Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1996, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1996, Síða 30
38 unglingaspjall LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1996 jL-P"V Menntskælingarnir eru á fullu í próflestrinum: Farnir að huga að sumarvinnunni Inga Bima Barkardóttir og Eyþór Ingi Eyþórsson era jafnaldrar og skólafélagar. Bæði eru þau 17 ára gömul, að ljúka sínum fyrsta vetri í MH, og bæði stunda þau nám á fé- lagsfræðibraut. Inga Biraa og Eyþór Ingi voru aö safna kröftum og sóla sig fyrir utan MH í vikunni en þau eru að byrja í prófunum í næstu viku. „Viö erum að klára verkefni í öll- um greinunum, taka munnleg próf og skila ritunarverkefnum þannig að við erum í raun og veru byrjuð í prófum. Þetta gengur ágætlega en það mættu kannski vera aðeins fleiri klukkutímar í sólarhringn- um,“ sagði Inga Bima þegar DV hitti á hana og Eyþór Inga á stétt- inni fyrir utan MH. Þau voru sam- mála um að það væri ómögulegt að lesa undir próf í sólskini. Hundruð skólafólks er að klára prófin og streyma út á vinnumark- aðinn á næstu vikum því að öll þurfa þau að safna peningum fyrir skólabókum og öðrum nauðsynjum næsta haust. Sífellt erfiðara reynist fyrir unga fólkið að fá vinnu og seg- ir Inga Birna að menntskælingar fái ekki vinnu nema gegnum kunnings- skap eða hjá borginni. „Þú færð ekki vinnu nema pabbi þinn eða frændi þinn reki sjoppu,“ segir Inga Birna. Inga Bima og Eyþór Ingi eru bæði farin að huga að sumarvinnu í sumar. Eyþór Ingi er þegar búinn að fá vinnu í frystihúsi í Þorláks- Inga Birna og Eyþór Ingi, nemendur í MH, eru á fullu að lesa undir prófin en þau byrja í prófum í þessari viku. Þau hafa verið að leita fyrir sér með vinnu. Eyþór Ingi verður að vinna í frystihúsi í sumar en Inga Birna er bara búin að finna sér kvöld- og helgarvinnu. DV-mynd ÞÖK rif hliðin Stefni að því að gera allt sem mig langar til - segir Hildur Loftsdóttir, dagskrárfulltrúi í erlendri dagskrárdeild Sjónvarpsins Síðastliöið þriðjudagskvöld var sýndur í Sjónvarpinu þáttur um íslenskar dragdrottningar, það er karlmenn sem sérhæfa sig I því að skemmta í kvenmannsfötum. Um- sjónarmaður þáttarins var Hildur Loftsdóttir. Hildur er menntuð í kvikmynda- fræðum frá Frakklandi og starfar nú hjá Sjónvarpinu. Auk þessa verkefnis, Dragdrottningar, er hún meö mörg önnur jám í eld- inum; vinnur að því að skrifa handrit að stuttmyndum og lengri myndum, auk þess sem nokkrar hug- myndir að ileiri sjón- varpsþáttum eru að gerjast í höfði hennar. Hildur sýnir á sér hina hlið- ina að þessu sinni. Fullt nafn: Hildur Lofts- dóttir. Fæðingardag- ur og ár: 9. apríl 1968. Kærasti: Eng- inn. Böm: Engin. Bifreið: Eng- inn. Starf: Dag- skrárfulltrúi í erlendri dag- skrárdeild Sjón- varpsins. Laun: Allt í lagi. Áhugamál: Söngur, skriftir og bíómyndir. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Nei. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Borða góðan mat með góðum vinum og verða soldið full. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Umgangast vont og leiðin- legt fólk. Uppáhaldsmatur: kjöt. Uppáhaldsdrykkur: Glas af góðu rauö- eða Dökkt fugla- Andvíg af öllu Hildur Loftsdóttir dagskrárfulltrúi. hvítvíni. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag að þínu mati? Veit það ekki. Uppáhaldstímarit: Cahiers du Ci- néma. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð? Árni Dagur, litli leynikærastinn minn. Ertu hlynntur eða andvígur rík- isstjórninni? hjarta. