Vilmundar- son og Guðlaugur Antonsson dæmdu að þessu sinni. „Við héldum vinnufund eftir fyrsta vinnudag og ræddum sýning- arstörfin," segir Kristinn Hugason. „Við vorum mjög ánægðir með samræmið því niðurstaðan var mjög samhljóma. Það var undan- tekning ef bæri mikið í milli og var auðskýrt. Það gerðist einungis í þremur færslum af fjórtán hundruð að munaði einum heilum í ein- kunnagjöfmni. Þetta nýja kerfi nær auðsýnilega tilgangi sinum því yfirleitt var með- altal rétt. Ef um misræmi var að ræða var það yfirleitt matsatriði. Við verðum þó að taka tillit til þess að hér Voru þrír af fiórum reynd- ustu dómurum landsins að dæma. Verður að passa teygnina Það neikvæöa er aö óljós bending kom fram um meiri miðlægni ein- kunna. Það dregur úr einkunna- teygni og getur haft afgerandi slæm áhrif. Að forðast miðlægni er grund- völlur þessa dómakerfis. Það verð- um við að athuga á samræmingar- Kynbótahrossadómar hefjast yfirleitt með hinum árlegu dómum stóðhesta á Stóðhesta- stöðinni í Gunnarsholti og á því er engin breyting þetta árið. Síðastliðinn þriðjudag og miðvikudag voru fulldæmdir fjörutíu og níu stóðhestar og í framhaldi af dómum yfirlitssýning á fimmtu- daginn. Tólf stóðhestar fengu eingöngu bygg- ingardóm. Þrettán þessara stóð- hesta fengu 8,00 í aðal- einkunn og nítján aðal- einkunn milli 7,75 og 8,00. Sautján fengu minna en 7,75 sem er töluverður fjöldi. Tuttugu og einn stóðhestur í elsta flokki var full- dæmdur. Átta stóðhestanna fengu 8,00 eða meira í aðalein- kunn og fjórir milli 7,75 og 8,00. Galsi frá Sauð- árkróki stóð efstur með 7,87 fyrir byggingu, 9,01 fyrir hæfileika og 8,44 í aðal- einkunn. Hæfileikaeinkunnin er með því hæsta sem gefið hefur verið í kynbótadómi og skipar Galsi sér í fremstu röð stóðhesta. Galsi er undan Ófeigi frá Flugumýri og Gnótt frá Sauðárkróki og er í eigu Andreas Trappe. Hjörvar frá Ket- ilsstöðum fékk 7,80 fyrir bygg- ingu, 8,81 fyrir hæfileika og 8,30 í aðaleinkunn. Hjörvar er undan Otri frá Sauðárkróki og Hugmynd frá Ketilsstöðum og er i eigu Bergs Jónssonar. Asi frá Kálfholti fékk 8,08 fyrir byggingu, 8,38 fyrir hæfileika og 8,23 í aðalein- kunn. Asi er undan Feyki frá Hafsteinsstöðum og Stjörnu frá Kálfholti og er í eigu Jónasar Jónssonar. Galdur frá Laugarvatni Fimm vetra hestarnir lofa góðu Nítján fimm vetra hestar fengu fullnaðar- dóm. Fjórir þeirra fengu 8,00 eða meira í aðaleinkunn og ellefu að auki milli 7,75 og 8,00. Kormákur frá Flugumýri II stóð efstur með 8,19 fyrir byggingu, 8,30 fyrir hæfileika og 8,24 í aðalein- kunn. Hann er í eigu Eyrúnar Önnu Sigurðardóttur og Páls B. Pálssonar. Kormákur er undan Kveik frá Miðsitju og Kolskör frá Gunnarsholti. Valberg frá Arnarstöðum kom næstur með 8,21 fyrir byggingu, 8,12 fyrir hæflleika og 8,16 í aðalein- kunn. Hann er í eigu Gunnars B. fékk 8,22 í aðalein- kunn, Askur frá Keldu- dal 8,20, Hrynjandi frá Hrepphólum fékk 8,20, Þorri frá Þúfu 8,20 og Þinur frá Laugarvatni 8,04. Galsi fra Sauðarkroki fekk hæstu hæfileika- og aðaleinkunn á dómum á Stóðhestastöðinni í Gunnarsholtí. DV-mynd E.J. Gunnarssonar og Guðríðar Þ. Valgeirsdóttur. Valberg er undan Gassa frá Vorsabæ og Kol- finnu frá Arnarstöðum. Glaður frá Hólabaki var í þriðja sæti meö 8,18 fyrir byggingu, 8,06 fyrir hæfileika