Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1996, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1996 Neytendur Almannatryggingar: Spurt og svarað Afnotagjöld ellilífeyrisþega Karlmaður hringdi og vildi fá að vita hvað þyrfti til þess að ellilífeyrisþegar fengju afnota- gjöld af síma felld niður. Hann sagði aö einn félaga sinna fengi afnotagjöld felld niður en annar ekki og vildi vita hvernig gæti staðið á því. Svar: Eingöngu þeir ellilífeyrisþeg- ar sem fá greidda óskerta tekju- tryggingu eiga rétt á niðurfell- ingu fastagjalds fyrir síma. Séu fleiri heimilismenn, 25 ára eða eldri, þurfa þeir allir að hafa óskerta tekjutryggingu. Tekju- trygging skerðist við tekjur yfir ákveðnu tekjumarki. Þannig byrjar tekjutrygging einstak- lings að skerðast ef hann fær meira en 26.308 kr. greiddar úr lífeyrissjóði á mánuði. Ef ellilíf- eyrisþegi fær óskerta tekjutrygg- ingu og maki eða sambýlismað- ur fær greiddar makabætur get- ur einnig skapast réttur til nið- urfellingar fastagjalds fyrir síma. Ellilífeyrisþegi getur einnig átt rétt á undanþágu frá greiðslu afnotagjalda RÚV vegna útvarps og sjónvarps sem hann hefur einn afnot af, ef hann fær greidda uppbót á lífeyri. Lífeyr- isþegi getur átt rétt á uppbót á lífeyri ef hann verður fyrir um- talsverðum kostnaði, t.d. vegna lyfja, umönnunar, vistunar á elliheimili eða húsaleigu ef um- sækjandi á ekki rétt á húsaleigu- bótum. Afturvirkur ellilífeyrir Kona hafði samband vegna 84 ára konu sem aldrei hafði fengið ellilífeyri. Hún hafði verið í góð- um lífeyrissjóði og hafði aldrei hugsað um ellilífeyri almanna- trygginga fyrr en einhver benti henni á hann. Þegar hún sótti um ellilífeyri var henni sagt að hún fengi bara greidd tvö ár aft- ur í tímann. Hvemig stendur á því og hvaða reglur gilda al- mennt um þessa hluti? Svar: Almenna reglan í almanna- tryggingakerfmu er sú að sækja þarf um allar bætur. Trygginga- stofnun sendir mánaðarlega bréf til þeirra sem eru að verða 67 ára og bendir þeim á að sækja um ellilífeyri. Samkvæmt almannatrygg- ingalögum eru bætur, aðrar en slysalífeyrir og sjúkradagpening- ar, aldrei úrskurðaðar meira en tvö ár aftur í tímann. Þess vegna er mikilvægt að fólk kynni sér vel rétt sinn og sæki tímanlega um allar þær bætur sem það gæti átt rétt á. Þessi kona fær þó nokkra upp- bót vegna ákvæðis um frestun töku lífeyris sem féll úr gildi 1992. Fyrir þann tíma var hægt að fresta töku ellilífeyris allt fram til 72 ára aldurs og fá þannig hærri mánaðargreiðslur. Þar sem hún var orðin 72 ára fyrir 1. janúar 1992 en hafði ekki sótt um ellilífeyri telst hún hafa frestað töku ellilífeyris og fær fulla aldurshækkun. Óskertur ellilífeyrir hennar ætti því að vera talsvert hærri en venjuleg- ur ellilífeyrir, eða 22.345 kr. í stað 13.373 kr. á mánuði. Iteinr Verðkönnun DV á ís í brauðformi - wd Barnaís Fullorðinsís ísbúðln Dairy Queen 80,- 90,- 110,- 110,- 120,- 140,- ísbúðln Álfhelmum 65,- 75,- 85,- 90,- 105,- 120,- ísbúð Vesturbæjar 60,- 70,- 85,- 100,- 120,- 140,- ísbúðln okkar /ÁjíS 60,- 70,- 80,- 80,- 90,- 100,- ísbúðin, Síðumúla 80,- 90,- 100,- 110,- 130,- 140,- ísbúðln ís-inn 60,- 75,- 100,- 80,- 100,- 120,- íshöllin, Melhaga 2 60,- 70,- 100,- 90,- 110,- 140,- ísbúðin, Laugalæk 8 80,- 95,- 120,- 110,- rönd. Hér er um að ræða snyrti- legan bakka með glærri filmu yfir og texta á ensku og þýsku. Bakk- inn kostar minna en ef ost- arnir þrír væru allir keyptir stakir. Osta- og smjörsalan sér um dreifingu Ostaþristsins. -sv Þessar stúlkur gæddu sér á ís í miöbæ Fteykjavíkur þegar DV var þar á ferö á dögunum. Eins og fram kemur í töfl- unni hér á síöunni getur munað töluveröu á veröi íss eftir því hvar hann er keyptur. DV-mynd GS Verðkönnun DV á ís í brauðformi: Allt að 60 prósenta munur Nýjar umbúðir Ostaþristur - mestu munar á fullorðinsís með dýfu og rís Ostahúsið í Hafnarfirði er um þessar mundir að senda frá sér ost í nýjum pakkningum, svokallaðan Ostaþrist, þar sem saman er pakkað tveimur ostarúllum, með blönd- uðum pipar og með píkant, og brie með hvítlauks- Sumarkomunni og sólinni fylgir ísát í miklu magni og því ákvað neytendasíðan að fara á stúfana í höfuðborginni og kanna verð á ís í nokkrum ísbúðum. Kannað var verð á barnaís og