Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1996, Síða 34
42
LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1996 JU&"1I/"
Vréttir
- Af hverju fórstu í framboð?
„Ég fór í framboð að lokinni
vandlegri íhugun eftir að ég komst
að þeirri niðurstöðu að forsetaemb-
ættið er kjörinn vettvangur þar sem
hægt er að leggja sitt af mörkum til
að bæta íslenskt samfélag, styrkja
innviði þess og jafnframt að treysta
stöðu íslands á alþjóðavettvangi. Ég
tel að embættið bjóði upp á svigrúm
þar sem hægt er að hafa einstakt
frumkvæði til þessa.“
- Hver telur þú helstu gildin
vera sem embætti forseta íslands
á að standa fyrir?
„Ég held að embættið sé marg-
þætt. Það er sameiningartákn fyrir
þjóðina og þannig á forsetinn að
leggja ríka áherslu á að virkja þau
öfl sem sameina þjóðina. Enn frem-
ur gildi samstöðu, samhjálpar og
gildi mannræktar sem felst m.a. í
því að hlúa að og mennta einstak-
lingana í landinu þannig að allir fái
notið hæfileika sinna til hins
ýtrasta og geti þess vegna lagt sitt af
mörkum til samfélagsins. Forsetinn
þarf að standa vörð um sjálfstæði
þjóðarinnar og vera málsvari mann-
réttinda, umhverfisverndar og frið-
ar, bæði heima og heiman.“
Legg áherslu
á menntun____________________
- Hverjar verða þínar áherslur
á Bessastöðum, náir þú kjöri?
„Ég mun hafa ýmsar áherslur,
einkum þær sem varða menntun
þjóðarinnar. Ég held að menntun
skipti beinlínis sköpum í framtíð
okkar og sjálfstæði sem þjóðar. Það
þarf að mennta þjóðina frá blautu
barnsbeini til æviloka. Þá á ég ekki
bara við bóknám heldur einnig
verknám og listnám. Allt sem getur
laðað fram og eflt sköpunarþrótt
okkar og færni þannig að við verð-
um aflögufær og þar með sam-
keppnisfær í umheimi sem verður
okkur stöðugt nákomnari. Að við
getum gefið ekki siður en þegið á al-
þjóðavettvangi. Ég mun leitast við
að standa vörð um íslenska sérstöðu
og sóknarfæri og vera málsvari ís-
lenskra hagsmuna eins og allir
landsmenn þurfa að vera. Þetta tel
ég mjög mikilvægt og forsetaemb-
ættið getur vegið þungt í þessum
efnum. Það getur orðið hvati að því
að styðja brýn langtímaverkefni
sem oft eru vanrækt á vettvangi
stjórnmála þar sem skammtíma-
sjónarmið vilja ráða.“
- Telur þú að forsetinn eigi að
beita ákvæði um neitunarvald
sitt á lagasetningar á Alþingi?
„Ég held að þetta sé fyrst og
fremst neyðarúrræði og hafi verið
hugsað þannig þegar lögin voru
sett. Sjálf vildi ég stuðla að því að
það yrðu sett í lög ákvæði sem
leyfðu fólki þjóðaratkvæðagreiðslu
um mikilvæg mál eftir settum regl-
um, t.d. að tíundi hluti kjósenda
gæti farið fram á slika atkvæða-
greiðslu, sem væri annaðhvort ráð-
gefandi eða bindandi fyrir Alþingi.
Þetta tel ég vera lýðræðislega ráð-
stöfun þó ég beri fyllsta traust til
þingræðis sem er vitaskuld horn-
steinn stjórnskipunar okkar.“
- Hvert er þitt álit á þeim
mikla kostnaði sem orðið hefur á
endurbótunum á Bessastöðum?
„Ég hef ekki kynnt mér það í
smáatriðum. Þó tel ég að það sé
skylda þjóðarinnar að að viðhalda
sameignum sínum sómasamlega og
láta ekki dragast of lengi að fram-
Guðrún Agnarsdóttir forsetaframbjóðandi. DV-mynd ÞÖK
- Nú hefur fylgi við þig mælst
innan við 10% í undanförnum
skoðanakönnunum. Hefur
hvarflað að þér að hætta við
framboð?
„Nei, ég tek ekki mikið mark á
þessum könnunum núna. Frambjóð-
endur hafa verið að bætast í hópinn
að undanförnu og ekki víst að allir
séu komnir fram. Kynningar eru
rétt að byrja og sameiginlegar um-
ræður frambjóðenda hafa varla haf-
ist. Margir bíða átekta, eru að velta
þessu fyrir sér og ekki búnir að
taka afstöðu. Ég tek ekki mikið
mark á þessum tölum. Þær eiga eft-
ir að breytast. Ég er bjartsýn og gal-
vösk, tel mig hafa góðan málstað og
finn góða strauma hvar sem ég
kem.“
- Hafa þingkonur Kvennalist-
ans lýst yfir stuðningi við þig?
„Já, þær hafa allar gert það í aug-
lýsingum undanfarið."
- Hvað með stuðning Ingibjarg-
ar Sólrúnar Gísladóttur borgar-
stjóra? Telurðu þig hafa stuðning
hennar?
„Ég veit ekkert hvar hún stendur.
Ég hef ekki leitað eftir hennar
stuðningi. Mér finnst mjög eðlilegt
að borgarstjóri blandi sér ekki beint
inn í forsetakosningar."
- Nú áttir þú frumkvæði að
stofnun Neyðarmóttöku á Borg-
arspítalnum fyrir þá sem beittir
hafa verið kynferðislegu ofbeldi.
Styður þú málstað kvennanna
sem telja að biskup íslands hafi
beitt þær kynferðislegu ofbeldi
eða styður þú biskupinn?