og 8,12 í aðaleinkunn. Glaður er í eigu Björns Magn- ússonar og er undan Garði frá Litla-Garði og Lýsu frá Hólabaki. Jarl frá Búðardal fékk 8,09 og Hrókur frá Glúmsstöðum II 8,01. Orrasynir efstir í yngsta flokki Enginn fjögurra vetra stóðhestanna fékk yfir 8,00 í aðaleinkunn. Ellefu fengu fullnaðar- dóm og var grisjun töluverð því einungis fjór- ir þeirra fengu 7,75 í aöaleinkunn eða meira og var ekki mikill munur á aðaleinkunn þeirra. Roði frá Múla stóð efstur með 8,10 fyrir byggingu, 7,85 fyrir hæfileika og 7,98 í aðal- einkunn. Hann er í eigu Sæþórs Fannbergs Jónssonar. Roði er undan Orra frá Þúfu og Litlu Þrumu frá Múla. Skorri frá Blönduósi var í öðru sæti með 7,94 fyrir byggingu, 7,75 fyrir hæflleika og 7,85 í aðaleinkunn. Skorri er undan Orra frá Þúfu og Skikkju frá Sauðanesi og er í eigu Eyjólfs Guðmundssonar. Heljar frá Gullberastöð- um var í þriöja sæti með 8,10 fyrir byggingu, 7,55 fyrir hæfileika og 7,83 í að- aleinkunn. Hann er í eigu Kari Berg. Heljar er undan Pilti frá Sperðli og Helenu frá Skarði II. -E.J. Gísli Gíslason í Stangarholti og Daníel Jónsson komu báðir með stóðhesta á sýninguna í Gunnarsholti. DV-mynd EJ Menn eru ekki nógu kröfuharðir segir Kristinn Hugason hefur mælt með að halda folum ógeltum en ræktendurnir verða að vera kröfuharðir og velja af mikilli einurð úr folunum. Þeir verða að ganga til dóms með það í huga að dómurinn sé vegvísir til raunveru- legs úrvals. Ég vil ekki kvarta yfir fjöldanum, finnst raunar að hrossin hefðu mátt vera fleiri því við verðum að fá fram fleiri góða hesta á hverju ári. Ungfolarnir verða aö fá að sanna sig en ef þeir standa sig ekki vel í þjálfun verður að ganga hreinlega tU verks og gelda þá. Menn halda þeim oft gröðum þegar betra væri að gelda þá því margir þpirra gætu orðið afbragðs góðhestar," segir Kristinn Hugason að lokum. E.J. Nú dæmir hver dómari fyrir sig og færir einkunnir á sérstakt eyðublað. Páll B. Pálsson, lengst til vinstri, og svo Guðlaugur Antonsson, Jón Vilmundar- son og Kristinn Hugason. DV-mynd E.J. námskeiði sem verður haldið fljót- lega. Einnig fannst okkur þetta kerfi miklu leiðinlegra í löngum dómalot- um. Það er skemmtilegra að vinna með góðum félögum heldur en vera einn. Þá er einnig stór hætta á vill- um hjá einstaklingum. Ég er á því að þetta sé ekki fram- tíðarfyrirkomulag. Ég tel betra að hver dæmi fyrst fyrir sig byggingu og hæfileika en strax að því loknu komi dómarar saman, ræöi niður- stöður og rökstyðji dóma. Ef rök eins eða tveggja dómara teljist full- gild gildi einkunn þeirra en annars meðaltal, segir Kristinn Hugason að lokum. E.J. „Auðvitað er ég ánægður að það komu fram gripir sem sópaði veru- lega að og það er jákvætt,“ segir Kristinn Hugason um kynbóta- hrossin í Gunnarsholti. „Áður dæmdir hestar sönnuðu sig, svo sem Galsi frá Sauðárkróki, og einnig komu fram nýir hestar, svo sem Kormákur frá Flugumýri. En mér flnnst þó skorta á að ræktendur hafi komið fram með nóg að nýju hestum. Ég held að menn hafi ekki lagt öll spilin á borð- ið strax og hlakka til að sjá hross á forsýningu fyrir fjórðungsmótið á Hellu. Við þurfum á því að halda að fá á hverju ári töluverðan flokk góðra stóðhesta. Leiðbeiningarþjónustan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.