Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1996, Page 22
22
LAUGARDAGUR 4. MAI 1996
(j sérstæð sakamál
Kvíði og hræðsla höfðu gert vart
við sig meðal stúlknanna sem seldu
blíðu sína á Delancy- stræti á neðri
hluta Manhattan í New York. Á
þremur árum höfðu allmargar
starfssystra þeirra horfið af götunni
en hræðilega leikin lík sumra
stúlknanna höfðu svo fundist undir
brúnum á Manhattan eða í olíu-
tunnum á Austurá.
Vændiskonurnar höfðu haft á
orði við lögregluþjóna í hverfinu að
líklega væri einn og sami maðurinn
ábyrgur fyrir hvörfunum og morð-
unum en löggæslumennirnir gerðu
lítið úr öllum hugmyndum um rað-
morðingja. Vændi væri hættulegt
starf og í raun væru þær að kvarta
yfir þvi sem helst mætti kalla at-
vinnusjúkdóm.
Oraumur og veruleiki
Tiffany Bresciani var ein stúlkn-
anna sem seldu blíðu sína á
Delancy-stræti. Hún var tuttugu og
tveggja ára Qg eins og margar starfs-
systur hennar þekkti hún vel til
hvarfanna og líkfundanna. Reyndar
hafði hún haft á orði að það væri
orðið varasamt að vinna fyrir sér á
þessum stað í borginni en það er
ekki ætíð auðvelt fyrir stúlkur í
þessari grein að flytja sig til og ræð-
ur þar margt, svo sem að vissar
stúlkur hafa eignað sér vissar götur
og víða gera mangarar út stúlkur og
verður að semja við þá ef stunda á
iðjuna á „þeirra svæði“.
Tiffany fannst óhugnanlegt að
vita að vélsög hafði verið notuð til
að hluta sundur lík fjögurra stúlkn-
anna. Hún taldi sig hins vegar ekki
geta unnið fyrir sér á annan hátt en
hún gerði meðan hún biði eftir því
að fá hlutverk á Broadway en þar
vonaðist hún til að verða fræg. Með
þann draum í huga en í skugga
veruleikans hélt hún út á Delancy-
stræti eða næstu götur til aö leita
viðskiptavina.
Blár Toyota-bíll
Rétt fyrir miðnætti þann 24. júní
1993 var Tiffany nýkomin í Allen-
stræti þegar hún kom auga á bláan
Toyota-bíl. Ökumaðurinn gaf henni
merki. Hún gekk til hans.
„50 dalir,“ sagði Tiffany.
Hann dró fram peningana og rétti
henni þá. Hún tók við þeim, gekk að
hinni hlið bílsins og settist inn.
Maðurinn var frekar venjulegur í
útliti. Hann var á fertugsaldri, dálít-
ið dökkur yfirlitum, meðalhár,
grannvaxinn og með gleraugu.
Hann gat verið ósköp venjulegur
fjölskyldufaðir í leit að tilbreytingu.
Þau óku niður að Williamsburg-
brú en þangað fara vændiskonurnar
oft til að afgreiða viðskiptavinina.
Maðurinn drap á vélinni og slökkti
ljósin. En augnabliki síöar tók hann
um kverkar Tiffanys. Það sem hún
hafði óttast mest var að gerast. Hún
reyndi að æpa en kom ekki upp
nokkru hljóði.
Fnykur
Að kvöldi fjórða dags eftir hvarf
Tiffany voru tveir lögregluþjónar,
Sean Ruane og Deborah Spaagaren,
á Southern State Parkway þegar
þau komu auga á vörubíl. Skrásetn-
ingamúmer vantaði aftan á hann.
Þau ákváðu að benda bílstjórnaum
á það og gáfu honum merki um að
staðnæmast.
Sá sem sat undir stýri, Joel Rifk-
in, var þrjátíu og fjögurra ára. Hann
brosti vinsamlega þegar Deborah
bað um að fá að sjá ökuskírteinið
hans. Það reyndist í fullu gildi og
þegar hún rétti honum það og ætl-
aði að segja honum að hann mætti
fara leiðar sinnar kallaði félagi
hennar til hennar.
„Komdu hingað," sagði hann.
„Það er hræðilegur fnykur af ein-
hverju hér á pallinum."
Um leið og Sean Ruane sagði
þetta gaf Rifkin í og ók af stað með
Lögreglumenn á vettvangi.
Joel Rlfkin. Rifkin leiddur úr fangaklefa.
miklum hraða. Lögregluþjónarnir
tveir flýttu sér að bíl sínum og eltu
hann. En Rifkin gaf sig ekki og það
var ekki fyrr en bílarnir tveir höfðu
lagt um fjörutíu kOómetra að baki
að þeim Sean og Deborah tókst loks
að stöðva vörubílinn.
Lokaða herbergið
í stórum plastpoka á vörubílspall-
inum fannst líkið af Tiffany Bresci-
ani. Joel Rifkin var handjárnaður
og fluttur á lögreglustöð.
Við yfirheyrslur skýrði Rifkin frá
því að hann hefði myrt Tiffany. Eft-
ir að hafa kyrkt hana við Williams-
burg-brú sagðist hann hafa ekið
með líkið heim til sín en hann bjó á
Long Island. Á efri hæð hússins,
sem hann bjó í ásamt móður sinni,
hafði hann sérstakt herbergi en á
hurð þess voru sérstakir öryggislás-
ar, enda hafði hann bannað móður-
inni að fara inn í það. I þessu her-
bergi geymdi hann það sem tengdist
hinu óhugnanlega leyndarmáli
hans.
