Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1996, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1996 JjV - en forysta ASÍ veik eins og ég, segir Guðmundur J. Guðmundsson „Maður hefur svo sem boðað fagn- aðarerindið á þessum degi víða um landið,“ segir hann og bætir við að það erindi eigi jafn vel við nú eins og áður. - En er hjörðin jafn móttækileg og áður og er ekki forystan tvístruð? „Hjörðin er að sönnu reiðubúin en forystan, hún er í svipuðu ástandi og ég, veik,“ segir Guðmundur og á við forystu ASÍ. „Það þarf að slá skjald- borg um það að koma á nýrri stjórn þau Guðmundur hefur marga hildi háð í niðurstöður kjarasamninga og annað ríkisvalds. Þetta er bara doði, eins og doði í kú.“ - Er hægt að lækna þennan doða eins og í kúnum eða hefur verkalýðs- forystan gefist upp? Guðmundur vill ekki svara því beint út en segir að ASÍ-þingið nú í vor verði að taka á innri málum verkalýðsbaráttunni og ekki alltaf verið jafn sáttur við sem samist hefur um milli lanþega og atvinnurekenda og DV-mynd GVA milljónum í fjárfestingar í þeim til- gangi að geta sagt upp fólki, fjárfest- ingarnar kalla á meira atvinnuleysi og nú er farið að reka alla heim sem orðnir eru 67 ára, konur eiga enga möguleika lengur á vinnu eftir fimm- tugt og karlmenn varla heldur.“ þessu en al- veg grút- mátt- laust. Auðvitað eiga at- vinnurek- endur, valds- menn, ríkis- stjórn og Al- þingi að vera í stórhættu þegar láta svona viðgangast. Og nú spyrðu sjálfsagt - ertu að boða ofbeldi og árásir? Ég segi miklu frek- ar það en að láta hundruð og þúsundir ganga um at- vinnulausar og verða fómarlömb algjörrar fá- tæktar. Auðvitað á að berjast á móti þessu.“ - En hefur verka- lýðsforystan og Guð- mundur sjálfur með- talinn ekki sofið á verðinum og látið launataxta drabbast niður í ekki neitt meðan nóga vinnu var að hafa og góð af- koma á þensluárunum byggðist á mikilli yfirvinnu? Guðmundur játar að það sé að hluta rétt og segir að ef mál fá að þróast áfram á sama hátt og undanfarin ár kreppu og atvinnu- leysis þá sé þess skammt að bíða að hér verði til fjölmenn fátæk undir- Guðmundur J. Guðmundsson eða Gvendur jaki hefur verið í fremstu röð verkalýðsforystunnar í hálfa öld en dró sig í hlé á nýliðnum baráttu- degi launamanna, 1. maí, þegar ný stjóm tók við því félagi sem hann hefur verið í síðan 1943 - í stjórn og starfsmaður skrifstofu frá 1953, vara- formaður frá 1961 og formaður frá 1982. Guðmundur var formaður Verkamannasambandsins 1975-1992 og sat á Alþingi fyrir Alþýðubanda- lagið í átta ár. Þá átti hann sæti í borgarstjórn Reykjavikur um árabil. Þann 1. maí dvaldi Guðmundur einn á heilsustofnun NLFÍ í Hvera- gerði - óvenjulegur dvalarstaður á þeim degi fyrir mann sem allan sinn starfsaldur tók þátt í kröfugöngum og hátíðahöldum dagsins, var aðal- ræðumaður víða um land, oftast þó í sinni heimabyggð, Reykjavík, stóð einu sinni á grafhýsi Leníns í Moskvu við hlið Brésnefs heitins óg tók þátt í há- tíðahöldum 1. maí á Rauða torginu í Moskvu. Nú er annar tími og þann 1. maí var Guðmundur austur í Hveragerði í endurhæf- ingu. „Ég er hér fóðraður á einhverju jurtafæði en bið stundum um hreina töðu í matinn,“ segir hann og bæt- ir við að hún sé víst ófáanleg á þessum árstíma, „en hér er gott fólk.“ Guðmundur hefur átt við heilsuleysi að stríða undan- farna mánuði. Gerðar hafa verið aðgerðir á hnjáliðum hans og svo illa fór fyrir fáum vikum að streptókokkasýking hljóp í annan fótinn og nánast samtímis sýktist hann af lungna- bólgu og var hætt kominn um tíma og er nú í endurhæfingu austur í Hveragerði. „Ég hef verið helvíti óheppinn á síðasta ári og það sem af er þessu. Ég þurfti endilega að detta í Ráðhúskjallaranum, skall þar á gólfið og skemmdi liðþófana í báðum hnjám. Það gekk talsvert á þarna þegar ég kom hlaupandi og datt með öllum fallþunganum beint á malbik- ið. Það hefur gengið andskotalega að koma mér aftur í lag.“ Boðun fagnaðar- erindisins í Alþýðusambandinu og móta nýja launa- stefnu sem gengur af þessari lág- tekjupólitík dauðri. Þá verður að út- rýma atvinnu- leysinu. Hér ganga hundruð og þúsundir um atvinnulaus og það er andskot- anri ekkert sem ASÍ-forystan ger- ir í því. Það er svo sem ekkert hægt að kenna neinum ein- um um. hreyfingarinnar og kjósa sér dugandi forystu. Það sé annað- hvort að duga eða drepast. „Það var algjör heitstrenging eftir krepp- una að at- vinnuleysi sjcyldi aldrei dynja yfir verkafólk aftur en samt er það komið og fær að líða inn án þess að nokkuð sé að gert. Fyrirtækin ausa Aðhald í stað máttvana prumps - Á þá verkalýðshreyfingin að taka virkari þátt i þvi að stjórna landinu og hafa áhrif á atvinnuveg- ina og eiga þá fulltrúa sína á Alþingi o.s.frv.? „Já, meðal annars en ekki síður ber forystunni að veita atvinnurek- endum og stjórnvöldum aðhald þannig að þeir skilji fyrr en skellur í tönnum að það muni kosta gífurleg átök að halda áfram að ýta undir at- vinnuleysið með því að flytja út at- vinnu íslensks verkafólks til Grims- by, S-Ameríku og víðar og keyra áfram láglaunastefnu hér. Það er al- gert geðleysi að láta þetta ganga yfir stéttina. Ég hef séð menn sem hafa verið atvinnulausir einhverjar vik- ur og jafnvel mánuði og séð hversu áhrifin eru niðurdrepandi á þá og atvinnuleysi lamandi og mannskemmandi. Verkalýðshreyfingin er eitthvað að prumpa svona á móti stétt, svipað og í Bretlandi þar sem algengt er að hitta menn komna á fímmtugsaldurinn sem aldrei hafa unnið launað starf á ævi sinni. Hagræðingarrugl jeppaliðsins Hér á landi hafi tískuorðið verið hagræðing og í krafti þess hafi fólk verið rekið úr vinnu í hópum, þá helst skúringakonur og karlar með skóflur, og í stað fjögurra, fimm slíkra brottrekinna sé svo ráðinn deildarstjóri sem fær ekki minni laun en allir hinir burtreknu til sam- ans. Vinnuálag á verkafólkið sem eft- ir er eykst síðan og með vaxandi eft- irvinnu í sumum tilfellum aukist jafnvel kostnaður fyrirtækjanna." Spurður í framhaldinu um lága framleiðni hjá íslensku verkafólki segir Guðmundur að hún sé ekki verkafólki að kenna heldur stjórn- endum fyrirtækjanna. Þetta sé alfar- ið þeirra sök og það sé í raun furðu há framleiðni hjá íslensku verkafólki þrátt fyrir allt uppa- og jeppastóðið sem íjárfestir kolvitlaust út og suður og setur fyrirtæki á hausinn. Harkan farin - Þið voruð harðari hér áður fyrr þegar þú varst að byrja og Dagsbrún- armenn lokuðu Reykjavík af, þið helltuð niður mjólk við „landamæri" borgarinnar, stöðvuðuð sámgöngur og bílanotkun og hertókuð skip. „Það var gríðarleg harka í verk- fallinu 1955 sem stóð í sex vikur og, jú, við stöðvuðum nokkur drekkhlað- in rússnesk olíuskip sem reyndu að landa. Það var líka harka í fimm vikna verkfallinu 1961, en harkan dugði. Þaö eru víst ekki í minni æskumanna neinir svipaðir atburðir að minnsta kosti. Ég held að menn verði að fara að rifja