Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1996, Page 37
X>V LAUGARDAGUR 4. MAÍ1996
45.
íijlíl , ft
j ■ ■ ip ^ /
■ -'ý -í s r\
íffflfíli •jillflsi ilíBIII ' i' f mL • *íÆ mk
Frú Pfeiffer varð að kaupa hesta á uppsprengdu verði til ferðalaga sinna hér á landi. Enginn vildi leigja henni hesta
og að loknu ferðalagi hennar vildi enginn kaupa hestana af henni aftur. Mynd Þjóðminjasafnið
meira en lítið undrandi er ég sá til
dæmis fylgdarmann minn, sem að:
eins var óbreyttur almúgamaður,
heilsa sex sýslumannsdætrum og
konum og börnum prestanna eða
sjálfum sýslumanninum og fleirum
á þennan hátt og komst að raun um
að kveðjum hans var vel tekið. Sinn
er siður í landi hverju."
Vanhelgun guðshúsa
Á ferðalögum sínum gerði frú
Pfeiffer sér far um að gista í kirkj-
um, enda geðjaðist henni ekki að að
dveljast næturlangt í torfhýsum ís-
lendinga. Ekki var hún þó þar með
laus við ýmsan óþef þar sem lands-
menn notuðu kirkjurnar ekki ein-
ungis til trúarlegra athafna. í þeim
voru meðal annars geymd matvæli.
„Ég dreg í efa að slík vanhelgun
guðshúsa myndi leyfð nokkurs stað-
ar annars staðar, jafnvel meðal-
frumstæðustu þjóða. Raunar var
mér sagt að nú væri í þann veginn
verið að banna þessa notkun. En
slíkt hefði aldrei átt að leyfast og ég
er engan veginn viss um að þessu
verði breytt í framtíðinni því að
hvar sem ég fór stóðu kirkjurnar
mér til boða til næturgistingar og
gat ég gengið að því vísu að þær
væru hálffullar af fiski, tólg og ýms-
um öðrum lyktarvondum varningi."
Meðal þeirra kirkna sem frú
Pfeiffer gisti í var kirkjan í Krísu-
vík. Þar varð hún fyrir sérkenni-
legri lífsreynslu þegar hún hugðist
kom sér fyrir. Hún skrifar:
„Allt fólkið í kotunum kom í ein-
um hóp til þess að skoða mig og inn-
an lítillar stundar var ég umkringd
af ungum og gömlum sem troðist
höfðu inn í kirkjuna og þrengdu að
mér á allar hliðar. Svo óskemmti-
legt sem gláp þeirra var neyddist ég
þó til þess að sætta mig við það því
það hefði verið ógerningúr að reka
allan þennan hóp út án þess að
valda miklum móðgunum. Þess
vegna opnaöi ég mal minn og gerði
mig líklega til þess að hita mér kaffi
í viðurvist safnaðarins. Þá fóru
áhorfendurnir að stinga saman nefj-
um og þegar ég kveikti í spíritusn-
um virtust þeir alveg falla í stafi. Og
nú fylgdu þeir hverri hreyfingu
minni með augunum. Ekki bryddi á
því að þeir sýndu á sér neitt farar-
snið þótt ég lyki kvöldverði mínum
svo að ég afréð að reyna betur á þol-
inmæði þeirra. Ég tók dagbók mína
og byrjaði að skrifa. Fólkið horfði
þegjandi á mig nokkur andartök þar
til allt í einu að margir hrópuðu i
einu: „Hún er að skrifa, hún er að
skrifa!" En ekki varð þess enn vart
að neinn hugsaði til brottferðar. Það
stóð grafkyrrt og hvert auga mændi
látlaust á mig í fulla klukkustund.
Ég gæti hér um bil trúað að ég sæti
þar enn ef ég hefði ætlað að skrifa
uns það hrökklaðist burt. En loks
þraut mig þolinmæðina og þegar
mér svo tókst að koma því í skiln-
ing um að ég vildi fara að sofa
hypjaði það sig burt.“
Hrákarnir gengu
í allar áttir
Nokkru síðar, þegar frú Pfeiffer
gisti á bóndabæ einum, varð hún
enn fyrir óskemmtilegri lífsreynslu.
