Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1996, Qupperneq 56
Alla laugardaga
Vertu viðbúin(n)
vinningi!
tSSF@®fíÆi
> C3 O FRETTASKOTIÐ
L-LJ ' SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
S <=} s LTD «=c Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn.
oo 1
1— LQ 1— 550 5555
Frjálst,óháð dagblað
LAUGARDAGUR 4. MAÍ1996
Akureyri:
Gæsluvarðhald
framlengt
Gæsluvaröhald yfir bóndanum á
Steinsstöðum I í Öxnadal hefur ver-
ið framlengt um tvær vikur að
- -kröfu sýslumannsins í Eyjafjarðar-
sýslu. Maðurinn er grunaður um að
hafa orðið systur sinni að bana um
síðustu helgi. Hann hefur verið í
gæsluvarðhaldi upp frá því.
Systirin var gestkomandi á bæn-
um og fannst hún þar látin. Bróðir
hennar er grunaður um að hafa ver-
ið undir áhrifum áfengis þegar at-
burðurinn varð. -GK
Neskaupstaður:
Skemmdarverk
upplýst
Tveir unglingar hafa viðurkennt
að hafa brotist inn í Tröllanesti,
söluskála í Neskaupstað, fyrr í vik-
unni og unnið þar skemmdarverk.
Fóru þeir inn um nótt og brutu allt
og brömluðu innan dyra en stálu
engu.
Piltarnir eru 17 og 19 ára og voru
í gær í yfirheyrslum hjá lögregl-
unni. Munu þeir báðir hafa verið
drukknir þegar þeir brutust inn.
-GK
Þrjár fluttar suður
með sjúkraflugi
Þrjár stúlkur voru fluttar til
Reykjavíkur með sjúkraflugvél í
fyrrinótt eftir bílveltu í Berufirði.
Varð ein þeirra undir bílnum og fór
úr axlarliði. Hinar tvær hlutu
óveruleg meiðsl og eru þær nú allar
komnar af sjúrkahúsi. Bíllinn er
ónýtur. -GK
Tók peninga hjá
bónda
Unglingur hefur viðurkennt að
hafa farið inn í bóndabæ i Rangár-
vallasýslu og tekið þar ófrjálsri
hendi nær 30 þúsund krónur. Var
þjófurinn undir áhrifum áfengis.
Fénu hefur nú verið komið í hendur
bónda að nýju og er málið að fullu
upplýst. -GK
Kylfingur fékk
kúlu í höfuðið
Kylfingur var fluttur rænulítill á
sjúkrahús í gær eftir að hann fékk
kúlu í höfuðið við leik á golfvell-
inum í Grafarholti.
Sló maðurinn kúluna af öllu afli
en hún lenti í steini og rotaðist kylf-
ingurinn þegar hann fékk kúluna
úr endurkastinu. Hann mun ekki al-
^arlega slasaður. -GK
Maður handtekinn eftir að hafa reynt að svíkja fé af vistmanni í þjónustuíbúð:
Kom með lítið
barn til að
svíkja aldraða
- fólk kvatt til að leita til starfsmanna eða öryggisvarða
Maður var handtekinn í Félags-
og þjónustumiðstöð aldraðra við
Vitatorg á fimmtudagskvöldið, eft-
ir að reynt hafði verið að svíkja út
peningalán frá aldraðri konu sem
þar býr. Maðurinn var með lítið
barn þegar lögreglan hafði af-
skipti af honum.
Samkvæmt upplýsingum DV
var hringt í viðkomandi konu og
sagði maður að hann væri skyld-
menni hennar. Hann bað hana
jafnframt um peningalán. Konan
gaf engin loforð en maðurinn kom
síðan á staðinn og hringdi dyra-
bjöllu hjá henni. Þá hafði verið
kannað hvort maðurinn væri
skyldur konunni og kom í ljós að
svo reyndist ekki vera - hann var
henni því algjörlega óviðkomandi.
Þegar maðurinn kom var hann
með kornabarn með sér, sam-
kvæmt upplýsingum Arnar Jóns-
sonar, fulltrúa framkvæmda-
stjóra. Honum var þá „kippt inn
fyrir“ og kallað á lögreglu.
Örn sagði að enginn vissi hvaða
afleiðingar það hefði haft ef konan
hefði ekki látið öryggisvörð vita
um símhringingu mannsins.
„Þetta er allt of algengt, fólk
reynir allt. Fólk er að hringja hér
í dyrasíma og þykist tfl dæmis
vera sölufólk, það er alþekkt
dæmi,“ sagði Örn. Hann sagði að
einnig væru brögð að því að
hringt væri I vistfólk, síðan kom-
ið á staðinn og gamla fólkið
hleypti því síðan inn í góðri trú.
„Fólkið er svo grunlaust - það
opnar bara í sakleysi sínu. Ef fólk
er eitthvað í vafa á það að snúa
sér til starfsmanna eða öryggis-
varða því ekki næst alltaf í ætt-
ingja," sagði Öm.
-Ótt
[S^Zim [>] nl il 1 f 1
Minkur beit tvö lömb á túninu við bæinn Efri-Brunnastaði á Vatnsleysuströnd. Lárus Kristmundsson bóndi sá þeg-
ar minkurinn beit lömbin. Hann sótti því byssu og skaut dýrið. Lömbin eru illa farin á fótum og óvíst hvort þau lifa.
- sjá nánar á bls. 2 DV-mynd ÞÖK
Húsaskóli:
Skólabjallan vek-
ur nágrannana á
frídögum
Ibúar í nágrenni Húsaskóla í
Grafarvogi í Reykjavík eru mjög óá-
nægðir með það að þegar frídagur
er í miðri viku, til dæmis sumardag-
urinn fyrsti, fyrsti maí og fyrsti des-
ember og frí er í skólanum hringir
skólabjallan eins og fufl kennsla sé í
gangi frá því tíu mínútur yfir átta á
morgnana og fram að síðdegiskaffi.
íbúarnir hafa kvartað við Skóla-
málaráð en engar undirtektir feng-
ið.
„Það er óskiljanlegt árið 1996 að
ekki skuli hægt að stöðva bjölluna
þegar ekki er kennsla," sagði íbúi í
nágrenni skóians. Um helgar þegir
bjallan og um jól og páska en á
áðurnefndum frídögum er ekki frið-
ur.
Valgerður Selma Guðnadóttir,
skólastjóri Húsaskóla, kom af fjöfl-
um þegar DV sagði henni frá óá-
nægju nágrannanna.
„Það hefur enginn kvartað við
mig. Bjallan er stiflt á haustin. Ég
er að heyra það fyrst frá þér núna
að bjallan hringi þessa daga og að
fólk hafi kvartað. Það vifl þannig til
að- ég er áheyrnarfulltrúi í Skóla-
málaráði og ég hef ekki heyrt þetta.
Mér finnst einkennilegt að enginn
hafi kvartað við mig. Annað árið,
sem skólinn starfaði, en nú er
fimmta starfsár hans, voru vand-
ræði með bjölluna, þá hringdi hún á
öllum tímum en það var lagað,“
sagði Valgerður Selma. „Nú hefur
enginn kvartað, að minnsta kosti
ekki við mig. Við þurfum að fylgjast
með þessu og kippa þessu í liðinn.
Ég hefði viljað fá að heyra þetta frá
íbúunum," sagði hún.
Ekki náðist í Viktor Guðlaugs-
son, formann Skólamálaráðs.
-ÞK
Síldarsmugan:
Enn reynt að ná
samkomulagi
Norðmenn hafa boðið til ráð-
herrafundar í Ósló á morgun þar
sem reynt yrði að ná samkomulagi
um veiðar og eftirlit með veiðum í
Síldarsmugunni. Þorsteinn Pálsson
sjávarútvegsráðherra var í gær í
Færeyjum og bar þar saman bækur
sinar við færeyska ráðamenn. Enn
mun óákveðið hvort boði um við-
ræður í Ósló verður tekið.
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra sagði í útvarpsfréttum í gær-
kvöld að aðilar að Síldarsmugudeil-
unni hefðu rætt saman undanfarnar
vikur en ekki átt formlegar viðræð-
ur. Hann taldi lausn deilunnar ekki
á næsta leiti en þó væri vert að
reyna enn að ná sáttum enda mikil-
vægt fyrir íslendinga að koma í veg
fyrir ofveiði á síld í sumar.
-GK
f PETTA VAR ÓVENJU-
I LEG HOLA I HÖGGI!
Veðrið á sunnudag
og mánudag:
víða um
landið
Á sunnudag og mánudag verð-
ur fremur hæg austlæg eða
breytileg átt og smáskúrir víða
um landið.
Hiti verður. á bilinu 1 til 10
stig, hlýjast sunnanlands en
kaldast við ströndina norðan til.
Veðrið í dag er á bls. 61
V J| • V 6° oo V • v 7°
• 6°
<- • 4 v V •. V7
8°^ ; ; 1* 8°g^ 10° “
V ■< 8° Éfc; # v .
• V Veður á sun. og mán.
brother.
Litla
merkivélin
loksins
meö Þ og Ð
Nýbýlavegi 28, sími 554 4443
Móttaka á
brotajárni
allan
sólarhringinn