Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1996, Blaðsíða 10
10 FOSTUDAGUR 17. MAÍ 1996 Spurningin Ætlar þú að kjósa 29. júní? Arnar Sigurðsson, f-fríi: Já, ég kýs. Guðný Lilja Björnsdóttir hús- móðir: Já, já, alveg örugglega. Jón Hálfdansson sjómaður: Já, nema ef ég verð á sjó, þá kýs ég utan kjörstaðar. Margrét Skúladóttir verslunar- maður: Já, það ætla ég að gera. Einar Gylfi Jónsson sálfæðingur: Já, ég ætla að kjósa en er ekki bú- inn að ákveða hvað. Lesendur Friður 2000, samn ingsriftun Eureka Guðrún Inga Sigurðardóttir hús- móðir: Já, engin spurning. Þröstur J. Karlsson skrifar: Það vekur mér furðu að auglýs- ingafyrirtækið EUREKA hf. riftir núna samningi við Friðarland hf. Ástæðan er sögð vera greiðslufall af hálfu Friðar 2000. En birtingar af hálfu Eureka hafa ekki verið með þeim hætti sem samningar kveða á um og því hafa greiðslur til Eureka verið stöðvaðar. Ástþór Magnússon hlýtur að hafa fullan rétt til þess. - Skyldi ástæðan e.t.v. vera sú að nú þurfi „réttur" frambjóðandi til for- seta íslands að fá þessi skilti til að auglýsa sig og þess vegna hafi þessi riftun við Frið 2000 verið gerð? Var húsráðendum i Stjórnarráð- inu það þyrnir i augum að hafa „Virkjum Bessastaði" fyrir augun- um? Mikið er nú reynt til þess að gera Frið 2000- samtökin tortryggi- leg. Ástþór hefur lagt allt sitt fé í samtökin. Seldi meira að segja eig- ur sínar. Skyldi falskur friðarsinni gera slikt fyrir frið á jörðu? ( Alveg er ég þess fúllviss að það mæta fólk, sem býður sig fram til forseta ís- lands, myndi gera það sama og Ást- þór væri það í hans sporum:-) En hvað er svona slæmt við það þótt Friður 2000 afli tekna til sinna starfa? Er það löstur að hagnast á sölu tölvuforrita? Þessi samtök eiga fullan rétt á sér og mér finnst raun- ar að Ástþór ætti að hella sér í for- setaslaginn. ísland sem land friðar- ins gæti leyst samskiptaörðugleika sem stórveldunum reynist svo erfitt að leysa með vopnunum einum. En meðal annarra orða: Eiga þeir einir sem fæddir eru með silfur- skeið í munni og hafa setið í bestu stöðunum að ganga að því vísu að fá eftirsóknarverðustu stöðurnar að loknum pólitískum hamagangi eða þá eftir svo og svo langan háskóla- Voru skiltin „Virkjum Bessastaöi" orðin einhverjum þyrnir í augum? feril? - Þetta gerist sýknt og heilagt. Nefna má stöður bankastjóra, sendi- herra, jafnvel forsetaembættiö, sem ætti þó að vera sameiningartákn og samnefnari fyrir allt. - Hafa þessir aðilar ekki fengið nóg af lystisemd- unum? Verða þeir aldrei saddir? Það er alkunna að margir þeir sem bjóða sig fram sem „þjóna fólksins" umturnast og verða „herr- ar" þess. Herrar þessir þurfa hver sína höll og fé með. Fólkið sein þeir áttu að þjóna, t.d. með því að bæta lífskjör þess, fær að borga þann brúsa og afkomendur þess líka. Ást- þór Magnússon hefur haft það á orði að hann vilji ekki skrautfjöður á Bessastaði, hver svo sem ættgöfgi hennar sé eða pólitískt brölt í gegn- um tíðina. Friður 2000 vill gera for- seta íslands að virku afli. Sérstak- lega í friðarmálum á alþjóðlegum vettvangi, vegna þess að Island hef- ur þá sérstöðu að hafa ekki verið með eigin her öldum saman. Því miður held ég að margir vilji fá „fal- legar umbúðir" inn á Bessastaði. Umbúðir sem gera sem allra minnst. - Helst ekki neitt. Góð tengsl við útlönd? Guðmundur Gíslason skrifar: Stjórnmálamaður einn, sem þessa dagana telur sjálfan sig þess mjög maklegan að verða forseti íslands, heldur því fram að hann sé sérstak- lega vel kynntur á erlendum vett- vangi. Þetta er skynsamleg aðferð hjá honum enda virðist hann gera ráð fyrir að umræða um fyrri störf hans hérlendis sé ekki likleg til að verða honum til álitsauka. - Aftur á móti geta kjósendur lítið vitað hvað er satt og hvað logið um það sem gerist í framandi löndum. Hann heldur því stíft fram að „tengsl" hans við valdamenn í nokkrum löndum verði ómetanleg þegar hann sjálfur er sestur að á Bessastöðum. Virðist sem ýmsum lítist vel á að fá þennan „heimsmann" sem þjóð- höfðingja. Það fólk sem vafalaust í bestu meiningu hefur tekið undir með honum í þessu efni virðist ekki hafa hugsað málið mikið. En hvaða lönd eru þetta þar sem þessi maður hefur svona mikil tengsl? Jú, þetta eru alþekkt spill- ingarlönd eins og t.d. Indland og Mexíkó. Lönd þar sem enn við- gengst stórfelld pólitísk spilling og valdamenn rikja oft sem einræðis- herrar. í eðlilegum vestrænum ríkj- um fer minna fyrir persónulegum tengslum mannsins, sem fyrir fáum árum