Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1996, Blaðsíða 18
18
LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1996
Ég er oftast ósköp feginn þegar
ég vakna á morgnana en ekki þó
alltaf. Fyrir kemur að í mér er svo
mikil ólund að mér finnst ekki
taka því að fara fram úr til þess
eins að upplifa enn einn tilgangs-
lausan dag.
Vaknað upp
úr leikhúsmartröð
í gærmorgun fékk ég ógnvekj-
andi leikhúsmartröð þegar ég var
að losa svefninn, en leikhúsmar-
tröð eru draumfarir leikara svona
þegar dregur að frumsýningu.
Leikhúsmartröðin er eiginlega
alltaf eins. Maður er einhvers stað-
ar fastur í umferðaröngþveiti, for-
arpytti eða familíuboði og orðinn
alltof seinn á sviðið til að leika að-
alhlutvérkið í leikriti sem maður
veit sáralítil deili á og langur veg-
ur frá því að maður hafi hugmynd
um hvað maður á að segja eða gera
í verkinu þó löngu sé uppselt.
Upp úr svona draumförum
vaknaði ég í gærmorgun klukkan
sjö og auðvitað alveg ósegjanlega
feginn að vera laus úr martröðinni
Flosi Ólafsson fer á kostum í söngleiknum Hamingjuránið sem frumsýndur er á smíðaverkstæði Þjóðleikhúss-
ins í kvöld. DV-mynd ÞÖK
Ort í gufunni
Svo fór ég niður í Þjóðleikhús á
leikæfinguna, sem sagt að taka við
nótum frá leikstjóranum um það
hvernig tekist hefði til á síðustu
æfingu. Þar sagði leikstjórinn mér
það umbúðalaust að ég hefði ekki
átt að vera með hendur i vösum
þegar ég sagði setninguna: „Það
var þó ég sem keypti handa þér
fiðluna", sem er auðvitað hárrétt
hjá henni. Það sér hver heilvita
maður.
Eftir æfmguna fór ég svo í sund-
laug Vesturbæjar, synti 200
metrana á fullu, fór svo í gufuna
og orti þar aðra sonnettu um kon-
una sem ég elska, fékk meiraðsegja
lánaðan blýant hjá baðverðinum
og skrifaði hana niður. Illu heilli.
Ég er eiginlega að komast á þá
skoðun að það eigi aðrir en ég að
vera í því að yrkja sonnettur.
Svo fór ég á kvöldæfingu á vor-
söngleik Þjóðleikhússins, Ham-
ingjuráninu, sem á semsagt að fara
að frumsýna.
Salurinn var fullur af fólki sem
boðið hafði verið á æfinguna og al-
menn kátína.
Dagur í lífi Flosa Ólafssonar leikara:
Sonnettur ortar fyrir ruslafötuna
- meira að segja svo feginn að ég
sofnaði strax aftur og fékk svona
eins og mínimartröð, en það fyrir-
brigði köllum við leikarar „ör-
tröð“.
Ég vaknaði aftur um hálfátta-
leytiö og fór fram úr, knúinn af
blöðruhálskirtlinum, sjænaði mig
svo og gerði á mér morgunverkin á
baðinu, leit svo út um gluggann og
fagnaði blessaðri vorkomunni af
hjartans grunni.
Réttur maður
á ráttum stað
Svo kíkti ég aðeins í hlutverkið
mitt í Hamingjuráninu sem er vor-
söngleikur Þjóðleikhússins í ár og
verður frumsýndur 4. maí.
Og við það komst ég í sólskins-
skap, eins og alltaf þegar mér
finnst reglulega gaman í vinnunni.
í Hamingjuráninu leik ég gaml-
an kommúnista sem kominn er í
hundana og orðinn róni og bland-
ast víst engum hugur um að þar er
réttur maður á réttum stað. Ég átti
ekki að mæta á æfingu fyrr en
klukkan tólf svo ég ákvað að nýta
hið jákvæða sálarástand mitt til
hins ýtrasta og yrkja ástarljóð tO
konunnar minnar og gefa henni
það í æfmælisgjöf á merkisafmæl-
inu hennar þann 5. maí sem ber
upp á aðra sýningu á Ham-
ingjuráninu.
Ég setti mig í stellingar og orti
sonnettu til konu minnar svona,
þið vitið, um það hvað hún hefði
alla tíð staðið mér við hlið í blíðu
og stríðu. Einhver örlagagrautur
var líka í ljóðinu: ástin, vorið, fugl-
arnir og óendurgoldnar gjafir.
Þegar ég var búinn að yrkja son-
nettuna fékk ég mér kaffi og kíkti
svo aftur á ljóðið og fleygði því svo
í ruslakörfuna.
Eftir æfinguna fór ég heim, al-
sæll yfir því að fá að vinna með
svona elskulegum leikstjóra í glöð-
um og samstilltum leikarahópi.
Og í þessu sálarástandi tók ég á
mig náðir, blessaði forsjónina,
þakkaði guði fyrir daginn.og fékk
þunga leikaramartröð um leið og
ég festi svefninn.
Vinningshafar fyrir þrjú hundruð fimmtugustu og
sjöundu getraun reyndust vera:
Nafn: _
Heimili:
1. Edda Garðarsdóttir
Skaftahlíð 26
105 Reykjavík
2. Stefanía Árnadóttir
Hátúni 7
735 Eskifirði
Myndirnar tvær virðast við fyrstu
sýn eins en þegar betur er að gáö kem-
ur í Ijós að á myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt. Finnir þú
þessi fimm atriði skaltu merkja við
þau með krossi á myndinni til hægri
og senda okkur hana ásamt nafni þinu
og heimilisfangi. Að tveimur vikum
liðnum birtum við nöfn sigurvegar-
anna.
1. verðlaun:
SHARP vasadiskó með útvarpi að
verðmæti kr. 7.100, frá Hljómbæ Skeif-
unni 7, Reykjavík.
2. verðlaun:
Tvær Úrvalsbækur, að verðmæti kr.
1.790. Annars vegar James Bond-bókin
Gullauga eða Goldeneye eftir John
Gardner og hins vegar bók Luzanne
North, Fin og rík og liðin lík.
Vinningarnir verða sendir heim.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 357 -
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík