Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1996, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1996 Fréttir DV Milli 35 og 40 prósenta fall á samræmdu prófunum: Otrúlega hátt hlutfall nem- enda nær ekki 5 í einkunn - margar ástæöur að baki slökum árangri - segir Vigfús Geirdal, kennslufulltrúi á Vestfjöröum „Það er alveg ljóst að útkoman úr prófunum er langt frá því að vera góð og árangurinn er í heild mjög slakur. Það er ótrúlega hátt hlutfall nemenda sem nær ekki 5 í einkunn samkvæmt fyrstu niðurstöðum um samræmdu prófin. Það eru ekki nýj- ar fréttir að Vestfirðir séu í botns- ætinu yfir meðaleinkunnina á land- inu. Á prófunum í fyrra var árang- urinn góður hér fyrir vestan og betri en nokkurn tímann áður en svo hallar á okkur aftur núna og það er vissulega mikið áhyggju- efni,“ sagði Vigfús Geirdal, kennslu- fulltrúi hjá Fræðslustjórn Vest- fjaröa, í samtali við DV í gærdag. Eins og greint var frá í DV í gær var árangur á samræmdum prófum 10. bekkjar grunnskóla landsins í heild mjög slakur og aðeins 35-40% nemenda náðu öllum fjórum prófun- um, samkvæmt fyrstu niðurstöðum úr skýrslu Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála. Árangur- inn var verstur á Vestfjörðum af öll- um fræðsluumdæmunum og telur Vigfús að það séu margir þættir sem liggi að baki þessum staðreynd- um. Vigfús gagnrýnir mjög Rann- sóknastofnun uppeldis- og mennta- mála og segir vinnubrögð hennar ekki nógu góð gagnvart samræmdu prófununum. Þá telur Vigfús að á skorti hjá foreldrum að byggja sjálf- saga hjá unglingunum og búa þá betur undir námið. Stórir gallar „Það eru margir þættir sem valda þessum slaka árangri í samræmdu prófunum. Ég vil meina að það séu stórir gallar í framkvæmd Rann- sóknastofnunar uppeldis- og mennta- mála um gerð prófanna. íslensku- prófið í ár er t.d. verulega gallað og þar eru spurningar sem eru hrein- lega rangar. Þetta eru ekki fagleg vinnubrögð hjá þeim sem eiga að bera ábyrgð á þessu. Mér finnst líka óafsakanlegt þegar hringt er í miðju prófi og beðið um að endurtaka hlust- unarþátt í dönsku því að þeir sem bjuggu til prófið hafi gert þau mistök að hafa lesturinn of hraðan. Svona á ekki að gerast þegar menn hafa haft heilt ár til að undirbúa og búa til samræmt próf. í ár er ljóst að útkoman í stærð- fræði er lakari en áður en í fyrra var talað um að árangur í íslensku hefði versnað. Þetta á ekki að geta gerst svona frá ári til árs, að það sé einn árgangur sem er lélegri í stærðfræði eða íslensku en árgang- urinn á undan. Þá er ótrúlegt hve nemendur standa sig betur í ensku en öðrum fögum og hafa hærri ein- kunnir í því fagi. Það er ekki endi- lega vísbending um að krakkarnir séu svona góðir i ensku. Ég er ör- uggur á því að þarna eru miklir gallar í prófagerð og það vantar all- an stöðugleika, þannig að prófin séu jafn þung ár frá ári. Þessir hlutir hafa allir mikil áhrif á niðurstöðu prófanna og þarna verður að vanda betur til,“ sagði Vigfús. Krakkarnir meö svörtu pokana eru komnir á kreik. Þaö gerist á hverju ári noröur á Akureyri aö í sumarbyrjun má sjá flokka unglinga fara um bæinn, berandi svarta ruslapoka. Þetta eru krakkarnir úr vinnuskóla Akureyrarbæjar sem vinna viö þaö í einhverjar vikur aö hreinsa og fegra bæinn sinn. DV-mynd gk ■[öPllGlI nY OPE^A EFtÍR^jon ASCEÍ^SSOn mÍÐASALón OPÍn Ki. 15-19 nEmA mÁn. sími 551-1475 ÍSLEnSKft ÓPER0n I. jÚm UPPSELtOG 4. iOní UPPSELt nÆstu sÝnincAR^j. júní 8. júní n. júm' oc 14. jOní 1/1 f||/nviji% i liViiyn I WOAsm 904*5000 ^erðaðe'ns 39,90 min- t Þú þarft aðeins eitt símtal í Kvikmyndasíma DV til að fá upplýsingar um allar sýningar kvikmyndahúsanna » OSi KVÍKMYNDAsbw 9 0 4 - 5 0 0 0 Ólafsfjörður: Engar stór- framkvæmdir Akureyri: „Það má segja að við séum frekar rólegir hvað varðar framkvæmdir á vegum bæjarins á þessu ári,“ segir Þorsteinn Ásgeirsson, forseti bæjar- stjórnar Ólafsfjarðar. Bæjarstjórnarmeirihlutinn upp- lýsti eftir að framkvæmdum við íþróttahús bæjarins lauk að litið yrði um stórframkvæmdir næstu árin, enda bygging íþróttahússins geysilega stórt verkefni fyrir ekki stærra bæjarfélag. „í sumar sinnum við nær eingöngu því nauðsynleg- asta eins og viðhaldsvinnu og að skapa unglingunum vinnu.