Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1996, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 17. MAI1996 13 Frjálsir frídagar eða st ii nun? Stöðnun birtist okkur i ýmsum myndum. - Ár eftir ár ergjum við okkur á frídagafjöld mánaðanna apríl og maí. í tvo mánuði er varla nokkur heil vinnuvika. Flestar vinnuvikur hafa einn eða fleiri frí- daga; suma til viðbótar við helg- ina, aðra á þriðjudögum, miðviku- dögum eða fimmtudögum. Leifar horfinnar þjóðfélagsgerðar Þetta frídagamynstur er leifar þjóðfélagsgerðar sem nú er horfin. Kristnihald var svo að segja eina afþreyingin og líkamleg vinna manna og dýra eina orkan til öfi- unar lífsgæða. Nú er þjóðfélagið gjörbreytt. Kjör nú eru afrakstur gífurlegrar tækni og fjárfestingar í mann- virkjum og alls konar kerfum. Óþarfi er að gefa þessum þáttum frí þótt mannfólkið hvílist. Hinir úreltu frídagar trufla mjög alla skipulagningu vinnunn- ar, afköst og nýtingu fjárfestingar og tækni. Ég vil því varpa fram þeirri hugmynd að þeir 11 aukafrí- dagar, sem til falla ár hvert (að meðaltali) verði til frjálsrar nýt- ingar hvers og eins eftir nánara samkomulagi launþega og at- vinnurekenda. Nýtt fyrirkomuiag Samkvæmt því verði unnið alla helgidaga, nema sunnudaga, svo og nýársdag, sumardaginn fyrsta, 1. maí, 17. júní og frídag verslunar- manna. Þeim sem hins vegar vilja taka sér frí þessa daga, einn eða fleiri, sé frjálst að gera svo. Einnig geti menn tekið alla þessa ellefu daga saman sem aukafrí, t.d. að vetrarlagi, eða dreift þeim á árið samkvæmt samkomulagi. Kjallarinn Á þann hátt koma þessir frídag- ar bæði launþegum og atvinnulíf- inu að miklu betri notum; betra frí fyrir launþega og meiri afköst fyr- ir atvinnulífið. En það eru einmitt afköstin sem endanlega standa undir fríum og velferð okkar. Búast má þó við að vinna legg- ist niður þrátt fyrir þetta, t.d. á nýársdag, verslunarmannafrídag- inn og um jól vegna þess að svo margir munu velja sér frí þá daga. - Ég varpa þessu fram til umhugs- unar. Jóhann J. Ólafsson Jóhann J. Ólafsson framkvæmdastjóri „Þetta frídagamynstur er leifar þjóðfélags- gerðar sem nú er horfin. Kristnihald var svo að segja eina afþreyingin og líkamleg vinna manna og dýra eina orkan til öflun- ar lífsgæða." Hinir úreltu frídagar trufla mjög alla skipulagningu vinnunnar, afköst og nýtingu fjárfesting- ar og tækni, segir Jóhann m.a. í greininni. Því fer sem fer Vitur og gegn læknir átti við mig tal á dögunum. Meðal þess sem á góma bar voru áfengismálin og staða þeirra i samfélagi okkar og um leið hvað mætti til varnar verða í þeim efnum. Hann nefndi það m.a. hversu prðugt væri um alla vitræna umræðu um mál þessi þar sem hvert varnaðarorð væri af óvitum áfengisunnenda óðar stimplað sem ofstæki eitt. Blákaldar staðreyndir Um þetta væri margt dæma frá þessum vetri eins og alltaf áður. En ég man þó sérstaklega orð hans um þetta margtuggna „ofstæki" okkar sem þó erum að vara við hinum illu afleiðingum áfengis- neyslu sem allir alvörumenn við- urkenna að ærnar séu. Hann vakti einmitt athygli mína á því að sá væri mestur munur í þessari orð- ræðu varnaðarmanna og óvita áfengisdýrkunar að einmitt „of- stækismennirnir" sem móti vildu hamla böli og neyð hefðu ævinlega að baki sér blákaldar staðreyndir sem hver einasti dagur staðfesti með einum eða öðrum hætti. Og hann hélt áfram og sagðist hafa veitt því sérstaka athygli að á móti gífuryrtum fullyrðingum óvitanna væri af „ofstækismönn- um" teflt visindalegum rannsókn- Kjallarinn Fullyrðingar „ofstækismanna" Þessi orð hins gætna og glögga læknis hafa ekki látið mig í friði síðan enda ég einn þeirra „ofstæk- •ismanna" sem hafa í ræðu og riti varað við og bent á þá hræðilegu fylgikvilla sem áfengið óumdeilan- lega hefur í för með sér, fylgikvilla sem óvitum áfengisdýrkunar tekst dæmir dauð og ómerk. En hvað um þær fullyrðingar okkar „ofstækismanna" að ung- lingar myndu auka drykkju, áfram yrði bruggun og smygl bærilega við lýði og heildarneysl- an myndi aukast? Svari hver fyrir sig, m.a. í ljósi síðustu sölutalna ÁTVR. Og mætti nefna einnig auknar reykingar ungs fólks sem Helgi Seljan þingtemplar „En hvað um fullyrðingar okkar „ofstæk- ismanna" að unglingar myndu auka drykkju, áfram yrði bruggun og smygl bærilega við lýði og heildarneyslan