Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1996, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1996, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 4. MAI 199ÍÍ sviðsljós Misheppnaðar myndir, skilnaður og hneyksli með hórumömmunni: Charlie Sheen 39 Blómatilboð 3 plöntur að eigin vali á aðeins kr. 2.790 orðinn trúaður eftir erfiðleikana Charlie Sheen hefur átt frekar erfitt uppdráttar seinustu árin. Sið- an hann lék í stórmynd Stones um árið, Platoon, og Wall Street, árið eftir, hafa fáar myndir hans gengið upp. Ef frá eru taldar Major League hafa aðrar myndir hans gjörsam- lega floppað. Framhald tveggja síð- astnefndu myndanna skiluðu litlu sem engu í kassann. Sömu sögu er að segja af Skyttunum þremur sem í léku, ásamt Charlie, þeir Kiefer Sutherland og Chris O’Donnel, The Chase og nú síðast Terminal Veloc- ity. í fehrúar gerðust svo atburðir sem enn urðu til að auka á andbyr þann sem hann hefur mætt. Charlie skildi við eiginkonu sína til nokk- urra mánuða. Skömmu áður höfðu farið fram réttarhöld yfir hóru- mömmunni í Hollywood, Heidi Fleiss, og kom í ljós við rannsókn málsins að Charlie Sheen greiddi hálfa fjórðu milljón til 27 vændiskvenna Heidi með ferðatékk- um. í skiptum fyrir friðhelgi vitnaði Charlie gegn fyrrum vinkonu sinni, Heidi. Skotspónn slúðurdálka Á dögunum átti tímaritið US við- tal við Charlie á veitingastað i Los Angeles. Blaðamaður lýsir því þeg- ar kappinn, sem hefur verið aðal- viðfangsefni slúðurdálka undanfar- ið, stormar inn á veitingastaðinn og augu allra mæna á hann. Líkur eru leiddar að því að líklega veki hann meiri athygli nú en áður þar sem sögusagnir eru á kreiki um að hann hafi tekið upp fyrra liferni; að heim- sækja strippstaði og fara út með klámmyndastjörnum. Stjarnan er klædd i bláan Ver- sacejakka, með demantsskreytt Ro- lexúr um úlnliðinn og með bleikleit- an baug á fingri. Hann kallar á þjón- ustustúlkuna og lendir strax í orða- skaki við hana. Hún lætur hann fá það óþvegið og lætur háðsleg um- mæli falla um síðustu mynd hans, Terminal Velocity. Þarf góða dóma Charlie er fullljóst að honum er lifsnauðsynlegt að' nýjasta mynd hans, The Arrival, sem leikstýrt er af David Twohy, gangi vel. Hann segist þurfa á hlutverki að halda sem er eins fjarri gamanleikjum og hægt er. Aðspurður um slúðurfréttir sein- ustu daga varðandi það að hann hafi borgað fyrir brjóstastækkunar- aðgerð á nektardansmær og farið út með klámmyndastjörnu segir hann þetta ekki alls kostar rétt. Vissulega hafi hann farið út að borða með nektardansmær og þau hafi rætt um barm hennar. Hún hafi kvartað yfir aðgerð sem hún hefði nýlega farið í og meira hefði ekki gerst. Hvað við kemur klámmyndastjörn- unni hefði hann hringt í umboðs- skrifstofu hennar og beðið um síma- númer hennar. í ljósi þess að hann væri að skilja gæti hann opinber- lega ekki hitt kvenfólk enn og því hefði hann ætlað að hringja í hana seinna. Hvað úr yrði vissi enginn nú. Treystir á eðiisávísunina Charlie segir að ástæða hjóna- skilnaðar hans hafi verið sú að hann hafi alltaf treyst á eðlisávísun sína - hún hafi í raun haldið í hon- um lífi - svo að segja. „Að auki hef ég fundið Guð. í raun frelsaðist ég fyrir nokkrum mánuöum," segir Charlie. Hann segist hafa verið orðinn leiður á einsemdinni og heyrt rödd sem sagði honum hvert hann ætti að fara. Hann segist þó ekki lifa neinum meinlætalifnaði eftir þessa trúarreynslu. Hann sé enn að vinna úr henni. Charlie segist ekki sjá eftir því sem varð Heidi Fleiss-látunum vald- andi. í raun hafi hann ekki verið eina stjarnan í Hollywood sem þar hafi átt í hlut þótt hann hafi verið sá sem tók á sig skellinn. Hann hafi verið beðinn um að koma upp um marga félaga sína en neitað þrátt fyrir að vera hótað fimm ára fang- elsi fyrir. Hann sagði sannleikann sem að sér sneri og líður mun betur á eftir. Aðspurður hvort hann haldi að uppistandið í kringum réttar- höldin komi til með að hafa áhrif á feril hans segist hann vona að svo verði ekki. Enginn geti þó sagt til um það nema áhorfendur mynda hans og aðdáendur. Hann segist þó feginn að þessum þætti lífs síns sé lokið. Engin tilfinningaleg tengsl í lok viðtalsins er Charlie spurð- ur að því hvernig á því standi að maður í hans stöðu - jafn myndar- legur, vinsæll og vel stæður - kaupi sér blíðu kvenna. Hann segir ástæð- una fyrst og fremst felast í þvi að hann sé að þessu til að losna við að mynda tilfinningaleg tengsl við kon- ur. Þarna hafi ekki verið um konur á kafi í dópi að ræða heldur snyrti- legar konur. „Þetta var þó hreinlegra en að sitja í bíl sínum með vændiskonu," segir Charlie og biður að þessum orðum sögðum vin sinn Hugh Grant afsökunar. Charlie ásamt eiginkonu sinni til nokkurra mánuði, Donnu Peele. Hann sagði brúðkaupið hafa komið til fyrir þá sök að hann hefði orðið að gifta sig fyrir þrítugsafmælið. Fíkus 80-100 cm kr. 1.190 Dvergpálmi 70-80 cm kr. 1.190 Drekatré 90-110 cm kr. 1.190 Gullpáhni 70-90 cm kr. 1.190 Vorlaukar og garðskálaplöntur 20-40% afsláttur STOFUASKUR KR. 295 KROTON KR. 390 HYPOCYRTA KR. 390 SMÁPLÖNTUR 5 plöntur að eigin vali á aðeins kr. 990. staðgreiðslu- og greiðslukortaafsláttur og stighækkandi birtingarafsláttur auglýsingar 550 5®°° Ert þú að láta ófaglærðan mann vinna við raflögnina heima hjá þér? Ert þú að taka þá áhættu að ekki sé unnið samkvæmt reglum og raflögn því ekki örugg að öllu leyti? Tryggðu öryggi og velferð á þínu heimili. Láttu viðurkenndan fagmann vinna verkið. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR LANDSSAMBAND ÍSLENSKRA RAFVERKTAKA RAFIDNAÐARSAMBAND ÍSLANDS SL+JL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.