“ -gk Varnarliðið: Skólakrökkum brá við að sjá hermenn „Þetta eru einfaldlega reglubundn- ar æfrngar landgönguliða varnarliðs- ins og þær eru með fullu samþykki íslenskra yfirvalda. Smáflokkar bandarískra landgönguliða hafa ver- ið við æfingar í fjallgarði vestan við Kleifarvatn undanfarnar tvær vikur og þeir verða þar eitthvað á næst- unni,“ sagði Friðþór Eydal, upplýs- ingafulltrúi varnarliðsins, í spjalli við DV í gær. Hópur kennara og skólabama úr Myllubakkaskóla varð var við ferðir landgönguliðanna á skólaferðalagi milli Kleifarvatns og Keilis og bömunum hafa brugðið í við að sjá hermennina. -RR Þarf að skoða betur bakgrunninn „Ég tel nauðsynlegt að skoða bet- ur bakgrunninn. Allt of oft, þegar svona niðurstöður eru skoðaðar, er einblínt á hvað sé að í skólunum en ég held að það þurfi að horfa alvar- lega á hvað sé að í uppeldi og að- haldi á heimilum. Það eru foreldrar sem bera höfuðábyrgð á uppeldi barna sinna en ekki skólinn og þeir þurfa að byggja upp sjálfsaga hjá börnunum og búa þau sem best und- ir námið í skólanum. Hvað skólakerfið varðar má benda á að nemendur sem eru að klára grunnskóla vantar oft meiri ákafa eða hvata til að ná prófunum. Ástæðan er m.a. sú að framhalds- skólar gera engin inntökuskilyrði og standa í sjálfu sér opnir fyrir öll- um nemendum, líka þeim sem eiga í námserfiðleikum. Aöstæður erfiðar Ef aðstæður eru skoðaðar hér fyr- ir vestan er ljóst að þær eru mjög erfiðar og kannski ekki óeðlilegt að árangur hér sé lakari en annars staðar. Héðan er mestur fólksflótti og meiri hreyfing á nemendum og kennurum en nokkurs staðar ann- ars staðar á landinu. Samkvæmt könnun sem ég gerði í fyrravetur höfðu um 34% nemenda hér fyrir vestan skipt um skóla einu sinni eða oftar. Það segir sig sjálft að þeir nemendur sem festa aldrei rætur í sama skóla eiga í flestum tilfellum erfiðara uppdráttar en aðrir og það sama má segja um kennara. Þá tel ég líka að unglingar á landsbyggðinni stefni síður á fram- haldsnám eftir grunnskóla og fari frekar beint út á vinnumarkaðinn en jafnaldrar þeirra á höfuðborgar- svæðinu," sagði Vigfús. -RR Hagavatn stækkaö Vatnsyfirborðið hækkar um rúma 10 metra Stefnt er að framkvæmdum við stækkun Hagavatns í sumar og haust og er áætlaður framkvæmda- tími 3 til 4 mánuðir. Tilgangur framkvæmdarinnar er að sökkva gömlum botni Hagavatns aftur undir vatn og stöðva þannig stöðugt áfok sem ógnar gróðri á heiðum upp af Biskupstungum og Laugardal. Vatnsborð Hagavatns verður stækkað þar til vatn fer að renna um útfall sem vatnið hafði á árun- um 1929 til 1939. Núverandi útfall verður stíflað með 15 metra hárri stíflu og vatnsborð hækkað um 10,5 metra. Við það mun vatnið stækka úr 5 ferkílómetrum í 13,5 ferkíló- metra. Landgræðsla ríkisins er fram- kvæmdaaðili og hefur unnið frum- mat á umhverfisáhrifum fram- kvæmdarinnar. Skipulag ríkisins hefur nú frummatið til athugunar. -IBS Sýn út Sjónvarpsstöðin Sýn hefur fengið leyfi útvarpsréttarnefndar til að stækka útsendingarsvæði sitt til alls landsins. Sýn hefur einnig feng- ið endurnýjun á almennu starfsleyfi til sjö ára en á því byggjast aðalút- sendingar stöðvarinnar á VHF tíðnisviði. Að sögn Páls Magnússon- ar, sjónvarpsstjóra Sýnar, er nú á land hægt að skoða útsendingar utan höf- uðborgarsvæðisins. „Við lítum fyrst til Eyjafjarðarsvæðisins en áður en við stækkum útsendingarsvæðið verður þó að skoða hagkvæmni þess. Það verður til dæmis áð reyna á samninga við Póst og Síma.“ -JHÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.