fullorðinsís í brauðformi, án dýfu, með dýfu og með dýfu og rís. Rétt er að geta þess að þar sem ekki er mæld þyngd íss- ins getur verið um erfiðan saman- burð að ræða. í sumum tilvikum seldu ísbúðirnar það sem kallað er smábarnaís og er miðað við næstu stærð fyrir ofan hana. Enn fremur var miðað við næstu stærð fyrir neðan það sem sums staðar fékkst og var kallað risaís. Mikill munur DV fór í átta ísbúðir í Reykjavík, Dairy Queen, Ingólfstorgi, ísbúðina, Álfheimum 2, ísbúð Vesturbæjar, Hagamel 67, ísbúðina okkar, Ár- múla 42, ísbúðina, Síðumúla 35, ís- búðina ís-inn, Höfðabakka 1, íshöll- ina, Melhaga 2, og ísbúðina Skalla, Laugalæk 8. í ljós kemur að umtalsverðu get- ur munað á verðinu eftir því hvar ísinn er keyptur. Þar sem munur- inn er mestur munar 60 prósentum á hæsta og lægsta verðinu. Fullorð- insís kostar mest 160 kr. en minnst 100 kr. Munurinn á hæsta og lægsta verði í barnaísnum er 33 og 35 pró- sent. Eins og áður í verðkönnunum DV er hér ekkert mat lagt á gæði hrá- efnis, reisn og bragð íssins. Risa- og smábarnaís Til frekari fróðleiks má þess geta að risaís, án dýfu, fæst á 100 kr. í Is- búðinni okkar, 150 kr. í fsbúðinni Síðumúla 35, 100 kr. í ísbúðinni fs- inn, 120 kr. í íshöllinni, 135 kr. í ís- búðinni, Álfheimum, og 130 kr. í ís- búð Vesturbæjar. Smábarnaís fæst í ísbúðinni okkar, ísbúðinni, Síðu- múla 35, og ísbúð Vesturbæjar. -sv Almannatryggingar. Hvað viltu vita? Neytendasíða DV hefur und- anfarnar vikur verið í samstarfi við fræðslu- og útgáfudeild Tryggingastofnunar ríkisins þar sem lesendum DV hefur gefist kostur á því að hringja eða senda inn spumingar og fá þeim svarað í blaðinu. Þeir sem enn hafa einhveijar spurningar geta hringt þær inn í síma 550-5000 og 550-5814 og í bréfasíma 550-5020 og stúlkumar á fræðslu- og út- gáfudeildinni svara þeim síðan hér á síöunni. -sv x>v Ný mjólkurafurð: Súkkulaði- mjólk Mjólkursamsalan er að hefja markaðssetningu á nýrri vöruteg- und, ferskri súkkulaðimjólk. Um er að ræða fituskerta mjólk með súkkulaðibragði í 1 lítra umbúðum. MS súkkulaðimjólk er kælivara með u.þ.b. 10 daga geymsluþoli. Hún er frábrugðin kókómjólkinni að því leyti að hún er ekki G-vara. Súkkul- aðimjólkin er framleidd af Mjólkur- búi Flóamanna, Selfossi. McDonald’s á íslandi: Viðurkenning fyrir öryggi við matvæla- vinnslu Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur veitt Lyst ehf. McDonald’s viðurkenningu fyrir að hafa komið á GÁMES kerfi við innra eftirlit sem tryggir öryggi og hreinlæti við vinnslu matvæla. Lyst ehf. er í hópi fyrstu fyrirtækja á íslandi sem hlýt- ur þessa viðurkenningu. Með GÁMES er byggt upp eftirlit- skerfi til að koma í veg fyrir að smit eða óhreinindi berist í matvæli eða að þau skemmist á annan hátt. Heil- brigðiseftirlitið gerði úttekt á kerf- inu hjá McDonald’s til að staðfesta að það væri í samræmi við kröfur GÁMES og íslenskrar reglugerðar þar að lútandi. Öll atriði uppfylltu kröfurnar fullkomlega og fékk fyrir- tækið viðurkenningu því til stað- festingar. Linsan: Franskur hönnuöurí heimsókn Hinn þekkti franski gleraugna- hönnuður, Alain Mikli, verður í gleraugnaversluninni Linsunni í Aðalstræti föstudaginn 7. og laugar- daginn 8. júní og kynnir þar nýja hönnun og nýja línu í umgjörðum. Meistarinn mun aðstoða fólk við val á umgjörðum þannig að aðdáendur hans hér á landi, sem eflaust eru fjölmargir, ættu að líta inn í Lins- una og bæta við gleraugnasafnið sitt. Rétti tíminn fyrir sólgleraugu frá Mikli er einmitt núna. Alain Mikli hefur oft komið til íslands áður til þess að kynna hönnun sína. Ljósabekkjaleigan Lúxus: Línuskauta- leiga Ljósabekkjaleigan Lúxus, sem leigir út ljósabekki, Trimformtæki, Fast track göngubrautir og margt fleira, bryddar nú upp á þeirri nýj- ung að leigja út línuskauta af öllum stærðum og gerðum. Línuskautar eru það vinsælasta í dag og ásamt því að vera skemmtileg íþrótt er þetta mjög góð hreyfing. Notenda- hópurinn er á aldrinum flmm ára til fertugs. Fólk getur haft samband og fengið skautana, ásamt hlifum, senda heim. Fyrirtækið leiðbeinir fólki um notkunina. Ef fólki líkar við skautana getur það keýpt þá og leigan gengur að fullu upp í kaup- verðið. -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.