Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1996, Síða 36
44
LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1996 I^"V
„Stormarnir, nepjan, rigningarn-
ar og kuldinn ollu mér meiri þján-
ingum heldur en nokkurn tíma
hitarnir í Gyðingalandi. Húðin á
vörum mínum og andliti sprakk þó
ekki öll i hitanum þar. En ég hafði
ekki verið nema fimm daga á ferða-
lagi hér er tekið var að blæða úr
vörum og andlitið allt flagnað, eins
og ég hefði fengið mislinga."
Þannig skrifar Ida nokkur Pfeif-
fer, þýsk iniðaldra kona sem af
stakri ævintýraþrá tók sér far frá
Kaupmannahöfn til Hafnarfjarðar í
maímánuði árið 1845. Næstu vik-
urnar notaði hún til að ferðast um
landið og rita í minnisbók það sem
fyrir augu bar. Þegar hún kom aftur
til Þýskalands gaf hún ferðasögu
sína út á bók og kom hluti hennar
út hér á landi í þýðingu Jóns Helga-
sonar blaðamanns hjá Skuggsjá árið
1845. Siðastliðið sumar voru því 150
ár liðin frá ferðalagi hennar. Á þess-
um tímamótum er rétt að riíja upp
það sem bar fyrir augu þessarar
þýsku matrósu sem fékk þá undar-
legu flugu í höfuðið að gerast ferða-
langur á íslandi.
Ferðamenn
uppspretta auðs
Öllum er það ljóst nú á dögum að
þjónusta við ferðamenn skiptir þjóð-
arbúið verulegu máli. Fyrir 150
árum voru einnig ýmsir sem gerðu
sér ljóst að hafa mætti tekjur af er-
lendum ferðamönnum. Má þar með-
al annars nefna leiðsögumanninn
sem gekk með frú Pfeiffer upp
Heklu. Fyrir ómakið þennan eftir-
miðdag setti hann upp verð sem
þýska frúin taldi jafngilda mánaðar-
launum venjulegs íslendings. Líkt
og sumir ferðalangar, sem síðar
komu, kvartar hin þýska Pfeiffer
mjög undan háu verðlagi. Hún segir
það ekki nóg að þegar allt sé tekið
saman þá séu ferðalög á íslandi þau
erfiðustu og óþægilegustu sem fyrir
finnist sökum veðurfars og vega-
leysis, heldur bætir hún við:
„Ferðalög á íslandi eru dýrari en
annars staðar. Veldur því í fyrsta
lagi að ferðamaðurinn er venjulega
einn, svo að kostnaður við fylgd og
flutning, ferjutollar og annað þess
háttar lendir allt á einum. Alla
hesta sem nota þarf verður að
kaupa því að ógerlegt er að fá hest
að láni. Þeir eru í þokkabót dýrir:
áburðarhestar kosta 18-20 flórur og
reiðhestar 40-50. Hestar geta ekki
borið þungar klyfjar og þess vegna
verða þeir sem vilja hafa meðferðis
einhver teljandi þægindi að kaupa
marga klyfjahesta og fá auk þess
sérstakan hestasvein til að annast
þá því að fylgdarmennirnir vilja að-
eins hugsa um reiðhestana og einn
eða tvo klyfjahesta í mesta lagi.
Vilji menn svo selja hestana að end-
uðu ferðalaginu fæst ekki nema
gjafverð fyrir þá því að enginn býð-
ur í þá neitt sem heitir og sannast
hér enn að alls staðar í veröldinni
er mönnum gjarnt að hugsa mest
um sinn hag. Menn vita, að skepn-
urnar verður að skilja eftir og þess
vegna gæta þeir þess að bjóða ekki
of hátt verð. Ég verð að viöurkenna
að á þessu sviði er skapgerð íslend-
Raunar heillaðist hún af 10-12 ára
gamalli stúlku sem hún taldi hafa
fullkomið andlit. Velti hún því fyrir
sér hvernig á því stæði að í þessari
„útsköfu hnattarins" fyndist slík
fegurð og hverjum myndi detta í
hug að leita hennar hér.
Ýmislegt kom frú Pfeiffer undar-
lega fyrir sjónir í fari íslendinga.