þetta upp því það verður að skera upp herör gegn þessu ástandi sem er nú. Ég hef sagt, ég held fyrstur, að við eigum að miða laun okkar við t.d. Danmörku. Við eigum að setja okkur það markmið að ná sama kaupmætti og þar í áfóngum því það næst ekki í einu stökki. Við eigum ekkert að gefa eftir. Ef hreyfingin tekur sig ekki saman í andlitinu núna þá á eft- ir að fara illa og ísland að festast í því að vera atvinnuleysis- og lág- launasvæði - hráefnisnýlenda. Hreyfingin verður að kjósa sér nýjan forseta og þetta segir ég ekki af því að ég kenni Benedikt Davíðssyni um allt sem miður hefur farið. Hreyfing- in verður að einhenda sér í það að snúa þróuninni við, færa atvinnuna inn í landið. Þetta bíður okkar, að rísa upp til baráttu. ASÍ-forystan hefur ekki leitt neina baráttu. Hún hefur ekki leitt neitt. Hún hefur lagt sig fram um að við- JjV LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1996 37 Guðmundur J. Guðmundsson dvelur nú á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði til að endurheimta heilsuna sem hefur brugðist honum illa undanfarin ár. Hann óttast um framtíð íslensks láglaunafólks, ef svo fer að næstkomandi ASÍ þing ber ekki gæfu til þess að skipta um forystu. DV-mynd BG . . . Jurtafæði á víst að vera undirstaða sjálfrar lífshamingjunnar, segir Guðmundur og hefur í háifkæringi beðið um töðu í matinn, en fengið þau svör að hún sé ófáanleg á þessum árstíma. DV-mynd BG halda þessu kreppuástandi og aldrei hvatt til neinnar baráttu og hörku. Það er athyglisvert að Vinnuveiten- dasambandið hefur styrkst og er miklu sterkara en nokkru sinni með- an ASÍ er veikara en nokkru sinni. Hagfræðingastóð og dimmir dagar Er hagfræðingastóðinu, sem Guð- mundur nefndi svo, um að kenna og sér Guðmundur fyrir sér einhverja upprisu á ASÍ-þinginu nú í vor? Er einhver sterkur foringi í augsýn? „Hagfræðingastóðið hefur óneitan- lega spillt fyrir árangri við samn- inga. Bæði hagfræðingar ASÍ og VSÍ hafa gengið í sömu skóla, lært sömu hagfræðibækur og horfa sömu aug- um á hlutina og trúa á sömu kenn- ingarnar og spádóma Þjóðhagsstofn- unar. Ég er ekki að segja að hagfræð- ingar ASÍ séu einhverjir svikarar, þeir eru bara bundnir sinni hagfræði og sínum kenningum og verði ekki straumhvörf í þessu þá mun illa fara og verr en stjórn ASÍ heldur.“ Guð- mundur sér engan sterkan foringja í augsýn en segir að ef ekki komi sterk verkalýðshreyfing upp úr þessu þingi þá sjái hann fram á dimma daga. „Ef ekki reynist vilji til að leggja út í baráttu nú eru menn bara að kjósa yfir sig lág laun, kreppu, at- vinnuleysi og sívaxandi stéttamun." Við ræðum um verkalýðshreyfing- una og hinn félagslega doða sem Guðmundur gerir síður en svo lítið úr en segir að þetta tal eigi þó varla við um Dagsbrún sem geti fyrirvara- lítið safnað saman 800-1000 mönnum á félagsfundi meðan ekki sé messu- fært á fundum annarra félaga og stærri sökum fámennis. Láglaunafólkið var svikið Varðandi óánægju meðal Dags- brúnarmanna sem endurspeglaðist í hatrammri kosningabaráttu við stjórnarkjör í upphafi árs segir hann að það sé í raun afleiðing af al- mennri óánægju og vonleysi verka- fólks í núverandi þjóðfélagsástandi og óánægju með síðustu kjarasamn- inga þar sem yfirlýst markmið samn- inga um mestar kjarabætur til lág- launafólks voru svikin, ekki síst af stjórnvöldum. Þá vantaði allan styrk í forystu ASÍ og forystu margra ann- arra verkalýðsfélaga þannig að Dags- brún