Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1996, Page 21
Staðgreiðsluyí írl it
— breytt fyrirkomulag
Undanfarin ár hafa staðgreiðslu-
yfirlit verið send til launamanna
í aprílmánuði. Nú hefur þessu
fyrirkomulagi verið breytt og
verður yfirlit yfir innborgaða stað-
greiðslu birt á álagningar- og
innheimtuseðli 1996 sem sendur
verður út að lokinni álagningu
opinberra gjalda. Seðlinum fylgir
bæklingur með helstu upplýs-
ingum um álögð gjöld og í honum
verður einnig að finna upplýsingar
um yfirlit vegna innborgaðrar
staðgreiðslu.
RIKISSKATTSTJORI
Hljómplötur
RÁPiDO-
FELLIHJÓLHÝSI
Finnur Torfi Stefánsson
ööru leyti gott. Þarna er gullfallegt verk sem ekki heyrist oft eftir Igor Stra-
vinsky, Three Japanese Lyrics, Chamber Concerto for Thirteen Instruments
eftir Gyorgy Ligeti, sem telja má með bestu tónverkum aldarinnar og Corale
eftir Luciano Berio fyrir fiðlu og litla hljómsveit sem einnig er sérlega mús-
íkalskt og vel hljómandi verk. Kreuzspiel eftir Karlheinz Stockhausen er
hins vegar einkennilega ofmetið verk og hefði vel mátt missa sig í þessu úr-
vali.
Flest verkin eru frá þeim tima þegar mikil meðvituð áhersla var lögð á
að gera eitthvað nýtt og að vera fyrstur með hluti. Stockhausen heldur því
t.d. fram að Kreuzspiel sé fyrsta verkið þar sem notuð sé tækni pointillista.
Þótt sú staðhæfing væri rétt, sem hún er ekki, skiptir það litlu máli fyrir
verkið nú. Það verður að standa á ágætum sínum einum. Það sem mönnum
kanna að finnast nýstárlegt og róttækt á einum tíma hefur tUhneigingu til
að verða heldur lítilmótlegt þegar frá líður. Menn eru, sem vera ber, sífellt
að lýsa yfir byltingu í listinni og þær yfírlýsingar renna í sögunni saman í
eina heildstæða samfellu. Þegar hin raunverulega bylting verður taka
þáttakendurnir venjulegast ekki eftir henni. Tónlistarunnendur þurfa því
ekki að láta yfirlýsingar fæla sig frá nýrri tónlist. Það gildir eitt að hlusta
vel. Svo geta menn gert upp hug sinn.
Flutningur verkanna á disknum er sérlega vandaður enda er það hinn
þekkta hljómsveit Ensemble Intercontemporain sem leikur verkin. Og
stjórnandinn er sjálfur Boulez sem á sér ekki marga líka sem stjórnandi nú-
tímatónlistar. Ritgerð hans fyrrnefnd sem fylgir í bæklingi er mjög skýr og
auðlesin og fróðleg fyrir þá sem vilja kynna sér hugsunarhátt hans kynslóð-
ar í tónlistinni.
r
A harðahlaupum
í kirkjubrúðkaup
SEGLAGERÐIN
Eyiaslóð 7 Reylóavík s. 51 I 2200
Eyjaslóð 9 Reykjavík s. 5 I I 2203
Leikarinn Dennis Hopper, 59 ára,
þurfti aðeins að taka sprettinn
ásamt sinni heittelskuðu, leikkon-
unni Victoriu Duffy, 28 ára, á götum
Boston þann sögulega dag 12. apríl
því að þá voru þau hjónakornin
skráð í sitt eigið brúðkaup.
Ekki fylgir sögunni hvers vegna
parið tók til fótanna í brúðarklæð-
unum en eitt er víst að með þessu
brúðkaupi innsigluðu þau samband
sem hefur varað í tvö ár. Nú eru
Dennis og Victoria að njóta hjóna-
bandssælunnar á Italíu.
frd vélvœðingu...
Þegar vélvæðing fiskibáta hélt innreið sína á íslandi varð starfsstéttin
vélstjóri til sem í upphafi tengdist aðeins vélrænum búnaði bátanna.
Nú er öldin önnur, bátarnir hafa breyst í tæknivædd hafskip með
margþættum búnaði. Störf vélstjóranna hafa jafnframt orðið flóknari
og fjölbreyttari, menntun þeirra margfaldast og hluti þeirra ber nú
starfshéitið vélfræðingur.
Leikararnir Dennis Hopper og Vict-
oria Duffy, sem hafa verið saman í
tvö ár, létu pússa sig saman í
Boston og fóru svo í brúðkaupsferð
til Ítalíu. Hér eru þau á leið t kirkjuna.
...lil vélfratðincs
Við skiptum við
SPARISJOÐ VELSTJORA
Borgartúni 18,105 Reykjavík
sími 552 5252
Síðumúla 1,105 Reykjavík
sími 588 5353
Rofabæ 39,110 Reykjavík
sími 567 7788
Starfssvið vélfræðinga vex stöðugt með aukinni
vélvæðingu þjóðfélagsins. Vélfræðingar éru hámenntaðir
með sérþekkingu á öllu því sem varðar háþróaðar vélar
og tölvuvæddan tæknirekstur nútímans.
Atvinnureliendur!
Vanti ykkur traustan starfsmann
með víðtæka sérmenntun á tæknisviði,
bæði bóklega og verklega,
þá eru þið að leita að vélfræðingi.
Nánari upplýsingar veitir:
x | Vélstjórafélag
íslands
Borgartúni 18,105 Reykjavík
Sími: 562-9062
33 "V LAUGARDAGUR 4. MAÍ1996 Wennmg
■ ■
Oldin tuttugasta
Tónlistarunnendur kvarta stundum undan því að tónlist tuttugustu aldar
sé óaðgengileg. Sumir telja sig þurfa á fræðslu að halda til þess að geta nálg-
ast hana. Til þess að koma til móts við þessi sjónarmið hefur verið gefinn
út hljómdiskur, sem fæst í hljómplötuverslunum borgarinnar, þar sem er að
finna sýnishorn hinna best heppnuðu verka á þessari öld og eftir kunna höf-
unda. Mjög vandaður bæklingur fylgir disknum þar sem m.a. er ritgerð eft-
ir franska tónskáldið og hljómsveitarstjórann Pierre Boulez þar sem hann
ræðir um það sem líkt er og ólíkt með tónlist nútímans og fyrri tíma, auk
þess sem hverju verki fylgir fræðandi pistill, oftast eftir tónskáldin sjálf.
Það er auðvitað álitamál hvaða verk á að velja á svona disk og mörgu
verður að sleppa. Þarna eru t.d. engin verk eftir Arnold Schönberg og Alb-
an Berg, sem báðir eru lykilhöfundar í tónlist aldarinnar. Þá er ekkert eft-
ir yngri höfunda og ekkert eftir tónskáld utan Evrópu. Val verkanna er að
ING
húsnæði Eyjasióð 9
FELLIHJÓLHÝSI
TJALDVAGNAR
OG FELLIHÝSI
Gísli B. & SKÓP