„Mér til mikillar gremju þyrptist
all fólkið í kringum mig, ekki að-
eins úr þessum kofanum heldur
einnig hinum. Og þarna tók það sér
stöðu, sumt í mínu herbergi og
sumt í næsta herbergi, svo að ég var
enn vendilegar umsetin heldur en
ég hafði þó verið í Krísuvík. Það var
eitthvað í útliti mínu sem kom fólk-
inu svo nýstárlega fyrir sjónir að
það þreyttist aldrei á því að stara á
mig. Konurnar urðu brátt svo hug-
rakkar að þær þorðu að þreifa á föt-
um mínum og þukla hverja flík,
sem ég var í, en böm lögðu óhrein
höfuðin í keltu mína. Þetta var
sannarlega ferlegur söfnuður. Sóða-
skapurinn var dæmalaus, svitinn
bogaði af fólkinu, það var sífellt að
taka í nefið, (þó að engir væru vasa-
klútarnir) og hrákarnir gengu í all-
ar áttir. Aðsókn þess kvaldi mig
meira en lengsta fasta.“
Heillaðist af fegurð
landsins
Þrátt fyrir að frú Pfeiffer hafi ým-
islegt við land og þjóð að athuga þá
greinir hún einnig frá ýmsu já-
kvæðu í fari íslendinga. Hún fékk
víða góðar viðtökur og margir voru
boðnir og búnir að gera allt sem í
þeirra valdi stóð til að gera henni
íslandsdvölina sem ánægjulegasta.
Það kom henni einnig verulega á
óvart að flestir viðmælendur henn-
ar gerðu ráð fyrir þvi að hún byggi
yfir kunnáttu sem venjulega var
einungis á færi karlmanna. íslend-
ingar héldu auðsýnilega að útlendar
konur hlytu að vera eins lærðar og
karlmenn. Þannig hafi prestar
ávallt ávarpað hana á latínu en síð-
an orðið mjög undrandi þegar í ljós
kom að hún kunni ekki neitt í
tungumálinu. Að sögn frú Pfeiffer
leitaði almenningur einnig ráða hjá
henni við alls kyns vandamálum
sínum. Getur hún þess meðal ann-
ars að hún hafi verið leidd fyrir
langt leiddan holdsveikisjúkling og
beðin um ráð honum til handa.
Þótti henni það mjög ógeðfelld sjón.
Frú Pfeiffer heUlaðist af fegurð
landsins og notar um það hástemmd
lýsingarorð. Uppi á toppi Heklu
skrifaði hún meðal annars: „Ég er
hrædd um að penni minn sé mikils
til of sljór til þess að lýsa því sem
bar fyrir augu mín. En guði mínum
þakka ég fyrir að hann skyldi leyfa
mér að sjá þetta stórbrotna sköpun-
arverk hans.“
Eftir tveggja mánaða veru hélt
frú Pfeiffer af landi brott, áleiðis til
Noregs og Svíþjóðar. Um ferðir sín-
ar þar skrifaði frúin einnig ýmislegt
athyglisvert en hér verður látið
staðar numið að sinni.
Jónas Sigurgeirsson
Sími 562 2262
*
A 4 stöðum - 4 x betra
26 • Reykjavík • S.562 2262
14 • Reykjavík • S.567 2900
Skeifunni 5 • Reykjavík • S.581 4788
Bæjarhrauni 6 • Hafnarfiröi • S.565 5510
GRAND CHEROKEE LTD
ÁRGERÐ 1996
Þessi nýi bíll
kostar 5.100.000
en vegna
hagkvæmra
innkaupa selst
hann nú á
4.750.000 stgr.
Vagnhöfða 23 - 112 Reykjavík
Sími 587 0 587
Harbo furuhusgogn
Harfman plasthúsgögn
Opið á laugardag kl. 10
- 16
SEGLA
Eyjaslóð 7
ÞU GETUR TREYST FAGOR
9
RÖNNING
BORGARTÚNI 24
SÍMI 562 40 11
FAGOR S30N
Kælir: 265 I - Frystir: 25 I
HxBxD: 140x60x57 cm
***■ 41.800
FAGOR D27R
Kælir: 212 I - Frystir: 78 I
HxBxD: 147x60x57 cm
49.800
FAGOR D32R
Kælir: 282 I - Frystir: 78 I
HxBxD: 171x60x57 cm
SVM- 54.S00
FAGOR C31R ■ 2 pr.
Kælir: 270 I - Frystir: 110 I
HxBxD: 170x60x57 cm
Stgr.kr.
67*800
FAGOR C34R - 2 pr.
Kælir: 2901 - Frystir: 1101
HxBxD: 185x60x57 cm
**■*■ < k800