„Ég hef ekki kynnst því máli
nema í fjölmiðlum og hef engar for-
sendur til að taka afstöðu til þess í
blaðaviðtali.“
kvæma sjálfsagðar viðgerðir. Það
verður auðvitað að gera með hag-
sýni og ráðdeild og innan þess
ramma sem eðlilegt er. Ég held hins
vegar að flestir vilji að forsetinn
geti sýnt íslenska gestrisni en rekst-
ur embættisins verður að vera í
takt við lífið í landinu og efnahags-
lega getu okkar.“
- Verður erfitt fyrir þig að
hverfa aftur til fyrri starfa, náir
þú ekki kjöri?
„Nei, það get ég ekki ímyndað
mér.“
- Þú yrðir ekki tapsár?
„í fyrsta lagi reikna ég alls ekki
með því að tapa. Þetta er þó ákveð-
in áhætta sem maður tekur. Ég lít
fyrst og fremst á þetta sem heillandi
verkefni og verð reynslunni ríkari,
hvernig sem fer.“
Veiti ekki tóbak________________
- Ertu hlynnt því að forsetinn
veiti áfengi og tóbak í veislum
sínum og móttökum?
„Tóbak mun ég alls ekki veita.
Ákveðnar hefðir og venjur hafa
skapast með áfengið. Þeim er auð-
vitað hægt að breyta. Allt fer þetta
eftir tækifærunum. Það ætti frekar
að veita létt vín en sterk og gæta
hófs. En tóbak mun ég engum veita,
hvorki sem forseti né í öðru hlut-
verki í lífi mínu.“
- Ertu hlynnt inngöngu Islands
í Evrópusambandið?
„Ég held að það sé ekki mikilvæg
ákvörðun fyrir okkur í bili. Við
þurfum að fylgjast vel með þróun
Evrópusambandsins og ég tel að það
hljóti að þurfa að verða mikil um-
ræða um málið áður en til þess
kemur að hægt sé að vega og meta
kosti og galla. Aðild að Evrópusam-
bandinu er erfiðari fyrir fámenna
þjóð sem lifir mestmegnis á einum
atvinnuvegi, fiskveiðum. Þess
vegna þurfum við að huga betur að
okkur heldur en margir aðrir. Mér
finnst það vera grundvallaratriði að
eftir mikla og Itarlega umræðu fái
þjóðin að greiða um það atkvæði
hvort af inngöngu yrði.“
Yfirheyrsla
Björn Jóhann Björnsson
- Á forsetinn að vera þjóðkjör-
inn?
„Já, það styrkir stöðu forsetans
sem er í raun eini þjóðkjörni emb-
ættismaður þjóðarinnar. Mér finnst
það vera kostur.“
- Hver er áætlaður kostnaður
við framboðið þitt?
„Það er óljóst enn þá vegna þess
að það er rétt að byrja. Maður veit
ekki hvernig spilast úr þessari
kosningabaráttu. Ég vona að kostn-
aðurinn verði ekki of mikill vegna
þess að þetta byggist allt á fórnfúsu
og duglegu fólki sem vinnur í sjálf-
boðavinnu. Enn fremur á hefð-
bundnum fjáröflunaraðferðum í
kosningabaráttu, þ.e. framlögúm
einstaklinga og ef til vill fyrirtækja,
gjöfum af ýmsu tagi og happdrætti.
Ég er svo heppin að hafa gætna,
ábyrga og úrræðagóða aðila i fjár-
málahópi með mér sem ég treysti til
að halda vel utan um þetta.“
Kostnaður hámark
10 milljónir
- Hver mundir þú telja að há-
markskostnaður yrði?
„Ég veit það ekki. Menn hafa ver-
ið að ræða um 10 milljónir. Það
verður að koma í ljós. Ætlunin er að
sníða okkur stakk eftir vexti og
gæta þess að fjármálin fari ekki úr
böndum.“
- Hver fjármagnar baráttuna?
„Fyrst og fremst eru það einstakl-
ingar með sín framlög, enn sem
komið er. Við höfum ekki enn kom-
ið okkur upp happdrætti eða ein-
hverju slíku. Vonandi verður eitt-
hvað sem fyrirtæki geta lagt af
mörkum en það þarf auðvitað að
leita eftir því.“
- Er eitthvað í þinni fortíð sem
gæti skaðað þig sem forseta?
„Nei, ekkert sem ég veit um.“
- Þú tekur ekki afstöðu til þess
hvort biskup eigi að segja af sér
eða ekki?
„Nei.“
Vil umræðu um
tvöfaída umferð_____________
- Finnst þér að breyta eigi
kosningafyrirkomulaginu og
hafa t.d. tvöfalda umferð þannig
að forseti sé ekki kjörinn með
kannski þriðjungsfylgi?
„Ég held að eðlilegt sé að ræða
þessa hugmynd. Ég hef ekki tekið
afstöðu til hennar sjálf endanlega en
finnst ekki óeðlilegt að umræðan
komi upp. Það kann að vera að fleiri
kostir en gallar séu við tvöfalda um-
ferð. Umræðan er nauðsynleg
núna.“
- Heldurðu að fleiri eigi eftir að
gefa kost á sér?
„Ég hef ekki hugmynd um það.
Það hlýtur að vera á brattann á
sækja fyrir þá sem koma seint inn í
baráttuna. Þetta er mikið verk að
vinna. Tíminn styttist og landið og
miðin eru stór.“
- Hvað ertu komin með marga
meðmælendur?
„Ég veit þaö satt að segja ekki.
Söfnunin er í fullum gangi um allt
land. Við förum að kalla listana inn
og ég veit ekki annað en að söfnun
hafi gengið mjög vel. Ég vona að
meðmælendur séu orðnir nógu
margir nú þegar.“ -