Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1996, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1996 11 DV Bókmennta- verðlaun Hall- dórs Laxness Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness, sem Vaka-Helgafell stofnaði til í samráði við fjöi- skyldu skáldsins, verða veitt í fyrsta skipti haustið 1996. Efnt var tU samkeppni um besta hand- ritið að skáldsögu eða smásagna- safni og bárust tæplega 50 hand- rit í keppnina. Dómnefnd hefur nú lokið störfum en úrslit verða tilkynnt í haust, sama dag og verðlaunahandritið verður gefið út. Verðlaunaupphæðin nemur 500.000 krónum. Tónvaki RÚV Ríkisútvarpið hefúr nú efiit tU tónlistarkeppninnar TónVakans fimmta árið í röð. Fyrstu tveir hlutar keppninnar eru nú að baki, 13 tónlistarmenn skráðu sig upphaflega tU keppni en fimm keppendur hafa nú verið valdir til framhalds í 3. hluta. Þeir eru: Einar Jónsson básúnuleikari, Helga Rós Indriðadóttir messósópran, Miklos Dalmay pí- anóleikari, Sigurbjörn Bern- harösson fiðliUeikari og Stefán Örn Arnarsson seUóleikari. Þriðji hluti keppninnar fer fram 29.júlí nk. en sigurvegarinn kem- ur fram á tónleikum með Sinfó- níuhljómsveit íslands 17. októ- ber. Hópurinn sem fór til Litháen ásamt gestgjöfum. Þjóðleikhúsið í sigurför til Litháen Þjóðleikhúsið er nýkomið af al- þjóðlegri leiklistarhátíð í Lithá- en. Þangað var því boðið með sýninguna Don Juan sem sýnd var í vetur. Sýnt var tvisvar á há- tíðinni og var húsfyUir í bæði skiptin. Leikið var á íslensku en sýningin var þýdd jafnóðum fyrir áhorfendur á litháísku fyrir þá sem það kusu. í ferðinni gengu þjóðleikhússtjóri og menntamála- ráðherra Litháen frá samstarfs- samningi miUi þjóðleikhúsa land- anna. íslandsklukkan í Þýskalandi Vaka-HelgafeU hefur á síðustu þremur árum gengið frá samn- ingum um fjórar mismunandi út- gáfur á íslandsklukkunni eftir HaUdór Laxness' í Þýskalandi. Fyrst kom hún út innbundin á al- mennum markaði, þá í tveimur af virtustu og stærstu bókaklúbb- unum þar í landi og loks kom hún nýlega út í kilju. Karmelítanunnur kvikmyndaðar í Karmelítaklaustrinu í Hafn- arfirði búa 19 pólskar nunnur sem hafa verið hér á landi frá 1984. Hið daglega líf Karmelíta- reglunnar er háð ströngum regl- um og er helgað trúarlegri íhug- un. En nú hafa Pólveijar tekið upp sjónvarpsmynd um Karmel- ítaklaustrið sem sýnd verður í pólska ríkissjónvarpinu fimmtu- daginn 6. júní sem er hátíðisdag- ur í rómversk-kaþólskri trú. Auk þess að vera heimildamynd um klaustrið er þar að finna myndir úr náttúru íslands. Myndin hlaut lof gagnrýnenda í Póllandi auk þess sem leikstjóri myndarinnar hefur lokið miklu lofsorði á land og þjóð. Síöar á þessu ári mun einnig verða sýnd mynd um Heimaey og gosið 1973 í pólska ríkissjónvarp- inu. -ggá _________________________________________Menning Nýtt leikrit eftir Karl Ágúst Úlfsson: I hvitu myrkri á listahátíð í tilefni listahátíðar var í gær- kvöld forsýning á litla sviði Þjóð- leikhússins á nýju verki eftir Karl Ágúst Úlfsson. Önnur forsýning verður í kvöld kl. 20.30. Verkið heit- ir í hvítu myrkri og er fyrsta verk- ið sem Karl Ágúst semur einn og flutt er í Þjóðleikhúsinu. Þjóðin þekkir Karl Ágúst vel í hlutverki spaugarans en þetta verk er þó ekki gamanleikrit heldur er hér um mannlegt drama að ræða. í samtali við DV sagði Karl Ágúst að hann hefði byrjað að vinna að verkinu 1992 og sama ár lauk hann við fyrstu út- gáfuna. Hann sagðist ekki hafa gengið lengi með hugmyndina held- ur hafi verkið komið eins og þruma úr heiðskíru lofti og hvolfst yfir hann. Hann segir að verkið hafi tek- ið smávægilegum breytingum á æf- ingatímanum enda sé það alltaf til bóta þegar ný verk séu sett á svið. Að öðru leyti hafi uppsetning leik- ritsins verið mjög svo svipuð því sem hann hafði í huga við ritunina. Leikritið fjallar um lítið hótel í ís- lensku sjávarplássi þar sem roskin hótelstýra og ráðskona hennar ráða