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Woody Allen. Uppáhaldsleikari: Ralph Fienn- es og Gary Oldman. Uppáhaldsleikkona: Gena Rowlands. Uppáhaldssöngvari: Kristjana Stefáns. Uppáhaldsstjórn- málamaður: Jón Baldvin. Uppá- haldsteikni- myndapersóna: Sterkasti bangsi í heimi. Uppáhaldssjón- varpsefni: ER. Uppáhaldsmat- sölustaður: Við Tjörnina. Hvaða bók lang- ar þig mest að lesa? Ég hef margoft reynt að byrja á Biblíunni og mun ekki gefast upp. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás 2. Uppáhaldsútvarpsmaður: Sig- urjón Kjartans og Jón Gnarr. Á hvaða sjónvarpsstöð horfir þú mest? Sjónvarpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Bogi Ágústsson. Uppáhaldsfélag í íþróttum: KA. Uppáhaldsskemmtistaður: Kaffi List. Stefnir þú að einhverju sér- stöku í framtíðinni? Gera allt sem mig langar til að gera. Hvað ætlar þú að gera í sumar- friinu? Fara á Snæfellsnes, í Brekkuskóg og til Danmerkur. -pp DV-mynd ÞOK NHMHMi höfn og fer þangað fljótlega eftir skólalok. Ekki er þó enn ákveðið hvar hann mun búa. Inga Bima hef- ur áður unnið í bakaríi og ísbúð og hún er þegar búin að fá kvöld- og helgarvinnu í sumar og starfar þá á sólbaðsstofu. „Ég er ekki búin að fá neina fasta vinnu í sumar. Ég er búin að fá þessa kvöld- og helgarvinnu en ég veit ekki hvort ég fæ eitthvað meira,“ segir Inga Birna, Margir skólakrakkar hafa sterka útþrá og segjast Eyþór Ingi og Inga Bima bæði ætla utan í sumar. Ey- þór Ingi segist ætla á Hróarskeldu- hátíðina í Danmörku í lok júní og Inga Bima fer að heimsækja penna- vin sinn í þvísa landi. „Ég er líka að spá í að fara í versl- unarferð til London," segir Inga Birna. -GHS Madonna hefur komið víða við í ástamálunum: Sean Penn var ástin hennar eina og sanna Leikkonan Madonna hefur átt í íjöldamörgum samböndum sem öll hafa vakið heilmikla athygli en hún hefur aðeins átt sér eina sanna ást eftir því sem hún segir sjálf. Leikar- inn og leikstjórinn Sean Penn var og er sanna ástin hennar Madonnu. Þetta viðurkenndi Madonna nýlega í sjónvarpsþættinum 60 Minutes þar sem hún sagðist hafa elskað að brjóta saman nærfótin hans. Madonna og Sean Penn áttu í stormasömu sambandi árin 1985- 1989. í tilefni af ófrískheitum Madonnu af völdum núverandi ástmanns síns og einkaþjálfara, Carlosar Manuels Leon, hafa erlend vikublöð tekið saman helstu ástarævintýri Ma- donnu með hinum og þessum. Þar kemur fram að gamli sjarmörinn Warren Beatty hafi verið átrúnaðar- goð hennar árum saman en þau áttu í sambandi 1989-1990. í lok sam- bandsins kvartaði Beatty undan því að Madonna gæti ekki lifað án þess að vera í sviðsljósi fjölmiölanna. „Hún rænir vinum rnanns," segir Sandra Bemhard, sem á níunda áratugnum var náin vinkona Madonnu en ekki „elskhugi" eins og hún einhvern tímann lýsti yfir. Henni er nú í nöp við Madonnu fyr- ir að hafa sýnt sig á almannafæri með fyrrum elskhuga og vinkonu Söndru, módelinu Ingrid Casares. Madonna hefur líka verið með plötusnúðnum og plötuútgefandan- um Jellybean Benitez en hann Madonna hefur hneykslað allan heimlnn með hátterni sínu og ásta- málum. Hún sagði í þættinum 60 Minutes nýlega að Sean Penn hefði verið ástin sín eina og sanna. Gamli sjarmörinn Warren Beatty var hins vegar átrúnaðargoð hennar árum saman en Beatty kvartaði undan því að hún gæti ekki lifað án þess að vera í sviðsljósinu. samdi fyrir hana eitthvað af vinsæl- um lögum á sínum tíma. Chicago Bulls- stjaraan Dennis Rodman átti í ástarsambandi við Madonnu vorið 1994 og svo er á listanum módelið Tony Ward sem var með henni á myndbandinu sem hneykslaði heiminn, Justify My Love. Madonna hefur komið víða við í ástamálunum, átt í sambandi með Chicago Bulls körfuboltahetju, plötusnúðum og jafnvel öðrum konum, að sagt er, en nú er hún ófrísk eftir þjálfarann sinn, Carlos Manuel Leon.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.