myndi aukast? Svari hver fyrir sig, m.a. i ljósi siðustu sölutalna ÁTVR." um, óyggjandi niðurstöðum vand- aðra kannana, staðreyndum sem rækilega hefðu sannreyndar verið og tölfræðilega útfærðar svo ekki yrði um villst. Það væri því ekki aðeins að heilbrigð skynsemí, at- burðarásin allt í kringum okkur, hin dapurlegu dæmi sem allir ættu að þekkja og viðurkenna væru í farteski „ofstækismann- anna" heldur byggðu þeir á bláköldum vísindarannsóknum sem tækju af tvímæli öll um sann- leiksgildi orða þeirra. þó undravel að horfa fram hjá, allt yfir í að afneita þeim með öllu. í aðdraganda bjórkomunnar var við ýmsu varað og bjórvinir gjarn- an sagt að við andstæðingar höf- um fengið fáar staðfestingar fyrri orða okkar þá. Á móti hafa þeir svo að sjálfsögðu forðast að minna á efhdir þeirra fyrirheita sinna að hér yrði allt yfrið gott, ef aðeins bjórinn mætti lögleiðast; smygl og brugg áttu að hverfa, unglinga- drykkja minnka svo aðeins séu þau dæmi tekin sem hver dagur ömurlega hafa eftir gengið. Staðreyndir, vísindarannsóknir, tölulegar uppíýsingar eru auðvit- að ekki óvitunum nein gleöilesn- ing til lærdóms. En eins og lækn- irinn sagði, ailtof margir trúa full- yrðingum óvitanna fremur en bláköldum staðreyndum „ofstæk- ismanna" enda gengur orðið of- stæki ágæta vel í marga þá sem aldrei ígrunda hvað er rétt og hvað rangt. Því fer sem fer. Helgi Si'ljan Borgþór Halldórs- son, yfirvcrkfræð- ingur hjá Pósti og sfma. Meðog á móti Skráning allra símtala Skýrir reikninga „Póstur og sími fékk ný- verið heimild tölvunefndar til að skrá upp- lýsingar um öll simtöl sem fara um síma- kerfið, það er hvaðan hringt er og hvert og hvenær sím- talið fór fram. Þó engin breyting verði á þeirri leynd, sem hvílir á efni þeirra símtala sem um kerfið fara, er eðlilegt að merin spyrji hvort „Stóri bróðir" ætli að auka eftir- lit með almenningi með skrán- ingu á símavenjum fólks. Sá er þó ekki tilgangurinn heldur á skráningin að gera fólki mögu- legt að fá skýringar ef það telur reikninga fyrir simanotkun ranga. Póstur og sími hefur oft verið gagnrýndur vegna lítt sundurlið- aðra reikninga og lítilla mögu- leika á skýringum eftir að reikn- ingur er kominn út. Slikar upp- lýsingar er auðvitað ekki hægt að gefa nema þessi heimild liggi fyrir. Reikningagerð, sem byggð er á slíkri skráningu, er sú ör- uggasta sem til er og ekki þarf að tíunda hve mikilvægt er að nota bestu aðferð sem völ er á. Annað mál er svo að þegar upplýsingarnar liggja fyrir er mjög mikilvægt aö skýrar reglur séu um hvort eða hvernig má nota þær til annarra hluta en að skoða reikninga og kanna síma- keríið." Hætta á misnotkun „Póstur og sími stefnir að því aö skrá framvegis öll símtöl sem fram fara milli manna í land- inu. Þar munu koma fram upplýsingar um öll tengsl milli númera, hver hringir í hvern, á hvaða tíma svo og lengd símtala. Þessar upplýsingar verða geymdar 1 tölvu hjá Pósti og síma og aðgang að þeim munu hafa tilteknir starfsmenn við fjarskiptasvið fyr- irtækisins. Með þessu verður eðl- isbreyting á símkerfi landsmanna sem ekki nær neinni átt að heim- ila með tilliti til friðhelgi einka- lífs manna og persónuverndar. Samkvæmt úrskurði tölvunefnd- ar má Póstur og sími nota þessar upplýsingar við innra eftirlit til að geta látiö notendum í té sund- urliðaða reikninga og til að veita lögreglu upplýsingar ef um sprengjuhótanir er aö ræða. Þau rök sem Póstur og sími bar 'fram við tölvunefnd fyrir þessari heimildasöfnun réttlæta á engan hátt að við henni sé orð- ið. Augh'óst er að unnt er að mis- nota slfk gögn grófiega og inn- brot á tölvukerfi verða engan veginn útilokuð sem dæmi sanna. Sú viðamikla skrá sem þannig er að verða til mun með- al annars freista lögregluyfir- valda í marghátruðu samhengi og af hálfu óvandaðra er unnt að nota hana til kúgunar af marg- háttuðu tagi. Þess verður að krefjast af stjórnvöldum að þau standi vörð um friðhelgi manna og persónu- vernd og reisi skýrar skorður við söfnun heimilda af þessu tagi. Ef menn ætla að láta tækn- ina ráöa endar það ekki nema á einn veg, þann sem lýst var af Orwell í „1984" og sem leyniþjón- usrur margra landa hafa komist langt með að gera að veruleika." Hjörleifur Gutt- ormsson alþingis- maður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.