Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1996, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1996, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 17. MAÍ1996 45 onn Manuela Wiesler leikur einleik með Sinfóníuhljómsveit íslands í kvöld. Manuela með Sinfóníunni í kvöld kl. 20.00 verða tónleik- ar með Sinfóníuhljómsveit ís- lands. Það er fyrrum aðalhljóm- sveitarstjóri Sinfóníunnar, Petri Sakari, sem stjórnar og einleik- ari er Manuela Wiesler. Verkin sem leikin verða eru Sinfónía nr. 22 eftir Josef Haydn, Evridís, flautukonsert eftir Þorkel Sigur- björnsson og Lemmikainen, svíta eftir Jean Sibelius. Það er mikill fengur að fá flautuleikarann Manuelu Wiesler sem einleikara með Sin- fóníuhljómsveitinni en nokkur ár eru síðan hún lék með henni síðast. Manuela hefur allt frá því hún vann til fyrstu verð- launa í Norrænu kammertón- listarkeppninni í Helsinki átt einstæðan ferU sem alþjóðlegur listamaöur. Auk þess að halda Tónleikar einleikstónleika í Skandinavíu, Bretlandi og Þýskalandi hefur Manuela komið fram sem ein- leikari með flestum sinfóníu- hljómsveitum Noröurlanda. Hún hefur bæði leikið einleiks- og hh'ómsveitarverk inn á marg- ar geislaplötur. Mörg tónskáld hafa sérstak- lega skrifað verk fyrir Manuelu Wiesler og ÞorkeÚ Sigubjörns- son skrifaði einmitt Evridís- konsertinn fyrir hana. Vinsæl menn- ing í Kanada Dr. Susan Warwick fiytur op- inberan fyrirlestur kl. 17.15 í dag í stofu 101 í Lögbergi. Fyrir- lesturinn sem er á ensku nefnist Popular Culture in Canada. Að- gangur er ókeypis og öllum op- inn. 10 ára afmæli Grandaskóla Grandaskóli verður opinn öll- um milli kl. 10.00 og 16.00 á morgun. Til sýnis verða verk nemenda. í tilefni af tímamótun- um var efht til hugmyndasam- keppni um gerð kennsluförrits og verða hugmyndirnar sem bárust sýndar í skólasafninu og menntamálaráðherra afhendir verðlaun kl. 11.00. Samkomur Bubbi á Kirkjubæjarklaustri Bubbi Morthens verður með tónleika á Hótel Eddu, Kirkju- bæjarklaustri, i kvöld kl. 21.00. Hananú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður í fyrramálið kl. 10.00. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8. Félagsvist Á vegum Félags eldri borgara í Kópavogi verður spUuð félags- vist að Gjábakka, Fannborg 8, i kvöld kl. 20.30. SólDögg í Tunglinu: Dansmikil tónlist KQjómsveitin SðlDögg leikur í Tunglinu í kvöld en þá verður Tunglið opnað aftur eftir miklar breytingar. SólDögg leikur dansmikla tónlist og mun sveit- in einnig leika einhver frum- samin lög af væntanlegri geisla- plötu þeirra félaga en þar á með- al er lagið Loft sem notið hefur töluverðra vinsælda á útvarps- stöðvum undanfarnar vikur. . Skemmtanir Á morgun leggur SólDögg hins vegar land undir fót og fer norður til Húsavikur þar sem leikið verður á dansleik í Hlöðu- feUi. Meðlimur SólDaggar eru: Bergsvinn Arelíusson, söngur, Ásgeir Ásgeirsson, gítar, Eiður Aifreðsson, bassi, Báldwin A.B. Aalen, trommur, og Stefán H. Henrýsson, hljómborð. SólDögg leikur fyrir unga fólkið í Tunglinu í kvöld. Víða aurbleyta Helstu þjóðvegir landsins eru vel færir öUum bUum en þar sem aur- bleyta er nokkur á vegum sem liggja hátt er yfirleitt takmarkað við vissan öxulþunga á bUum, til að mynda á Norðausturlandi og Aust- urlandi. Það er 7 tonna takmörkun Færð á vegum á Möðrudalsöræfum, Jökuldál og Vopnafjarðarheiði og þegar austar dregur er 2ja tonna