lenti ein út á berangur með sjálfsagða kröfu um uppsögn samn- inga vegna brostinna forsendna. - En voru Dagsbrúnarmenn baráttuglað- ari þarna um árið, 1955-1960? „Já, miklu, og miklu harðari. Hóp- urinn var frískari, hafði meiri trú á sjálfum sér og hafði sterkari bak- hjarl í hreyfingunni. Nú er ríkjandi trúleysi á þann bakhjarl." Þrasað við kommissar Sjáseskús - Nú var Dagsbrún mjög vinstri- sinnað félag á þessum árum. Hvern- ig voru samskiptin við „verka- mannaríkin“ austan járntjaldsins? „Þau voru nú aldrei mikil. af hálfu Dagsbrúnar en menn kusu nú svo sem aðra flokka en Sósíalistaflokk- inn og svo Alþýðubandalagið þótt þeir kysu okkur kommana í stjórn Dagsbrúnar. Þeir treystu okkur í kjara- og félagsmálunum þótt þeir væru ósammála í pólitíkinni. En þetta mikla samband er nú ýkt.“ - En þú varst nú gestur Sjáseskús í Rúmeníu og Brésnefs í Rússlandi. „Ég hitti aldrei Sjáseskú heldur einkafulltrúa hans og átti stifa orð- ræðu við hann í veislu í Búkarest svo að bæði Rúmenarnir og íslend- ingarnir við borðið sátu fölir og skjálfandi, enda mátti sjá á mannin- um að hann ætti talsvert undir sér. Ég komst að því síðar að þessi mað- ur spurði mikið um hver staða mín væri í íslenska Flokknum með stór- um staf og svörin voru víst skrifuð niður. Ég varð síðan einskis var, enda hefur víst gleymst að taka mig á bei- nið hér heima. Það var svo mörgum árum síðar að Sjáseskú millilendir í Keflavík á leið á allsherjarþing SÞ. Daginn eftir sé ég í blöðunum mynd af honum og hans nánasta aðstoðar- manni og var þar ekki nema kominn kommissarinn, sá sem ég reifst sem mest við í Búkarest forðum. Þá fyrst varð ég smeykur." Brásnef lifandi lík - Svo hittirðu líka Brésnef og hann kom áfengi ofan í konuna þína, sjálfa bindindismanneskjuna. „Já, það var svo fjandi kalt þarna og konan mín hélt á sér hita með því að drekka glögg sem henni var rétt þarna á þakinu á grafhýsinu. Það sagði henni enginn að það væri áfengi í því svo hún vissi það ekkert, fannst það bara gott og bað um meira. Annars var þetta nú ekki merkileg hátíð þarna í Moskvu. Ég sá ekki bet- ur en að í skrúðgöngunum væru bara leikarar í einkennisbúningum sem léku kolanámumenn og fóstrur og alls konar starfshópa. Þetta voru sko ekki menn af götunni. Svo stóð hann Brésnef þarna, ég er reyndar ekki alveg viss um að þetta hafi verið Brésnef heldur bara líkið af honum, eða bara dúkka eða spýtu- kall. Það stóðu tveir lífverðir mjög þétt upp að honum og lyftu upp á honum handleggnum þegar hann átti að heilsa og sneru honum þegar hann þurfti að snúa öðruvisi í takti við leiksýninguna, eða yfirleitt að hreyfa sig hið minnsta, gott að karl- inn var ekki bundinn við þá eins og gert er með svona dansdúkkur. Andlát hans var svo tilkynnt skömmu seinna - kannski slokknaði bara á honum, en það er ekki víst, kannski var hann þegar dauður þarna. Þetta var ægilegt sjónarspil. Ég átti erfitt með að fylgja hinni stífu og skipulögðu áætlun í þessari ferð og svona ferðum austur fyrir járntjald yfirleitt og braust gjarnan úr henni og gekk einn um, t.d. í Moskvu, og fór á krár þar sem fólkið var. Þá sá maður hvernig fólkið hafði það og það var ekkert til eftir- breytni. Mér þykir vænt um Rússa og þeir eru upp til hópa gott fólk. Andrúmsloftið og viðmótið var hins vegar annað og leiðinlegra í A-Þýska- landi,“ segir Guðmundur og tekur í nefið. -SÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.