húsum. Einangrun, óblíð náttúra og niðurníðsla einkenna staðinn og mannlífið. Kvöld eitt gerir aftaka- veður og ferðalangar verða stranda- glópar á hótelinu. Fyrr en varir fara að koma í ljós óvænt tengsl þeirra við íbúa staðarins og skuggar fortíð- arinnar koma fram í dagsljósið. Að sögn Karls Ágústs er ekki um nein aðalhlutverk að ræða þar sem öll hlutverkin séu jafn veigamikil. Æfingar hafa staðið yfir með hléum frá því í mars og hafa þær gengið að óskum. Karl Ágúst sagði töluverðan fiðring vera kom- inn í mannskapinn enda tilheyri það og í raun sé ekkert að marka sýningu þar sem undirbúningurinn fari fram án tilheyrandi spennu. Hlutverkin í leikritinu eru í höndum Kristbjargar Kjeld, Helga Skúlasonar, Lilju Guðrúnar Þor- valdsdóttur, Magnúsar Ragnarsson- ar, Ragnheiðar Steindórsdóttur og Þrastar Leós Gunnarssonar. Aðeins er um að ræða þessar tvær forsýningar á listahátíð en verkið verður tekið til almennra sýninga á sviði Þjóðleikhússins í haust. -ggá Heimskórinn á æfingu í Laugardalshöll. DV-mynd JAK Stórtónleikar í Laugardalshöll Það verða sannkallaðir stórtón- leikar í Laugardalshöllinni þann 8. júní kl. 16. Þá flytja einsöngvararn- ir Olga Romanki, Dmitri Hvorostov- sky, Rannveig Fríða Bragadóttir og Keith Ikaia-Purdy vinsæl atriði úr þekktum óperum ásamt hinum alþjóð- lega heimskór við undirleik Sinföníu- Li hljómsveitar ís- lands. Það er þýski hljómsveitarstjórinn Klauspeter Sel- bel sem stjómar en hann hefur starfað sem hljómsveitarstjóri og tónlistarstjóri víða um heim. Olga Romanko er sópransöng- kona, fædd í Moskvu þar sem hún stundaði tónlistarnám. Hún hefur unnið til fjölmargra verðlauna og hefur átt mjög glæsilegan söngferil. Meðal annars söng hún hlutverk Desdemónu í óperunni Óþelló á móti Placido Domingo. Dmitri Hvorostovsky er meðal eftirsóttustu barítonsöngvara heims og hefur sungið í helstu óperu- og tónlistar- húsum veraldar. Rannveig Fríða Bragadóttir messósópran hefur starfað sem einsöngvari við Óperu- stúdíó Ríkisóper- unnar í Vín og tek- ið þar þátt í fjölda sýninga auk þess að taka þátt í upp- færslum í útvarpi og sjónvarpi. Keith Ikaia-Purdy er tenórsöngvari sem hefur sungið óslitið í óperuhúsum í Bandaríkjun- um, Þýskalandi og víðar frá 1988. Auk þess hefur hann komið víða fram sem einsöngvari og haldið fjölda tónleika. Heimskórinn var stofnaður 1986 og hefur hann sungið víða um lönd. í ágúst 1990 söng kór- inn, skipaður 3000 söngvurum frá 14 löndum, „Requiem" eftir Verdi með Pavarotti 1 Verona. -ggá Ragnheiður Steindórsdóttir í hlutverki sínu. Karlakórinn Heimir til Kanada: Kemur við í Langholtskirkju - með tónleika 10. júní Karlakórinn Heimir í Skagafirði er á leiðinni í tveggja vikna söng- ferðalag til Kanada. Þetta er fjórða utanlandsferð kórsins á sextán árum. Alls verða um 120 manns með í för. Áður en farið verður út til Kanada heldur kórinn tónleika í Langholtskirkju mánudagskvöldið 10. júní kl. 20.30. Stjórnandi kórsins er Stefán S. Gíslason. Undirleikari á píanó er Thomas Higgerson og Jón St. Gísla- son spilar á harmóníku. Einsöngv- arar á tónleikunum verða Einar Halldórsson og Álftagerðisbræðurn- ir Pétur, Óskar og Sigfús Péturssyn- ir. Kórfélagar eru yfir 60 talsins en Heimir fagnar 70 ára afmæli á næsta ári. Þorvaldur G. Óskarsson, formaður kórsins, sagði í samtali við DV að Kanadaferðin væri nokk- urs konar afmælisferð. „Tónleikarnir í Langholtskirkju gefa forsmekkinn að söngskránni í Kanada. Á henni eru lög eftir inn- lenda og erlenda höfunda með blönduðu ívafi, allt frá íslenskum þjóðlögum til óperuaría. Við ferð- umst um íslendingabyggðir í Kanada og höldum sex skipulagða tónleika. Síðan höfum við verið beðnir að taka lagið við ýmis tæki- færi,“ sagði Þorvaldur. -bjb Karlakórinn Heimir í Skagafirði er á leiðinni til Kanada en ætlar að kom við í Langholtskirkju nk. mánudagskvöld með tónleika.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.