öxulþungi á Mjóafjarðarheiði. Öxarfjarðarheiðin er enn lokuð vegna snjóa. Á Vest- fjörðum er einnig nokkuð um tak- markanir á öxulþunga. Þá má geta þess fyrir þá sem ætla að ferðast um helgina að aUir vegir á hálendinu eru lokaðir vegna aurbleytu. Ástand vega 0 Hálka og snjór 0 Vegavinna-aögát [•] Öxulþungatakmarkanir Ch LokaoÍrStÖÖU S Þungfært <D Fært ^allabílum Systir Arnars og Jónu Á myndinni sjáum við litla stúlku sem fæddist á fæðingardeild Landspítalans 4. maí kl. 10.42. Hún var við fæðingu 3260 grömm að Barn dagsins þyngd og 48 sentímetra löng. For- eldrar hennar eru Þóra Viðarsdótt- ir og Hólmar Þór Stefánsson. Hún á tvö systkini, Arnar Inga, sem er níu ára, og Jónu Dóru sem er tveggja ára. Titilhlutverkið leikur Sean Pat- rick Flanery. Öðruvísi en aðrir I BíóhöUinni er verið að sýna athyglisverða mynd, Powder. í myndinni segir frá unglingspUti sem hefur frá fæðingu verið geymdur í kjaUara á sveitabæ í Texas. Hann er uppgötvaður af lögreglustjóra smábæjar í ná- grenninu og fljótt kemur í ljós að hann er ekki eins og flestir aðr- ir. Enginn veit hvað hann heitir en bæjarbúar kalla hann Powder vegna þess hve hann hefur hvíta húð. Hann vekur undrun og for- dómarnir gagnvart honum eru miklir. Ekki eru samt aUir hræddir eða haldnir fordómum gagnvart honum. Skólastjóri skóla fyrir erfið börn og kennari einn gera sér grein fyrir að Powder er óvenju gáfaður og hef- Kvikmyndir ur mikla samkennd með með- bræðrum sínum. Sean Patrick Flannery leikur unga manninn en margir kann- ast örugglega við hann úr þátta- röðinni Young Indiana Jones þar sem hann lék titilhlutverkið. Verndara hans og vini leika Mary Steenburgen og Jeff Gold- blum. Leikstjóri er Victor Salva. Nýjar myndir Háskólabíó:12 apar Laugarásbíó: Bráður bani Saga-bíó: Stolen Hearts Bíóhöllin: Last Dance Bíóborgin: Dead Presidents Regnboginn: Things to Do in Denver... Stjörnubíó: Kviðdómandinn Gengið Almennt geng 17. maí 1996 Ll nr. 97 kl. 9.15 EinitiB Kaup ' Sala Tollgenni Dollar 67,070 67,410 66,630 Pund 101,570 102,090 101,060 Kan. dollar 48,950 49,260 48,890 Dönsk kr. 11,3590 11,4190 11,6250 Norsk kr. 10,2110 10,2680 10,3260 Sænsk kr. 9,9430 9,9970 9,9790 Fi. mark 14,2310 14,3150 14,3190 Fra. franki 12,9360 13,0100 13,1530 Belg. franki 2,1321 2,1449 2,1854 Sviss. franki 53,4900 53,7900 55,5700 Holl. gyllini 39,2200 39,4500 40,1300 Þýskt mark 43,8600 44,0800 44,8700 It. líra 0,04316 0,04342 0,04226 Aust. sch. 6,2300 6,2680 6,3850 Port. escudö 0,4263 0,4289 0,4346 Spá. peseti 0,5245 0,5277 0,5340 Jap. yen 0,62920 0,63300 0,62540 Irskt pund 104,740 105,390 104,310 SDR/t 96,81000 97,39000 97,15000 ECU/t 82,3900 82,8900 83,3800 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 Krossgátan 1 i *> f ÍT U T~~ € <1 10 II /z m rr ii 1/4 TT r Íö 'll Lárétt: 1 óstöðuga, 6 heimUi, 8 aur, 9 svefn, 10 málmurinn, 11 stingur, 13 lögun, 14 spyr, 16 handsama, 18 hæð, 19 glöð, 20 laupur, 21 þreyta. Lóðrétt: 1 flík, 2 kvölds, 3 lána, 4 málsins, 5 lengdarmál, 6 eftirrétt, 7 mælirinn, 12 röski, 15 dans, 17 lát- bragð, 18 fljótum. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 sænskan, 7 eggja, 9 sú, 10 gU, 11 afar, 13 grút, 14 snæ, 15 urr, 17 nánd, 19 rúnir, 20 ká, 21 smaragð. Lóðrétt: 1 seggur, 2 Ægir, 3 sjatnir, 4 kaf, 5 asann, 6 nú, 8 glúrna, 12 ræ, 14 sára, 11 rúm, 18 dáð, 20 kg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.