Fjórum dögum eftir að Rifkin fór
með líkið af Tiffany inn í herbergið
var kominn af því svo mikil óþefur
að hann ákvað að losa sig við það.
Hann bar það út og kom því upp á
pallinn á vörubíl sínum en ætlun
hans var að grafa það úti í skógi. En
þau Sean Ruane og Deborah Spaga-
aren stöðvuðu hann áður en hann
náði þangað.
„Hvað áttu við?"
Dwayne Russel lögreglufulltrúi
stjórnaði yfirheyrslunni yfir Rifkin.
Þegar hann hafði heyrt hann játa á
sig morðið á Tiffany Bresciani leit
hann á hann og sagði. „Ertu þá til-
búinn að skrifa undir játninguna?"
„Já,“ svaraði Rifkin. „En hvað
með hinar sextán?"
„Hvað áttu við?“ spurði Russel
þá. ,
„Ég myrti sextán aðrar stúlkur."
Russel var sem lamaður um
stund. Svo fór hann að velta því fyr-
ir sér hvort hann sæti andspænis
biluðum manni sem hygðist nú afla
sér frægðar með því að játa á sig
fjöldamorð.
En á næstu sex klukkustundum
kom í ljós að Rifkin var í raun rað-
morðingi. Hann lýsti í smáatriðum
morðunum á stúlkunum sextán og
mundi reyndar nöfn margra þeirra.
Fyrsta morðið var framið 1990.
Lík grafið upp.
Allar höfðu stúlkumar verið myrtar
við Williamsburg-brú eða Manhatt-
an- brú, sem er stutt frá. Fyrstu fjög-
ur líkin hafði hann hlutað sundur
og komið fyrir í olíutunnum sem
hann kastaði út í Austurá. Tvö lík
hafði hann grafið við Manhattan-
brú en hin úti í skógi.
Ljótur fundur
Að yfirheyrslunni lokinni var
gerð húsleit heima hjá Rifkin. í her-
berginu, sem enginn hafði komið í
nema hann sjálfur, fundust nafn-
skírteini allra stúlknanna sem hann
hafði myrt. Hafði hann hengt þau
upp á veggi. Þar fannst líka vélsög
og sveðja. Á báðum voru storknað
blóð.
Rifkin vísaði á staði þar sem
hann hafði grafið lík og þannig
tókst að finna níu þeirra. Þegar lík-
in af Tiffany og stúlkunum fjórum,
sem hann hafði sett í olíutunnurn-
ar, voru talin með voru fundin fjórt-
án lík. Hin fundust ekki.
í nokkrum tilvikum hafði Rifkin
hoggið fingurna af fórnarlömbum
sínum og slegið úr þeim tennurnar,
svo erfitt eða ómgöulegt yrði að
bera kennsl á þau ef þau fyndust.
Það vakti hins vegar athygli að
hann gróf þá peninga sem stúlkurn-
ar höfðu haft á sér með þeim, þar
með talda þá peninga sem hann
hafði sjálfur greitt þeim fyrir að
setjast upp í bílinn hjá sér.
Samnefnarinn
Þegar rannsóknin hafði staðið
um hríð varð Ijóst að öll fórn-
arlömbin höfðu verið nokkuð lík í
útliti. Allar höfðu stúlkurnar verið
lágvaxnar, dökkhærðar og meö
stóra eymalokka. Þegar þetta var
orðið ljóst vöknuðu ýmsar hug-
myndir með lögreglufulltrúunum og
eina þeirra staðfesti svo móðir Rifk-
ins, Jeanie.
Hún skýrði svo frá að sonur
hennEir hefði eitt sinn verið trúlof-
aður. Hefði það verið eina stúlkan
sem hann hefði orðiö ástfanginn af
en það var fimmtán árum áður.
Stúlkan hefði orðið ólétt en neitað
að eiga barnið. Hefði hún snúið
baki við Joel og látið eyða fóstrinu.
Síðar hefði hann svo komist að því
að hún hafði gerst vændiskona.
Ljóst var nú að það var hið mikla
hatur á stúlkunni sem vaknað hafði
þegar hún sneri baki við honum
sem varð til þess að Rifkin taldi sig
þurfa að koma með endurgjald. Og
það hafði hann gert á þann hroða-
lega hátt sem hann hafði nú opin-
berað.
Dómur og átök
í fangelsi
Rifkin var skipaður verjandi og
reyndi hann að bera við geðveiki en
réttargeðlæknar og sálfræðingar
töldu að sakborningurinn væri sak-
hæfur. í raun sögðu þeir að hann
væri með óvenjuháa greindarvísi-
tölu og létu í ljós nokkra undmn
yfir því að hann hafði ekki farið í
háskóla eins og faðir hans sem var
virtur efnaverkfræðingur.
Árið 1995 var Joel Rifkin dæmdur
í ævilangt fangelsi án möguleika á
reynslulausn eða náðun. Kom dóm-
urinn ekki á óvart.
Það kom aftur á óvart að rétt fyr-
ir dómsuppkvaðninguna lenti Rifk-
in í miklum slagsmálum við
fjöldamorðingjann Colin Ferguson
og vakti það sérstaka athygli að til
átakanna kom eftir að þeir deildu
um það hvor þeirra væri
harðsvíraðri og grimmilegri morð-
ingi.
Málið vakti mikla athygli í New
York og þótti enn á ný sýna hve
hættuleg iðja vændi er. Þá sýndi
það enn fremur að stúlkurnar á
Delancy- stræti höfðu vitað sínu viti
þegar þær reyndu að vekja athygli
lögreglunnar á því að raðmorðingi
gengi laus. Hitt er svo annað mál að
vændiskonur þykja stundum ekki
eins marktækar og aðrir borgarar.