Henni er tíðrætt um hinn mikla
skort á hreinlæti sem viðgekkst hér
á landi og um híbýli íslendinga,
torfkofana, skrifaði hún:
„Það er ógerningur fyrir þann
sem inn í þessi hreysi kemur að
kveða upp úr um það hvort sé
verra, hinn kæfandi reykur í göng-
unum eða fúlt andrúmsloftið þegar
inn er komið, pestnæmt af sóðaskap
og útgufun frá fjölda fólks. Ég er
sannfærð um að hinar hræðilegu
farsóttir, sem eru svo algengar með-
al íslendinga, eru miklu meira að
kenna óheyrilegum sóðaskap þeirra
heldur en veðurfarinu eða sérkenni-
legu mataræði þeirra."
Segist hún hafa séð lítinn mun á
kofum landsmanna á ferðum sínum
um landið, alls staðar voru þeir jafn
óþrifalegir og aumir.
Meðal þess sem kom frú Pfeiffer
mjög á óvart í framferði íslendinga
var að mæður ólu ekki börn sín á
brjósti heldur gáfu þær börnum sín-
um mjög óheilnæma fæðu, að mati
Pfeiffer. Taldi hún það réttilega
skýringuna á hinum mikla barna-
dauða sem þá var í landinu.
íslendingar sinnulausir
Annað sem frú Pfeiffer mislíkaði
í fari íslendinga var hið yfirþyrm-
andi sinnuleysi þeirra. Segist hún
ævinlega hafa þurft að bíða tíu sinn-
um lengur eftir öllu heldur en nauð-
synlegt var og því ávallt neyðst til
að breyta fyrirætlunum sínum. Ef
henni var lofað fullbúnum hesti eft-
ir hálftíma þá mátti hún teljast
heppin ef minna en fimm klukku-
stundir liðu þar til hesturinn kom.
Ýmsa aðra undarlega siði íslend-
inga telur frú Pfeiffer upp. Meðal
annars segir hún frá eftirfarandi
upplifun sinni fyrir utan kirkjuna á
Stóru-Völlum.
„Fólkið streymdi út úr kirkjunni
og dreifðist í smáhópa þar sem það
stóð hlægjandi og skrafandi. Og
ekki gleymdist mönnum heldur að
væta á sér kverkarnar með sopa af
brennivíni sem þeir höfðu vitaskuld
á reiðum höndum. Síðan voru hest-
arnir sóttir og kveðjurnar hófust.
Kossum rigndi niður í öllum áttum,
eins og ræflarnir byggjust ekki við
að sjást framar.
Kossaflangs Islendinga
Um allt ísland er það almennur
siður að heilsast og kveðjast með
rembingskossi - siður sem útlend-
ingi geðjast ekki meira en svo að
láti hann eftir sér að horfa á óhrein
og viðbjóðsleg andlitin, tóbaksnefin
á gamla fólkinu og vanhirðuna á
krökkunum. En um allt þetta kærir
íslendingurinn sig kollóttan. í þetta
skipti kyssti hvert einasta sóknar-
barn prestinn og hann fáðmaði þau
að sér í staðinn. Þá kysstu þau hann
í annað sinn, án tillits til kynferðis
eða þjóðfélagsstöðu. Og ég varð
inga mun lítilmótlegri heldur en ég
hafði búist við og ennþá aumari en
frá er sagt í þeim bókum sem ég
hafði lesið um þá.
Islenskir karlmenn
ófríðir
Frú Pfeiffer lýsir Islendingum
sem meðalmönnum að vexti og
burðum. Þeir séu ljósir á hár og slái
ósjaldan á það rauðleitum blæ og
augun séu blá. Hún segir karlmenn-
ina venjulega ófríða en konurnar
heldur laglegri og það kom fyrir að
hún sá mjög fríðar ungar stúlkur.
Hinn mikli óþrifnaður ísiendinga kom hinni þýsku frú Pfeiffer mjög á óvart.
Mynd Þjóðminjasafnið
Gluggað í ferðasögu ævintýrakonu sem heimsótti Island fyrir 150 árum:
Sóðaskapurinn dæmalaus
og okrað á ferðamönnum
- segir Ida Pfeiffer sem tók sér far frá Kaupmannahöfn til Hafnarfjarðar og ber íslendingum ekki vel söguna