Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1996, Blaðsíða 32
Þrefeúdur JL mnningur Vertu viðbúinfn) vinningi >T> KIN I s FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ1996 Helgarblað DV: Haukur á sína fjórðu ólympíuleika í Helgarblaði DV á morgun verð- ur viðtal við Hauk Gunnarsson frjálsíþróttamann sem fer á sína fjórðu Ólympíuleika fatlaðra í sum- ar. Eftir það hyggst hann leggja íþróttaskóna á hilluna. Árið 1988 kusu lesendur DV Hauk íþrótta- mann ársins. Makar forsetafram- bjóðendanna verða kynntir í Helg- arblaðinu og segja þeir frá helstu áhugamálum sínum og hugðarefn- ,'jm. Þá verður viðtal við feðga á Sauðárkróki sem eru einlægir El- vis- aðdáendur. Hvunndagsleikhús- ið frumsýnir bráðlega ærslaleikinn Jötuninn eftir gríska skáldið Evripi- des. Inga Bjarnason segir frá verk- inu í viðtali. Auk þessa verður fjölmargt ann- að efni í blaðinu við allra hæfi. -em Smugusamningar: Fórna helmingi fyrir veiðar í landhelgi - segir Jóhann A. Jónsson „Við getum sætt okkur við að fórna helmingi af því sem við fengj- um með frjálsum veiöum í Smug- unni gegn því að fá að veiða i norskri og rússneskri landhelgi og hafa frið um veiðarnar," segir Jó- hann A. Jónsson, formaður úthafs- veiðinefndar LÍÚ, í samtali við DV. Hann segir að helmings líkur séu á að samningar takist um Smugu- veiðarnar í vor áður en veiðar hefj- ast. Utanríkisráðherrar íslands, Noregs og Rússlands hittast nú um helgina i Ósló og ræða samninga um Smuguveiðarnar. Jóhann sagði að þar sem íslend- ingar hefðu fengið 35 til 36 þúsund tonn í Smugunni síðustu tvö ár væri ekki óraunhæft að tala um 16 til 18 þúsund tonn í samningum. -GK ER NOKKUR SMUGA AP ÞEIR NÁI SAMKOMULAGI? Samstarfsörðugleikar magnast enn á ný hjá Slysavarnafélaginu: Herdís Storgaard hættir störfum vegna óánægju - ekkert undarlegt við það að fólk skipti um starf, segir framkvæmdastjórinn Herdis Storgaard barnaslysa- varnafulltrúi hefur sagt upp störf- um hjá Slysavarnafélagi íslands. Samkvæint heimildum DV segir hún upp vegna langvarandi og vaxandi samstarfsörðugleika hjá félaginu. Hefur sambúðin farið hríð- versnandi frá því Herdís fékk nor- ræn verðlaun fyrir starf sitt að slysavörnum barna í mai á síð- asta ári. Verðlaunin námu 400 þúsund krónum og samkvæmt heimildum DV taldi fram- kvæmdastjóri Slysavarnafélags- ins að félagið ætti að fá þá fjár- hæð en ekki Herdís. Herdís vildi ekki ræða uppsögn sína við DV en staðfesti að hún hefði sagt upp störfum frá síðustu mánaðamótum. Esther Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri Slysavarnafélags- ins, segir að hún hafi tekið við uppsagnarbréfi Herdísar. Hún gerir ráð fyrir að Herdís verði hjá félaginu út þriggja mánaða upp- sagnartíma. Esther kannaðist ekki við að samstarfserflðleikar væru orsök þess að Herdís hefði sagt upp störfum og vildi ekki viðurkenna að innanbúðardeilur væru enn á ný að magnast hjá félaginu. „Það er ekkert undarlegt við það þótt fólk skipti um störf. Hún sagði bara upp og það er ekkert meira um það að segja,“ sagði Esther. Esther vOdi heldur ekki fallast á að uppsögn Herdlsar tengdist fyrri deilum hjá