Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1996, Blaðsíða 28
Þrefaldur 2. vinningur Vertuviðbúín(n)vinningi Vinn 16 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FOSTUDAGUR 17. MAI 1996 i>K Maður sem var ölvaður er hann ók bíl á 80-90 km hraða við Njarðvík: Fangelsi fýrir að aka á þrjá vegavinnumenn - sagðist hafa drukkið gammel dansk og bjór eftir að hafa beinbrotið fórnarlömbin 46 ára karlmaöur, Kristinn Björnsson, hefur veriö dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa með stórfelldu og vítaverðu gáleysi ekið ölvaður á þrjá vega- vinnumenn og valdið tveimur þeirra m.a. beinbrotum rétt utan Njarðvíkur í september síðastliðn- um. Ökumaðurinn kvaðst hafa drukkið bjór og einhverja snafsa áður en hann ók bifreið sinni frá Reykjavík áleiðis til Keflavíkur. Hann sagðist hafa ekið áfallalaust á 80-90 kllómetra hraða þangað til hann kom að gatnamótum Reykja- nesbrautar og Seylubrautar við Ytri-Njarðvík. Þá hafi hann blind- ast af sól og lent á búkka og ein- hverju fleiru tengt vegavinnu- framkvæmdum. Maðurinn ók bílnum á þrjú um- ferðarmerki og lokunarbukka sem gáfu til kynna að umferð á þessum kafla væri beint inn á Seylubraut. Bíllinn fór siðan á þrjá menn sem þarna voru við vegavinnu. Einn mannanna hlaut brot á fótlegg og annar brotnaði á fingri og fékk sár og mar á höfuð og mar á fóúegg. Ákærði kvaðst ekki geta sagt til um hve bíllinn hefði farið langa leið eftir að hann lenti á búkkan- um og þar til hann stöðvaðist en það hefði verið einhverjir tugir metra. - Ákærði kvaðst síðan hafa setið inni í bílnum þar til lögregla kom á vettvang og „líklega drukkið tvær smáflöskur af gammel dansk og kannski einn bjór á þeim tíma". Samkvæmt niðurstöðu úr blóðsýn- isrannsókn reyndist alkóhólmagn í blóði hans vera 2,11 prómill. Niðurstaða Héraðsdóms Vestur- lands var á þá leið að ákærði hefði sýnt af sér stórfellt og vítavert gá- leysi með akstri sinum. „Var til- viljun að afleiðingar af háttsemi ákærða yrðu ekki enn alvarlegri," segir í dómnum sem Irigi Tryggva- son kvað upp. -Ótt Helgarblaö DV: Hann seldi sig körlum í helgarblaði DV á morgun verð- ur viðtal við ungan mann, forfallinn fíkniefnaneytanda, sem er að fóta sig eftir beinu brautinni, þar sem hann greinir frá því á hreinskilinn hátt hvernig hann seldi sig öðrum karlmönnum til að eiga fyrir fíkni- efnum. Þá verður viðtal við veit- ingamógúlinn Valgeir Sigurðsson sem enn á ný er að stokka upp spil- in og er nú á leiðinni til Flórída í hótelrekstur. Þá verða keppendur í Fordkeppninni kynntir og Ólafur Ragnar Grímsson verður í yfir- heyrslu. Auk þessa er fjöldamargt ^annað efni í blaðinu við allra hæfi. Utanríkisráðuneytið spyrst fyrir um íslend ingana tvo í Taílandi Utanríkisráðuneytið mun senda fyrirspurn til danska sendiráðsins í Bangkok i dag vegna tveggja íslend- inga sem sagðir voru hafa verið illa haldnir fyrir utan sendiráðsbygg- inguna fyrir skömmu. Karl Hjalte- sted, sem gekk ásamt öðrum fram á mennina tvo, sagði i viðtali við DV á miðvikudag að þeir hefðu verið nær dauða en lífi. Bjarni Sigtryggsson hjá utanrík- isráðuneytinu sagði í morgun að óskað yrði eftir að danska sendiráð- ið gerði grein fyrir hvort það hefði haft einhver afskipti af mönnunum. „Við munum gera fyrirspurn en þar sem ekki hefur borist hjálparbeiðni lítum við svo á að málið hafi verið leyst a.m.k. í bili með einhverjum hætti," sagði Bjarni. Jörgen Haage, sem starfað hefur á vegum dönsku utanríkisþjónust- unnar um árabil í Bangkok, þ.á m. við að aðstoða íslendinga, sagði í samtali við DV að hann kannaðist ekki við tvo umrædda Islendinga. „Hins vegar kom til min íslending- ur nýlega sem var illa haldinn af heróínneyslu. Ég kom honum á sjúkrahús en þaðan var honum hent út. Skömmu síðar fann ég hann liggjandi á veröndinni heima hjá mér," sagði Jörgen. Jörgen sagði jafnframt að hann hefði síðan feng- ið manninn sendan heim til íslands. Hann taldi ekki að viðkomandi kæmi heim og saman við lýsingar af hinum Islendingunum. Jörgen, sem er nýkominn heim til Danmerkur frá störfum í Bangkok, ætlar einnig að gera fyrirspurn til danska sendiráðsins í Taílandi. -Ótt Sildveiðiflotinn norður undir Jan Mayen Landsmenn hafa notiö veðurblfðunnar undanfarna daga, ekki sfst f sund- laugunum. Hér er hann Bjartur litli að fá sér sopa hjá Soffíu mömmu sinni við Laugardalslaugina ísólskininu. Vonandi er að veðurguðimir leyfi að þau fái notið útiverunnar áfram. DV-mynd GVA Sildarvinnslan á Neskaupstað hefur tekið á móti rúmlega sex þús- und tonnum af síld til bræðslu á vertíðinni og í morgun voru nokkur skip, m.a. Samherjaskipið Þorsteinn Baldvinsson, á leið til Neskaupstað- ar með fullfermi, að sögn Haraldar Jörgensen, útgerðarstjóra Síldar- vinnslunnar, og var þeirra vænst til hafnar seint í kvöld eða fyrramálið. SDdveiðiflotinn er nú að veiðum utan íslensku landhelginnar í grennd við Jan Mayen. Veður á miðunum var ágætt. Að sögn Har- aldar hefur síldin verið horuð eða með um 10% fitumagni en hins veg- ar lítil áta í henni. . -SÁ GAMMEL DANSK HENT- AR BETUR V\Ð ÖNNUR TÆKIFÆRI! <»C L O K I Veörið á morgun: Hlýjast suövest- anlands Á morgun er gert ráð fyrir norðaustangolu eða kalda og smáskúrum á Austfjörðum og suðaustan til á landinu en ann- ars léttskýjuðu vlðast hvar. Hiti verður á bilinu 3 til 12 stig og hlýjast mn landið suðvestanvert. Veðrið í dag er á bls. 44 Utgerðarmenn Tökum á móti trollvír VxHRINGRAS HF. ENDUSVINNSLA brother, tölvu- límmiöa- | prentari Nýbýlavegi 28 - Sfmi 554-4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.