sat að tedrykkju með Ceausescu, einvaldi Rúmeniu, og starfaði náið með Júliusi Nyerere, einræðisherra Tansaníu - svo nefnd séu tvö dæmi. Slíka menn umgekkst þessi fram- bjóðandi á sama tíma og hann barð- ist af lífi og sál gegn samstarfi ís- lands og Vesturlanda. Hætt er við að víða um heim reki menn upp stór augu þegar þessi maður verður orðinn forseti hér á íslandi. Það er hætt við að þegar til kastanna kem- ur sé það okkur til takmarkaös álitsauka að gera þennan tiltekna mann að þjóðhöfðingja og yrði vart til að auka áhrif okkar á alþjóða- vettvangi. Spilakassar Háskólans - ekki fyrir lítilsiglda Torfi skrifar: Ég hef tvisvar farið inn á svo- nefndar spilakassastofur sem Há- skólinn rekur og þar sem eingöngu eru spilakassar. í bæði skiptin hef HJMBS þjónusta allan sólarhringii tið í síma 5000 millí kl. 14 og 16 ég hálfpartinn hrökklast út aftur. Ástæðan var einfaldlega sú að mér var ekki sinnt. Ég byrjaði á að fá skipt þúsund króna seðli og ætlaði svo að fá leiðbeiningar um hvernig ég bæri mig að. Ég var vart virtur viðlits en bent á kassana og sagt að ég fyndi þar leiðbeiningar. Mér fannst það ekki nógu öruggt. Ég laumaðist því út aftur. í annað sinn, og enn á sama stað, reyndi ég - hélt að ég hefði bara hitt á önugan starfsmann - en sama sag- an; engin aðstoð til að leiðbeina mér. Kannski var þetta bara mitt happ; tapaði engu og græddi heldur ekkert. En þarna er alls ekki rétt að staðið. Ef satt er að starfsmenn séu helstu viðskiptavinir kassanna skal mig samt ekki undra þótt gestum og gangandi sé ekki tekið fagnandi. Heppnin eltir ekki alla. Varðskíp víða á lausu Jóhann hríngdi: Talað hefur verið um að enn vanti á að Landhelgisgæslan geti annað gæslu á úthafinu. Byggja þurfi eitt - helst tvö - varðskip af fullkominni gerð. Það segir sig sjálft að ekki verður af því í nán- ustu framtið sökum fjárskorts. Nýbyggð skip þessarar gerðar eru rándýr. Hins vegar liggja skip víöa á lausu, t.d. herskip sem enn eru í ágætu standi, góð sjóskip og full af tækjum og tólum. Þessi skip fást fyrir brot af því sem ný- smíðuð skip kosta. Þetta á aö kanna við fyrsta tækifæri. Forseta- framboð hf Björn Stefánsson skrifar: Það kostar sitt að fara í for- setaframboð og þótt kóngur vib'i sigla hlýtur byr að ráða. Nú hef- ur verið stofnað hlutafélag um kosningabaráttu eins frambjóð- andans og eiginkonan skráð fyr- ir fyrirtækinu. Uppgjöri á að ljúka í október nk„ að sögn. Fari þessi frambjóðandi til Bessa- staða flytur hann með sér fyrir- tækið þangað. Á Bessastöðum verður því rekið fyrirtæki, svona fyrst framan af a.m.k., og er það nýlunda á þeim bæ. - Er nú ekki nóg komið af leikara- skapnum og lágkúrunni? Plastpennarnir til skammar Eygló skrifar: Einu sinni söng Ómar Ragn- arsson um bítilæði, bítilgæði og allt það. Nú er það plastið sem ræður ríkjum alls staðar. Allir með plastpenna, ódýra og mis- lita. En það kastar fyrst tólfun- um þegar íslensku ráðherrarnir sjást skrifa undir samninga á er- lendum vettvangi með þessum stóru, grænu eða þá þessum hvítu einnota plastpennum. Að þessu varð maður vitni í sjón- varpsfréttum nýlega þegar utan- ríkisráðherra og sjávarútvegs- ráðherra okkar drógu fram penna sína. Ég trúi ekki að aðrir viðstaddir hafi ekki átt penna betri gerðar. Það var með ein- dæmum að horfa upp á þetta! Besta lagið tilþessa Ragnar skrifar: Nú er það enn ein Eurovison- keppnin og enn einu sinni send- um við okkar fulltrúa, unga söngkonu ásamt fylgdarliði. Fyr- ir mitt leyti segi ég: Þetta er besta lagið til þessa frá okkar hendi. Lagið minnir á hið firna skemmtilega tónlistartímabil stríðsáranna og rétt eftir þau, með öllum sínum frægu söngv- urum og stórhljómsveitum. Ef þetta lag verður ekki framarlega, helst í efsta sæti, þá veit ég ekki hvað fólk vill sem dægurlag. Ein- falt en þó margbreytilegt, a.m.k. í þeim flutningi sem ég hef heyrt. En íslendingar eru náttúr- lega alltaf sér á parti. Við ríf- umst út af öllu - og nú út af er- lendum bakröddum. Já, okkur er ekki fisjað saman þegar rifast skal á annað borð! Nefskattur eða auglýsingatekjur? Helgi Kristjánsson hringdi: Ég tek undir með Herði Ein- arssyni sem skrifaði grein I DV nýlega um auglýsingatekjur RÚV annars vegar, sem á að taka af stofnuninni, og nefskatt- inn hinsr vegar, skyldugjaldið sem nú á að leysa áðurnefndar tekjur af hólmi. Ætlar vitleys- unni um RÚV aldrei að linna? Því er þessu opinbera fyrirtæki ekki einfaldlega lokað?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.