félaginu. Áður hafa t.d. Hálfdan Henrysson deild- arstjóri og Guðbjörn Ólafsson skrifstofústjóri fengið uppsagnar- bréf og ollu uppsagnir þeirra miklum deilum í félaginu. -GK Systurnar Berglind og Hrafnhildur Matthíasdætur og vinkona þeirra, Þóra Olafsdóttir, komu nokkurra vikna æðar- kolluunga til bjargar í Sandgerði í vikunni þegar þær voru þar í heimsókn. Þær komu auga á ungann fyrir hreina til- viljun á Sandgerðisvegi þar sem hann lá í blóði sfnu. Þær tóku ungann með sér heim til Reykjavtkur og tókst að bjarga lífi hans. Þær ætla að sleppa unganum, sem þær skírðu Trítil, í Tjörnina. DV-mynd ÆMK Veðriö á morgun: Hlýjast suð- vestanlands Á morgun verður norðaust- læg átt, kaldi eða stinnings- kaldi á Vestfjörðum en annars hægari. Austan til á landinu verður nærri samfelld rigning en skúrir vestan til, einkum síðdegis. Hiti verður á bilinu 3 tO 12 stig, hlýjast suðvestanlands en kaldast við ströndina norðan to. Veðrið í dag er á bls. 36 Vinnuslys á Akureyri: Klemmdist í vörulyftu DV, Akureyri: Maður, sem vann að viðgerð á vörulyftu í kjörmarkaði KEA í Hrísalundi á Akureyri í gærkvöldi, klemmdist iOa er hann steig inn í lyftuna og þurfti að klippa lyftuþak- ið af með tækjabO slökkviliðsins tO að ná manninum úr lyftunni. Lyftan festist á efri hæð og þegar maðurinn hafði opnað lyftuna og steig inn í hana féll hún niður. Vinstri fótur mannsins klemmdist og dróst hann meö höfuðið á undan með lyftunni niður á neðri hæðina. Að sögn rannsóknarlögreglu var mildi að ekki fór mun verr, en mað- urinn slapp með brot á vinstra fæti sem að visu var talið mjög slæmt. ________________________-gk Ingibjörg Pálmadóttir: Menn gleymdu að leita sam- komulags „Eftir mjög góða stjóm á þing- fundum og samkomulag í allan vet- ur gleymdu forsetar þingsins að leita samkomulags um þetta mál í þvi mikla stressi sem var þarna um kvöldið. Þess vegna varð þetta upp- hlaup,“ sagði Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra en umræðu um frumvarp hennar um samstarfsráð sjúkrahúsanna var frestað án sam- ráðs við hana síðastliðið þriðjudags- kvöld. Mikill hvellur varð þegar umræðunni var frestað og langur sáttafundur kom í kjölfarið. Ingibjörg hafði fyrr um daginn boðað að þetta frumvarp yrði tekið til umræðu. Þá varð mikið uppi- stand í þingsalnum og ljóst að kæmi frumvarpið til umræðu myndi stjórnarandstaðan fara út í langar umræður um málið og þingstörf dragast von úr viti. TO að koma í veg fyrir það tók Sturla Böðvarsson, 2. varaforseti Al- þingis, málið út af dagskrá með vit- und og samþykki Ólafs G. Einars- sonar forseta. Þeim láðist hins veg- ar, í stressi kvöldsins, að ræða mál- ið við heObrigðisráðherra . Ingibjörg segir að Davíð Oddsson forsætisráðherra hafi gefið loforð um að hann muni beita sér fyrir framgangi málsins þegar það verður tekið fyrir í haust. -S.dór Gripnir við bílstuld Tveir menn voru gripnir á Hverf- isgötunni um hálffjögur I nótt þar sem þeir voru að baksa við að stela bil. Kom lögreglan að þeim og voru mennirnir fluttir í fangageymslu þar sem þeir biðu yfirheyrslu í morgun. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.